Morgunblaðið - 18.07.1987, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987
Ljósadýrð í Laugardalshöll
Vel á fímmta þúsund manna keyptu til Japans. Virtust áheyrendur þekkja vel klukkustundir.
sig inn á tónleika norsku hljómsveitarinn- til efnisskrár hljómsveitarinnar og kunna Hljómsveitin heldur aðra hljómleika í
ar A-ha í gærkvöldi. vel að meta ljósadýrðina sem fylgdi tónlist- Laugardalshöll í kvöld.
Hljómsveitin kom hingað úr tónleikaferð inni. Tónleikamir stóðu í hartnær tvær
Margeir
gerði
jafiitefli
MARGEIR Pétursson gerði jafíi-
tefli við Norðmanninn Tisdal í
gær í 6. umferð Skákþings Norð-
urlanda, sem haldið er í Þórshöfíi
í Færeyjum og er ennþá í 2. sæti
á mótinu með 4 vinninga á eftir
Mortensen frá Danmörku, sem
hefíir hálfum vinningi meira.
Jón L. Árnason tapaði fyrir
Hansen frá Danmörku, en Helgi
vann Ziska frá Færeyjum. Helgi er
í 3.-7. sæti ásamt Hansen frá Dan-
mörku, Tisdal frá Noregi og
Schneider frá Svíþjóð með 3,5 vinn-
inga eftir sex umferðir.
7. umferð verður tefld í dag. Þá
teflir Margeir við Máki frá Finn-
landi og hinir íslendingarnir tveir,
Jón L. og Helgi tefla saman. Alls
verða tefldar 11 umferðir á mótinu.
Gæslan fer á
móti flugvél
ÞYRLA Landhelgisgæslunar
TF-SIF fór um kvöldmatarleytið
á móti bandariskri flugvél, sem
var stödd austur af Keflavík og
fylgdi henni inn til lendingar í
Reykjavík. Flugvélin hafði tapað
afli á öðrum hreyflinum og var
að tapa hæð. Hún lenti heilu og
höldnu f Reykjavík klukkan háf
átta.
Samkomulag um fiskverð á Fáskrúðsfírði:
Greitt meðalverð á
markaði í Haíharfírði
SAMKOMULAG var í sjónmáli
um fískverð milli sjómanna og
Hraðfrystihúss Faskrúðsfjarðar
í gærkvöldi og var gert ráð fyrir
að báðir togararar Fáskrúðs-
fírðinga, Hoflellið og Ljósafellið
héldu á veiðar i nótt. Samkomu-
lagið, sem átti eftir að ganga frá
formlega í gærkveldi, felur i sér
að fískverð til sjómanna skuli
Vestmannaeyjar;
Smíði nýs Herj-
ólfs undirbúin
Vestmannaeyjum.
STJÓRN Heijólfs hf. i Vest-
mannaeyjum hefur ákveðið að
láta hefía hönnun á nýju skipi
til siglinga milli Eyja og Þorláks-
hafiiar. Smiði skipsins verður
boðin út og samkvæmt verkáætl-
un er að þvi steftit að nýja skipið
verði tekið notkun í maímánuði
1989. Reiknað er með að nýja
skipið, sem verður bæði stærra
og hraðskreiðara en Heijólfur,
muni kosta milli 400 og 500 millj-
ónir króna.
Sjóleiðin sem Heijólfur siglir
daglega, allan ársins hring, er um
72 km. og samkvæmt athugun sem
Herjólfsmenn gerðu, kostar það um
500 milljónir króna að leggja mal-
bik á jafn langan vegarkafla, eða
INNLENT
álíka upphæð og nýja skipið mun
kosta. Eyjabúar líta gjaman á sjó-
leið Heijólfs sem sinn þjóðveg til
fastalandsins.
Það er hugmynd stjómar Heij-
ólfs hf. að nýja skipið verði búið
a.m.k. tveimur vélum, en núverandi
Heijólfur er aðeins með eina vél.
Ganghraðinn verður 17-18 mílur
sem mun stytta siglingatíma skips-
ins um nær eina klukkustund.
Skipið verður með gegnumkeyrslu
sem mun verulega stytta af-
greiðslutíma í höfnum. Skipið mun
rúma 450-500 farþega, þar af 100
í klefum, en sæti verða fyrir alla
farþega. Þá getur skipið tekið 80-90
fólksbifreiðar og gert er ráð fyrir
að skipið geti flutt vörugáma.
Danska skipaverkfræðifyrirtæk-
ið Dwinger Consult AS verður
aðalhönnuður nýsmíðinnar, Skipa-
tækni hf. verður tæknilegur ráð-
gjafi og Þorkell Sigurlaugsson,
viðskiptafræðingur, verður rekstr-
arlegur ráðgjafí.
Ráðgert er að smíðalýsing verði
tilbúin um miðjan nóvember á þessu
ári og þá fari fram útboð á smíði
skipsins. -hkj.
miða við meðalverð á fískmark-
aði í Hafíiarfirði.
Eiríkur Stefánsson, formaður
verkalýðs- og sjómannafélags Fá-
skrúðsijarðar, kvað sjómenn mjög
ánægða með þessa niðurstöðu, þeir
hefðu lengi krafíst þess að fá fijálst
fiskverð og teldu það hagstæðast.
Því hefði hins vegar verið hafnað
af viðsemjendum og því hefðu þeir
farið fram á sarna fiskverð og gilti
á Norðurlandi. í fyrrinótt hefði hins
vegar verið gefinn möguleiki á þess-
ari viðmiðun, en á því hefði verið
formgalli og því hefðu sjómenn
hafnað þessu tilboði. í gær hefði
hins vegar tekist að sníða þennan
formgalla af og sjómönum því ekk-
ert verið að vanbúnaði og samþykkt
viðmiðun við markaðinn í Haftiar-
firði.
Framhalds-
skólinn á
Húsavík tek-
ur til starfa
Húsavík.
ARFTAKI gagnfræðaskóla
Húsavíkur, Framhaldsskólinn á
Húsavik, tekur til starfa á kom-
andi hausti.
Menntamálaráðherra hefur sett
Jón Hannesson skólastjóra hins
nýja skóla. Jón hefur um árabil
verið kennari við Menntaskólann
við Hamrahlíð en síðastliðið ár ver-
ið skólastjóri skólans á Húnavöllum.
Fréttaritari
Morgunbiaðið/Einar Falur
Gatnamálasijóri fær
aðstöðu í Breiðholti
Á mótum Jaðarsels og Seljabrautar í Breiðholti er unnið að
byggingu bækistöðvar fyrir starfsmenn gatna- og garðyrkju-
stjóra borgarinnar. Að sögn Hjörleifs Kvaran skrifstofustjóra
borgarverkfræðings er það aðstaða gatnamálastjóra við Sævar-
höfða, sem flytur starfsemi sina í Breiðholtið.
Skytturnar keppa
á kvikmyndahá-
tíðinni í Locarno
SKYTTURNAR, mynd Friðriks
Þórs Friðrikssonar, hefur verið
valin til þess að taka þátt í kvik-
myndahátíðinni í Locarno í Sviss
6.-16. ágúst næstkomandi. Þessi
hátíð er jafiigömul þeirri í Can-
nes og heldur því upp á fertugs-
afínæli sitt á þessu ári.
Friðrik Þór sagði í samtali við
Morgunblaðið að myndin hefði verið
valin sem ein af Qórtán myndum
er keppa til verðlauna á hátíðinni
og væri þetta í fyrsta sinn sem
íslensk kvikmynd yrði slíks heiðurs
aðnjótandi á jafn virtri hátið og
þeirri í Locamo, en hún væri sú
þriðja virtasta í Evrópu. Hingað til
hefðu íslenskar kvikmyndir einung-
is verið sýndar á mörkuðum utan
sjálfrar keppninnar, t.d. í Cannes
og Berlín.
í Locamo er keppt um leóparda
og meðal þeirra sem hafa unnið
gullleópardann em leikstjórar á
borið við Milos Forman, Antonioni,
Pasolini og Tarkovsky. Friðrik Þór
sagði að á þessari kvikmyndahátið
væru oft uppgötvaðir nýir straumar
og nefndi sem dæmi frönsku ný-
bylgjuna. „Ég yrði mjög ánægður
ef myndin hlyti einhveija viður-
kenningu en fínnst nógur heiður
að vera valinn til þátttöku í keppn-
inni,“ sagði Friðrik Þór að lokum.