Morgunblaðið - 18.07.1987, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987
11
..leiftur
skyndivega..
SKRÝDDUR
BLÁU HAFI
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Danielle Steel: Fine Things
Útg.Dell Books 1987
Fáir höfundar komast með tærn-
ar, þar sem Danielle Steel hefur
hælana um þessar mundir. Hvað
sölu snertir að minnsta kosti. Bæk-
ur hennar renna út eins og heitar
lummur, í Bandaríkjunum og víðar
og það er undantekning, ef bókin
nýjasta er ekki komin á alla met-
sölulista innan tíðar.
Að sumu leyti má skilja þessar
vinsældir. Sögurnar eru afþreying,
og oft bara vel heppnuð. Persónurn-
ar eru sennilegar, ekki of fjarri
venjulegu fólki og raunveruleikan-
um og yfirleitt skiptast í lífi þeirra
á hæfileg blanda af skini og skúr-
um. Sögumar eru mátulega djarfar,
kynlífslýsingar Danielle falla vænt-
anlega vel í kramið hjá lesendum
með mátulegar þarfír. En eru bara
blávatn þó hjá ýmsum öðmm
bandarískum kvenhöfundum sem
skrifa sölubækur. Eg býst við að
skýringin á vinsældum Danielle
umfram aðrar sé kannski sú, að
hún höfðar til fleiri lesenda með
því að halda öllu í sæmilegu hófi.
Og frásagnargleði hennar er ótví-
ræð og í seinni tíð leggur hún meiri
rækt við persónur sínar en áður.
Þetta er allt til bóta og nær áreiðan-
lega tilgangi sínum.
I þessari sögu segir frá Bemie,
sem er bandarískur gyðingur. Efni-
legur unglingur og vís til að ná
langt á sínu sviði. Hann leggur fyr-
ir sig verzlun- og viðskipti og gerist
innkaupastjóri og yfirmaður stórra
tízkuhúsa. Fyrst í New York og þar
lendir hann í fyrstu ástarævintýrun-
um. En er óheppinn með kvenfólk,
svo að hann einbeitir sér að starf-
inu. Unz Liz verður á vegi hans.
Konrad Lorenz
ur að blýeitrun hafi átt sinn hluta
í dauðsföllum og mengað drykkjar-
vatn sé meiri skaðvaldur en menn
hafi hingað til gert sér ljóst.
Höfundurinn vitnar í §'ölda
skýrsla og rita um þessi efni, hann
rekur tilraunir sem gerðar hafa
verið til að hreinsa eiturefni úr jarð-
vegi og vötnum, en þrátt fyrir
hreinsun vissra svæða og fljóta,
telur hann að sækja muni í sama
farið, meðan ekki verður gripið til
mjög róttækra aðgerða og þótt svo
yrði getur enginn sagt fyrir um
árangur. Verstu mengunarvilpur
Evrópu eru Þýska alþýðulýðveldið,
Pólland og Tékkóslóvakía. í þeim
löndum er auðvelt fyrir stjórnvöld
að falsa allar upplýsingar um meng-
un, enda er það gert og ástandið í
þessum efnum fegrað sem mest,
enda hlýtur svo að vera samkvæmt
hugmyndafræðunum.
Báðar þesar bækur eru hrollvekj-
ur, ekki síst sú seinni.
Þá hefur hann tekið við útibúi í San
Francisco en dreymir um að kom-
ast heim. Ástir takast með honum
og Liz, hún er fráskilin og á litla
stelpu, Jane, sem verður fyrirferð-
armikil í bókinni. Þau giftast, Liz
og Bemie, og framtíðin brosir við
þeim. En Liz veikist af krabbameini
skömmu eftir að hún hefur alið
manni sínum son. Þau standa sam-
an í baráttunni og foreldrar Bemie,
sem hann hafði haft heldur lítið
samneyti við, einkum af því að
móðir hans var alltaf svo erfið,
reynast betri en enginn. Þar kemur
að Liz gefur upp öndina og erfitt
líf blasir við Bemie. Það togast allt
á í honum, söknuðurinn og sársauk-
inn, reiðin yfír hlutskipti sínu,
beizkjan út í Liz fyrir að yfirgefa
þau. Að ekki sé nú talað um hinar
praktisku hliðar.
Ekki bætir úr skák, að fyrver-
andi eiginmaður Liz, skálkurinn
Chandler skýtur upp kollinum og
reynir að kúga fé út úr Bernie.
Þegar það gengur ekki endalaust,
Danielle Steel
lætur hann sig ekki muna um að
ræna telpunni.
Það mál er leitt til lykta og góð
og elskuleg eldri ráðskona er komin
á heimilið. Bemie er fullur af tilfinn-
ingum vegna Liz og það virðist
ekki eiga fyrir honum að liggja að
mynda tilfínningasamband við konu
á ný. En auðvitað líður tíminn og
hvort sem mönnum líkar betur eða
verr eða finnst það kaldhæðnislegt
þá læknar tíminn sár. Svo að þetta
fer allt vel að lokum.
Segja má að söguþráðurinn sé
ósköp hefðbundinn, en Danielle
hrífst af örlögum sögupersóna
sinna, og þá er ekki sökum að
spyrja, að úr verður ágætis lesning.
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Gunnar Hersveinn:
GÆGJUGAT. Ljóð.
Kápa: Ólafúr Helgi Samúelsson.
Tunglið. Bókafélag 1987.
í Gægjugati eru nokkur ljóð eða
ljóðmyndir eftir Gunnar Hersvein.
Svona er Gægjugatið:
Gluggatjöldin
eru dregin fyrir og dagurinn
brýst ekki inn en í gegnum gægjugatið
sérðu silkifiðrildið flögra í
silfurstofunni
og konuna undir hvítu lakinu sofa
við kertaljós og ef þú kiprar
augað sérðu kannski mig
vaka yfir henni
Þetta er mynd í rómantískum
anda og gamallar dulúðar: silkifiðr-
ildi, silfurstofa, kona undir hvítu
laki, kertaljós. Fleira er í þessum
anda, til dæmis Einbeiting:
Með tær við hæl
lárétta handleggi og augun
einsog svífandi hnetti
við augnatóftimar
feta ég mig áfrani
loftlínuna.
Það er þó meiri gáski í þessu ljóði
og kaldhæðni, einkenni sem víða
koma fyrir í Gægjugati.
Gunnar Hersveinn leggur áherslu
á að draga upp myndir og binda
þær við eina samfellda hugsun.
Honum tekst þetta misjafnlega, en
einna best í Draumnótt, þar sem
elskan hans sofandi finnur hann
„skrýddan bláu hafinu“. í ljóðum
Gunnars Hersveins er vilji til hnit-
miðunar, ljóðin minna á skeyti. í
sumum þeirra eru of margar mynd-
ir í ekki lengri texta. Það virðist
eiga betur við hann að einbeita sér
að einni ákveðinni mynd í staðinn
fyrir að grípa til fijálslegrar hálf-
súrrealískrar myndsköpunar. En
það er ferskur andblær í Gægjugati.
IMISSAN VANETTE
sendibifreid með sætum
Eigum tii fyrirliggjandi NI55AIM VAIVIETTE sendibifreiðar.
Vanette er skráður fyrir fimm manns.
VERÐ AÐEIIMS KR. 464.600.-
Lánsverð aðeins kr. 479.000.-
Munið bílasýningar okkar allar helgar kl. 14-17.