Morgunblaðið - 18.07.1987, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987
4
ENNAF
UNGLINGUM
Frá landsþingi LÍF.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Morgan kemur heim — Morgan
Stewart’s Coming Home ☆'/2
Leikstjóri: Alan Smithel
Framleiðandi: Stephen Friedman
Handrit: Ken Hixon
Tónlist: Peter Bernstein
Myndatökustjóri: Richard Bro-
oks
Aðalleikendur: Jon Cryer, Lynn
Redgrave, Nicholas Pryor, Sa-
vely Kraorov, Paul Gleason
Bandarísk. Kingways 1987.
Dæmigerð uppfyllingarmynd.
Skotið inn í áætlunina í sal 1 fram
að Bond, síðan mega myndir sem
þessar missa stig og eru jafnframt
öllum gleymdar. Hér er því þessi
lítt frumlega unglingamynd eins-
konar logn á undan storminum.
Hér er reynt að tutla inn á vin-
sældir Jon Cryers, sem vakti tals-
verða athygli fyrir ágætan leik í
ruglukollshlutverki í myndinni
Pretty in Pink, ef nokkur man hana
þá lengur. Hér hefur hann krafist
þess að fá að viðra listræna hæfi-
leika sína og fengið hlutverk svona
nokkum veginn óbijálaðs unglings.
Er þó illskástur ef honum býðst að
fíflast.
Að þessu sinni er Cryer einkason-
ur öldungardeildarþingmannsins
Pryor og homreka í fjölskyldunni
þar sem foreldrar hans hafa engan
tíma til að vasast í innanhússmál-
um. Strákur hefur því flækst á
milli heimavistarskóla frá bams-
aldri. En í myndarbyrjun standa
miklar brcytingar til því hann er
sóttur á þyrlu af móður sinni, (Lynn
Redgrave), og fluttur til síns heima,
sem hann veit þó ekki hvar er. Fljót-
lega kemur í ljós að búferlaflutning-
ar stráksa koma ekki til af ást og
umhyggju heldur á nú að nota
kauða í auglýsingaherferð fyrir
endurkjöri karls föður hans ...
Aðstandendur myndarinnar eru
greinilega íjarri því að vera gæddir
nægilega ríkri kímnigáfu til að
halda á floti heilli kvikmynd. Ein-
staka atriði em brosleg en yfir
Morgan kemur heim er ósköp hvers-
dagslegur, þreytulegur blær og
efnið kunnuglegt úr þeim tugum
mynda af sömu gerð sem hellst
hafa yfir markaðinn. Þar hefur
vissulega kennt góðra grasa innan-
um en svo virðist sem að þetta
myndform sé búið að ganga sér til
húðar í flestu tilliti og óskandi að
Hollywoodframleiðendur komi auga
á þá staðreynd sem fýrst.
Lynn Redgrave er einna skárst
í hlutverki óþolandi, þrælsnobbaðr-
ar þingmannsfrúar, þó hún minni
mann reyndar á Anthony Zerbe,
(meira að segja röddin), og er það
einkar óþægilegt. Pryor, sem maður
hefur séð leika óteljandi, guðsvol-
aða eymingja í gegnum árin, bætir
hér einum í safnið, auðvitað með
prýði, þetta er vanur maður! Og
Gleason fellur vel í hlutverk kosn-
ingasmalans. Hér eru til staðar
nokkrar góðar hugmyndir og kraft-
ar, það hefur því miður ekki tekist
að vinna ur þeim. Og mikið er ég
smeykur um að framavonir Cryers
hafi beðið hér illbætanlegt afhroð.
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Um sama leyti og Félag
frímerkjasafnara hélt afmælissýn-
ingu sína, Frímex 87, var 20.
landsþing Landssambands
íslenzkra frímerkjasafnara háð í
félagsheimili sambandsins í Síðu-
múla 17 sunnudaginn 31. maí sl.
Sóttu 17 fulltrúar þingið frá aðild-
arfélögum Landssambandsins í
Reykjavík, á Húsavík, Dalvík og
af Selfossi. Auk þess sátu þingið
í boði Landssambandsins tveir full-
trúar Póst- og símamálastofnunar-
innar, þeir Rafn Júlíusson og
Guðlaugur Sæmundsson. Fundar-
stjóri var kjörinn Guðmundur
Árnason 0g fundarritari Jóhann
Guðmundsson.
Formaður LÍF, Jón Aðalsteinn
Jónsson, flutti skýrslu stjórnar og
rakti þau helztu mál, sem tekin
höfðu verið til umræðu og úrlausn-
ar á liðnu starfsári. Þar ber enn
hæst að koma húsnæðismálum
Landssambandsins farsællega í
höfn. En hið nýja félagsheimili
hefur orðið félagsstarfsemi
frímerkjasafnara mikil lyftistöng,
og mun það koma æ betur í ljós
á komandi árum.
Samstarf við erlend frímerkja-
samtök er orðinn verulegur þáttur
í starfi LÍF, einkum þó við lands-
sambönd frímerkjasafnara á
öðrum Norðurlöndum. Eins hafa
samskipti við Alþjóðasamband
frímerkjasafnara, FIP, aukizt mjög
á liðnum árum og þá um leið þátt-
taka í erlendum frímerkjasýning-
um. í beinu framhaldi af þessu
hafði stjóm LÍF látið semja reglur
um umboðsmenn erlendra sýninga
á íslandi og eins um störf dóm-
nefnda. Voru þessar reglur
samþykktar á þinginu.
Mörg mál önnur lágu fyrir þing-
inu til úrlausnar. Eitt þeirra er að
koma útgáfu tímarits safnara,
Grúsks, í viðunandi horf og gera
átak til þess að gera blaðið betur
úr garði og fjölbreyttara að efni
en verið hefur. Núverandi ritnefnd
skipa Sverrir Einarsson, Hálfdan
Helgason og Ólafur Elíasson. Á
þinginu var ákveðið að auka út-
breiðslustarf meðal unglinga og
eins að hefja leiðbeiningarstarf
meðal eldri borgara og fræða þá
um frímerki og frímerkjasöfnun,
en margir þeirra eiga vafalaust
frímerki í fórum sínum.
Á næsta ári verður LÍF 20 ára,
og hefur verið ákveðið að halda
frímerkjasýningu hér í Reykjavík
af því tilefni. Hefur henni verið
valið heitið LÍFÍL 88. Sýningar-
nefnd hefur verið skipuð og er hún
þegar tekin til starfa. Er stefnt
að um 250 ramma sýningu með
fjölbreyttu efni, bæði frá söfnurum
hér heima og eins erlendis frá. Ég
vil benda söfnurum á, að æskilegt
er, að sem flestir þeirra, sem eiga
frambærilegt efni til sýningar, taki
þátt í þessari sýningu. í þessu sam-
bandi má minna á nálarflokkinn í
samkeppnisdeild, sem er einmitt
ætlaður sérstaklega fyrir nýliða á
sýningum. Þá hefur verið rætt um
að halda aftur NORDIU-sýningu
hérlendis, og kemur árið 1991
mjög til greina.
Jón Aðalsteinn Jónsson, sem
Jon Cryer í titilhlutverki Morgan kernur heim.
Gottað
grípa
til
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Það getur komið sér vel að eiga
dós af niðursoðnum fískibollum,
eða búðingi, til að grípa til þegar
þannig stendur á. Algengast er
líkast til að hafa bollumar í tómats-
ósu eða steikja þær og steikja
búðinginn í sneiðum. En fleira
kemur til og það án þess að of
langur tími fari í matseldina, því
víða þarf sjálfsagt að hafa hraðar
hendur við matartilbúninginn þeg-
ar komið er heim að afloknum
vinnudegi.
Fiskibollur
með grænmeti
1 dós niðursoðnar fískibollur,
1 poki fryst grænmeti, helst blandað,
Fiskbollur með grænmeti
2 matsk. tómatþykkni,
1 tsk. basil.
Það þarf vart að taka það fram
að nýtt soðið grænmeti er ákjósan-
legt með bollunum. En ef við
höldum okkur við það frysta er það
sett í pott, hitað í gegn og bollun-
um þá bætt á. Soði (af bollunum)
og tómatþykkni blandað saman og
hellt yfír og allt hitað vel í gegn.
Gratineraður fiskbúðingur
Basillauf og annað krydd sett eftir
smekk. Borið fram með soðnum
kartöflum. Ætlað fyrir 4-6.
Fiskibollu-risotto
2 stórir laukar,
4 gulrætur,
1-2 hvítlauksrif,