Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR 160. tbl. 75. árg.__________________________________LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Poindexter í þingyfírheyrslunum: Skýrði þinginu ítrekað rangt frá Washincrton, Reuter. ^ J Washington, Reuter. JOHN Poindexter, fyrrum ör- yggisráðgjafi Reagans forseta, sagði í þingyfirheyrslunum, sem héldu áfram í gær, að hann hefði hvað eftir annað skýrt Bandaríkjaþingi rangt frá varð- andi vopnasölumálið og það fé, sem látið var renna til kontra- skæruliða í Nicaragua. Poindexter fullyrti hins vegar, að embættismenn Hvíta hússins væru að vemda Reagan forseta, er þeir neituðu því, að forsetinn myndi hafa veitt samþykki sitt fyrir því að táta fé úr vopnasöl- unni til írans ganga til kontra- skæruliða, ef leitað hefði verið eftir því. Tilefni þessara ummæla Poin- dexters var sú fullyrðing Marlins Fitzwater, blaðafúlltrúa Hvíta hússins, í fyrradag, að forsetinn myndi ekki undir nokkrum kring- umstæðum hafa leyft að láta þetta fé renna til kontra-skæruliða. Robert Byrd, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagðist ekki trúa því í gær, að Poindexter hefði látið undir höfuð leggjast að skýra forsetanum frá áformum sínúm varðandi þetta fé, eri ætlunin með þessum áformum var að sniðganga bann Bandaríkja- þings við hemaðaraðstoð við skæmliða. „Hvemig á nokkur maður að trúa þessum náunga?" sagði Byrd í gær, er hann var inntur álits á yfirheyrslunum yfir Poindexter. Reuter Frakkar hertu mjög alla gæzlu við íranska sendiráðið í París í gær, eftir að tilkynnt hafði verið, að stjórnmálasambandi hefði verið slitið við írani. Mynd þessi sýnir sveit lögreglumanna taka sér stöðu á Place d’Iena í 50 metra fiarlægð frá íranska sendiráðinu. Frakkland og íran slíta stj órnmálasambandi: Frönskum gíslum í Beirút hótað lífláti Reuter Thatcher í Washington Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, átti í gær fund með Reagan Bandaríkjaforseta í Washington. Eftir viðræður þeirra sagði Thatcher, að Vest- urlönd þörfnuðust forystu Reagans nú „meira en nokkru sinni áður“. ParÍB, Reuter. FRAKKAR og íranir slitu stjórnmálasambandi sin í milli í gær. í framhaldi af þvi hót- uðu íslamskir hryðjuverka- menn í Beirút að myrða franska gisla, sem þeir hafa í haldi. Gerðist þetta í kjölfar deilu, sem staðið hefiir í 18 daga, út af írönskum sendi- starfsmanni, Vahid Gordij, sem neitað hefur að bera vitni um meint tengsl sín við hryðju- verk í París. Franska lögregl- an herti mjög alla gæzlu við iranska sendiráðið í gær til þess að koma i veg fyrir, að Gordij kæmist burt þaðan með leynd. Frakkar kenndu frönum um stjómmálaslitin og sögðu, að úr- slitakostir, sem íranska stjómin hefði komið fram með í fyrradag, hefði gert það óhjákvæmilegt að slíta stjornmálasambandinu. Þar var þess krafizt, að umsátri frönsku lögreglunnar um íranska sendiráðið í París yrði aflétt innan þriggja sólarhringa og beðist af- sökunar á árás franskra landa- mæravarða á íranskan sendi- starfsmann, Mohsen Aminzadeh, á flugvellinum í Genf. íranir svömðu í gær aðgerðum Frakka með því að láta lögreglu- lið umkringja franska sendiráðið í Teheran. Sökuðu þeir Frakka um brot á alþjóðareglum um meðferð sendimanna og að þeir hygðust nota Vahid Gordij sem gísl. Frakkar hefðu og og hindrað fleiri sendistarfsmenn írana í París í að fara frá Paris. Þá var sagt, að franski ræðismaðurinn í Teheran, Jean-Paul Torri, yrði dreginn fyrir rétt sakaður um njósnir, smygl og svartamarkaðs brask. Talsmaður samtakanna Heilagt stríð (Islamic Jihad) í Libanon, tilkynnti í gær, að tveir franskir gíslar, sem þessi samtök hafa á valdi sínu í Beirút, yrðu teknir af lífi til þess að hegna Frökkum fyrir fjandsamlegar aðgerðir þeirra gagnvart írönum. Samtök þessi, sem era vinveitt írönum, rændu mönnunum í marz 1985. Þeir vora báðir sendi- starfsmenn og heita Marcel Carton, 62 ára, og Marcel Fo- untaine, 43 ára. Noregur: Siglt með físk til Kola-skaga Osló, Reuter. NORSKIR fiskimenn, sem átt hafa í vandræðum með að koma afia sinum í hús vegna manneklu í norskum fiskiðnaði, hafa sótt um leyfi til þess að sigla með aflann til Sovétrikjanna. „Við höfum fiskað mjög vel í sumar, en það er engin leið til þess að losna við aflann. Flest fisk- vinnsluhúsin er lokuð vegna sumarleyfa," sagði Magnar Peder- sen, talsmaður norska ferskfisk- sambandsins. Pedersen sagði að nú væri sá möguleiki kannaður að losa aflann í fiskvinnslustöðvum á Kola-skaga, handan sovésku landamæranna, en þangað er skömm sigling frá helstu miðum Norðmanna. „Við seldum beint um borð í sov- éska verksmiðjutogara árin 1983 og 1984, en við höfum aldrei farið til hafnar og selt aflann þar. Vand- inn nú er sá að fiskigengdimar komu miklu fyrr en áður.“ Sovétríkin: Lesendur Izvestia kvarta yfir kosningasvikum Moakvu, Reuter. SOVÉZKA dagblaðið Izvestia skýrði svo frá í gær, að því hefði borizt fjöldi lesenda- bréfa, þar sem lýst væri yfir óánægju með kosningar þær, er fram fóru með nýju fyrir- komulagi i siðasta mánuði. Hefðu kvartanir jafhvel borizt mn hrein kosningasvik. Þannig hefur blaðið það eftir gamalli stríðshetju úr síðari heimsstyijöldinni, D. Nedbailo frá Novosibirsk, að hann hefði farið snemma á fætur á kjördag og farið í sín beztu föt, sett á sig heiðursmerkin og farið til þess að kjósa. „En þegar ég og konan mín komum á kjörstað nr. 20, þá kom í ljós, að það var þegar búið að greiða atkvæði fyrir okkur." Segir Izvestia, að enn fleiri lesend- ur hefðu haft sömu sögu að segja. Kosningar þessar fóru fram 21. júní og var þar m.a. kosið í bæj- ar- og sveitarstjómir. A sumum stöðum var kosið eftir nýjum regl- um, sem Mikhail Gorbachev Sovétleiðtogi hefur gerzt talsmað- ur fyrir. Var þar hægt að kjósa á milli tveggja eða fleiri frambjóð- enda kommúnistaflokksins, enda þótt víðast hvar væri aðeins um einn flokksframbjóðanda að ræða. „Við vorum öll að vonast til þess að sjá ný viðhorf koma fram í þessum kosningum," segir í bréfi frá öðrum lesanda, A. Nasedkin í Úkraínu. „í reynd var allt óbreytt frá því sem verið hefur undan- fama áratugi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.