Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Tilgangnr slj órnarskrárinnar Kafli úr bókinni Stjórnarskrármálið eftir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson stjórnmálafræðing Styttan af Kristjáxii IX á stj ómarráðsblettmum. Konungur heldur á stjóraarskrá íslands. 2. júní kom út hjá Stofnun Jóns Þorlákssonar í Reykjavík ritið „Stjómarskrármálið", og er það eftir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson stjómmálafræðing. Morgunblaðið fékk leyfi höfund- ar til að birta stutta kafla úr ritinu, og fjallar hann þar um tilgang og eðli stjóraarskrárinn- ar. Flestir íslendingar eru ugglaust sammála um þá meginstefnu stjóm- arskrárinnar, að takmarka beri valdið með því að skipta því á milli margra aðila og tryggja réttindi borgaranna eftir föngum. En í hvaða tilgangi gerum við það, þeg- ar öllu er á botninn hvolft? Við höfum séð, að höfundar þeirra skjala, sem stjómarskráin er í ætt við, sjálfstæðisyfirlýsingar Banda- ríkjanna og mannréttindayfirlýs- ingarinnar frönsku, studdust við hugmyndir Lockes. Þeir sögðu sem svo, að menn væm fæddir ftjálsir, þar sem Guð hefði skapað þá og blásið þeim skynsemi í bijóst. Þegar einn maður tæki sér vald til að fyrir- skipa öðmm, hverju hann ætti að trúa, sýndi hann aðeins, að hann bæri ekki næga virðingu fyrir sköp- unarverki Guðs. Þótt við nútíma- menn lifum að sönnu í guðlausum heimi (eða reynum að minnsta kosti að komast af án Guðs í rökræð- um), þarf þessi hugmynd ekki að falla um sjálfa sig. Ef til vill má reisa hana á eðlislægri skynsemi mannsins, sem hann fái ekki notið nema við fullt frelsi, og láta þá liggja á milli hluta, hvort Guð hafí gefið honum þessa skynsemi eða hann öðlast hana af þeim siðum og venjum, sem reynslan hafí valið úr og miðlað til hans. Þróunarkenning umlög Tvær aðrar kenningar, ólíkar slíkri skynsemiskenningu, kunna einnig að vera nothæfar heimspeki- legar undirstöður stjómarskrárinn- ar: annars vegar þróunarkenning og hins vegar sáttmálakenning. Samkvæmt þróunarkenningu um almenn mannréttindi spretta þau af nokkrum frumstaðreyndum um mannlega tilveru, og reyndi Davíð Hume að setja slíka kenningu fram á átjándu öld. Hume taldi, að í glímu sinni við níska náttúru og eigin bresti lærðu menn tilteknar reglur. Þar væru þijár mikilvægastar al- menn orðheldni, virðingin fyrir séreignarréttinum og að lokum sú regla, að menn þyrftu ekki að láta neitt af hendi við aðra nema þeir samþykktu það sjálfir. Menn gætu ekki lifað saman i friði og orðið hver öðrum að gagni, taldi Hume, nema þeir sættu sig við þessar meginreglur. Þeir Herbert L. A. Hart og Fried- rich A. von Hayek hafa hvor með sínum hætti betrumbætt hugmynd- ir Humes á okkar dögum. Hart heldur því fram með svipuðum rök- um og Hume, að hugmyndin um almenn mannréttindi hljóti gildi sitt eða lágmarksinntak af nokkrum staðreyndum um manninn. Menn hafi til dæmis tiltölulega jafria líkamsburði, svo að engir náttúrleg- ir drottnarar fyrirfinnist. Mönnum hætti líka til að taka lítið tillit til náungans og hrifsa til sín lífsgæði, svo að setja verði þeim fastar regl- ur. Ennfremur verði alltaf til menn, sem freistist til að bijóta þessar reglur, svo að einhveijir aðilar hljóti að taka að sér að veija aðra gegn slíkum brotamönnum. Samkvæmt kenningu von Hay- eks skiptir óumflýjanlegur þekking- arskortur okkar mannanna mestu máli í þessu viðfangi. Einstakling- urinn kynnist aðeins örfáum öðrum mönnum á lífsleiðinni, en í skipu- lagi víðtækra viðskipta og verka- skiptingar þarf hann hins vegar að vinna með óteljandi öðrum mönn- Hannes Hólmsteinn Gissurarson um, sem hann þekkir aðeins af afspum og varla það. Honum era ekki heldur tiltækar allar þær stað- reyndir um heiminn, sem hann þarf þó að vita um, ef hann ætlar að komast af. Til þess að geta bragð- ist við breytingum verður einstakl- ingurinn að fá að vita, í hveiju slíkar breytingar era fólgnar. Einstakling- urinn getur aðeins ráðið fram úr þessum vanda, segir Hayek, með því að veita öðram sama svigrúm til tilrauna og hann krefst sjálfur eða viðurkenna með öðram orðum frelsisréttindi annarra. Með því geta menn aflað sér þekkingar og miðlað öðram. Meginrökin fyrir almennum mannréttindum era að sögn von Hayeks, að þau séu nauðsynleg skilyTði fyrir þrotlausri þekkingar- leit mannsins, sífelldri aðlögun hans að breytilegum aðstæðum. Ef nauð- ung rflcisins fer fram úr því, sem óhjákvæmilegt er til að halda uppi almennum föstum reglum um verk- svið einstaklinganna, þá heftir hún þróun þekkingarinnar. Á flórða ára- tugnum notaði von Hayek þessi rök gegn hugmyndum sósíalista um miðstýringu og skipulagningu að ofan og hélt því þá fram, að verð- myndun á fijálsum markaði væri nauðsynleg til þess að stilla saman strengi atvinnulífsins og flytja þekkingu á milli manna. Fékk hann Nóbelsverðlaunin í hagfræði 1974 ekki síst fyrir framlag sitt í því efni. Síðan hefur von Hayek fært kenningu sína með mjög athyglis- verðum hætti út á svið siðferðis og laga. Hann heldur því fram, að þær reglur og siðvenjur, sem sprottið hafa upp úr reynslu kynslóðanna, auðveldi mönnum að rata um myrk- viði mannlegs samlífs, ef svo má að orði komast. Þótt Hayek sé sjálf- ur ekki íhaldsmaður telur hann því, að sú virðing, sem íhaldsmenn hafa gjaman borið fyrir arfhelgum venjum, eigi við nokkur rök að styðjast. Sáttmálakenning umlög í þriðja lagi má ef til vill líta á stjómarskrá er kveður á um almenn mannréttindi og takmarkanir á valdi ríkisins, sem skjalfestingu ein- hvers konar þjóðarsáttmála, og hafa margir fijálslyndir fræðimenn okkar daga með þá John Rawls og James M. Buchanan í fararbroddi spreytt sig á að setja fram sáttmála- kenningar um ríkisvaldið. Þar sem frjálslyndir menn era tregir til að viðurkenna einhveijar óumsamdar skyldur, sem neyða megi borgarana til þess að rækja, liggur einmitt beint við að reyna að réttlæta ríkis- valdið með því, að þær skyldur, sem menn hafa í borgaralegu skipulagi, séu í raun og vera umsamdar. Á fijálsum markaði segja menii sín í milli um skipti á vöram og þjónustu og hafa þannig hag hver af öðram. Hvers vegna skyldu þeir þá ekki ná einhveijum heildarsamningi um að hlýða reglum, sem gera þeim kleift að lifa friðsamlega saman? Er það ekki líka allra hagur? Auð- vitað gera hugsuðir eins og Rawls og Buchanan sér fulla grein fyrir, að aldrei hefur verið efiit til raun- verulegs þjóðfundar. En ekki er víst, að það skipti öllu máli. Má ekki réttlæta ýmis stjómarskrár- ákvæði með því, að allir skynsamir menn hlytu að samþykkja þau á slíkum þjóðfundi, ef þeir ættu kost á að sitja á honum? Jáyrði sýnist eðlilegt við þessari spumingu. Vert er að vekja hér athygli á tveimur einkennum flestra sátt- málakenninga. í fyrsta lagi verður ekki séð, að almenn mannréttindi selji þjóðarsáttmála eins og til dæmis Buchanan hugsar sér hann nein sérstök takmörk. Slík réttindi era samningsatriði eins og allt ann- að, afleiðingar af slíkum sáttmála fremur en nauðsynleg skilyrði fyrir honum. Ef almenn mannréttindi era viðurkennd, þá er það vegna þess, að þau era að dómi þjóðfundar- manna hyggileg eða hagkvæm, þegar til lengdar lætur, en ekki vegna þess, að þau séu óglatanleg réttindi, sem menn era fæddir með, eins og stjómarskrárhöfundar átjándu aldar trúðu. Samkvæmt slíkum sáttmálakenningum era al- menn mannréttindi því í vissum skilningi skilorðsbundin. Almenn mannréttindi standa ekki jafntraustum fótum eftir sátt- málakenningunni og hinum tveimur kenningunum. Þetta kemur þó líklega ekki að sök vegna annars einkennis sáttmálakenninga. Það er, að borgaramir verða eðli máls- ins samkvæmt velflestir eða allir að veita ákvæðum slíks sáttmála samþykki sitt. Og hvemig lítur sá sáttmáli út, sem þeir geta flestir eða allir orðið sammála um? Við getum að minnsta kosti fullyrt, að hann leggur þeim á herðar taum- haldsskyldur fremur en verknaðar- skyldur, kveður á um frelsisréttindi fremur en félagsleg réttindi. Allir vilja banna morð og rán, þar sem allir eru hugsanleg fómarlömb morðingja og ræningja. Og allir geta líklega orðið sammála um að leyfa fullt málfrelsi, því að allir geta orðið fyrir barðinu á ritskoð- un. Þess vegna er til dæmis 72. grein íslensku stjómarskrárinnar, sem áður hefur verið nefnd og kveð- ur á um það, að ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi megi aldr- ei í lög leiða, rökrétt og eðlileg niðurstaða á slíkum þjóðfundi. Það er rétt, sem Milton Friedman benti á í fyrsta rannsóknarriti Stofnunar Jóns Þorlákssonar, að menn eru líklega miklu fúsari til þess að sam- þykkja hina almennu reglu um málfrelsi heldur en leyfa einstökum hópum að taka til máls. Sömu mennimir og vilja ekki leyfa klám- sölum, kommúnistum eða nasistum að selja rit sín, ef þeir era spurðir um það, era líklega tilbúnir til að samþykkja almennt bann við rit- skoðun. Víðtækt samkomulag er hins vegar miklu ólíklegra um verknað- arskyldur og félagsleg réttindi. Þeir hópar, sem sjá fram á, að þeir þurfa að láta endurgjaldslausa vöra eða þjónustu af hendi til annarra, verða ekki tilbúnir til að samþykkja verknaðarskyldur. Þeir kunna að vfsu sjálfs sín vegna að verða sam- mála um einhvers konar öryggisnet eins og gert er ráð fyrir í 70. og 71. greinum íslensku stjómarskrár- innar, en þeir vilja tæplega ganga lengra. Það mun til dæmis reynast erfitt að sannfæra bamleysingjann um það á þjóðfundi, að hann eigi að greiða niður námslánið til lækn- isdótturinnar, eða bindindismann- inn um, að hann eigi að standa straum af dvöl áfengissjúklingsins á sérstöku vistheimili, eða Reyk- víkinginn um, að hann eigi að bera kostnað af offramleiðslu landbún- aðarafurða. Allir njóta góðs af frelsisréttindum (nema afbrota- menn og þeir láta ekki í sér heyra á neinum þjóðfundi), en sumir njóta góðs af félagslegum réttindum og það gera þeir á kostnað annarra. Lagahefð okkar Islendinga Sáttmálakenning Buchanans á sér nokkra hliðstæðu í lagahefð okkar íslendinga, sem vikið var að í upphafi kaflans, en hana hefur Sigurður Lindal prófessor skýrt í nokkram merkum ritgerðum. Sig- urður bendir þar á, að lög hafi verið skilin öðram skilningi með íslend- ingum á þjóðveldisöld en víða annars staðar. Þau hafi ekki verið skráð á bækur fyrr en snemma á tólftu öld, heldur verið sameign þjóðarinnar, óskráður arfur kyn- slóðanna, sem geymdur var í hugum lifandi manna. Lögréttumenn settu ekki lög með svipuðum hætti og alþingismenn gera á okkar dögum, heldur réttu þeir þau, en með því er átt við, að þeir hafi borið vitni um, hver lögin væra, þegar ágrein- ingur reis um það. Sigurður leiðir síðan rök að því, að ný lög eða nýmæli sem kölluð vora, hafi ekki verið talin bindandi lög nema þau hefðu hlotið einróma samþykki. Þegar menn hafi orðið ósammála um almennar reglur, til dæmis um kristnitökuna árið 1000, hafí því orðið að miðla málum, finna meðal- veg, sem allir gátu sætt sig við. Ef þessi skýring Sigurðar er rétt, þá hefur íslenska þjóðveldið verið sannkallað einingarafl. Það hefur ekki haft önnur afskipti af borgur- unum en þau, sem allir gátu verið sammála um. Lögin hafa verið ís- lendingum eiginleg og þess vegna ekki takmarkað frelsi þeirra. Rétt- urinn hafi verið eins konar þjóðar- sáttmáli. Mikill munur er hins vegar á þessum hugmyndum um lög og rétt og kenningum, sem vora á þessum tíma smám saman að ryðja sér til rúms í Norðurálfunni um að lögin væra ekki lifandi andi þjóðarinnar, ef svo má segja, heldur valdboðinn vilji konungs. Á Alþingi árið 1281 rákust þessar tvær ólíku hugmynd- ir eða hefðir á, þegar Loðinn leppur, sendimaður Noregskonungs, varð mjög heitur yfir því, eins og segir í Ama sögu biskups, „að búkarlar gjörðu sig svo digra, að þeir hugðu að skipa lögum í landi, þeim sem kóngur einn saman átti að ráða“. Um muninn á þessum hugmyndum hefur Sigurður Líndal þetta að segja: „Þegar menn tóku að lúta ákvörðunum annarra um lagasetn- ing, hvort heldur meiri hluta manna eða einstakra valdhafa, höfðu þeir þann ávinning að hún varð greið- ari. En þá var úr sögunni það aðhald sem hinar fomu hugmyndir veittu. Lögin sjálf urðu nú ekki framar sá hemill valdbeitingar sem verið hafði, heldur verkfæri og um leið það háskalega tæki stjóm- málanna sem þau hafa löngum verið. Orðið lög hafði þar með feng- ið nýja merkingu." Þessum tveimur ólíku hugmynd- um um lögin og samband þeirra við einstaklingsfrelsið má ef til vill lýsa svo, að samkvæmt annarri geti lög- in ekki verið annað en beinar fyrirskipanir einstakra valdsmanna, en eftir hinni geti þau og eigi að myndast við sammæli allra borgar- anna, en það merki, að lögin ráði og ekki mennimir. Fylgismenn valdboðskenningarinnar telja, að lögin skerði óhjákvæmilega frelsið, en þeir, sem aðhyllast sammælis- kenninguna, halda því á hinn bóginn fram, að lögin skilgreini frelsið, þar sem þau kveði á um þær reglur, sem menn verði að fylgja til þess, að fullt frelsi eins manns geti farið saman við sama frelsi annarra. Locke gerði skýra grein fyrir síðari hugmyndinni: „Tilgang- ur laganna er ekki að afnema eða takmarka, heldur að vemda og auka frelsið; enda er hvarvetna svo, þar sem fyrir era skapaðar verar færar um að fara að lögum, að ef ekki era nein lög þá er heldur ekk- ert frelsi, því frelsi er að vera fijáls undan þvingunum og ofbeldi ann- arra, og þar sem ekki era nein lög er þess enginn kostur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.