Morgunblaðið - 18.07.1987, Side 15

Morgunblaðið - 18.07.1987, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 Alexander Fleming og Winston Churchill __________Mynt_____________ Ragnar Borg Á myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafnsins er breskur crown-peningur frá 1965. Peningur þessi var sleginn til minningar um þann mikla mann, sir Winston Spencer Churchill. Af Churchill fara óteljandi sögur og um hann hefur verið ritaður flöldi bóka í mörgum löndum. Sjálf- ur ritaði hann mikið og ég minnist þess hvílíkt dálæti faðir minn hafði á honum og bókum hans. Oft hefi ég sagt frá því, að einn lítill pening- ur getur sagt merka sögu. Peningur með mynd af sir Winston gæti auð- vitað sagt ótal margar, en hér er ein þeirra: Saga vor hefst, er enskur dreng- ur heimsækir sveitahérað í Skot- landi. Hann leggur til sunds í einu vatnanna, en fær krampa á sund- inu, spölkom frá landi. Hann hrópar á hjálp, og ungur bóndasonur, sem er við vinnu skammt frá, heyrir hrópin. Sá hleypur til, stingur sér til sunds, dröslar unga Englend- ingnum á land og lífgar hann við. Englendingurinn hressist fljótt og að afloknu leyfi sínu þama nyrðra snýr hann aftur til Lundúna. Mörg ár líða áður en drengimir hittast aftur. Þá var það, að borgardreng- urinn kemur norðureftir, og spyrst fyrir um áhugamál sveitadrengsins og framtíðaráætlanir. Áhugamálið var læknisfræði og frá því var geng- ið, að fjölskylda Lundúnadrengsins kostaði námið í þakklætisskyni fyr- ir björgunina. Tíminn líður. Læknis- fræðin heillar og ungi Skotinn tekur glæsilegt próf. Helgar sig svo vísindastarfsemi innan læknisfræð- innar. Árið 1928 uppgötvar hann penisillin á rannsóknarstofu sinni. Meðal, sem síðar hefir bjargað millj- ónum mannslífa. Sveitadrengurinn var nefnilega enginn annar en Dr. Alexander Fieming. Lundúnadrengurinn fór ungur að hafa afskipti af stjómmálum. Vetur einn, er hann er á ferðalagi um Austurlönd nær, veikist hann hast- arlega af lungnabólgu. Er þá gripið til lyfsins, sem nýlega var upp- Crown-peningur til minningar um Sir Winston Churchill frá 1965. HftmEÍM œdID Umsjónarmaður Gisli Jónsson 396. þáttur Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli hefur sem fyrri dag- inn nokkuð til málanna að leggja. Hann segir í bréfi til mín: „Allar stundir góðar. Eg heyrði talað um radarstöð á Stigahlíð vestra. Enda þótt ég sé lítt fróður um þá byggingu held ég mig vita að henni sé ætlaður staður uppi á fjallinu en ekki í hlíðum þess. Og þá er hún á Stiga en ekki Stigahlíð. Fjallið heitir Stigi eða fullu nafni Stigagnúpur. Vera má að það sé sjaldan nefnt svo í seinni tíð, þar sem oftar mun vera tal- að um hlíðina en fjallið sjálft. Það getur þó ekki breytt því að hlíðin verði fjallið allt. Fjöll hafa hlíðar en em meira en þær einar. Ég segi og skrifa stjómarvöld en ekki stjómvöld. Dæmi em þess að því hafi verið breytt fyr- ir mér þegar orð mín komast á prent. Því kann ég illa. Mér er ljóst að fyrir nokkmm ámm var deilt um það á Alþingi hvort segja skyldi heyrnleysi eða heymarleysi. Þeir urðu í meiri- hluta sem vildu tala um heym- leysingjaskóla. Hér finnst mér að tilfinning fyrir hrynjandi málsins megi koma til. Bemm saman tvö dæmi: Stjórnskrá heymskertra stjórnvalda eða stjórnarskrá heyrnarskertra stjórnarvalda. Ég hygg að seinna dæmið muni verða þjálla og þíðara í flestra munni. Hitt minnir mig á það sem Sigurður Kristófer nefndi hröngl og hrynbijóta í bók sinni um hrynjandi íslenskr- ar tungu. Það hefur lengi verið talað um stjórnarskrá, stjórnarbót, stjórnarhætti, stjórnarfar. Em þá nokkrir meinbugir á því að tala um stjórnarvöld? Hér leita ég úrskurðar. Staðar numið að sinni en þætti gott að mega eiga þig að. Lifðu heill.“ ★ Ég þakka Halldóri þetta snöf- urlega og vel stflaða bréf. Feginn vil ég eiga hann og aðra góða bréfritara að. Ég kann ekkert til málanna að leggja um stað- hætti og örnefni fyrir vestan. Þar er hann mörgum sinnum kunnugri en ég. En þar sem hann leitar beins úrskurðar um orðið stjórnarvöld, þá er þar skjótt til að taka: Á því em eng- ir meinbugir nema síður sé. Stjómarvald virðist reyndar vera miklu eldra í máli okkar en stjómvald. Hið fyrmefnda orðið hefur tvenns konar merk- ingu, mismunandi huglæga. í sem skemmstu máli merkir það annaðhvort vald hinna æðstu stjómenda eða sjálfa handhafa þess. Bæði stjómarvald og stjórnarveldi er þekkt úr fom- bókmenntum, en stjórnvald ekki. I Byskupasögum er frá því greint hvemig Þorlákur helgi Þórhallsson neytti þess sijóra- arvalds (stjómarveldis) er „honum var af guði gefið í vígslu sinni". I Blöndalsorðabók er orð- ið stjórnarvald einnig tilfært í fleirtölunni stjóraarvöld og þýtt á dönsku með „Regering(en); Autoriteter(ne)“. í sömu orða- bók er einnig greind orðmyndin stjórnvald, aðeins í eintölu, og þýtt á dönsku með „Statsmagt". Ég skil því vel að Halldór Kristjánsson kunni því illa að misvitrir menn „leiðrétti“ mál hans með því að breyta stjórn- arvöld í stjóravöld, enda þótt síðari orðmyndin hafi um sinn orðið algengari í kerfís- og fréttamáli. ★ Það helgast svo auðvitað af smekk og venju hvort við temj- um okkur laust samsett orð (eignarfallssamsetningar) eða fast samsett orð (stofnsam- setningar). Stjórnarvald og heyrnarleysi eru dæmi um fyrri flokkinn, stjórnvald og heyra- leysi um hinn síðari. Ég er reyndar ekki sáttur við að flokka þetta undir það sem Sigurður Kristófer Pétursson kallaði hröngl og hrynbrot í sínu mikla verki um hrynjandi íslenskrar tungu. Um þetta efni, laust eða fast samsett orð, hef ég fjallað mjög ýtarlega, einkum í þáttum 289—293, og þá með góðri hjálp Baldurs Jónssonar prófessors sem ég lít á sem sérfræðing í þessu efni. Hér verðum við að fara með mikiili gát og forðast einstrengingsskap. Til þess að stytta mál mitt um þetta mikla efni vitna ég til tveggja máls- greina Baldurs Jónssonar, þeirra sem ég tók á sínum tíma upp í 291. þætti: „Ekki verður annað séð en báðar samsetningaraðferðirnar séu góðar og gildar og svo hafi verið frá fomu fari." Og: „Mér er ekki fyllilega ljóst, og ég veit ekki til að fullkannað sé, hvaða regla gildir eða hvort unnt er að gefa nokkra reglu um þessi atriði." En svo að umsjónarmaður taki aðeins eitt dæmi úr bréfi Halldórs Kristjánssonar, þá þyk- ir honum fara betur að tala um heymarskert fólk en heymskert, og kemur þá líklega til hversu mörg örðug samhljóð fara í einni röð í samsetningunni heyra- skertur. ★ Salómon sunnan sendir mér bréf eftir langa þögn og þar með klausu af baksíðu þessa blaðs 12. júlí sl. Leturbreytinar em frá Salómon: „Heyskapur er víða langt á veg kominn og sums staðar á landinu er honum lokið. Hey- skaparhorfur eru ágætar og heyjað hefur verið fyrr en venjan er. Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri sagði... að heyskapur hefði gengið best um sunnanvert landið. Þurrkar hefðu dregið úr sprettu á öllu landinu. Á Norð- ur- og Austurlandi áttu bændur við þurrk að etja lengi vel framan af sumri, en á Vestur- landi og jafinvel á Vestijörðum hafa þurrkar jaftivel háð sprett- unni...“ Salómon biður mig að spytja lesendur hvort þeim þyki ekki neitt athugavert við málfar þess- arar fréttaklausu, og klykkir síðan út með þessari vísu: Þegar heyið er komið í hlöðu, eru horfur til öflunar töðu glansandi góðar, - nema gauðir og slóðar eins og vant er í vonlausri stöðu. Dr. Alexander Fleming götvað og flugvél send með nokkra skammta til sjúklingsins. Meðalið virkaði á nokkrum klukkutímum. Nú hafði Alexander Fleming í ann- að sinn bjargað Winston Churchill frá bráðum bana. Án efa eru til margir minnispenn- ingar um Alexander Fleming, en ég minnist þess ekki að hafa rekist á neinn þeirra. Sjálfsagt eru þó til minnispeningar um hann meðal íslenskra lækna. Það voru slegin 19.640.000 ein- tök úr nikkel af peningi Churchills. Hvert eintak hefir sjálfsagt sína sögu, en mér er til efs að margir kunni þá sögu, sem hér var sögð. Sérréttir laugardagskvöld: Piparsteikarsúpa. Fiskur með Tofu (soyabaunamauk) og ostrusósu. Verið velkomin. Kínverska veitinga- og tehúsið Sjanghæ, Laugavegi 28b. Sími: 16513.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.