Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 Robert Arneson, Bandaríkin. Trérista (Jackson Pollock). Graphica Atlantica Myndlist Bragi Ásgeirsson Fyrir skömmu lauk einni stærstu framkvæmd í sögu Kjarv- alsstaða, sem var sýningin Graphica Atlantica, og sem fyllti allt húsið. Samhliða þessari sýningu var haldið Qömennt þing grafíklista- manna, sem endaði með ferðalagi að Kirkjubæjarklaustri í Síðu, og mun það hafa tekist mjög vel í alla staði og þingheimur haldið himinlifandi ánægður á brott. Það sem máli skiptir varðandi slík þing er fyrst og fremst, að fólk hittist og skiptist á skoðun- um, kynnist og tengist sumt ævilöngum vináttuböndum, fundahöldin skipta minna máli, en eru þó nauðsynlegur hluti burð- argrindarinnar. Mikilvægast er, að öll framkvæmdin kemur Kjarv- alsstöðum og íslandi á alþjóðlega landakortið um stórviðburði á sýn- ingavettvangi, um sýninguna verður skrifað í virt listatímarit víða um heim. Um sjálfa sýninguna fjalla ég ekki, því það hefur þegar verið gert, en mér þótti hún um margt ósköp lík mörgum svipuðum uppá- komum, sem ég hef séð og hef hóflegan áhuga á. Fyrstu stóru slíku sýninguna sá ég í Austur- Berlín sumarið 1967, og nefndist hún „Intergrafik". Ekki vantaði, að heimskunn nöfn prýddu hana og frábærir einstaklingar, en tæknigaldramir voru enn ekki á fullu eins og í dag. Og eftir öðru voru vafalaust verðlaunaveiting- ar, heiðursskjölum úthlutað ásamt viðurkenningum vegna þátttöku. Og þótt ýmislegt væri spenn- andi, þótti mér e.t.v. vænst um aflangt skilti, er að lokum blasti við mér eftir gaumgæfilega skoð- un, og á stóð „Ausgang" og bar mig út í sólina á ný. Margoft fékk ég boð um þátttöku á þessum sýningum og mörgum fleirum, einkum áður en félagið íslenzk grafík var endurreist, en sinnti þeim ekki. Þó er langt frá að ég hafi eitthvað á móti þeim, er miklu frekar hlynntur slíkum listastefn- um enda þýðing þeirra ótvíræð, en hef bara lítinn áhuga. Safna ekki grafíktvíæringum né alþjóð- legum stórsýningum í minn lista- mal. Það er þó mikilvægt að taka þátt í þeim af og til en ekki gang- ast svo upp í framkvæmdunum að menn verði háðir vissum og einhæfum stefnumörkum. Ég hefði gjarnan verið með í ferðinni að Klaustri, en svæsin kvefpest herjaði á mig um það leyti. Sýningin sjálf hafði sínar góðu hliðar, en sumar þeirra komu ekki fram fyrr en eftir margendur- tekna skoðun, enda nutu myndir sín misvel í upphengingunni, sem er óhjákvæmilegt. Eg minnist hér einkum ensku listakonunnar Rebecca Salter, en einfaldar myndir hennar skiluðu sér ekki fullkomlega fýrr en í síðustu heim- sókn, kvöldið, sem sýningunni lauk. Myndir hennar létu lítið yfir sér og héngu á lítt áberandi stað. Einmitt slíkar uppgötvanir gera verðlaunaveitingar nokkuð vafa- samar, enda teljast þær ekki algildur mælikvarði á annað en sérskoðanir þeirra, er veita þau. Sala mynda var allmikil og einkum útlendinganna, dreifðist nokkuð jafnt merkilegt nokk, og af 24 þjóðum voru það aðeins Grikkland og Sviss sem ekkert seldu. Þetta er uppörvandi staðreynd vegna þess, að á slíkum sýningum kaupir fók myndir yfirleitt til eignar, en síður til gjafa. Salan hjá íslendingunum var dræm á heildina, að smámyndum eins þátttakandans undanskildum, enda virðist 90% allrar sölu innan- lands vera til gjafa, jafnvel fermingargjafa. Dýrasta myndin á sýningunni kostaði 120.000 en þær ódýrustu fóru allt niður í 2.000 kr. Mesta salan var að sjálfsögðu í lægri verðflokkunum, enda held ég að mikið af ungu fólki hafi fest sér myndir. Þrátt fyrir allt þótti mér áber- andi að fólk lét einstakt tækifæri um listræna fjárfestingu sér úr greipum ganga, því að heilmikið af ágætum myndum seldist ekki og verða ekki á íslenzkum mark- aði í bráð né lengd. Allt of mikið af einskis verðum myndum prýða veggi biðstofa lækna og opinberra stofnana, en hér sýndu viðkom- andi vísast lítil viðbrögð. En skrítið þótti mér að sjá suma listrýnendur hér krafsa í verð- lagningu mynda landa sinna, hélt að slíkt væri einkamál hvers og eins og á ábyrgð viðkomandi. Heilmargt kann að vera til í því, en hér þarf í mörg horn að líta, m.a. að markaðurinn er minni hér en víðast annars staðar og dýrara að nálgast efni ásamt því að sölu- möguleikar eru margfalt, minni jafnvel 1.000-falt minni í mörgum tilvikum. Hér gerist það ekki, að keypt séu 100-250 eintök á einu bretti eins og ekki er óalgengt ytra, og þá er mögulegt að lækka verðið til muna. Sala er hér ó- örugg og stopul nema um rómantísk myndefni sé að ræða og helst mega myndir ekki rífa í neinar dýpri kenndir skoðenda. Þá er alls staðar mikill greinar- munur gerður á því hvort um er að ræða myndir þekkts lista- manns eða byijanda og eintaka- fjöldi ræður hér heilmiklu. Sumir listamenn takmarka ekki upplögin heldur virðast þrykkja endalaust og þá helst af tréstokkum og halda þannig verðinu niðri. Þrykki einhver myndir sínar á verkstæði jdra, þá kostar hver litur jafn mikið og svart-hvít mynd, þannig að 5 litir gera 400% dýrari vinnslu og við bætast flugferðir og uppi- hald. Og enn má geta þess, að stundum gera listamenn örfá ein- tök upplagsins, jafnvel bara eitt, að fágæti með því að vinna áfram í þau. Aðsókn á sýninguna var allgóð miðað við aðsókn almennt á sýn- ingar um þessar mundir en hefði gjarnan mátt vera margfalt meiri. Stuðningur fjölmiðla var ekki í öllum tilvikum sem skyldi og ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Eink- um kom sjónvarpið illa út, og það sem frá því kom, var af vanþekk- ingu unnið. Myndataka frá listsýningum er allajafna fyrir neðan allar hellur, hér eru ljósmyndaramir með alls konar tilraunastarfsemi, líkast sem þeir séu enn á skólabekk. Niðurstaðan af þessari sýningu er að mjög vel var að henni stað- ið af hálfu gestgjafanna, ráðstefn- an tókst svo sem best verður á kosið með góðum stuðningi hlið- hollra, og þá ekki síst veðurguð- anna. Eini fingurbijóturinn þykir mér, að enginn íslendinganna var með fullt hús mynda, þ.e. fimm, sem er alröng ákvörðun og útilok- aði jafnvel einstaklinga frá verð- launum. Margur kemur tvímæla- laust miklu sterkar út með 5 en t.d. 3 myndir og færri. Listrænn sómi íslendinganna lá í því, að flestir vinna bersýnilega í miðlin- um sem slíkum, en láta ekki stjórnast af einhæfum gjafamark- aðinum. Öllum sem stóðu að sýningunni ber að þakka með miklum virktum og heiður þeim, sem heiður ber ... SIMAR 21150-21370 SOtUSTJ LARUS Þ VALOIMARS L0GM J0H ÞOROARSON HDL Til sölu er að koma m.a.: Á úrvalsstað í Vesturborginni 5 herb. íb. á 2. hæð 135,4 fm nettó. Nýtt eldhús. Sér þvottahús. Svalir * á suöurhlið 21 fm. Úrvalsgóð sameign. Sér bílastæði. Skuldlaus. Laus fljótlega. Teikn. og nánari uppl. aðeins á skrifst. Skammt frá Miklatúni 4ra-5 herb. ib. á 3. hæð viö Skaftahlíð 104,1 fm nettó auk sameignar og geymslu. Tvennar svalir. Teikn. á skrifst. Ákv. sala. Með frábærum greiðslukjörum Úrvalsíbúðir í smiðum við Jöklafold i Grafarvogi 3ja og 4ra herb. Byggj- andi Húni sf. Fullbúnar undirtrév. Öll sameign frágengin. Vinsamlegast fáið ykkur eintak af teikn. og prentuöum uppl. um frágang. Skammt frá Miklatúni 4ra herb. rishæð með sérhita og góðum geymslum. Verö aðeins kr. 2,5 millj. ef samið er fljótlega. í gamla bænum óskast einstaklíbúðir, 2ja og 3ja herb. íbúðir. Margir bjóða útb. fyrir rétta eign. Fossvogur — Vesturborgin — Nesið Gott einbýlishús eöa sér eignarhluti óskast fyrir fjárst. kaupanda. 3ja-4ra herb. íbúð óskast til kaups helst i Árbæjarhverfi, Neðra-Breiðholti eða á góðum stað í gamla bænum. Opið í dag laugardag kl.H.OOtilkl. 16.00. ALMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370 NÓIMYNDI DRAGA UPP SEGL Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Konrad Lorenz/Kurt L. Mtindl: Noah wtirde Segel setzen. Vor uns die sintflut. Mit 59 Farb- fotos. Deutscher Taschenbuch. Verlag 1987. Fred Pearce: Acid Rain. Penguin 1987. „Skógurinn er hið „græna lunga“ Evrópu og fjölmargra annarra menningarsvæða...“ Með hruni skóglendisins er allri framtíð mannlífs og dýralífs ógnað, sama gildir um eitrun vatna og hafa. Samkvæmt skrifum Konrads Lor- enz eru 1.800 dýrategundir í Sambandslýðveldinu Þýskalandi í hættu og flestar þeirra verða út- dauðar innan nokkurra ára. Og skógurinn visnar. Gífurlegt svæði skóglendis í Mið-Evrópu er þegar visnað. Endurræktun er erfið og virðist í rauninni þýðingarlaus, meðan framhald er á þeirri efna- mengun, sem nú eitrar loft, láð og lög. Efnamengunin hefur fylgt auk- inni iðnvæðingu og hefuur mengun- in aldrei verið slík sem nú, eitrun vatna og hafa stafar af eitruðum úrgangi, sem iðnaðarsamsteypur halda áfram að smygla í hafið eftir að mönnum varð ljós hættan, einn- ig leitast hagsmunaaðilar við að spilla fýrir öllum tilraunum til um- hverfisverndar á landi, þótt ein- staka aðilar skeri sig úr, þá er fjöldi þeiira hverfandi. Ömurlegasta dæmið um eitrun grunnvatnsins er í Silicon-Valley í Kaliforníu, þar sem úrgangurinn frá tölvuiðnaðinum hefur um árabil seytlað niður í jarðveginn með þeim afleiðingum að þetta fyrrum „þrifa- legasta iðnaðarsvæði heimsins" er orðin baneitruð sorpvilpa, þar sem allt líf fánu og flóru drepst. Það gefst einnig dæmi um að gerlegt er að veijast mengun og lífga við ár og vötn sem hafa meng- ast svo að allt líf var úr þeim horfið. Þetta hefur gerst á takmörkuðum svæðum, t.d. á Englandi og koma þar til aðgerðir stjómvalda og skiln- ingur íbúanna á hvað er í húfi. Þótt ýmsir einstaklingar séu þeirrar skoðunar að það saki ekki þótt viss- um dýrategundum sé eytt, þá er sú skoðun oftast bundin annarleg- um hagsmunum eða heimsku. Lífríki jarðarinnar er ein heild og verði mikil röskun á þessu lífríki þá er allt í hættu. Umhverfisvernd- un er nú brýnasta verkefni stjóm- valda um allan heim, og flestum er að verða þetta ljóst þótt einlægt séu til undantekningar í gervi vissr- ar tegundar pólitíkusa, sem af vafasömum hagsmunaástæðum vinna gegn því að dýrategundir séu vemdaðar og ganga jafnvel svo langt að réttlæta veiðamar í „vísindaskyni" og reyna á þann hátt að falsa forsendurnar, sem eiga ákaflega lítið skilt við vísindastarf- semi. Slíkt háttemi er reyndar einstakt og vekur fyrirlitningu, í besta falli mikla undrun. Lorenz og Múndl lýsa umhverfís- eyðingunni í Sambandslýðveldinu og birta myndir af fimmtíu dýrateg- undum, sem óttast er að deyi út á næstunni. Þeir fjalla um þau áhrif sem mengunin hefur á umhverfið og afleiðingar þess á raunsannan hátt. Fred Pearce skrifar: „Skýin yfir Evrópu em eitmð. Eiturefni berast með blænum frá iðjuvemm og út- blæstri farartækja á hraðbrautun- um. Þegar eitrið fellur til jarðar eyðilegst laufskrúð tijánna frá Ölp- unum austur að Úralfjöllum. Eitrið eyðileggur byggingar, pappír og togleður, það eitrar gróðurmoldina og ár og vötn og það veldur einnig dauða manna.“ Höfundurinn er ritstjóri við New Scientist. Hann tíundar hér rann- sóknir vísindamanna undanfama áratugi um súra regnið og mengun fljóta og vatna. 1952 létust rúmlega fjögur þúsund manns í London af afleiðingum eitraðs lofts. Hann tel-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.