Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Tökur á Tristran og ísold að hefjast: Mynd um það sem lífið snýst um Rætt við Daniel Bergman aðstoðarleikstj óra og Esa Vuorinen kvikmyndatökumann TAKA nýjustu kvikmyndar Hrafns Gunnlaugssonar hefst við Jökulsárlón á Breiðamerkur- sandi í lok þessa mánaðar. Myndin hefur hlotið vinnuheitið Tristran og ísold. Hún er kostuð af sænskum og íslenskum aðilum og verður kvikmynduð í báðum löndunum. Við ræddum við aðstoðarleik- stjóra myndarinnar, Daniel Bergman, sem reyndar er sonur sænska leikstjórans Ingmars Bergman, og Finnann Esa Vuor- inen, sem sér um kvikmynda- töku, af þessu tilefni og varð Bergman fyrst fyrir svörum. „Það mætti líkja söguþræði myndarinnar við söguþráðinn í myndinni Godfather. Hún er um deilur á milli þriggja fjölskyldna á tólftu öld og eru Tristran og ísold aðalsöguhetjumar. Tristran, sem auðvitað verður nefndur Trausti á íslensku, er leikinn af Agli Ólafs- syni en með hlutverk Isoldar fer Tinna Gunnlaugsdóttir. Handritið er eftir Hrafn Gunn- laugsson en er byggt á gömlum sögum og ævintýrinu um Tristran og ísold." Auk þeirra Egils og Tinnu mætti nefna Kristbjörgu Kjeld, Flosa Ól- afsson, Sigurð Siguijónsson og Helga Skúlason af íslenskum leik- urum sem fara með hlutverk í myndinni. Af sænsku leikurunum eru þekktastir þeir Sune Mangs, Johann Neumann og Reine Brynjolfsson. Sune Mangs ætti að vera þeim sem horfðu á Böðulinn og skækjuna kunnur en þar brá hann sér í gervi konu sem rak hóruhús. „Við stefnum að því að hefja tökur við Jökulsárlón 28. júní og síðan verður ferðast um ísland og kvikmyndað til ágústloka en þá höldum við til Stokkhólms í kvik- myndaver þar sem öll atriði sem gerast innandyra verða kvikmyn- duð.“ — Hvaða tungumál verður tal- að í myndinni? „Það verður einungis töluð íslenska í myndinni ef undan eru skilin nokkur orð á latínu sem ítalskur málari er látinn mæla.“ — Er ekki hætta á að tungu- málið valdi sænsku leikurunum erfiðleikum? „Jú, að sjálfsögðu, en þetta eru afbragðs leikarar og auk þess verður hljóðið tekið upp eftir á eins og Hrafn er vanur að gera. Þannig að ef það gengur ekki að nota raddir sænsku leikar- anna verður talað inn á fyrir þá. Með því að hafa þennan hátt- inn á losnum við líka við að hafa áhyggjur af hljóðum frá bUum, flugvélum og öðru sem myndi hljóma ankannalega í myndinni." Dýrt að kvikmynda á Islandi „Eitt af þvf fyrsta sem við kom- umst að við undirbúningsvinnuna hér á Islandi er að það er mjög dýrt að gera kvikmyndir á íslandi." „Það kemur mjög vel í ljós við gerð svona vandaðrar kvikmyndar," bætti Vuorinen við, „það er allt svo stórt í sniðum". — Getur þetta talist stórmynd á sænskan mælikvarða? Enn varð Bergman fyrir svörum. „Við höfum að vísu ekki mjög mik- ið fé til umráða, raunar lítið með tilliti til þess hvemig mynd er um að ræða, en Hrafni verður mikið úr því fé sem hann notar. Hann hefur ákveðna upphæð til ráðstöfunar og fer ekki fram yfir það eins og oft vill brenna við. Hrafn er vanur að vinna undir þess- um kringumstæðum og nýtir það sem hann hefur til hins ýtrasta. Ég varð strax hrifinn þegar ég sá kvikmyndina Hrafninn flýgur í fyrsta sinn og talaði við nokkra af þeim sem höfðu unnið við myndina. Þegar þeir sögðu mér hve lítið hún hafði kostað trúði ég þeim varla. Mér fannst hún svo vel gerð að ég sá hana sex sinnum og velti því fyrir mér hvemig í ósköpunum væri hægt að gera svona vandaða mjmd fyrir svo lítið fé. Ég varð því að vonum ánægður þegar það var hringt í mig og ég spurður hvort ég vildi verða aðstoðarleikstjóri mannsins sem hafði leikstýrt mynd- inni.“ Morgunblaðið/Ól.K.M. F.v.: Esa Vuorinen kvikmyndatökumaður og Daniel Bergman aðstoð arleikstjóri. Notfærum okkur landið í myndinni „Við Esa emm búnir að skoða alla staðina sem á að kvikmynda á og ég verð að segja að þetta er afar fallegt land.“ Bergman gat ekki stillt sig um að hlæja þegar hann hafði lýst þessu yfir, hann hafði greinilega heyrt þetta frá ein- hveijum íslendingum líka. „Við ætlum að notfæra okkur það eins og við getum í myndinni og kvik- myndum meðal annars við Jökuls- árlón, í Námaskarði, við Ófæmfoss, Gullfoss og Geysi." Vuorinen var greinilega sammála félaga sínum um þetta atriði. „Þetta er einstakur bakgmnnur fyrir kvik- mynd þótt það verði ekki hlaupið að því að koma honum til skila á hvíta tjaldinu. Landið mun eflaust hafa sitt að segja þegar reynt verð- ur að selja myndina á alþjóðamark- aði.“ „Það má segja að íslensk kvik- myndagerð standi á þröskuldinum að alþjóðamarkaðinum fyrir kvik- myndir," bætti Bergman við. „Hrafninn flýgur var spor í rétta átt. Henni var vel tekið í Svíþjóð og myndin hefur verið sýnd bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Að mínu mati ættum við líka að geta náð langt núna, við emm bæði með gott handrit og góða leikara og okkur er því ekkert að vanbúnaði." — Er þetta í fyrsta sinn sem þú vinnur með Hrafni, Vuorinen? „Já, ég hef hins vegar unnið með Daniel áður. Auk þess hafði Hrafn séð eina af kvikmjmdunum sem ég hafði unnið við og líkað vel og ég býst við að mér hafi verið boðið að stjóma kvikmjmdavélunum vegna þess.“ Bergman benti á að Vuorinen væri vanur að vinna undir því álagi sem þeir yrðu að vinna við á Is- landi. „Það getur rignt einn daginn, verið glaðasólskin næsta morgun og síðan rigning eftir hádegi. Þetta gerir alla kvikmyndatöku erfiða því að myndin verður að virðast tekin í samfellu." Vuorinen samsinnti þessu. „Kvikmyndaiðnaðurinn í Finnlandi er að mörgu lejrti líkur þeim íslenska. Það er úr litlu fé að spila og allt minnir frekar á handverk en fjöldaframleiðslu.Ég ætla að minnsta kosti að vona að mér tak- Stúdentar frá dagskóla F.B. Stúdentar frá kvöldskóla F.B. Fjölbrautarskólinn í Breiðholti: Hundrað o g ellefu stúd- entar voru útskrifaðir FJÖLBRAUTARSKÓLANUM í Breiðholti var slitið 22. maí síðastliðinn í Bústaðakirkju. 226 nemendur luku lokaprófum að þessu sinni og þar af 111 stúd- entsprófi. Útskriftarathöfnin hófst með því, að Guðni Þ. Guðmundsson organ- isti lék vorlög og síðan söng Ingveldur Hjaltested. I jrfírlitsræðu skólameistara, Guðmundar Sveins- sonar, kom fram að 1258 nemendur hafa stundað nám í dagskóla F.B. og 987 þeirra lokið prófum, 226 nemendur luku lokaprófi af ein- hverri námsbraut og er þá bæði um nemendur í dagskólanum og öld- ungadeildinni að ræða. Þeir skiptust sem hér segir: Á eins árs námsbrautum luku 17 nemar prófi, 7 af grunnnámi matvælasviðs og 10 af grunni tæknisviðs. Á tveggja ára námsbrautum luku 48 prófi, 38 almennu verslunar- prófi, 6 grunnnámi listasviðs og 4 matartæknar. Á þriggja ára brautum stóðust lokapróf 50 nemendur, þar af 3 sjúkraliðar, 4 matarfræðingar og 21 nemandi lauk sveinsprófí í bók- legum greinum (9 húsasmiðir, 2 pípulagningamenn, 9 rafvirkjar og 1 vélvirki). Loks luku 22 nemendur sérhæfðu verslunarprófi. 111 nemendur luku íjögurra ára brautum, stúdentsprófi og skiptust þeir þannig: Af almennu bóknámssviði 54 nemendur, heilbrigðissviði 11 nem- endur, listasviði 3 nemendur, tæknisviði 6 nemendur, uppeldis- sviði 9 nemendur og viðskiptasviði 28 nemendur. Bestum árangri á stúdentsprófi náðu An Jónasson, eðlisfræðibraut með 136 einingum, 383 stigum og lauk hann náminu á þremur árum. Guðmundur Steinar Guðmundsson náði næst bestum árangri á stúd- entsprófi og fengu þeir báðir fjölda verðlauna fyrir árangur sinn. Kristín Amalds, aðstoðarskóla- meistari, gerði næst grein fyrir starfsemi kvöldskóla F.B. og í ræðu hennar kom fram að 902 nemendur hafi stundað þar nám á vorönn og gengu 780 þeirra undir annapróf í Skólameistari, Guðmundur Sveinsson afhendir dúx skólans, Ara Jón assyni, verðlaun. einum eða fleiri námsáföngum. I kvöldskóla F.B. náði bestum ár- angri á stúdentsprófí Kristjana Valdimarsdóttir og_ almennu versl- unarprófi Hjördís Ámadóttir. Ávörp fluttu Sigþór Sigurðsson fráfarandi formaður nemendafélags F.B., Helgi B. Kristinsson, sem við formennskunni tók, Ómar Hlyns- sons formaður nemendafélags öldungadeildar og Kristín Erlings- dóttir er talaði fyrir hönd útskriftar- nemenda. í lokin ávarpaði Guðmundur Sveinsson skólameist- ari nemendur sína og ámaði þeim heilla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.