Morgunblaðið - 11.06.1987, Side 24

Morgunblaðið - 11.06.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Reimar og reimskífur Tannhjól og keðjur Belgtengi Ástengi Leguhús |*» llf.SOi Sudurlandsbraut 10. S. 686499. Þingkosningar í Bretlandi í dag: Aherslan á Kinnock hef- ur skilað góðum árangri Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, með stuðningsmönnum sínum á kosningahátið í Wem- bley í Lundúnum um síðustu helgi. eftír Valdimar Unnar Valdimarsson Nú er lokið viðburðarikri og harðskeyttri kosningabaráttu hér i Iandi. Breskur almenningur gengur að kjörborðinu í dag og aðfaranótt föstudags verður ljóst hvort ríkisstjórn íhaldsflokksins hefur haldið velli i kosningunum eða hvort þingmeirihlutinn hefur runnið Margaret Thatcher úr greipum. Enda þótt gengið hafi á ýmsu í kosningabaráttunni eru flestir breskir fréttaskýrendur sammála um að baráttan hafi framar öðru einkennst af því hversu Verka- mannaflokkurinn hafí tekist að skjóta hinum flokkunum ref fyrir rass hvað varðar þaulskipulögð vinnubrögð og baráttutækni. Haft er á orði að Verkamannaflokkurinn með Neil Kinnock í broddi fylkingar hafi ekki í annan tíma háð jafn vel útfærða kosningabaráttu og nú. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa, ef marka má fjölmarg- ar skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið undanfamar vikur. Hafa þær yfirleitt gefið til kynna minnk- andi forskot íhaldsflokksins, sem ekki þykir hafa háð jafn kraftmikla og úthugsaða kosningabaráttu og fyrir tvennar síðustu þingkosning- ar. Það er mál margra að takist Ihaldsflokknum að bera sigur úr býtum á fímmtudag muni það ger- ast þrátt fyrir kosningabaráttu flokksins en ekki vegna hennar. Baráttuaðferð Verkamannaflokksins Verkamannaflokkurinn gekk til þessarar kosningabaráttu með tvö meginmarkmið að leiðarljósi: Að styrkja eigin ímynd í augum al- mennings og klekkja jafnframt á ríkisstjóm íhaldsflokksins. Til að ná fyrra markmiðinu hefur flokkur- inn ekki hvað síst lagt áherslu á að tefla fram leiðtoga sínum, Neil Kinnock, sem mjög hefur verið í sviðsljósinu að _ undanfömu fyrir hönd flokksins. Áhersla þessi á leið- togahlutverk og forystuhæfileika Kinnocks virðist hafa skilað Verka- mannaflokknum góðum árangri, ef marka má skoðanakannanir, sem sýna jafnvel að fleiri Bretar telji Kinncok betur til þess fallinn en Margaret Thatcher að gegna emb- ætti forsætisráðherra, alltént er ljóst að Verkamannaflokknum hef- ur að miklu leyti tekist að kveða niður þær raddir sem haldið hafa því fram að Neil Kinnock eigi í vök að veijast innan eigin flokks og þá ekki síst gagnvart þeim sem lengst standa til vinstri. í kosningabaráttunni hefur Verkamannaflokkurinn stillt leið- toga sínum upp sem andstæðu Margaret Thatcher. Kinnock sé sprottinn úr jarðvegi breskrar al- þýðu, hann skiiji og skynji miklu betur þarfír og þrár landa sinna en Thatcher, sem sé líkt og starfs- bræður hennar í ríkisstjóminni slitin úr tengslum við breskan al- menning og þá ekki síst þá þjóð- félagshópa sem minnst mega sín. Málflutningur af þessu tagi hefur verið samofinn áherslu Verka- mannaflokksins á þá málaflokka, sem vitað er að almenningur telur Ihaldsflokkinn helst hafa vanrækt í stjómartíð sinni. Áuk hins gífurlega atvinnuleysis hér í landi em það einkum heilsu- gæsla og skólamál sem verið hafa Ihaldsflokknum erfiður ljár í þúfu í kosningabaráttunni. Verkamanna- flokkurinn hefur fært sér þetta óspart í nyt og meðal annars vakið athygli kjósenda á því að fæstir ráðherrar núverandi ríkisstjómar notist við hina opinberu heilsugæslu né heldur sendi þeir böm sín í ríkis- rekna skóla. Þeir hafi fé á milli handanna til að færa sér í nyt þjón- ustu einkageirans á sama tíma og þeir skeri við nögl framlög til þeirr- ar ríkisreknu þjónustu sem yfir- gnæfandi meiríhluti almennings þurfí að gera sér að góðu. Tals- menn Verkamannaflokksins segja að staða mála í þessum efnum sé aðeins eitt dæmi af Qölmörgum um það hversu ófær forystusveit Ihaldsflokksins sé um að takast á við brýnustu hagsmunamál bresks almennings. Margaret Thatcher og samráðherrar hennar deili ekki kjöram með þessum almenningi, nýti sé ekki einu sinni þá þjónustu sem þeir bera þó ábyrgð á '.og era í forsvari fyrir sem ráðherrar. íhaldsf lokkur í vörn Linnulausar árásir stjómarand- stöðunnar á ríkisstjóm Margaret Thatcher hafa sett Ihaldsflokkinn í vöm, neytt hann til að svara fyrir sig í málaflokkum, sem ekki era taldir líklegir til að auka hróður ríkisstjómarinnar meðal kjósenda. Eftir átta ára stjómarsetu íhalds- flokksins era rúmar 3 milljónir Breta atvinnulausar, æ fleiri lifa undir fátækramörkum og félags- legri þjónustu þykir hafa hnignað á ýmsum sviðum. Fyrir þetta hefur íhaldsflokkurinn þurft að svara og þótt flokkurinn hafí bent á ýmis batamerki í efnahagslífinu þykir honum hafa gengið brösuglega að koma boðskap sínum þannig til skila að traustvekjandi sé í augum almennings. Eru það einkum mála- flokkar á borð við heilsugæslu og skólamál sem reynst hafa ríkis- stjóminni ^ötur um fót í kosninga- baráttunni. Snemma í baráttuni varð Thatcher sjálfri það til dæmis á að missa út úr sér að komið gæti til greina að ríkisreknir skólar krefðu nemendur í um skólagjöld. Varð uppi fótur og fít vegna þess- ara ummæla og þótt íhaldsflokkur- inn hafi dregið í land síðan var skaðinn skeður og andstæðingum flokksins færð vopnin á silfurfati. Svipaðar uppákomur hafa gert vart við sig í umræðunni um heilsu- gæslu. Biðlistar á sjúkrahúsum lengjast nú með hveijum deginum sem líður og eina leið þeirra sem vilja sneiða hjá þessum biðlistum er að leita á náðir heilsugæslu í einkarekstri. Það kostar hins vegar sitt og hafa fæstir Bretar ráð á slíkum munaði. Það kom því illa við marga er Margaret Thatcher Iýsti yfír því á blaðamannafundi í síðustu viku að hún væri í hópi þeirra sem færðu sér í nyt slíkan einkarekstur. Það gerði hún til að komast til læknis þegar hún þyrfti á því að halda og losnaði þannig við hinar löngu biðraðir á ríkisreknu sjúkrahúsunum. Fóra þessi ummæli mjög fyrir bijóstið á ýmsum enda þóttu þau bera lítinn vott um um- hyggju fyrir þeim stofnunum sem breskur almenningur þarf að gera sér að góðu. Andstæðingar íhalds-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.