Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 23 Áhrif EB-tolla á fiskútflutning' eftir Matthías Bjarnason Að undanfömu hefur mikið verið skrifað og skrafað um fiskútflutn- ing okkar og tolla sem lagðir em á hann í Evrópubandalaginu. Hefur þar borið mikið á misskilningi eða vanþekkingu sem ég tel ástæðu til að leiðrétta. Því hefur verið haldið fram að tollar Evrópubandalagsins á unnum fiskafurðum séu miklu hærri en tollar á nýjum fiski. Hefur þetta verið orðað þannig: „EB bók- staflega hleður tollamúra sína þannig að það kemur í veg fyrir eðlilega samkeppnisstöðu fisk- vinnslunnar hér heima í samkeppni við fiskvinnslu erlendis." Svo oft hefur þessu verið haldið fram að margir eru famir að trúa því. Hver er svo staðreyndin? Hún er sú að innflutningur á frystum fískflökum til Evrópu- bandalagsins er tollfijáls sam- kvæmt fríverslunarsamningi íslands og bandalagsins sem gerður var 1972 en þau sérfríðindi sem þá var samið um fyrir sjávarafurðir tóku ekki gildi fyrr en l'. júlí 1976 þegar samningar höfðu tekist i físk- veiðideilunni við Bretland. Þá samþykkti bandalagið einnig að lækka tolla á nýjum þorski, ýsu og ufsa úr 12% í 3,7% og á nýjum karfa úr 8% í 2%. Hins vegar fékkst bandalagið ekki til að samþykkja lækkun tolla á öðrum físktegundum svo sem steinbít, löngu og kola sem ,Með þessari grein hef ég aðeins viljað vekja athygli á því að tollar Efnahagsbandalagsins sem hafa verið fisk- vinnslunni heldur í hag ráða ekki mestu um það hvort fiski er landað hér heima eða erlend- is.“ falla undir almennan 15% toll en lúða og grálúða falla undir 8% toll. Þetta em tollamir sem fískkaup- endur í bandalaginu þurfa að greiða þegar þau flytja inn ísfisk frá ís- landi. Hvemig er með hliðsjón af þessum staðreyndum hægt að halda því fram að frystihúsin okkar standi verr að vígi í samkeppninni en er- lendir fiskkaupendur vegna tolla- stefnu Evrópubandalagsins? Nokkm öðra máli gegnir um saltfisk. Ekki fékkst EB í samn- ingaviðræðunum 1971—72 til að taka inn í samninginn skuldbind- ingu um varanlegt tollfrelsi fyrir saltfisk, en bandalagið hafði þá nýlega fellt einhliða niður 13% toll um óákveðinn tíma. Samningamenn bandalagsins töldu afar ólíklegt að saltfisktollur yrði lagður á að nýju vegna þess að saltfiskframleiðslan innan bandalagsins fór minnkandi. Dregið í stórhapp- drætti Hjálparsveita skáta á morgun Hjálparsveitamenn hringja í alla vinningshafa Á MORGUN verður dregið í Stór- happdrætti Hjálparsveita skáta og fljótlega eftir helgina verður hringt i alla vinningshafa. Þann- ig er tryggt að vinningshafar fá vinninga sina með skilum og hjálparsveitimar sitja ekki uppi með vinninga sem aðrir með réttu eiga, segir í frétt frá Lands- sambandi hjálparsveita skáta. í fréttinni segir ennfremur: „Samstarf sjálfstæðra sveita hefur ávallt verið lykilatriðið í starfsemi Landssambands hjálparsveita skáta. Áhersla er lögð á sjálfstæði og sjálfforræði hverrar einstakrar sveitar. í þessum anda er einnig staðið að Stórhappdrætti Hjálpar- sveita skáta, með þvi er verið að efla starf hjálparsveitanna hverrar á sínum stað. Bróðurparturinn af hveijum seldum miða rennur beint til hjálparsveitanna og óbeint gegn- um starf Björgunarskóla LHS, sem styrkir dyggilega þjálfun hjálpar- sveitamanna og hefur hlutverki að gegna í almannavamaskipulagi." Þetta viðhorf breyttist svo þegar Spánn og Portúgal fóm að semja um inngöngu í bandalagið snemma á þessum áratug. Þá fengu banda- lagsmenn þá hugmynd að beita mætti saltfisktolli til að þvinga lönd eins og ísland, Kanada og Noreg til að veita togumm hins stækkaða bandalags veiðiréttindi. Saltfisktoll- ur var því aftur lagður á 1. júlí 1985 eða eins og það er kallað ein- hliða afnám tollsins var afturkallað. Um þessa ákvörðun hafa síðan stað- ið miklar deilur og er ekki hægt að segja annað en að íslensk stjóm- völd, ráðherra og embættismenn, hafi notað öll tækifæri til að fá bandalagið til að endurskoða af- stöðu sína, en án árangurs, því krafa bandalagsins um fiskveiði- réttindi í staðinn hefur alfarið verið neitað frá því hún kom fyrst fram. Tollákvörðunin hefur þó ekki haft eins slæm áhrif og óttast var í fyrstu vegna þess að tollftjáls kvóti fyrir 25.000 tonn sem bundinn var í GATT-samningnum er enn í gildi og auk þess í ár 6.000 tonna tollkvóti samkvæmt samningi EB við Kanada, sem öll lönd geta notið góðs af. Þar að auki veitti EB 40.000 tonna viðbótarkvóta fyrir árið 1986 og var tollur á því magni 3%. Nú hefur viðbótarkvóti verið ákveðinn 40 þúsund tonn fyrir þetta ár og er tollur þar ákveðinn 5%, en ákvörðun EB hefur dregist þetta þrátt fyrir mikinn eftirrekstur. Hefur þetta valdið SÍF nokkmm óþægindum, en samt hefur SÍF tek- ist að flytja út meira magn af saltfiski á fyrstu 4 mánuðum ársins en mörg undanfarin ár. Þótt salt- fisktollurinn, svo og deilan og óvissan, hafi verið mjög hvimleiður er ekki hægt að segja með sönnu að hann hafí enn sem komið er verið mikið áfall fyrir saltfískfram- leiðsluna né að íslenskir saltfisk- verkendur standi verr að vígi vegna EB-tolla en saltfiskverkendur í EB sem keypt hafa tollaðan ísfisk frá íslandi. Þar með er ég ekki að halda því fram að við höfum ekki ástæður til að hafa áhyggjur af þróun þessara mála í framtíðinni. Þær áhyggjur em fyrst og fremst tengdar því að hagsmunahópar á sviði sjávarút- vegs innan EB haldi áfram að tengja saman viðskiptafríðindi og fiskveiðiréttindi. Við höfum aldrei ljáð máls á því að tengja saman viðskiptafríðindi _ Abu Garcia Með einu handtaki er hægt að skipta skipta um spólu, en hún er rennd úráli sem tryggir styrk og léttleika. Ambassadeur 800 Með Ambassadeur800 línunni sannarAbu Garcia að þeir standa öðrum framar í hönnun og smíði kasthjóla. Ambassadeur 800 hjólin eru ótrúlega létt og sterk en samt gœdd einstökum eiginleikum. Tæknileg hönnun Abu Garcia kastlijólanna eykur þægindi og öryggi við veiðarnar. Hjá okkur fást Abu Garcia veiðiltjól við allra hæfi. — 60milljón straujárn mæla með Rowenla Matthias Bjamason. og fiskveiðiréttindi. Ástæðan er augljós; við höfum engan veginn nægilega trygga fiskstofna fyrir okkur sjálf að veiða og beitum físki- menn okkar hörðum takmörkum til veiða innan fiskveiðilögsögu okkar. Á meðan slíkt ástand varir verður ekki samið um veiðar erlendra þjóða innan fiskveiðilögsögu okkar fyrir viðskiptafríðindi. Hins vegar ber okkur að auka viðskipti við þær þjóðir sem mest kaupa af útflutn- ingsvömm okkar og gefa okkur best verð. Þessir aðilar leggjast gegn ósk okkar um afnám saltfisktollsins og annarra tolla, sem torvelda eðlileg viðskipti okkar við bandalagið svo sem Lolla á saltsíld, söltuð ufsaflök og ný fískflök. Um afnám þessara tolla hefur margoft verið rætt við fulltrúa Evrópubandalagsins og svo verður einnig gert á næsta fundi sameiginlegu nefndar bandalagsins og íslands sem haldinn verður í Reykjavík 18. júní. Áríðandi er að fá ráðamenn bandalagsins til að skilja að á sama tíma og við tak- mörkum veiði okkar eigin skipa vegna ástands fiskstofna hér við land er algjörlega útilokað að veita erlendum fiskiskipum ný réttindi til fískveiða. Við samningana 1972 sýndi Evrópubandalagið mikinn skilning á sérstöðu íslands og veitti sérstök tollfríðindi fyrir íslenskar sjávarafurðir samkvæmt bókun nr. 6 við fríverslunarsamninginn. Er vonandi að þessi sérstaða fáist aft- ur viðurkennd í samskiptum okkar við Evrópubandalagið. Með þessari grein hef ég aðeins viljað vekja athygli á því að tollar Efnahagsbandalagsins sem hafa verið fiskvinnslunni heldur í hag ráða ekki mestu um það hvort físki er landað hér heima eða erlendis. Að baki þeirra ákvarðana liggja ýmsar aðrar ástæður sem ég ætla ekki að ræða nánar nú. Höfundur er samgöngu- og við- skiptaráðhem. Rowenra LA 58 Kr. 1.495.- Rowenla LA 33 Kr. 2.195.- Rowenfa LA 22 Ferðastraujárn með úðara. Kr. 1.990.- Rowenla DA 47 Gufustraujárn. Kr. 3.845.- Rowenfa DA 72 Gufustraujárn. Kr. 2.730.- al • S Rowenra DA 48 Gufustraujárn. Kr. 4.818.- Fást í öllum betri Iraftækjaverslunuml HAFNARSTRÆTI 5 SÍMAR 16760 og 14800 Nýjabæ-Eiðistorgi Simi 622-200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.