Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 53 Félagar í Kvenfélaginu Öldunni sáu um veitingar á útskriftinni. Stýrimannasskólinn í Reykjavík: Skólanum slitið í 96 sinn Fjölmenni var við útskrift Stýrimannaskólans. Stýrimannaskólanum bárust margar kveðjur og gjafir við út- skriftina. Dætur Guðmundar Bjarna Kristjánssonar fyrrverandi kennara, gáfu skólanum 150.000 kr. í minningarsjóð föður þeirra. Garðar Pálsson skipherra talaði fyrir hönd 40 ára farmanna og færðu þeir skólanum mynd af ár- ganginum og 20.000 kr. í sjóð Friðriks V.Ólafssonar skólastjóra. Víðir Finnbogason forstjór talaði fyrir hönd 30 ára farmanna og munu þeir gefa í Tækjasjóð, sem þeir stofnuðu á sínum tíma. Fyrir hönd 20 ára farmanna talaði Asgeir S. Asgeirsson kaup- maður og gáfu þeir eirlíkan af nýsköpunartogaranum Jóni for- seta. Tómas ísleifsson stýrimaður ta'/P* aði fyrir hönd 10 ára nemenda og gáfu þeir 45.000 kr. í Sögusjóð Stýrimannaskólans. Guðjón Á. Kristjánsson formað- ur Farmanna- og fískimannasam- bands íslands færði skólanum 100.000 kr. frá sambandinu til þess að standa straum af kostnaði af undirbúningi og framleiðslu kvikmyndar um Stýrimannaskól- ans. Að loknum skólaslitum var gest- um boðið upp á kaffí og veitingar, sem kvenfélagið Aldan sá um. STÝRIMANNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið við hátíð- lega athöfn á hátíðasal skólans laugardaginn 16. maí síðastlið- inn. Þetta voru 96 skólaslitin frá stofnun hans 1891. Fjölmenni var við skólaslitin og minntist skólastjóri, Guðjón Ár- mann Eyjólfsson í upphafí skóla- slitaræðu sinnar látinna sjómanna, en 18 íslenskir sjómenn hafa farist síðan skólinn var settur. Hann gerði síðan grein fyrir skólastarf- inu og prófum. Samtals luku 104 sjómenn skip- stjómarprófum til atvinnuréttinda frá skólanum skólaárið 1986 - 1987. Skipstjómarprófi 1. stigs luku 36 nemendur. Próf þetta veitir skipstjómarréttindi á 200 rl. físki- skip í innanlandssiglingum. Skipstjómarprófí 2. stigs luku 42 nemendur. Próf þetta veitir ótakmörkuð réttindi á fískiskip og undirstýrimannsréttindi á kaup- skip og varðskip af hvaða stærð sem er og hvar sem er. Skipstjómarprófí 3. stigs, far- mannaprófi, luku 12 nemendur. Hæstu einkunn á skipstjómar- prófí 1. stigs hlaut Guðbjartur Jónsson frá Bolungarvík. Hæstu einkunn á skipstjómarprófí 2. stigs hlaut Ingimundur Þórður Ingi- mundarson frá Reykjavík. Hæstu einkunn á farmannsprófi hlaut Ágúst Ingi Sigurðsson frá Vest- mannaeyjum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri Stýrimannaskólans afhendir verðlaun fyrir góða námsárangur. Skólaslit Grunn- skóla Stykkishólms Gunnar Svanlaugsson yfirkennarí og Lúðvík Halldórsson skólastjórí Grunnskóla Stykkishólms. Morgunblaðið/Ámi Stykkishólmi. GRUNN SKÓLANUM í Stykkis- hólmi var sagt upp við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans 28. mai sl., að viðstöddu fjölmenni, nem- enda og aðstandenda þeirra. Grunnskólinn starfaði í 11 deild- um á þessu skólaári og voru sumar bekkjardeildirnar tviskiptar. Alls voru 276 nemendur i skólanum, 20 kennarar og starfsfólk um 12 alls. Félagslíf var gott og þar komu inn á milli íþróttir sem skólinn hefír und- anfarin ár tekið mikinn þátt í, bæði æfingum og keppni á aðra staði. Formaður nemendaráðs er Sæþór Þorbergsson, og eins hefir Jón Bjarki Jónatansson haft mikil umsvif í fé- , lagslífi skólans. Kom þetta fram við skólaslit. Heilbrigði hefir verið góð í vetur og ekki fallið úr dagar þess vegna. Bókasafn á skólinn og hefir það verið nýtt. Skólaslitin voru stutt athöfn að þessu sinni. Skólastjóri, Lúðvík Halldórsson, minntist hins hrapal- lega slyss fyrir nokkrum dögum þegar einn nemandi, Dagný Lára Jónasdóttir, 12 ára, beið bana í bflslysi í Reykjavík. Risu viðstaddir úr sætum til virðingar minningu Dagnýjar. Eftir þessa athöfn afhenti skóla- stjóri námsskírteini og viðurkenning- ar til nemenda fyrir góðan árangur og var mörg góð bókin sem þeir voru verðlaunaðir með. Skólastjóri, lét mjög vel af skólastarfínu í vetur, góðum samtökum og góðum árangri. Tveir kennarar láta nú af störfum og var þeim þakkað gott starf. Gunn- ar Svanlaugsson, yfírkennari skól- ans, lauk svo skólaslitunum með því að segja nokkur orð til nemenda og sjá um að hver fengi sína einkunna- gjöf. Unnur Breiðflörð hefír um 10 ára skeið skráð feril eins beklgarins í skólanum, safnað myndum í bók sem sagan er skráð og nú þegar 9. bekk- ur lýkur námi, afhenti hún bekkjar- nemendum þessa fróðlegu bók. Á eftir stóðu nemendur fyrir veitingum í skólanum til styrktar ferðastarfí. Skólinn hefír nú ágæt húsakynni og öll aðstaða til kennslu getur ekki verið betri. Samt þarf kennsla að fara fram í gamla skólanum. — Árni Fjölmenni var við athöfnina. Ibúasamtök Þing- holtanna: 30kmhá- markshraði verði virtur ÞANN 17. mai sl. var lialdinn aðalfundur í íbúasamtökum Þingholtanna. Fundurinn var haldinn i húsi Verzlunarskóla íslands við Grundarstíg. Á fund- inum fóru fram venjuleg aðal- fundarstörf, en einnig var Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt boðið á fundinn, til þess að kynna deiliskipulag hverfisins. Eftirfarandi aðilar voru lgömir í stjóm félagsins: Guðrún Ögmunds- dóttir, formaður, Freyja Kristjáns- dóttir, ritari. Meðstjómendur: Hildur Kjartansdóttir, Sigurður Harðarson, Kári Halldór og til vara Inga Jóhannsson. Á fundinum urðu talsverðar um- ræður um deiliskipulagið, svo og um umferðarmál hverfísins, og hvað gera þyrfti til þess að 30 kfló- metra hámarkshraði yrði virtur í þessum borgarhluta. Einnig urðu umræður um skort á félagsmiðstöð fyrir hverfið. Félagsmiðstöð sem myndi nýtast öllum íbúum hverfís- ins, ungum sem öldnum, en fram kom á fundinum að 20% íbúa Þing- holtanna eru 67 ára og eldri og að huga þyrfti að aðstöðu fyrir þennan hóp hverfisins. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.