Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 44
44 rioftf n/rVr r r rpm / /TTTwiior'n 'TTT4 TrrTr MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Akureyrarbær 125 ára: Haldið upp á afmælið með sýningu, götuleik- húsi og skrúðgöngu IÐNSYNINGI98? 27AGUST-6.SCPTCMBCI AKUREYRARBÆR heldur upp á 125 ára afmæli sitt laugardaginn 29. ágúst nk. og af því tilefni er ráðgerð viðamikil afmælisdagskrá sem einkennast mun af fram- lagi Akureyringa sjálfra. Blaðamannaf undur var haldinn í gær þar sem bæjarstjórinn, Sigfús Jónsson, og aðrir fulltrúar bæjarins kynntu afmælisdagskrána. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- á torginu og í næsta nágrenni. Uppistaðan í þeirri dagskrá verður götuleikhús í umsjá Leikklúbbsins Sögu og ýmiss konar tónlistar- flutningur auk annarra atriða. Fjölskylduskemmtunin síðdegis verður væntanlega að öllu leyti borin uppi af heimafólki og er von- ast til að ýmis félög leggi þar sitt af mörkum til að skemmtunin verði sem fjölbreyttust, að sögn Harald- ar Haraldssonar, starfsmanns afmælisnefndar. Hefur verið rætt við fulltrúa ýmsra æskulýðs- og íþróttafélaga og er þar verið að undirbúa tillögur um þeirra þátt í hátíðarhöldunum. Að kvöldi afmælisdagsins hefur bogadóttir, kemur að morgm afmælisdags til að vera viðstödd hátíðarhöldin. Haldinn verður hátí- ðarfundur bæjarstjómar Akur- eyrar þá um morguninn og til hans boðið fyrrverandi bæjarstjórum, bæjarfulltrúum, ýmsum forsvars- mönnum ríkisins og öðrum gestum. Síðdegis er gert ráð fyrir að safnast verði saman á tveimur til þremur stöðum í bænum um kl. 14.00 og síðan verði skrúðgöngur, sem sameinist nokkru áður en komið er að miðbænum. Frá því að gangan kemur í miðbæinn og fram til kl. 17.00 verður stanslaus dagskrá í gangi á göngugötunni, Leikfélag Akureyrar tekið að sér að standa fyrir sýningu með þátt- töku hljóðfæraleikara, söngfólks og leikara í íþróttaskemmunni á Oddeyri. Þeir Jón Hlöðver Áskels- son, Óttar Einarsson og Eyvindur Erlendsson hafa verið fengnir til að búa til þá dagskrá. Ekki er dagskráin fullsamin ennþá, en ljóst er að þar ræður ríkjum bæði gam- an og alvara, skopstæld verða atvik úr bæjarlífinu jafnt í nútíð sem og fortíð og goldin verður virð- ing þeim merkismönnum og atburðum ýmsum sem á leið hafa orðið. Sýningin verður á palli fyrir miðjum íþróttasalnum, í líkingu garðs með lifandi tijám, skrautljós- um og veisluandblæ. Þar verður hljómsveit, leikandi jafnt á popp- hljóðfæri, strengi og lúðra. Kór verður þar einnig ásamt einsöngv- urum, væntanlega blásarasveit og jaftivel flokkur mótorhjóla eða reiðhjóla eða jafnvel hestamanna. I9NSYNINGÍ987 27. AGUST - 6.SCPTEMBCB Merki iðnsýningarinnar hannaði Soffía Árnadóttir hjá teiknistofunni Auglit. Híbýli átti lægsta tilboð í Glerárbrú TILBOð voru opnuð í gær vegna brúarsmíðar yfir Glerá á Akureyri og bárust tvö tilboð í verkið. Hærra tilboðið átti Norðurverk hf., sem bauð 7.398.580 krónur í brúarsmíðina sem er 22,53% yfír kostnaðaráætlun bæjarins. Lægra tilboðið átti Híbýli hf., sem bauð 6.915.200 krónur í verkið og er það 14,53% yfir kostnaðará- ætlun, sem hljóðar upp á 6.038.000 krónur. Bæjarstjóm hyggst taka sér umþóttunartíma í þijár vikur, en ráðgert er að hefja smíðina á þessari 17 metra löngu brú í byij- un júlí. Höfundar lofa þó engu um að þetta geti ekki átt eftir að breytast allt í einu ef þeim dytti í hug eitthvað miklu betra, að eigin sögn. Þeir vildu taka fram að fólk má ekki búast við rökréttri sögusýningu þama þrátt fyrir það að sagan sé notuð, heldur verður kylfa látin ráða kasti og kannski fremur haft það sem er skemmtilegt en merki- legt, segja þeir félagamir sem nú sitja yfir handriti sínu með sveittan skallann í sólskininu. Haldin verður iðnsýning dagana 27. ágúst til 6. september þar sem kynnt verður framleiðsla og þjón- usta á Norðurlandi. Þegar hafa um 40 fyrirtæki og þjónustuaðilar skráð sig til sýningarinnar og ber þar mest á annarsvegar litlum akureyrskum fyrirtækjum og hins- vegar á veitustofnunum Akur- eyrarbæjar ásamt Landsvirkjun. Auk þeirra eru skráð fyrirtæki bæði frá Norðurlandi eystra og vestra ásamt landssamtökum í iðn- aði. Hljóðbylgjan, ný útvarpsstöð á Akureyri, mun setja upp bás á sýningunni og útvarpa þaðan. Einnig ætlar Verkmenntaskólinn að kynna starfsemi sína, en að öllum líkindum verður KEA með stærsta básinn. Ýmsar uppákomur eru fyrir- hugaðar til að kæta sýningargesti og er það markmið með sýning- unni að hún verði fjölbreytt, fræðandi og skemmtileg, að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra sýningarinnar. Sýningin verður opin frá kl. 14.00 til kl. 22.00 sýningardagana. Sýn- ingin verður í aðalsal íþróttahallar- innar á ^ um 1.000 fermetra gólffleti. Ákveðið hefur verið að festa kaup á kerfi sýningarskil- rúma og liðkar það mikið fyrir frekara sýningarhaldi í bænum í framtíðinni. Útisvæði verður stórt og gefst þar sýnendum kostur á að vera með hluti sem ekki kom- ast undir þak með góðu móti. Meginstefnan með sýningar- haldi sem þessu er að kynna fyrir Norðlendingum hvað það er í raun og veru margt sem þeir geta nálg- ast í heimahögunum og þurfa ekki að fara langt til að sækja. Má segja að málshátturinn „Hollur er heima- fenginn baggi" eigi mjög vel um þessa sýningu, að sögn Þorleifs. Skógræktarfélag og Búnaðarsamband: Samkomulag um drög að leigu- samningi um land til skógræktar Ætlunin að auðvelda þéttbýlisbúum að fá land til skógræktar Skógræktarfélag Eyfirðinga og Búnaðarsamband Eyjafjarðar hafa látið gera drög að samningi um leigu á landi til skógrækt- ar, sem ætlaður er til að auðvelda þéttbýlisbúum að fá land leigt til skógræktar. Samningsdrögin hafa verið kynnt skipulagsyfir- völdum í Eyjafirði og sveitarsljómum. Jarðanefnd Eyjafjarðar- sýslu, svæðisskipulag Eyjafjarðar, og sveitasijómir í héraðinu hafa fengið samninginn til umsagnar. Svör hafa borist frá öllum aðilum og hafa þeir lýst sig samþykka samningsdrögunum. Það, sem einna helst einkennir í samningnum er miðað við að samningsdrögin, eru eftirtalin at- leigutími sé 25 ár. Gert er ráð fyr- Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Börnin sem afhentu hlutaveltupeningana til FjórÖungssjúkrahúss- ins. Hlutavelta til styrktar barnadeild sjúkrahússins SEX krakkar á aldrinum fjög- urra til níu ára héldu hlutaveltu á Akureyri ekki alls fyrir löngu og söfnuðu 5.125 krónum. Þau heimsóttu ritstjórnarskrif- stofu Morgunblaðsins á Akureyri á þriðjudaginn og voru þau þá á leið á bamadeild Pjórðungssjúkra- húss Akureyrar til að afhenda þar peningana. Þau sögðust halda að nota ætti peningana til að kaupa tæki fyrir böm, sem fæðast fyrir tímann, og þótti þeim fjármunun- um vel varið. riði: Leigutaka skal skylt að gróðursetja tré í hið leigða land og eru í samningnum tilgreindar lágmarksframkvæmdir á hektara á ári, eða 500 skógarplöntur á hvem leigðan hektara. Leigutaka er heimilt að hafa á hinu leigða landi verkfærageymslu eða sumar- hús, að því tilskildu að stærð hússins og við hönnun sé við það miðað, að hægt sé að flytja það í heilu lagi af landinu. Girðingar- kostnað og framkvæmdir við aðkomuleið skal leigutaki sjá um og kosta. Kostnaður við plöntur, gróðursetningu og hirðingu reits- ins, svo og við girðingar um hann og kostnaður vegna aðkomuleiðar er hið raunvemlega leigugjald, sem leigutaki greiðir fyrir að fá landið til afnota til skógræktar. ir því að aðilar geti framlengt samninginn, til dæmis með því að leigutaka sé úthlutað viðbótarlandi til gróðursetningar. Ef samningar takast ekki um viðbótarland eða um framlengingu samningsins ber leigutaka að fjarlægja hús og önn- ur mannvirki af landinu. Skógur- inn, girðingar og vegamannvirki em eign leigusala. Á undanfömum ámm hefur nokkuð borið á því að kvartað hafi verið yfir því að erfitt væri fyrir þéttbýlisbúa að fá land til skógræktar. Það er von Skógrækt- arfélags Eyfirðinga og Búnaðar- sambands Eyjaíjarðar að samningsdrögin muni auðvelda samskipti landeigenda, áhuga- manna um skógrækt og skipulags- yfirvalda, og ýta undir samstarf af því tagi, sem drögin gera ráð fyrir. Að sjálfsögðu geta samn- ingsaðilar gert með sér samning, sem er frábmgðinn drögunum í ýmsum atriðum, til dæmis að því er varðar stærð lands og leig- utíma. Skipulagsyfirvöld taka alla samninga um leigu á landi til umQöllunar, en með framangreind- um samningsdrögum er fyrirfram ryggt að skipulagsyfirvöld em hlynnt samningsfyrirkomulagi því, sem hér er kynnt. Þeir landeigendur, sem hafa áhuga á að leigja land með þeim skilmálum, sem í samningnum koma fram, geta snúið sér til Skóg- ræktarfélags Eyfírðinga og fengið ráðgjöf hjá félaginu um staðsetn- ingu reitanna og plöntuval. Ekki er gert ráð fyrir því að skógræktar- félagið annist milligöngu um leigumálin. Landeigendur auglýsi land til leigu, ellegar áhugamenn falist eftir skógræktarlandi, og gangi frá samningum án þess að félagið hafí þar önnur afskipti en þau, er lúta að ráðgjöf og leið- beiningum. (Fréttatilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.