Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Reimar og reimskífur Tannhjól og keðjur Belgtengi Ástengi Leguhús |*» llf.SOi Sudurlandsbraut 10. S. 686499. Þingkosningar í Bretlandi í dag: Aherslan á Kinnock hef- ur skilað góðum árangri Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, með stuðningsmönnum sínum á kosningahátið í Wem- bley í Lundúnum um síðustu helgi. eftír Valdimar Unnar Valdimarsson Nú er lokið viðburðarikri og harðskeyttri kosningabaráttu hér i Iandi. Breskur almenningur gengur að kjörborðinu í dag og aðfaranótt föstudags verður ljóst hvort ríkisstjórn íhaldsflokksins hefur haldið velli i kosningunum eða hvort þingmeirihlutinn hefur runnið Margaret Thatcher úr greipum. Enda þótt gengið hafi á ýmsu í kosningabaráttunni eru flestir breskir fréttaskýrendur sammála um að baráttan hafi framar öðru einkennst af því hversu Verka- mannaflokkurinn hafí tekist að skjóta hinum flokkunum ref fyrir rass hvað varðar þaulskipulögð vinnubrögð og baráttutækni. Haft er á orði að Verkamannaflokkurinn með Neil Kinnock í broddi fylkingar hafi ekki í annan tíma háð jafn vel útfærða kosningabaráttu og nú. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa, ef marka má fjölmarg- ar skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið undanfamar vikur. Hafa þær yfirleitt gefið til kynna minnk- andi forskot íhaldsflokksins, sem ekki þykir hafa háð jafn kraftmikla og úthugsaða kosningabaráttu og fyrir tvennar síðustu þingkosning- ar. Það er mál margra að takist Ihaldsflokknum að bera sigur úr býtum á fímmtudag muni það ger- ast þrátt fyrir kosningabaráttu flokksins en ekki vegna hennar. Baráttuaðferð Verkamannaflokksins Verkamannaflokkurinn gekk til þessarar kosningabaráttu með tvö meginmarkmið að leiðarljósi: Að styrkja eigin ímynd í augum al- mennings og klekkja jafnframt á ríkisstjóm íhaldsflokksins. Til að ná fyrra markmiðinu hefur flokkur- inn ekki hvað síst lagt áherslu á að tefla fram leiðtoga sínum, Neil Kinnock, sem mjög hefur verið í sviðsljósinu að _ undanfömu fyrir hönd flokksins. Áhersla þessi á leið- togahlutverk og forystuhæfileika Kinnocks virðist hafa skilað Verka- mannaflokknum góðum árangri, ef marka má skoðanakannanir, sem sýna jafnvel að fleiri Bretar telji Kinncok betur til þess fallinn en Margaret Thatcher að gegna emb- ætti forsætisráðherra, alltént er ljóst að Verkamannaflokknum hef- ur að miklu leyti tekist að kveða niður þær raddir sem haldið hafa því fram að Neil Kinnock eigi í vök að veijast innan eigin flokks og þá ekki síst gagnvart þeim sem lengst standa til vinstri. í kosningabaráttunni hefur Verkamannaflokkurinn stillt leið- toga sínum upp sem andstæðu Margaret Thatcher. Kinnock sé sprottinn úr jarðvegi breskrar al- þýðu, hann skiiji og skynji miklu betur þarfír og þrár landa sinna en Thatcher, sem sé líkt og starfs- bræður hennar í ríkisstjóminni slitin úr tengslum við breskan al- menning og þá ekki síst þá þjóð- félagshópa sem minnst mega sín. Málflutningur af þessu tagi hefur verið samofinn áherslu Verka- mannaflokksins á þá málaflokka, sem vitað er að almenningur telur Ihaldsflokkinn helst hafa vanrækt í stjómartíð sinni. Áuk hins gífurlega atvinnuleysis hér í landi em það einkum heilsu- gæsla og skólamál sem verið hafa Ihaldsflokknum erfiður ljár í þúfu í kosningabaráttunni. Verkamanna- flokkurinn hefur fært sér þetta óspart í nyt og meðal annars vakið athygli kjósenda á því að fæstir ráðherrar núverandi ríkisstjómar notist við hina opinberu heilsugæslu né heldur sendi þeir böm sín í ríkis- rekna skóla. Þeir hafi fé á milli handanna til að færa sér í nyt þjón- ustu einkageirans á sama tíma og þeir skeri við nögl framlög til þeirr- ar ríkisreknu þjónustu sem yfir- gnæfandi meiríhluti almennings þurfí að gera sér að góðu. Tals- menn Verkamannaflokksins segja að staða mála í þessum efnum sé aðeins eitt dæmi af Qölmörgum um það hversu ófær forystusveit Ihaldsflokksins sé um að takast á við brýnustu hagsmunamál bresks almennings. Margaret Thatcher og samráðherrar hennar deili ekki kjöram með þessum almenningi, nýti sé ekki einu sinni þá þjónustu sem þeir bera þó ábyrgð á '.og era í forsvari fyrir sem ráðherrar. íhaldsf lokkur í vörn Linnulausar árásir stjómarand- stöðunnar á ríkisstjóm Margaret Thatcher hafa sett Ihaldsflokkinn í vöm, neytt hann til að svara fyrir sig í málaflokkum, sem ekki era taldir líklegir til að auka hróður ríkisstjómarinnar meðal kjósenda. Eftir átta ára stjómarsetu íhalds- flokksins era rúmar 3 milljónir Breta atvinnulausar, æ fleiri lifa undir fátækramörkum og félags- legri þjónustu þykir hafa hnignað á ýmsum sviðum. Fyrir þetta hefur íhaldsflokkurinn þurft að svara og þótt flokkurinn hafí bent á ýmis batamerki í efnahagslífinu þykir honum hafa gengið brösuglega að koma boðskap sínum þannig til skila að traustvekjandi sé í augum almennings. Eru það einkum mála- flokkar á borð við heilsugæslu og skólamál sem reynst hafa ríkis- stjóminni ^ötur um fót í kosninga- baráttunni. Snemma í baráttuni varð Thatcher sjálfri það til dæmis á að missa út úr sér að komið gæti til greina að ríkisreknir skólar krefðu nemendur í um skólagjöld. Varð uppi fótur og fít vegna þess- ara ummæla og þótt íhaldsflokkur- inn hafi dregið í land síðan var skaðinn skeður og andstæðingum flokksins færð vopnin á silfurfati. Svipaðar uppákomur hafa gert vart við sig í umræðunni um heilsu- gæslu. Biðlistar á sjúkrahúsum lengjast nú með hveijum deginum sem líður og eina leið þeirra sem vilja sneiða hjá þessum biðlistum er að leita á náðir heilsugæslu í einkarekstri. Það kostar hins vegar sitt og hafa fæstir Bretar ráð á slíkum munaði. Það kom því illa við marga er Margaret Thatcher Iýsti yfír því á blaðamannafundi í síðustu viku að hún væri í hópi þeirra sem færðu sér í nyt slíkan einkarekstur. Það gerði hún til að komast til læknis þegar hún þyrfti á því að halda og losnaði þannig við hinar löngu biðraðir á ríkisreknu sjúkrahúsunum. Fóra þessi ummæli mjög fyrir bijóstið á ýmsum enda þóttu þau bera lítinn vott um um- hyggju fyrir þeim stofnunum sem breskur almenningur þarf að gera sér að góðu. Andstæðingar íhalds-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.