Morgunblaðið - 17.07.1987, Side 20

Morgunblaðið - 17.07.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 Indland: Gandhi reynir að styrkja stöðu sína Rekur þrjá gagn- rýnendur sína úr flokknum Reuter Alþjóðlegur belgingur Á myndinni sjást loftbelgir taka sig á loft meðan Talið er að nær eitt hundrað loftbelgir frá 13 lönd- verið er að blása aðra upp á alþjóðlegri loftbelgja- um taki þátt í þessari stærstu loftbelgjahátíð í hátíð sem nýlega var haldin í Joure í Hollandi. Evrópu. sókna Austur-Þjóðverja yfir landa- mærin, en um tvær milljónir hafa fengið fararleyfi í ár. í upphafi ára- tugarins var samsvarandi tala um 20.000. Tilkynnt var um heimsóknina í fyrradag, aðeins nokkrum dögum eftir að forseti Vestur-Þýskalands, Richard von Wiezsaecker, kom úr opinberri heimsókn frá Sovétríkjun- um. Reuter Nýkjörinn forseti Indlands, Ram- aswami Venkataraman, sést hér fagana sigri i gær á heimili sínu anfarana mánuði hafa Singh og Gandhi átt í miklum deilum. Ekki er talið að deilur um leið- togahæfileika Gandhis muni verða úr sögunni þótt forsætisráðherrann sé búinn að reka nokkra gagnrýnend- ur sína. Mistekist hefur að stöðva hryðjuverk Sikha í fylkinu Punjab, spenna fer vaxandi milli hindúa og múslima og er Gandhi kennt um. Margir og miklir ósigrar stjórnar- flokksins i kosningum til fylkisþinga síðustu mánuði hafa einnig veikt stöðu forsætisráðherrans mjög og hættulegasti andstæðingur hans, Vishwanath Pratap Singh, sem Gandhi á sínum tíma rak úr emb- ætti fjármálaráðherra, nýtur mikilla vinsælda á Norður-Indlandi þar sem höfuðvígi Kongressflokks (I) eru. Singh reyndi á ráðherraferli sínum að ganga á milli bols og höfuðs á fjármálaspillingu meðal embættis- og stjórnmálamanna á Indlandi. Staða Singhs innan flokksins er nú til athugunar hjá flokksyfirvöld- um en verði hann rekinn eru taldar líkur á að flokkurinn klofni. Singh hóf í fyrradag að reka harðan áróður fyrir pólitískum umbótum í fylkinu Uttar Pradesh og hafði hann engin samráð við flokksforystuna varðandi stefnumálin. Uppreisnarmennirnir þrír, sem reknir voru, hafa ákveðið að styðja umbótabaráttu Singhs. Willoch næsti fram- kvæmdastjóri NATO? Ósló, frá fréttaritara Morgunblaðsins Jan KÁRE WILLOCH, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, er nú ræddur sem hugsanlegur arftaki Carringtons lávarðar, núverandi framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins. Ríkisstjórn Verka- mannaflokksins mun vera þessari hugmynd fylgjandi og þess tilbúin að fylgja henni eftir að fúllum krafti, þó svo að Willoch sé fremstur í flokki höfúðandstæðinganna — Hægri- flokksins. Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Noregs, átti í síðustu viku fund með Willoch, þar sem hann spurði hvort hann hefði áhuga á starfinu. Willoch svaraði afdráttar- laust: „Já.“ í framhaldi af því var samband haft við sendiherra Nor- egs í aðalstöðvum NATO í Briissel og hann beðinn um að kanna hvort grundvöllur sé fyrir slíku framboði Willochs. í blaðinu Aftenposten var það haft eftir heimildum innan stjórnar- innar að hún myndi beita sér óspart fyrir vali Willochs, ef áhugi reynd- ist vera fyrir hendi meðal annarra bandalagsþjóða. Samkvæmt blað- inu er stjórninni umhugað um að Norðmenn beiti sér meir en verið hefur á alþjóðavettvangi. Að vísu hefði Verkamannaflokkurinn helst kosið að einhver flokksgæðingur hans reyndi að hreppa hnossið, en flokksforustan gerði sér grein fyrir að enginn vegur væri að ganga fram hjá Willoch. Erik Laure. Aðrir, sem taldir eru koma til greina sem næstu framkvæmda- stjórar vamarbandalagsins em utanríkisráðherrarnir Manfred Wörner, frá Þýskalandi, Belginn Leo Tindermans og ítalinn Giulio Andreotti. Karl Bretaprins: Hrifinn af Japönum London, Reuter. í kynnisferð í jarðvélaverk- smiðju í Norðaustur-Englandi sagði Karl Bretaprins að breskir iðnrekendur gætu margt lært af Japönum varðandi rekstur fyrir- tækja og framkomu við starfs- menn. Prinsinn sagðist vera hrifinn af þeim anda samvinnu og samstöðu sem ríkti í fyrirtækjum undir stjórn Japana og nefndi sem dæmi sam- eiginlega matstofu yfirmanna og undirmanna. Verksmiðjan var upphaflega í eigu bandarísku Caterpillar-verk- smiðjanna sem nýlega hættu rekstri hennar. Japönsku Komatsu-verk- smiðjumar keyptu hana nýlega og starfa þar nú um 160 manns. Suður-Kórea: Prestar og fréttamenn mótmæla stjórninni Seoul, Reuter. HÓPUR 48 suður-kóreanskra mótmælendapresta í ensku bisk- upakirkjunni lauk sex daga hungurverkfalli sínu, sem beind- ist gegn einræðistilburðum stjórnvalda, í gær en hátt í 100 sjónvarpsfréttamenn lögðu niður vinnu í einn dag til að mótmæla meintri ritskoðun frétta. Prestamir hófu verkfallið á fímmtudaginn í síðustu viku eftir að óeirðalögregla réðst inn í dóm- kirkju þeirra í leit að mótmælendum sem höfðu leitað þar skjóls eftir átök í sambandi við útför stúdenta- leiðtoga. Leiðtogi prestanna sagði að þeir hefðu stöðvað verkfallið til að gefa stjórnmálamönnunum tíma til und- irbúnings lýðræðislegra stjórnhátta en bætti því við að ef það mistæ- kist myndu prestamir reyna að fylkja öllum kirkjudeildum til bar- áttu gegn einræðisöflunum. Prestamiráttu ríkan þátt í mót- mælunum gegn þeirri ákvörðun Chuns forseta 13. apríl að hætta viðræðum um endurbætur á kosn- ingalögum. Þeir hafa einnig unnið mikið í samvinnunefnd þeirri er skipulagði íjölmargar mótmælaað- gerðir sem urðu loks til þess að stjómvöld létu undan. Fréttamennimir starfa hjá ann- arri af tveim sjónvarpsstöðvum landsins og lögðu tveir þriðju hlutar þeirra niður vinnu. Stöðin telst vera í einkaeign en sjónvarpsstöð ríkiss- ins á 70 % af hlutabréfum hennar. Fréttamennimir kröfðust þess að stjórnarformaður stöðvarinnar segði af sér enda álíta þeir hann vera handbendi Chuns forseta og sé hlutverk hans að ritskoða frétta- flutning. Leiðtogar stjómarandstöðunnar, Kim Young-Sam og Kim Dae-Jung, kröfðust þess í gær að Chun for- seti ræki nýskipaðan forsætisráð- herra sinn, Kim Chung-Yul, og myndaði hlutlausa „þjóðstjórn" með þátttöku stjómarandstæðinga til að tryggja að væntanlegar forseta- kosningar fari lýðræðislega fram. Sögðu þeir skipun Kim Chung-Yuls í embætti vera hluta af samsæri ríkisstjórnarinnar um að halda áfram völdum með því að beita kosningasvindli. Nýju-Delhi, Reuter. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, rak í gær þrjá háværa gagnrýnendur sína úr flokki sínum, Kongressflokki (I). Nýr forseti var kjörinn á Indlandi í vikunni og hlaut Ramaswamy Venkataraman, áður varaforseti, langflest atkvæði þeirra þriggja sem í framboði voru. Nýi forsetinn er stuðningsmaður forsætisráð- herrans og er talið að sjálfstraust Gandhis hafl aukist við kosninga- sigurinn. Forseti er kjörinn af þingmönnum á sambandsþingi landsins og þingum einstakra fylkja, samtals um 4800 manns. Venkataraman er 76 ára að aldri, nýtur mikillar virðingar og er talinn verða mun samvinnuþýðari gagnvart Gandhi en Zail Singh, sem áður gegndi forsetaembættinu. Und- Vestur-þýsk stjórnvöld: Vara við bjartsýni vegna heimsóknar Honeckers Bonn, Reuter. STJÓRNVÖLD í Bonn sögðu í gær að fyrirhuguð heimsókn Erichs Honeckers til Vestur- Þýskalands i september gæfl til kynna bætta sambúð ríkjanna, en vöruðu menn við því að gera sér of háar vonir um afrakstur slikrar heimsóknar. Ef af heim- sókninni verður, yrði það í fyrsta sinn frá stofnun rikjanna sitt hvoru megin járntjalds sem aust- ur-þýskur leiðtogi fer vestur yfir múr. Fram að þessu hafa nokkru sinni verið uppi áætlanir um slikar heimsóknir, en Rússar hafa ávallt lagst gegn þeim vegna ýmiss ágreinings sem upp hefúr komið við Vesturlönd hvort sem Þjóðverjar hafa þar átt hlut að máli eður ei. Kommúnistaleiðtoginn mun fá hefðbundna móttöku þjóðhöfðingja við komuna til Bonnar hinn 7. sept- ember, þar á meðal mun hann kanna heiðursvörð Bundeswehr. Erich Honecker. Athyglisvert þykir að ekki er um opinbera ríkisheimsókn að ræða heldur sérstaka opinbera heimsókn í boði kanzlarans. Á meðan fimm daga heimsókn Honeckers stendur mun hann meðal annars heimsækja fæðingarstað sinn í Saar og borgina Trier, þar sem Karl Heinrich Marx, heimspek- ingurinn þýski og upphafsmaður kommúnismans, kom í heiminn. „Heimsóknin undirstrikar sam- starfsvilja beggja ríkjanna," sagði skrifstofustjóri kanzíaraembættis- ins, Wolfgang Schaeuble. „Það er í þágu beggja aðila að auka þessa samvinnu, sem fyrst og fremst þjón- ar þjóðinni í hinu klofna Þýskalandi ... Hins vegar ættu við ekki að gera okkur of miklar vonir um árangur- inn,“ bætti hann við. „Heimsóknin á sér stað þrátt fyrir að báðir aðilar hafi mjög skiptar skoðanir í veiga- miklum málaflokkum.“ „Þegar Schaeuble var spurður hvað ylli boðinu nú sagði hann að mestu hefði ráðið fjölgun heim-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.