Morgunblaðið - 11.06.1987, Side 53

Morgunblaðið - 11.06.1987, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 53 Félagar í Kvenfélaginu Öldunni sáu um veitingar á útskriftinni. Stýrimannasskólinn í Reykjavík: Skólanum slitið í 96 sinn Fjölmenni var við útskrift Stýrimannaskólans. Stýrimannaskólanum bárust margar kveðjur og gjafir við út- skriftina. Dætur Guðmundar Bjarna Kristjánssonar fyrrverandi kennara, gáfu skólanum 150.000 kr. í minningarsjóð föður þeirra. Garðar Pálsson skipherra talaði fyrir hönd 40 ára farmanna og færðu þeir skólanum mynd af ár- ganginum og 20.000 kr. í sjóð Friðriks V.Ólafssonar skólastjóra. Víðir Finnbogason forstjór talaði fyrir hönd 30 ára farmanna og munu þeir gefa í Tækjasjóð, sem þeir stofnuðu á sínum tíma. Fyrir hönd 20 ára farmanna talaði Asgeir S. Asgeirsson kaup- maður og gáfu þeir eirlíkan af nýsköpunartogaranum Jóni for- seta. Tómas ísleifsson stýrimaður ta'/P* aði fyrir hönd 10 ára nemenda og gáfu þeir 45.000 kr. í Sögusjóð Stýrimannaskólans. Guðjón Á. Kristjánsson formað- ur Farmanna- og fískimannasam- bands íslands færði skólanum 100.000 kr. frá sambandinu til þess að standa straum af kostnaði af undirbúningi og framleiðslu kvikmyndar um Stýrimannaskól- ans. Að loknum skólaslitum var gest- um boðið upp á kaffí og veitingar, sem kvenfélagið Aldan sá um. STÝRIMANNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið við hátíð- lega athöfn á hátíðasal skólans laugardaginn 16. maí síðastlið- inn. Þetta voru 96 skólaslitin frá stofnun hans 1891. Fjölmenni var við skólaslitin og minntist skólastjóri, Guðjón Ár- mann Eyjólfsson í upphafí skóla- slitaræðu sinnar látinna sjómanna, en 18 íslenskir sjómenn hafa farist síðan skólinn var settur. Hann gerði síðan grein fyrir skólastarf- inu og prófum. Samtals luku 104 sjómenn skip- stjómarprófum til atvinnuréttinda frá skólanum skólaárið 1986 - 1987. Skipstjómarprófi 1. stigs luku 36 nemendur. Próf þetta veitir skipstjómarréttindi á 200 rl. físki- skip í innanlandssiglingum. Skipstjómarprófí 2. stigs luku 42 nemendur. Próf þetta veitir ótakmörkuð réttindi á fískiskip og undirstýrimannsréttindi á kaup- skip og varðskip af hvaða stærð sem er og hvar sem er. Skipstjómarprófí 3. stigs, far- mannaprófi, luku 12 nemendur. Hæstu einkunn á skipstjómar- prófí 1. stigs hlaut Guðbjartur Jónsson frá Bolungarvík. Hæstu einkunn á skipstjómarprófí 2. stigs hlaut Ingimundur Þórður Ingi- mundarson frá Reykjavík. Hæstu einkunn á farmannsprófi hlaut Ágúst Ingi Sigurðsson frá Vest- mannaeyjum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri Stýrimannaskólans afhendir verðlaun fyrir góða námsárangur. Skólaslit Grunn- skóla Stykkishólms Gunnar Svanlaugsson yfirkennarí og Lúðvík Halldórsson skólastjórí Grunnskóla Stykkishólms. Morgunblaðið/Ámi Stykkishólmi. GRUNN SKÓLANUM í Stykkis- hólmi var sagt upp við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans 28. mai sl., að viðstöddu fjölmenni, nem- enda og aðstandenda þeirra. Grunnskólinn starfaði í 11 deild- um á þessu skólaári og voru sumar bekkjardeildirnar tviskiptar. Alls voru 276 nemendur i skólanum, 20 kennarar og starfsfólk um 12 alls. Félagslíf var gott og þar komu inn á milli íþróttir sem skólinn hefír und- anfarin ár tekið mikinn þátt í, bæði æfingum og keppni á aðra staði. Formaður nemendaráðs er Sæþór Þorbergsson, og eins hefir Jón Bjarki Jónatansson haft mikil umsvif í fé- , lagslífi skólans. Kom þetta fram við skólaslit. Heilbrigði hefir verið góð í vetur og ekki fallið úr dagar þess vegna. Bókasafn á skólinn og hefir það verið nýtt. Skólaslitin voru stutt athöfn að þessu sinni. Skólastjóri, Lúðvík Halldórsson, minntist hins hrapal- lega slyss fyrir nokkrum dögum þegar einn nemandi, Dagný Lára Jónasdóttir, 12 ára, beið bana í bflslysi í Reykjavík. Risu viðstaddir úr sætum til virðingar minningu Dagnýjar. Eftir þessa athöfn afhenti skóla- stjóri námsskírteini og viðurkenning- ar til nemenda fyrir góðan árangur og var mörg góð bókin sem þeir voru verðlaunaðir með. Skólastjóri, lét mjög vel af skólastarfínu í vetur, góðum samtökum og góðum árangri. Tveir kennarar láta nú af störfum og var þeim þakkað gott starf. Gunn- ar Svanlaugsson, yfírkennari skól- ans, lauk svo skólaslitunum með því að segja nokkur orð til nemenda og sjá um að hver fengi sína einkunna- gjöf. Unnur Breiðflörð hefír um 10 ára skeið skráð feril eins beklgarins í skólanum, safnað myndum í bók sem sagan er skráð og nú þegar 9. bekk- ur lýkur námi, afhenti hún bekkjar- nemendum þessa fróðlegu bók. Á eftir stóðu nemendur fyrir veitingum í skólanum til styrktar ferðastarfí. Skólinn hefír nú ágæt húsakynni og öll aðstaða til kennslu getur ekki verið betri. Samt þarf kennsla að fara fram í gamla skólanum. — Árni Fjölmenni var við athöfnina. Ibúasamtök Þing- holtanna: 30kmhá- markshraði verði virtur ÞANN 17. mai sl. var lialdinn aðalfundur í íbúasamtökum Þingholtanna. Fundurinn var haldinn i húsi Verzlunarskóla íslands við Grundarstíg. Á fund- inum fóru fram venjuleg aðal- fundarstörf, en einnig var Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt boðið á fundinn, til þess að kynna deiliskipulag hverfisins. Eftirfarandi aðilar voru lgömir í stjóm félagsins: Guðrún Ögmunds- dóttir, formaður, Freyja Kristjáns- dóttir, ritari. Meðstjómendur: Hildur Kjartansdóttir, Sigurður Harðarson, Kári Halldór og til vara Inga Jóhannsson. Á fundinum urðu talsverðar um- ræður um deiliskipulagið, svo og um umferðarmál hverfísins, og hvað gera þyrfti til þess að 30 kfló- metra hámarkshraði yrði virtur í þessum borgarhluta. Einnig urðu umræður um skort á félagsmiðstöð fyrir hverfið. Félagsmiðstöð sem myndi nýtast öllum íbúum hverfís- ins, ungum sem öldnum, en fram kom á fundinum að 20% íbúa Þing- holtanna eru 67 ára og eldri og að huga þyrfti að aðstöðu fyrir þennan hóp hverfisins. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.