Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Svargrein í Morgunblaðið eftir Jóhann Pétur Malmquist Þriðg'udaginn 26. maí birtist grein á miðopnu Morgunblaðsins eftir Ell- ert Ólafsson, forstjóra Tölvufræðsl- unnar í Reykjavík. Greinin nefnist „íslendingar og tölvubyltingin" og fiallar hún um hversu duglegir við Islendingar höfum verið að nota okk- ur einkatölvuna. Greinin er skemmti- leg aflestrar og full af bjartsýni á framtíðina. Ellert deilir þó á skóla- kerfíð í grein sinni og þá sérstaklega á grunnskóla landsins sem hann seg- ir að séu mikið á eftir í tölvumálum samanborið við heimilin og fyrirtæk- in í landinu. Ekki er annað hægt en að taka undir orð Ellerts um að þarna þurfi að taka betur á málum. Enda hefur menntamálaráðuneytið nýlega lagt fram heildarstefnu um hvemig skuli staðið myndarlega að tölvuvæð- ingu í grunnskólum og framhalds- skólum landsins. Stefnan var kynnt á blaðamanna- fundi 15. maí 1987 að fjarstöddum nokkrum lykilfjölmiðlum. Það er ekki nema von að Ellert hafí fengið ranga mynd af stefnunni og náð aðeins tveim af mörgum atriðum úr tillög- unum, þvi á sömu siðu og fjallað var um stefnuna í Morgunblaðinu 16. maí voru myndir sem þöktu rúmlega þriðjung síðunnar af gullfallegum stúlkum sem komist höfðu í úrslit í ljósmyndafyrirsætukeppni Elite á ís- landi. Stefnulýsingin var einnig mjög stytt í Morgunblaðinu, því að níu blaðsiðna hnitmiðuð grein var stytt niður í 11 dálksentimetra. Það eru fleiri sem hafa því miður ekki tekið eftir kynningu á hinni nýju stefnu ráðuneytisins í tölvumál- um, því að í vel skrifaðri forystugrein Morgunblaðsins 27. maí er fjallað um sömu málefni án þess að minnast einu einasta orði á hina nýkynntu stefnu ráðuneytisins. En sem betur fer er margt líkt með steftiu mennta- málaráðuneytisins og ábendingum forystugreinarinnar. I grein Ellert og í forystugreininni er sagt að þjálf- un kennara í tölvumálum sé í miklum ólestri en rétt er að benda á að um 500 grunnskólakennarar hafa sótt misjafnlega viðamikil námskeið í tölvumálum sem haldin hafa verið á vegum Kennaraháskóla íslands. Tölvufræðsla er nú hluti af námi í Kennaraháskóla íslands. Auk þess hafa sveitarfélög sent kennara á námskeið hjá fyrirtækjum eins og Tölvufræðslunni og á þriðja hundrað framhaldsskólakennarar hafa sótt námskeið á vegum endurmenntunar- nefndar Háskóla íslands. Á síðustu þremur árum hefur stór- átak verið gert í tölvukennslu í framhaldsskólum, en alltaf má gera betur og nú er komið að grunnskól- unum. Er ekki rétt að kynna stefnu ráðuneytisins betur svo að málefna- leg umræða geti farið ffarn um stefnuna. Með þessari grein fylgir annað eintak (blaðamaður Morgun- blaðsins fékk fyrra eintakið á blaðamannafundinum 15. maí) af stefnulýsingu menntamálaráðuneyt- isins: „Tölvuvæðing í grunnskólum og framhaldsskólum", og vonast undirritaður eftir að Morgunblaðið kynni stefnuna betur til þess að leið- rétta þann misskilning sem átt hefur sér stað. Stefna menntamála- ráðuneytisins: Tölvu- væðing í grunnskólum og framhaldsskólum Inngangnr Stefnumótun í tölvuvæðingu skóla sem unnin hefur verið að á vegum menntamálaráðuneytisins að und- anförnu á sér nokkum aðdraganda. í janúar 1982 skipaði menntamála- ráðuneytið starfshóp til þess að gera tillögur um „tölvu- og aðra tækni- væðingu í skólum" og var Oddur Benediktsson, prófessor, formaður hópsins. Starfshópurinn skilaði til- lögum sínum I nóvember sama ár og lagði áherslu á eftirtalin atriði: 1. Samdar yrðu námsskrár a) fyrir almenna kennslu í tölvuffæðum, b) kennslu í tölvufræðum í iðn- og tækninámi og c) fyrir kennara- menntun. 2. Ráðinn yrði námsstjóri í tölvu- greinum. 3. Komið yrði á fót rannsóknarstofu fyrir „nýju upplýsingatæknina". 4. Kennaramenntun yrði efld veru- lega. 5. Keyptur yrði tölvubúnaður bæði fyrir grunnskóla og framhalds- skóla. Sumar þessara tillagna hafa kom- ið til framkvæmda og aðrar ekki. Námsskrár voru samdar fyrir fram- haldsskóla, sbr. 1. tölulið, og þær sendar hlutaðeigandi skólum, keypt hefur verið töluvert af tölvubúnaði einkum handa framhaldsskólum, síðustu tvö árin hefur kennaramennt- un verið efld með sérstöku fjárfram- lagi umffam það sem veitt hefur verið á flárlögum til endurmenntunar kennara og námssijóri var ráðinn á sl. hausti. Af ýmsum orsökum höfðu framkvæmdir þó gengið hægar en æskilegt var. Þegar núverandi menntamálaráð- herra, Sverrir Hermannsson, tók við embætti ákvað hann að endurskoða fyrrgreinda stefnumörkun og réð Jóhann P. Malmquist, prófessor, til þess verks í byijun árs 1986. Jafn- framt var ákveðið að á árinu 1986 skyldi megináhersla lögð á að marka framtíðarstefnu í tölvumálum skóla- kerfísins og kennaramenntun á sviði tölvufræði skyldi efld eftir föngum. Einnig var ákveðið að ráðuneytið legði ekki fram fé til tölvukaupa handa grunnskólum og dregið skyldi úr öðrum framkvæmdum meðan unnið væri að stefnumörkun og til- lögugerð um tölvunotkun f skólum. í október 1986 skipaði ráðuneytið starfshóp til þess að vera Jóhanni til ráðuneytis við tillögugerð um steftiu- mótun í tölvumálum skólakerfísins. í starfshópnum áttu sæti: Hörður Lárusson, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu, Jóhanna Axels- dóttir, kennari, Jón Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar, og Yngvi Péturs- son, lektor við Kennaraháskóla íslands. Jóhann stýrði starfi hópsins og Agla Sigurðardóttir, tölvunar- fræðingur, var ráðin starfsmaður hans. Tillögur nefndarinnar liggja nú fyrir og eru meginatriði þeirra sem hér segin 1. Komið verði tölvum á allar kenn- arastofur þannig að kennarar þjálfíst í að nota þær f starfí sínu eftir því sem tilefni gefast til. Gerð verði sérstök tilraun í nokkr- um skólum með verkefna- og námsefnisgerð og fenginn til þess sérstakur búnaður. 2. Lögð er sérstök áhersla á tölvuna sem hjálpartæki í kennslu. Aflað verði hugbúnaðar erlendis frá til skoðunar og til aðlögunar aðstæð- um hér. Gerðar verði frekari tilraunir með notkun LOGO f skólastarfí. Einnig verði kannað með hváða hætti unnt er að nýta gagnabanka f skólum. 3. Kannað verði hvort unnt sé að efla samstarf heimila og skóla á sviði tölvufræðslu en tölvur í eigu einstaklinga eru sennilega óvíða fleiri en hér á landi. 4. Tölvunotkun í skólum verði skipu- lögð þannig að sú þjálfun sem nemendur fá nýtist þeim beint í atvinnulífinu. 6. Kennaramenntunin verði efld. 6. Unnið verði markvisst að því að nýta tölvutæknina við ýmis verk- efni tengd stjómun skóla. 7. Lögð verði sérstök áhersla á að ná sem hagkvæmustum kjörum við innkaup á tölvubúnaði. 8. Komið verði á fót tveimur starfs- hópum til þess að vinna að framkvæmd tillagnanna. Annar starfí á faglegum grunni og verði ráðuneytinu til ráðuneytis við mótun meginstefnu í tölvuvæð- ingu innan skólakerfísins. Hinum hópnum verði falið að sjá um og fylgja eftir framkvæmdum að ein- stökam verkefnum. 9. Loks er lagt til að áætlunin verði Prófessor Jóhann Pétur Malm- quist „Ellert deilir þó á skólakerf ið í grein sinni og þá sérstaklega á grunnskóla landsins sem hann segir að séu mikið á eftir í tölvumál- um samanborið við heimilin og fyrirtækin í landinu. Ekki er annað hægt en að taka undir orð Ellerts um að þarna þurfi að taka betur á málum. Enda hefur menntamálaráðuneytið nýlega lagt fram heild- arstefnu um hvernig skuli staðið myndar- lega að tölvuvæðingu í grunnskólum og fram- haldsskólum landsins. endurskoðuð í heild að liðnum tveimur árum. Þessar tillögur um aðgerðir í tölvu- málum skóla eru mjög víðtækar og í raun þarf að gera sérstaka áætlun fyrir hvem einstakan lið og endur- skoða þá áætlun reglulega. Stefnt er að því að ná til mjög margra en takmarka ekki starfsemina við þröngan hóp manna. Ekki er gert ráð fyrir að byggja upp sérstaka „stofnun" kringum starfsemina held- ur verður leitast við að nýta starfslið skólanna og þeirra stofnana annarra sem til eru og eiga hlut að þessu máli. Tillögumar fela einnig í sér ákveðinn sveigjanleika þannig að auðvelt er að flytja áhersluna frá einum punkti til annars ef tilefni er til. Tillögur um aðgerðir í tölvuvæðingu skóla Eftirfarandi tillögur miðast við núverandi aðstæður í skólum hér- lendis og þá möguleika sem fyrir hendi em hvað varðar starfslið og fjármagn. Ennfremur er höfð hlið- sjón af stöðu þessara mála í almenn- um skólum erlendis. Staða tölvunotkunar í skólum al- mennt er nú þannig að ekki er unnt að segja nákvæmlega til um hvar eða hvemig best sé að nota tölvum- ar. Þessi mál hafa þó skýrst verulega á síðari árum, aðallega vegna til- rauna sem víða hafa verið gerðar, og ljóst að ótvíræður hagur er af notkun tölvunnar við ýmsa þætti í skólastarfinu að þvf tilskildu að fyrir hendi sé hentugur hugbúnaður og þjálfun kennara nægileg. Það er meira álitamál með önnur svið skóla- starfsins og verður tíminn að leiða í ljós hvað þar verður ofan á. Af þessu virðist augljóst að á næstu ámm verður að leggja höfuðá- hersluna á þjálfun kennara, öflun hugbúnaðar og auk þess verður að halda hér uppi töluverðri tilrauna- starfsemi enda þótt margt megi læra af öðram þjóðum sem hafa meira bolmagn til slikra hluta en við. T.d. má vafalaust hafa einhver not af norrænu samstarfí á þessu sviði. Til- lögumar beinast að því að koma tölvumálunum í ákveðinn farveg sem tryggir markvisst þróunarstarf með beinni eða óbeinni þátttöku sem flestra og sem síðar leiðir til þess að tölvan verði sjálfsagður hlutur í skólastafinu. Hins vegar er gert ráð fyrir að ábyrgð ffamkvæmda verði falin tiltölulega fáum, annaðhvort stofnunum eða einstaklingum, og starfsemin í heild verði undir umsjá menntamálaráðuneytisins. Tölvur em nú þegar til í allmörg- um grunnskólum og em helstu tegundimar BBC, APPLE og IBM PC samhæfðar vélar. Kennarar hafa verið að prófa sig áfram með notkun þeirra og aflað sér forrita erlendis frá í því skyni. Ekki hefur verið um samræmdar aðgerðir að ræða og enginn aðili í menntakerfínu hefur haft það hlutverk að leiðbeina kenn- umm á þessu sviði eða leggja mat á það sem ffarn hefur farið. Kennsla í tölvufræðum er í nokkuð góðu horfí í mörgum framhaldsskólum og þjálf- un í tölvunotkun er vaxandi. Nauð- synlegt er að huga að þessum þáttum sérstaklega. Hér verður megináherslan lögð á tölvuna sem hjálpartæki í skóla- starfí, þ.e. almenna tölvunotkun kennara við ýmis verkefni tengd kennslu, notkun tölvunnar við al- menna kennslu og notkun tölva við stjórnun skóla. Ekki verður gerður sérstakur greinarmunur á skólastigum enda þótt áherslumar hljóti að verða misjafnar eftir aldri nemenda og þroska. Slíkur greinar- munur kemur af sjálfu sér þegar að framkvæmdum kemur. Tölvan sem hjálpar- tæki kennarans Margir kennarar nota nú þegar tölvuna sem hjálpartæki við undir- búning kennslu, gerð margvíslegra verkeftia fyrir nemendur og til þess að skrá nauðsynlegar upplýsingar um nemendur og námsferil þeirra. Til em heppileg forrit til þessara hluta og tölvur af ýmsum gerðum koma til greina. Kennarar sem nota tölvur með þessum hætti verða þeim fljótt handgengnir og frekari notkun þeirra t.d. í kennslu verður mun auð- veldari fyrir þessa kennara en ella. Lagt er til að tölvum verði komið á allar kennarastofur þannig að allir kennarar eigi greiðan aðgang að þeim og þjálfíst i notkun þeirra að fyrrgreindum verkefnum og öðmm sem upp kunna að koma. Taka þarf saman leiðbeiningar fyrir kennara til þess að auðvelda þeim fyrstu skrefín á þessu sviði. Einnig er lagt til að gerð verði tilraun í nokkmm skólum með verk- efna- og námsefnisgerð og fenginn til þess sérstakur búnaður. Komið verði á nettengingu milli skólanna til þess að þátttakendur geti með auðveldum hætti haft samband sín á milli og haft þannig stuðning hver af öðmm. Þessi tilraun gæti leitt til virkari aðferða við námsefnisgerð en nú em notaðar. Tölvan sem hjálpar- tækí við kennslu Á undanfömum þremur ámm hafa mörg hundmð gmnnskólakennarar sótt gmnnnámskeið í tölvufræðslu á vegum endurmenntunar Kennarahá- skóla íslands eða í kennaranámi. Auk þess sóttu á árinu 1986 rúmlega fímmtíu kennarar framhaldsnám á vegum endurmenntunar KHÍ. Það virðist vera mikill áhugi með- al gmnnskólakennara á að nota tölvur við kennsluna. Hins vegar hefur skort allt kennsluefni bæði hugbúnað, sem fellur að því náms- eftii sem verið er að kenna, og hugmyndir um hvemig nýta megi tölvumar. Margir kennarar hafa reynt að nýta tölvumar með því að verða sér úti um erlend forrit og e.t. v. þýða þau. Jafnvel hafa þeir reynt að skrifa forritin sjálfír. Þessi að- staða er að sjálfsögðu óviðunandi, verkefnið er það umfangsmikið og fjölþætt að það verður ekki leyst með þessum hætti. Nú þegar er búið að skoða nokkuð af forritum og ætti því að vera tiltölu- lega fljótlegt að taka afstöðu til þess hvort ástæða er til að þýða þau og aðlaga íslenskum aðstæðum. Hins vegar er það álit margra að ekki sé ástæða til þýða forrit fyrir fram- haldsskóla nema þá í einstaka tilvik- um. Eins og áður segir er töluvert til af tölvubúnaði í gmnnskólum en vegna skorts á hugbúnaði nýtist þessi búnaður ekki nema að tak- mörkuðu ieyti. 1. Lagt er til að aflað verði hug- búnaðar erlendis frá til skoðunar og til aðlögunar aðstæðum hér ef um áhugaverð forrit er að ræða. Við val forrita verði m.a. miðað við að tölvan verði sem öflugast hjálpartæki í kennslunni. Fengnir verði kennarar til þess að prófa forritin og meta þau hver í sínum skóla. Komið verði upp aðstöðu þar sem unnt er að sýna kennurum þann hugbúnað sem völ er á og ennfremur vinnuaðstöðu fyrir þá sem hugsanlega vinna að breyt- ingum á einstökum forritum eða vinna tímabundin þróunarverkefni á þessu sviði. Að athuguðu máli er talið rétt að þessi starfsemi fari fram á vegum Námsgagna- stofnunar og Reiknistofu Háskól- ans. Ráðinn verði sérstakur starfsmaður til að hafa umsjóm með starfseminni, sjá 8. tölulið. Þó verði fjárhagur þessarar starfsemi aðskilinn frá öðrum rekstri stofnananna. 2. Sl. 3 ár hefur farið fram tilraun með notkun LOGO í skólastarfí í Melaskóla. Kennarar í fleiri skól- um hafa einnig verið að prófa sig áfram á þessu sviði. Lagt er til að þetta mál verði tekið til sér- stakrar athugunar með það fyrir augum m.a. að fínna þessari starf- semi fastan sess í skólastarfinu. Þetta starf myndi m.a. byggjast á niðurstöðum tilrauna sem gerðar hafa verið og frekari tilraunastarf- semi. 3. Gagnabankar eiga trúlega mikla framtíð fyrir sér í skóla- starfí. Ýmsir aðilar hér á landi era nú að huga að þessum málum bæði fyrir skóla og til almennra nota. Lagt er til að þetta mál verði kannað sérstaklega og reynt að ná til þeirra sem em að athuga þessi mál á öðmm vettvangi. Markmiðið verði að kanna með hvaða hætti gagnabankar geti nýst skólum og að gera tilraunir með notkun þeirra. 4. Lagt er til að í tengslum við þá námskrárgerð sem nú er unnið að fyrir gmnnskóla verði sérstak- lega hugað að hvemig tölvan nýtist best í kennslu einstakra greina. Valin verði sérstök af- mörkuð svið eða námsþættir sem talið er að henti vel til tölvu- kennslu og komið á skipulögðu þróunarstarfí við þau verkefni sem valin verða. Samstarf heimila og skóla Tölvueign á heimilum er óvíða meiri en hér á landi. Margir nemend- ur hafa því nokkur kjmni af tölvum og notkun þeirra áður en þeir kynn- ast þeim í skólanum. Þama er um að ræða möguleika sem rétt er að kanna hvort ekki megi nýta í þágu skólastarfsins. Lagt er til að tölvueign á heimilum verði könnuð og í framhaldi af því verði athugað með hvaða hætti sé unnt að efla samstarf heimila og skóia á sviði tölvufræðslu og nýta tölvubúnað heimilanna betur í þágu skólastarfs. í þessu sambandi verði sérstaklega hugað að nemendum með sérþarfir. Teng'sl skóla og atvinnulífs Tengsl skóla og atvinnulífs á sviði t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.