Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Vegurinn undir Múlafjalli. Morgunblaðið/pþ Vegagerð í sunnanverðum Hvalfirði Hömrum. UNDIR Múlafjalli í Hvalfirði er verið að vinna að undirbún- ingi á lagningu bundins slitlags á 300 metra kafla. Jafnframt verður lagt á 2,5 km langan kafla frá Hvammsvik i áttina að löngu brekkunni fyrir utan Hvammsvík. Er þá spottinn þaðan að Laxá með óbundið slitlag og frá Eyri að hæðinni fyrir innan Kiðafell. Er áformað að lagt verði á þá bundið slitlag á næsta ári. Vega- framkvæmdunum undir Múlafjalli og við Hvammsvík verður vænt- anlega lokið í júlí í sumar. Um þessar mundir er verið að aka burðarlagi á 4,2 km kafla frá Brunná við Botnsskála í Hvalfírði og út að Bláskeggsá, sem er við malamám Sementsverksmiðjunn- ar. Er stefnt að því, að bundið slitlag verði lagt á þennan kafla nú í lok júnímánðar. Eru þá að- eins tveir kaflar eftir með óbundið slitlag í norðanverðum Hvalfirði, sneiðin frá Bláskeggsá yfír að Hvalstöðinni og frá Olíustöðinni að fjárréttinni fyrir ofan Hrafna- björg, sem verður lagður bundnu slitlagi á næsta ári. - pþ. Mikil ásókn í störf í nýrd verslun Hagkaups „Viðbrögðin við auglýsingunni hafa verið mjög góð, reyndar vonum framar. Við vorum þrír sem ætluðum að skiptast á að vera við í viðtalstíma fyrsta daginn eftir að auglýsingin birt- ist en svo fór að við þurftum allir að vera við, báðir verslun- arstjórarnir og starfsmanna- stjórinn, og höfðum samt ekki undan“, sagði Karl West, versl- unarstjóri Hagkaups, þegar Morgunblaðið spurði hann hvernig viðbrögðin hefðu verið, við heilsíðuauglýsingu í sunnu- V er slunar manna- helgin: Húsafells- mótin endur- vakin í sumar ÚTLIT er fyrir að Húsafeilsmót- in verði endurvakin um verslun- armannahelgina i sumar eftir tíu ára hlé. Ungmennasamband Borgarfjarðar stendur fyrir mót- inu í samvinnu við Björgunar- sveitina Ok og fleiri aðila. Hljómsveitin Stuðmenn leika fyr- ir dansi á mótinu ef af verður. UMSB stóð fyrir útihátíðum um verslunarmannahelgina, svokölluð- um Sumarhátíðum í Húsafelli, í tíu ár. Fyrsta hátíðin var haldin fyrir 20 árum, árið 1967. Vel var til þessara móta vandað í aðstöðu og skemmtiatriðum, að minnsta kosti framan af, og voru þær lengst af mjög vel sóttar. Þegar aðsóknin náði hámarki, um árið 1970, komu þangað yfír 20 þúsund manns. UMSB stefnir nú að því að endur- vekja þessar samkomur. Mótið í sumar verður ekki á sama stað og gömlu mótin, heldur innar í Húsa- fellslandi, í þeim hluta Húsafells sem Þorsteinn Guðmundsson og fleiri eiga. dagsblaði Morgunblaðsins, þar sem auglýst var eftir 150-200 manns til starfa í hinni nýju verslunarmiðstöð Hagkaups í Kringlunni, sem verður opnuð í ágúst. „Þetta er þeim mun ánægjan- legra þar sem okkur hefur gengið nokkuð treglega að fá fólk til starfa síðastliðin vetur. Við höfð- um áður birt minni auglýsingar, svart-hvítar og myndlausar, um laus störf í Kringlunni, en það var fyrst eftir að stóra auglýsingin birtist að fólk byijaði að streyma að. Samtals hafa um hundrað manns haft samband við okkur og virðist obbinn af því vera mjög góðir starfskraftar. Það er mikið af fólki sem star- far í öðrum verslunum sem er að forvitnast og hefur áhuga á því að breyta til. Aðallega er þetta fólk sem orðið er þreytt á of þröngri og lélegri vinnuaðstöðu, en í nýja verslunarhúsinu í Kringl- unni hefur verið reynt að gera aðstöðu starfsfólks sem allra besta. Einnig er töluvert af fólki úr ríkisgeiranum sem sækir í þessi störf og húsmæður, sem enn eru ekki á vinnumarkaðinum en hafa áhuga á hálfdagsstörfum. Ef ásóknin heldur áfram eins og hún hefur verið síðustu daga býst ég við að við verðum búnir að fylla í þessi störf fyrir lok mánaðarins. Það er ennþá mikið af umsóknum sem við eigum eftir að fara í gegnum og svara, en öllum umsóknum sem hingað ber- ast er svarað. Til viðbótar þessum störfum sem nú er verið að ráða í eigum við eftir að aug- lýsa um 80 störf fyrir s.k, „poka- tækna“, það er krakka sem sjá um að setja vörur í poka og sækja afgreiðsluvagna. Það eru aðallega ungjr krakkar sem vilja vinna með skóla sem sækja í þau störf og erfítt að ráða þá fyrr en í haust þegar þau hafa fengið stundartöfl- umar sínar og sjá hvemig tíma sínum er háttað. Kirkjubæjarklaustur: Leitað að Finna sem fannst í Reykjavík FJÖLMENNT leitarhð hóf í gær- morgun leit að finnskum ferða- langi, sem hvarf frá Kirkjubæjar- klaustri. Maðurinn fannst sfðar f gær f Reykjavík. Björgunarsveitin Kyndill á Kirkju- bæjarklaustri hóf leit snemma í gærmorgun, en þá hafði ekkert til Finnans spurst síðan á þriðjudags- kvöld. Var óttast um hann þar sem hann var illa klæddur og mikil rign- ing var á Klaustri. Björgunarsveitar- menn leituðu um allt nágrennið og upp á heiðar, en ekkert bólaði á Finnanum. Eftir hádegið í gær bár- ust síðan fréttir af því frá Reykjavík að maðurinn hefði komið fram þar, heill á húfí. Hafði honum sinnast við samferðamenn sína og ákveðið að fara á puttanum í bæinn. Menn á Kirkjubæjarklaustri voru harðorðir vegna þess kæruleysis Finnans að láta ekki vita um ferðir sínar. Aðalfundur Sambands íslenskra rafveitna: Eafmagnsreikn- ingar greidd- ir með Visa Höfn I Hornafirði. AÐALFUNDUR Sambands íslenskra rafveitna var settur á Höfn í Hornafirði f gær. Fundur- inn stendur í tvo daga o g eru þátttakendur yfir hundrað. í setningarræðu Aðalsteins Guðjohnsen formannns sambands- ins kom m.a. fram, að um 50 orkuveitur væru á landinu og að nú væri rétti tíminn til að endur- skoða skipulag og rekstur orku- veitna og gjaldskrár þeirra almennt. Sömuleiðis kom fram í máli hans að orkuverð Rafmagnsveitu Reykjavíkur hafi lækkað um 50% frá árinu 1983 miðað við ffarn- færsluvfsitölu og að á árinu 1986 hafí þessi lækkun numið 22% og taldi Aðalsteinn að svipuð staða væri hjá öðrum veitum. Þijú erindi voru flutt f upphafi fund- arins. Innheimtumál, viðhorf, nýjar leiðir. Málsheflandi Eirfkur Briem. Orkuvinnslugeta. MálsheQandi Jón Bergmundsson. Samband Háskóla íslands og raforkuiðnaðarins. Máls- hefjandi Egill B. Hreinsson. I erindi Eiríks Briem kom fram að Rafmagnsveita Reykjavíkur hef- ur gert samning við um Visa að innheimta orkureikninga og mun það vera nýmæli, sem ekki þekkist í öðrum löndum. AE Manuela Wiesler á Hallgrímskirkjuhátíð LISTAHÁTÍÐ Hallgrfmskirkj u verður haldið áfram f dag og hefst dagskráin með hádegist- ónleikum Ann Toril Lindstad orgelleikara. Á efnisskránni verða verk eftir Johann Sebast- ian Bach, prelúdía og fúga í D-dúr, BWV 532, Canzona í d-moll, BWV 588 og fúga í G- dúr, BWV 577. Eins og aðra virka daga verður tíðasöngur kl. 18. í kvöld kl. 20.30 hefjast síðan tónleikar Manuelu Wiesler flautu- leikara. Manuela Wiesler er fædd f Brasilíu 1955 af austurrísku for- eldri. Eftir lokapróf frá tónlistar- háskólanum í Vín 1971 stundaði hún nám hjá Alain Marion, James Galway og Aurle Nicolet. Hún hefur leikið einleik með fjölmörg- um hljómsveitum víða um heim, haldið einleikstónleika, komið fram í útvarpi og sjónvarpi auk þess sem hún hefur leikið á hljóm- plötur. Manuela er okkur íslend- ingum að góðu kunn enda bjó hún hér um árabil, en hefur undanfar- ið verið búsett í Svíþjóð. Á efnisskránni hjá Manuelu f kvöld eru flórar fantasíur, E-dúr, h-moll, a-moll og G-dúr eftir Ge- org Philip Telemann, solo per Flauto eftir Carl E. Welin, sónata Manuela Wiesler. Appassionata eftir Sigfrid Karg- Eiert og Les folies d’Espagne eftir Marin Marais. Kíí 35 SIEMENS vélin frá Siemens fyrirvandláttfólk • Frjálst hitaval. •Áfangaþeytivinding fyrir allan þvott. líka ull. Mesti vindu- hraði: 1100 sn./mín. •Sparnaðarkerfi þegar þvegið er í hálffylltri vól. •Skyndiþvottakerfi fyrir íþrótta- föt, gestahandklæði og annað sem lítið er búið að nota. • Hagkvæmnihnappur til að minnka hita og lengja þvotta- tíma: Sparar rafmagn. • Hægt er að fá þurrkara með sama útliti til að setja ofan á vélina. • Allar leiðbeiningar á íslensku. Hjá SIEMENS eru gæði, ending og fallegt útHt ávaltt aett á oddinn. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. Bjóðum nánast allar stærðir rafmótora frá EOF í Danmörku. EOF rafmótorar eru í háum gæðaflokki og á hagkvæmu verði. Ræðið við okkur um rafmótora. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2.SÍMI 24260 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.