Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 f slenskur vísindamað- ur fær fremstu verð- laun vatnalíffræðinga Forseti alþjóðasambands vatnalíffræðinga, prófessor Heinz Löffler, afhendir Pétri M. Jónassyni heiðursverðlaun vatnalíffræðinga, Nau- mann-Thienemann-verðlaunin, á Nýja Sjálandi. Jónshúsi, Kaupmannahöfn. DR. PÉTUR M. Jónasson pró- fessor var sæmdur Naumann- Thienemann-vísindaverðlaunun- um á alþjóðaþingi vatnalíffræð- inga á Nýja Sjálandi á dögunum. Verðlaunin eru æðsti heiður sem vatnalíffræðingi getur hlotnazt og er þeim úthlutað á þinginu til þriggja vísindamanna, en þingin eru haldin þriðja hvert ár. Nefnd vísindamanna frá 6 þjóð- um greiðir atkvæði um verðlauna- veitinguna og áttu nú Austurríki, V-Þýskaland, Bandaríkin, Fólland, Svíþjóð og Frakkland hvert sinn fulltrúa í dómnefndinni. Félagar í alþjóðasamtökum vatnalíffræðinga eru 5.000 talsins og voru verðlauna- hafamir valdir úr 50 manna hópi og má því geta nærri, að ekki koma aðrir en þekktir og alþjóðlega hugs- andi vísindamenn tií greina við verðlaunaveitinguna. Hinir tveir voru Svisslendingurinn Richard Vollenwaider og Dietrich Uhlmann frá A-Þýzkalandi, en þeir voru báð- ir fjarverandi, er afhendingin fór fram. Dr. Pétur fékk verðlaunin fyrir' fjölþættar rannsóknir sínar á Es- rumsö á Norður-Sjálandi og íslenzku vötnunum, sem hafa vakið athygli víða um heim. Hann hefur sérstöðu meðal kollega sinna, því að flestir þeirra verða að vinna ein- göngu við rannsóknir á óhreinum og menguðum vötnum, en Pétur Jónasson stjómar yfirgripsmiklum rannsóknum á líffræði hinna fersku stórvatna, Mývatns og Þingvalla- vatns. Alþjóðaráðstefnan var nú haldin í fyrsta sinn á suðurhveli jarðar og komu um 1.000 manns til funda- haldanna. Næst verður komið saman í Miinchen eftir 3 ár og er þá búist við a.m.k. 1.500 fundar- gestum. { sambandi við ráðstefnuna fór dr. Pétur í fótspor Jörundar hunda- dagakonungs til Tasmaníu, en þar stofnaði hinn nafnkunni íslands- kóngur höfuðborgina Hobart. Ekki fann dr. Pétur þó styttu af Jör- undi, sem hann hafði vænzt að sjá, en á litskyggnu í nýju safni er mynd af málverki því, sem Eck- ersberg málaði forðum af Jörgen Jörgensen. Margir þekkja nafn Jör- undar þarna enn í dag og er hann eins konar þjóðhetja í Tasmaníu. Vatnalíffræðideild Hafnarhá- skóla, sem Pétur M. Jónasson veitir forstöðu, er staðsett í Hilleröd eins og kunnugt er. Deildin var stofnuð við Furesö fyrir 90 ámm og heldur þessa dagana merkisafmæli sitt hátíðlegt, en síðan 1930 hefur hún verið til húsa í nágrenni Frederiks- borgslotssö. Dr. Pétur er 4. prófess- orinn, sem stjómar stofnuninni, en hún hefur 85 starfsmönnum á að skipa, þar af em 50 nemendur, 17 vísindamenn og 18 tæknimenn. Stofnunin setur markið hátt og byggir á samstarfi virkra vísinda- manna á alþjóðlegan mælikvarða og er virt vel um allan heim. Er danska vatnalíffræðideildin mest alhliða deildanna á Norðurlöndum og fékk nýlega bezta faglegt mat, sem nokkur deild Hafnarháskóla hefur fengið. Ástæðan fyrir vel- gengni okkar er, að við vinnum og birtum niðurstöður okkar á alþjóð- legum vettvangi, segir dr. Pétur. En helzti árangur rannsókna hans er kominn í þær kennslubækur í vatnalíffræði sem máli skipta. Dr. Pétur Jónasson er nú á fömm heim til Fróns eins og hann kemst að orði. Heima vinnur hann að hinu mikla vísindariti um Þingvallavatn, líkt og bókinni Lake Mývatn fyrir 8 ámm. Fjölmargir Islendingar vinna að rannsóknarverkefninu við Þingvallavatn með honum, en alls hafa 33 vísindamenn frá öllum Norðurlöndunum haft þar samstarf. — G.L.Ásg. NVI MR Sumarið er í kjallara Nýjabæjar í kjallara Nýjabæjar er núna nýopnaður sumarvörumarkaður. Þar færð þú allt sem tengist sumri og sól; grill og grillvörur, garðvörur, tjöld, létt húsgögn og margt, margt fleira. Til hátíðarbrigða munum við grilla ýmis konar góðgæti fyrir við- skiptavini okkar hvenær sem færi gefst. IVýr opnimartími í sumar verður opið alla virka daga til kl. 19, nema á föstudögum, en þá verður opið til kl. 22. Á iaugardögum verður opið frá kl. 9-13. Lokað verður á sunnudögum. Gildir frá 1. júní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.