Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 15 Skagfirsk kvennasaga Bókmenntir Erlendur Jónsson Aðalheiður B. Ormsdóttir: VIÐ ÓSINN. 143 bls. Útg. Kvenfé- lag Sauðárkróks. 1987. Þetta er fyrst og fremst félags- málasaga skagfírskra kvenna eða eins og stendur á titilsíðu: Saga kvennasamtakanna í Hegranesi, Hins skagfirska kvenfélags og Kvenfélags Sauðárkróks. Skagfirskar konur urðu einna fyrstar hérlendra kvenna til að koma saman og ræða mál sín. Höf- undur rekur frumkvæði þeirra til frelsishreyfínga 19. aldar, svo og til einstakra hugsjónamanna á fyrri hluta þeirrar aldar. Aðalheiður bendir á að Baldvin Einarsson hafí verið Skagfirðingur, sömuleiðis tveir Fjölnismanna. Hún telur að áhrifín frá Baldvin hafí verið drýgri hvað varðaði hagnýtu málefnin; al- þýða manna hafí fremur þegið hugmyndir frá honum. Þá minnir Aðalheiður á norðurreið skagfirskra bænda þegar þeir stefndu á fund Gríms amtmanns á Möðruvöllum; þótti hann ekki nógu þjóðhollur. Varð það sögufrægur atburður og kann að hafa orðið héraðsbúum hvatning til að efla samtakamátt sinn. Aðalheiður telur árið 1869 tíma- mótaár í sögu íslenskra kvenna vegna þess að »hinn 7. júlí það ár var boðað til sérstaks kvennafundar í Ási í Hegranesi.« Þótt margt hafí breyst og mikið vatn hafí runnið til sjávar síðan konumar komu þar saman telur Aðalheiður að ýmislegt sé líkt með þeirra fyrstu samtökum og kvenna- hreyfíngum nútímans; t.d. hafí þær lagt meiri áherslu á stefnumál ýmis en lagaleg formsatriði og hvarvetna hafí þá komið fram sjónarmið hinn- ar hagsýnu húsmóður. Áhersluatriði Hegraneskvenna gefa glögga innsýn í líf og starf og hugðarefni bændafólks á þeim tímum. Athyglisvert er t.d. að þær nefndu hreinlætið fyrst sem þær töldu að »væri ábótavant hjá oss í . . . baðstofu, búri, í eldhúsi, í bæjardyrum og úti fyrir þeim og kringum bæinn.« Hreinlæti er talið fara eftir efnahag meðal annars. Um það má raunar sannfærast ef litið er til fátæku landanna. Svo er sagt að hreinlæti hafi verið hér harla áfátt á fyrri öld, vægast sagt. Þar með er ekki sagt að einstakling- ar hafí ekki kosið sér fegurra og hreinna umhverfí, öðru nær. Að Fyrirlestur um hag- kvæma hönnun skipa PRÓFESSOR C. Gallin frá tækni- háskólanum i Delft i Hollandi verður i heimsókn hér á landi 11.—14. þessa mánaðar. Gallin mun halda fyrirlestur um efnið „Hagkvæm hönnun skipa“ i verkfræðideild Háskóla íslands við Hjarðarhaga fimmtu- daginn 11. þ.m. kl. 17.00. Próf. Gallin mun ennfremur eiga viðræður við fulltrúa iðnaðarráðu- neytisins og íslensks skipaiðnaðar um málefni skipaiðnaðarins meðan hann dvelst hér á landi. Próf. Gallin lauk doktorsprófí í skipaverkfræði 1967. Hann er sér- fræðingur í hönnun skipa með tilliti til hagkvæmni og hefur verið ráðu- nautur margra ríkisstjórna í Evrópu og helstu vélaframleiðenda. Núna er hann deildarforseti skipaverk- fræðideildar tækniháskólans í Delft. Próf. Gallin er meðlimur í mörg- um sérfræðinganefndum um þróun skipasmíða. Meðal annars er hann meðlimur þýskrar nefndar sem er að vinna að þróunarverkefni sem vestur—þýska ríkisstjómin og skipaiðnaðurinn þar í landi kosta sameiginlega og er sá kostnaður áætlaður allt að 50 millj. marka. Ennfremur er hann að setja á stofn svipað verkefni í Danmörku í sam- vinnu við dönsku ríkisstjómina. Ifyrirlesturinn í dag er opinn öll- um. Eigum til allar tegundir af hinum þekktu Fiskarsskærum Stór sníöaskæri, heimilisskæri, hægri og vinstri handa, eldhússkæri, takkaskæri og saumaskæri, Fiskars-eldhúshnífar i miklu úr- vali. Einnig v-þýzk barnaskæri fyrir föndur og í skólann. Naglaskæri og hárskæri. POSTSENDUM skagfírsku konumar skyldu setja hreinlætið á oddinn sýnir ljósast að þar var manndómsfólk að vakna til vitundar um eiginn sóknarmátt til bjartari framtíðar og betra lífs. Næst ræddu þær um bágindin. Seinni hluti 19. aldar mátti heita samfelldur harðindakafli sem byij- aði með foráttu stórhríð á útmánuð- um 1859. Óhagstætt árferði hlaut því að hafa hrif á alla landsmálaum- ræðu það sem eftir var aldarinnar. í þriðja lagi var svo rætt um að »minnka óþarfakaup á þessu sumri.« Að sjálfsögðu tengdist það hinum fyrri markmiðum. Margri húsfreyjunni hefur vafalaust runnið til rifla hversu mikið af ráðstöfunar- fé heimilanna fór til kaupa á tóbaki og brennivíni en þess háttar mátti fyrst og fremst færa í útgjaldadálk karlmannanna. Væri mikið keypt að þess háttar munaðarvöru varð um leið að sp'ara eitthvað þarfara . Og á tímum almennrar örbirgðar var þörfín vissulega brýn. Konumar vissu hvar skórinn kreppti. Þá hafa skagfirskar konur í gegnum tíðina beitt sér fyrir líknar- og félagsmálum en svo mun vera um nánast öll kvennasamtök. Þar með talin fræðslumál sem voru of- arlega á baugi áður en alþýðu- fræðsla varð hér almenn og skipuleg lögum samkvæmt. En fleira var á dagskrá. Skömmu fyrir aldamótin beittu konurnar sér t.d. »fyrir þvi að láta ryðja veg frá Sauðárkrók og suður á grundir . . . til skemmtigöngu fyrir Sauðárkróksbúa.« Þar er hugsunarháttur þéttbýlisbúa tekinn að skjóta upp kollinum. Fólk er Aðalheiður B. Ormsdóttir farið að eiga tómstundir og þá jafn- framt að velta fyrir sér hvernig skuli veija þeim. Einnig má segja að þarna séu konumar teknar að huga að skipulagsmálum í kaup- staðnum verðandi. Lög hinna fyrstu kvenfélaga era að flestu leyti lík öðram félagslög- um fyrr og síðar. Þó er þar hitt og annað forvitnilegt, t.d. þetta: »Skylt er að gæta þagnar um sér hvert það mál, samtal, umræður eða at- vik, sem fyrir kann að koma á fundi hveijum. Bijóti einhver félagsmeð- limur móti þessari skyldu, eður í einu eða öðra sýnir lögum og fyrir- skipunum félagsins óhlýðni eður óvirðir félagið á nokkum hátt, varð- ar það brottrekstri.* Hér sýnist nokkuð hart að orði kveðið. En einnig þetta má rekja til ríkjandi aldaranda. Leynifélög vora algeng á 19. öld. í sumum löndum vora hvers kyns samtök lit- in homauga af yfirvöldum og því kosið að halda slíku sem mest leyndu. En svo má segja að þetta hafí líka verið hér lenska. Félag skyldi byggjast á trúnaði. Höfundur minnir meðal annars á leynd þá sem bindindismenn kusu að hafa á sínum samtökum. Upplýsinga- skyldu var enginn farinn að nefna. Líka getur hugsast að konunum hafí þótt félagsskapur sinn mæta takmörkuðum skilningi og því talið vissara að vekja ekki á honum óþarfa athygli. Hér er að sjálfsögðu drepið á fátt eitt af því sem rakið er í þess- ari greinargóðu kvennasögu. Nafnið, Við Ósinn, lýtur að því meðal annars að hin fyrstu skagf- irsku kvennasamtök urðu til beggja vegna við Héraðsvatnaós. En höf- undurinn tekur líka fram »að í gömlu íslensku máli merkir orðið ós upptök árinnar, gagnstætt nútímaskilningi að átt sé við mynni.« Höfundur hefur samið verk sitt af elju og nákvæmni, víða leitað fanga eftir heimildum og unnið úr þeim vel og skipulega. Álíti einhver að konur séu fyrst þessi árin að láta að sér kveða skyldi sá lesa þessa ágætu bók Aðalheiðar B. Ormsdóttur. Þetta er saga um dugnað, bjartsýni og framfarahug kvenna sem vora fátækar að fé, flestar að minnsta kosti, en auðug- ar að hugsjón og vildu láta gott áf sér leiða. Laugavegi 29, sími 24320, 24321.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.