Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 33
33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987
Nokkur tilraunakennsla á tölvur hefur átt sér stað í grunnskólum.
Hér eru 12 ára nemendur í Melaskóla að læra forritunarmálið LOGO.
Frá vinstri: Auður, Margrét, Andrea, Þórunn, Sigrún Drífa, Sölvi,
Sveinn, Guðrún Anna og Hallgrímur. Sigurlaug situr við tölvuna.
Hér er Margrét að sýna kennaranum, Ragnheiði Benediktsson, hvað
hún er búin að teikna fina mynd.
tölvunotkunar geta verið margvísleg
og eðlilegt að hver skóli fyrir sig
meti möguleikana í þeim efnum.
Sérstaklega á þetta við um skóla á
framhaldsskólastigi s.s. iðnfræðslu-
skóla og aðra skóla sem veita sér-
stakan starfsundirbúning.
Lagt er til að tölvunotkun í skólum
verði eftir því sem unnt er skipulögð
með þeim hætti að nemendur venjist
því að nota tölvuna sem hjálpartæki
við ýmis verkefni. Vinna með tölvum
síðar, þegar nemendur eru komnir
út í atvinnulífið, verður þá beint
framhald slíkrar þjálfunar í skóla.
Kennaramenntun
Megin forsenda tölvunotkunar í
skólum er haldgóð menntun kennara.
Á undanfomum árum hafa verið
haldin fjölmörg námskeið bæði fyrir
grunnskóla- og framhaldsskólakenn-
ara og hefur þeim farið flölgandi.
Eftirspumin hefur verið mjög mikil
og t.d. hafa færri grunnskólakennar-
ar komist að en vildu þangað til á
síðasta ári að unnt var að verða við
eftirspuminni en þá fékk Kennarahá-
skólinn sérstakan styrk frá ráðuneyt-
inu, til viðbótar flárveitingu á
fiárlögum, til þess að halda nám-
skeið í tölvunotkun.
Lagt er til að menntun kennara í
tölvunotkun og tölvufræðum verði
efld eftir því sem framast er unnt.
Þetta verði m.a. gert með því að
tryggja Kennaraháskóla íslands og
Háskóla íslands nægilegt fjármagn
til námskeiðahalds og sjá þeim fyrir
nauðsynlegri aðstöðu til að geta
gegnt þessu verkefni með viðhlítandi
hætti.
Tölvur við stjórnun
skóla
í mörgum skólum hafa mál þróast
á þann veg að farið er að nota tölvur
í vaxandi mæli við skráningu hvers-
konar upplýsinga um nemendur,
gengi þeirra í skóla, töflugerð og
fleira. Biýnt er að þessi skráning
verði með svipuðum hætti í öllum
skólum þannig að miðlun upplýsinga
til fræðsluyfirvalda, Hagstofunnar
og annarra sem þurfa á slíkum upp-
Endurskoðun áætlunar
Lagt er til að framangreind áætlun
verði endurskoðuð að tveimur árum
liðnum.
Lokaorð
Þær tillögur um aðgerðir í tölvu-
málum skóla sem hér hafa verið
settar fram eru mjög víðtækar og í
raun þarf að gera sérstaka áætlun
fyrir hvem einstakan lið og endur-
skoða þá áætlun reglulega. Stefnt
er að því að ná til mjög margra en
takmarka ekki starfsemina við
þröngan hóp manna. í rauninni er
ekki gert ráð fyrir að byggja upp
sérstaka „stofnun" kringum starf-
semina heldur reynt að nýta starfslið
skólanna og þeirra stofnana annarra
sem til eru og eiga hlut að þessu
máli. Tillögumar fela einnig í sér
ákveðinn sveigjanleika þannig að
auðvelt er að flytja áhersluna frá
einum punkti til annars ef tilefni er
tii.
Tölvuvæðing skóla kostar töluvert
fé þegar á heildina er litið. Hins veg-
ar er þessi tækni sem tölvumar
byggjast á orðin svo rikur þáttur í
samfélaginu nú þegar, að ekki verður
undan því vikist að greiða þann
kostnað sem þarf til þess að skólam-
ir geti gegnt hlutverki sínu á þessu
sviði sem öðmm. Tillögumar gera
ráð fyrir að starfsemin sé þannig
skipulögð að auðvelt sé að aðlaga
starflð flárveitingum hveiju sinni.
Nauðsynlegt er að koma þessum
tillögum til framkvæmda hið fyrsta
og er unnt að gera það þegar á þessu
ári innan ramma þeirra flárveitinga
sem fyrir liggja í fjárlögum þessa árs.
Höfundur er formaður nefndar á
vegum menntamálaráðuneytisins
um stefnumótun í tölvumálum í
skólakerfinu.
tölvur til notkunar við kennslu. Ekki
er eins mikil nauðsyn að samræma
þann búnað sem keyptur er á kenn-
arastofumar eins og þann sem
keyptur verður til almennrar notkun-
ar við kennslu.
Lagt er til að kannaðir verði mögu-
leikar á hagstæðum innkaupum á
vélbúnaði til notkunar í skólum,
bæði á kennarastofum og við
kennslu, m.a. í samráði við Fjárlaga-
og hagsýslustofnun.
Umsjón og stjórnun
Mikilvægt er að samfelldni verði
í því starfi sem fram hefur farið í
nefndinni og þeirra aðgerða sem hér
er gerð tillaga um. Af þeim sökum
er því hér með beint til menntamála-
ráðuneytisins að nauðsynlegt sé að
huga sérstaklega að þessu atriði við
skipulagningu framkvæmda. Til
greina kæmi að setja upp fámennan
starfshóp til að annast framkvæmdir
til að byija með.
Menntamálaráðuneytið hafi yfir-
umsjón með þeim verkefnum sem
hér hafa verið skilgreind. Ráðnir
verði sérstakir umsjónarmenn með
hveijum verkþætti sem hafi frjálsar
hendur um framkvæmdir innan til-
tekins ramma og að höfðu samráði
við þar til kvadda samráðsaðila. Far-
ið verði reglulega yfir stöðu verkefna
og framvinda þeirra metin. Þá er
lagt til að komið verði á föstum sam-
ráðshópi, eða starfshópi, til þess að
fjalla um þessi mál og vera ráðuneyt-
inu til ráðuneytis við mótun megin-
stefnu í tölvuvæðingu innan
skólakerfisins. Til greina kemur að
hópurinn verði þannig skipaður: 2
fulltrúar frá Bandalagi kennarafé-
laga, 1 fulltrúi frá Námsgagnastofn-
un, 1 fulltrúi frá Kennaraháskóla
íslands, 1 fulltrúi frá Háskóla íslands
og 1 fulltrúi frá menntamálaráðu-
neytinu.
Það var mikil kímni i spumingaleiknum sem Sveinn og Sölvi bjuggu
til og virðist kennarinn hafa gaman af.
m
lýsingum að halda geti gengið
snurðulítið fyrir sig. Þessi kerfí þurfa
að vera þannig að það sé auðvelt að
vinna við þau, að þau séu villulaus
og geymsla gagnanna tiltölulega ör-
ugg. Þau kerfi sem nú eru í notkun
eru mjög misjöfn, mörg voru gerð
af miklum vanefnum í upphafi og
að sögn þeirra sem hlut eiga að
máli eru þau flest úrelt orðin og alls
ófullnægjandi.
Lagt er til að unnið verði að því
að útvega skólum sérhannað kerfí
til þessara hluta. Til er forrit sem
hefur verið prófað að undanfömu í
framhaldsskólum sem starfa eftir
áfangakerfi og hefur það gefíð góða
raun. Gera þarf samning við höfund
forritsins sem heimilar notkun þess
í framhaldsskólum og tryggir jafn-
framt viðhald kerfisins og skólum
nauðsynlega þjónustu ef einhver
vandamál koma upp. Allmargir skól-
ar eiga nú þegar tölvubúnað sem
nægir til þessarar vinnslu en aðrir
þurfa að kaupa slíkan búnað.
Kaup á vélbúnaði
Eins og áður er komið fram er sá
vélbúnaður sem til er í skólunum af
mismunandi gerðum. Þær aðgerðir
sem lagt er til að hafist verði handa
um hér að framan, hvað varðar hug-
búnað og leiðbeiningar fyrir kennara,
myndu fyrst um sinn taka mið af
þeim vélbúnaði sem til er. Nauðsyn-
legt er þó að stefna að samræmingu
eins fljótt og hægt er. Þar eð kaup
á vélbúnaði til kennslu fyrir alla skóla
taka trúlega nokkum tíma, aðallega
vegna þess að um töluverðan kostnað
er að ræða, verður mismunandi bún-
aður í skólunum enn um nokkurt
skeið. Einnig ber að hafa í huga að
bæði ríki og sveitarfélög eiga hér
hlut að máli. í fyrstu er rétt að
leggja aðaláhersluna á að tölvuvæða
kennarastofumar og síðar að kaupa