Morgunblaðið - 18.07.1987, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987
Varað við yf-
iivofaudi slysi
eftirBjörn
StefFensen
Ég leit inn í nýja Borgarleikhúsið
að skoða líkan og teikningar af „litla
ráðhúsinu“ sem á að byggja í Tjöm-
inni. Þama var líka líkan af nokkrum
hluta gamla miðbæjarins, svo að
auðvelt var að gera samanburð á
stærð húsa.
Ég hélt til skamms tíma að hug-
myndin um ráðhús í Tjöminni hefði
endanlega verið kveðin niður fyrir
allmörgum árum, að Tjömin hefði í
raun verið friðlýst. En nýir menn
koma með nýjar hugmyndir og vita
kannski ekki hversu þessar „nýju“
hugmyndir þeirra vom fordæmdar
áður en þeir höfðu aldur til að fylgj-
ast með umræðum um málefni
borgarinnar. En málefnið hefur aftur
á móti ekkert breyst; Tjömin er
óbreytt, og ég held að vilji þeirra sem
láta sig þetta varða sé samur.
Nú er sagt að ekki eigi að byggja
þama neitt stórhýsi, eins og jafnan
var gert ráð fyrir í umræðunum áður
fyrr, heldur aðeins lítið hús fyrir
helstu stjómstöð borgarinnar. Það
er sjálfsagt af þessum sökum, sam-
fara því óskoraða trausti sem Davíð
borgarstjóri nýtur, að þessar ráða-
gerðir sæta ekki meiri andstöðu og
mótmælum en raun ber vitni.
En þetta „litla" ráðhús verður
bara ekkert sérstaklega lítið hús.
Við samanburð á stærð (gmnnfleti)
húsa á nefndu líkani af miðbæ
Reykjavíkur sést, að lengd væntan-
legs ráðhúss slagar hátt í að vera
jöfii samanlagðri lengd þriggja
samtengdra húsa við Austurvöll,
sem allir Reykvíkingar kannast
við, þ.e. Reykjavíkur Apóteks,
Galleris Borgar og Hótels Borgar.
Þetta er þó aðeins hluti „litla“
afdrepsins, því að auki verður
annað hús, sem ásamt sérstökum
mannvirkjum tekur álíka pláss og
aðalbyggingin. Til þess að koma
öllu þessu fyrir virðist mér muni
þurfa að fylla upp í spildu til við-
bótar sem nálgast stærð lóðarinn-
ar sem fyrir er. Mynd sem birtist
í Morgunblaðinu 13. júlí sl. sýnir
þetta nokkuð greinilega, þó að ekki
megi leggja hana á málstokk vegna
mismunandi fjarlægðar húsanna við
norðanvert Vonarstræti. Myndin er
hér endurbirt.
Fyrsta boðorðið í þessu máli hjá
okkur, öldmðum Reykvíkingum, er
eins og alltaf hefur verið, að ekki
megi skerða Tjömina frekar en orðið
er. Heldur kæmi hið gagnstæða til
mála, t.d. að gamla uppfyllingin
(Tjamargata 11) yrði fjarlægð og
Ijömin stækkuð um þessa spildu.
Nú kann einhver að spyija hveiju
sé spillt þó að lítil tjöm sé gerð dálí-
tið minni, og verður þá fátt um rök,
því það er með þetta eins og önnur
hjartans mál manna, mál tilfinning-
anna, að „til þess veit eilífðin alein
rök“. — Lítið tjóar að nefna orð eins
og „smekkur".
Segja má að við Tjömina séu ein-
göngu lágreist og lítil timburhús sem
sóma sér mætavel við þetta litla
stöðuvatn. Stórhýsi á vatnsbakkan-
um mundi hér raska öllum hlutföllum
og gerbreyta heildarsvipnum á þess-
um elsta og snotrasta bletti höfuð-
borgarinnar.
Ekki má horfa framhjá því að
Alþingi er smám saman að eignast
allar fasteignir á spildunni milli Kirk-
justrætis, Templarasunds, Vonar-
strætis og Tjamargötu. Þama mun
Björn StefFensen
„Nú kann einhver að
spyrja hverju sé spillt
þó ad lítil tjörn sé gerð
dálítið minni, og verður
þá fátt um rök, því það
er með þetta eins og
önnur hjartans mál
manna, mál tilfínning-
anna, að „til þess veit
eilífðin alein rök“.“
Alþingi á komandi tímum byggja
mörg hús fyrir starfsemi sina, þar á
meðal væntanlega nýtt og stærra
þinghús, sem ekki er að vita hvar
henta þætti að stæði í nefndri skák.
Kannski færi vel á að það stæði í
miðri skákinni með framhlið að
'Ijöminni? Er ekki með byggingu
fyrirhugaðs ráðhúss verið að stofna
til einskonar samkeppni við Alþingi
um framtíðarsvipmót þessa sérstæða
borgarhluta?
En hvemig væri að breyta nú öllu
planinu og byggja miklu stærra og
veglegra hús, „alvömráðhús“, á
miklu glæsilegri og betri stað, fyrir
sömu upphæð og „litla" ráðhúsið í
'Ijöminni á að kosta, og losna um
leið við óhentugan, rándýran þriggja
hæða kjallara til bílageymslu og
margskonar fleira óhagræði.
Ég hefi í áratugi haft augastað á
lóð fyrir Ráðhús Reykjavíkur.
Sá staður þarf að hafa fjölmargt
sér til ágætis. Eitt er stór lóð í um-
hverfi sem ekki er aðkreppt, svo að
byggingin geri bæði að njóta sín, og
gefa umhverfi sínu og allri borginni
glæsilegan svip. Ráðhús þarf að vera
í miðri borg, bæði vegna hlutverks
síns sem höfuðstöðvar stjómar borg-
arinnar, svo og vegna þeirra fjöl-
mörgu borgarbúa sem þangað eiga
erindi. Um leið þyrfti sem mest af
stjómun starfsemi borgarinnar að
vera undir einu þaki til þæginda fyr-
ir borgarbúa. Nú verður ráðhús í
líkingu við það sem ég er hér að
lýsa að sjálfsögðu ekki byggt í „Kvo-
sinni", en mér þykir kröfunni um að
byggingin sé í miðborginni fullnægt
ef lóðin er í „gamla bænurn", t.d.
eins og hann var á sínum tíma mark-
aður af „Hringbraut", en hún náði
frá Grandagarði að vestan í sveig
austur og norður í Rauðarárvík (þá
var Snorrabrautin hluti Hringbraut-
ar).
Staðurinn sem ég hef í huga upp-
fyllir öll þessi skilyrði. Hann liggur
auðvitað miðsvæðis í borginni, stærð
lóðar er eftir þörfum, bæði fyrir stór-
hýsið og bílastæðið. Það verður svo
rúmt um bygginguna að svo að segja
ekkert getur skyggt á hana frá hvaða
sjónarhomi sem er. Og ofan á allt
þetta bætist að lóðin kostar ekki
neitt.
Staðurinn sem býður upp á allt
þetta er Rauðarárvíkin. Ifylla þarf
upp nokkra hektara til viðbótar því
sem þegar hefur verið gert, og alltaf
er nóg af gijóti og möl úr kjöllurum
húsa sem verið er að byggja. Rauðar-
árvíkin er beint niður af Snorrabraut.
Og nú geta lesendur hugsað sér
að þeir komi siglandi fleyi sínu milli
eyja, sömu leið og öndvegissúlumar
hans Ingólfs rak í fymdinni. Þá blas-
ir við þeim beint framundan mikil
og smekkleg bygging sem ekkert
skyggir á, en húsin til beggja handa
og í baksýn skapa gmnn sem iðar
af athafnasemi. Stefnt er beint á
þessa byggingu, því í tumi hennar
er innsiglingarljósið sem leiðbeinir
skipum sem taka land í Reykjavík,
en fyrr á tímum var innsiglingarvit-
inn einmitt svo að segja á þessum
stað.
Höfundur er löggiltur endurskoð-
andi.
Að stmga höfðinu í sandinn
eftirHrefnu
Magnúsdóttur
Það er með eindæmum hvað eyðni-
sjúkdómurinn hefur tekið mikið rúm
í dagblöðum og fyrirsagnimar einatt
óskiljanlegar. I DV 3. júlí var yfír-
skrift á smá grein. „Borgarlæknir
varar við aðgerðarleysi vegna eyðni"
og stórum stöfum stóð „Útbreiðsla
á Afríkuhraða". Þar segir borgar-
læknir að nú séu 200—400 íslending-
ar smitaðir af eyðni og ef ekki verði
gert stórátak í að eyðniprófa íslend-
inga megi jafnvel gera ráð fyrir að
sjúkdómurinn breiðist út á sama
hátt og í Afríku þar sem talið er að
eftir 10 ár verði 75 milijónir
Afríkubúa dánir eða deyjandi af völd-
um eyðniveirunnar.
Það sem vakti furðu mína í fullyrð-
ingum borgarlæknis var: „Éina
úrræðið til að hefta útbreiðslu telur
borgarlæknir vera að koma á fót
áætlun þar sem öllum aldurshópum
sem stunda kynlíf verði skipulega
boðið upp á mótefnamælingu.“
Ég fór að velta því fyrir mér hvem-
ig hægt yrði að hefta útbreiðslu eyðni
með skipulögðum mælingum. Um
áraraðir hefur verið stunduð skipuleg
leit að krabbameini og kransæða-
sjúkdómum en þrátt fyrir það fjölgar
þeim jafnt og þétt og sífellt verður
yngra fólk þeim sjúkdómum að bráð.
Hvers vegna birtast ekki reglulega
skýrslur um útbreiðslu þeirra sjúk-
dóma sem flestum verður að flörtjóni.
Ekki aðeins á íslandi heldur í öðmm
löndum á sama hátt og umfjöllunin
um eyðni fær. Er það ef til vill vegna
þess að læknavísindin telja þessa
sjúkdóma ekki tengjast kynlífí? Það
er ekki leyfilegt að neyða fólk sem
haldið er þeim sjúkdómum til að lýsa
kynlífshegðan sinni og telja upp
rekkjunauta eins og viðgéngst gagn-
vart eyðnisjúklingum.
Ef við snúum okkur að því hvem-
ig borgarlæknir ætlar að hefta
útbreiðslu eyðni með mótefnamæl-
ingum þá vakna nokkrar spumingar.
Hvað á að gera við þessa 200—400
íslendinga sem smitaðir eru af eyðni?
Á að banna þeim með lögum að
stunda kynlíf eða á að setja þetta
fólk í „gettó“ og leyfa fijálst kynlíf
innan smitaða hópsins eða í þriðja
lagi á að nota þýsku aðferðina þ.e.
brennimerkja þá smituðu svo þeir
hreinu geti forðast þá?
Vísindamenn tala um að 1980
hafi eyðni fyrst orðið vart. Þetta er
ekki rétt það var árið 1939 sem eyðni
hóf innreið sína, en það ár uppgöt-
vaði svissneski efnafræðingurinn
Paul Muller að DDT væri voldugt
skordýraeitur sem gæti hjálpað
bændum að margfalda uppskeruna.
Smám saman lærðu menn að DDT
var hættulegt mönnum en það varð
ekki aftur snúið. Seinna leystu efna-
fræðingar DDT af hólmi með minna
eitruðum efnum sem fólki er talin
trú um að séu hættulaus mönnum.
En hver trúir þvf að efni sem drepa
skordýr hafi ekki nein áhrif á frumur
mannslíkamans sem eru margfalt
minni?
Að nota þekkinguna til að ijúfa
eðlilega hringrás náttúrunnar og
hæfni hennar til að endumýja sig
án þess að gera sér grein fyrir afleið-
ingunum. Það er erfðasyndin.
Er „smokkur“
lausnarorðið?
Það er orðið vort daglegt brauð
fréttir af slysum í efnaverksmiðjum
og kjamorkuverum. Það duga engar
smokkaherferðir til að veija menn,
dýr og gróður gegn öllu því eitri og
geislum sem leka út. Læknavísindin
virðast ætla að halda sinni stefnu
að meðhöndla afleiðinguna í stað
þess að leita orsakanna eða kannski
treysta þau sér ekki til að horfast í
augu við staðreyndimar þó þær blasi
alls staðar við. Það er einkenni á
mannskepnunni að kenna alltaf öðru
eða öðrum um það sem miður fer. í
dag heitir óvinurinn eyðniveira sem
ræðst á menn og skepnur. Hefur
engum dottið í hug að margra ára
smá skammtar af eitri fylli að lokum
mælinn?
Það talar enginn sérfræðingur um
smithættu í skógum Evrópu sem eru
að eyðast eða í fiskum í Rín og Norð-
ursjó sem eru deyjandi eða dauðir,
ósonlagið sem er að eyðast að ekki
sé talað um mannvirkin sem hafa
staðið af sér veður og vinda gegnum
aldimar en eru að grotna niður á
síðustu áratugum. Nei, þá dettur
engum í hug smit en þegar mannslik-
aminn er að fara sömu leið af sömu
orsökum og á svipaðan hátt þá á að
beita aðferðum miðalda þegar ein-
staklingum var kennt um sjúkdóma
og náttúruhamfarir og þeir brenndir
á báli.
Hvem hefði órað fyrir því að á
okkar miklu framfara- og tækniöld
ætti eftir að koma upp sú staða að
það fólk sem verður fyrst til að sanna
svo ekki verður um villst að við erum
á hraðferð að eyða okkur sjálfum
með gengdarlausum geisla- og eitur-
efnaaustri sé álitið misindismenn og
stórsyndarar sem loka verður inni.
Það er enn verið að hneykslast á
hvemig farið var með gyðinga á
Hitlers-tímum. Þeir voru álitnir
óhreinir og settir í einangruð hverfi.
Síðan áttu gasklefar að losa mann-
kynið við þetta óæskilega fólk. Nú,
rúmum 40 árum síðar, er sama sag-
an að endurtaka sig. Það eru ekki
gyðingar heldur fómarlömb mengun-
ar sem maðurinn hefur sjálfur
framkallað með sí.iu velmegunar- og
vígbúnaðarkapphlaupi. Sennilega
verða gasklefar ekki notaðir í dag
en útilokunar- og einangrunarað-
ferðin er komin til umræðu. Þar sem
sérfræðingar þykjast vita hvemig
eyðni smitast vilja þeir taka upp
sömu aðferð og notuð var við gyðing-
ana þegar þeir voru merktir til að
aðgreina þá frá hinum hreinræktuðu.
Hrefiia Magnúsdóttir
„Ef vísindamenn ætla
áfram aö stinga höfð-
inu í sandinn, kenna
veirum um minnkandi
viðnámsþrótt manns-
líkamans og telja
mönnum trú um að
smokkar leysi vandann,
þá er framtíðarsýnin
ekki björt.“
Jú, mikil ósköp, kirkjunnar menn
og læknar tala fagurlega um að ekki
megi fordæma eða útiloka fóm-
arlömb eyðni en allir vita að það eru
orðin tóm. Það er þegar búið að
dæma. Ég hrökk við þegar ég sá
fyrirsögn um samþykkt prestastefnu
1987 um eyðni: „Tökum okkur stöðu
meðal syndaranna". Þar segir að
hlutverk kirkjunnar sé að taka sér
stöðu meðal syndaranna til þess að
skýla þeim, og þá má náttúrulega
einu gilda hvort syndarinn er sam-
kynhneigður eða gagnkynhneigður,
kirlqan er og verður alltaf á öllum
tímum samfélag syndara sem lifa af
fyrirgefningu Guðs.
Eru þau orðin úrelt orð Jesú „Sá
yðar sem syndlaus er kasti fyrsta
steininum," sem hann mælti þegar
æstur múgurinn ætlaði að grýta
gleðikonuna til bana? Hver treystir
sér til að ákveða hvort eyðnisjúkling-
ur sé syndugri en aðrir dauðvona
sjúklingar?
í fróðlegum sjónvarpsþætti 6. júlí
um Alzheimer-sjúkdóminn var ekki
verið að tíunda fjölda tilfella á ís-
landi. Þó er þetta sjúkdómur sem
virðist fara mjög í vöxt á seinni árum
og er eins og eyðnisjúkdómurinn al-
gerlega óviðráðanlegur. Það er
ömurlegt að horfa upp á sína nán-
ustu verða að sálarlausum líkömum,
lifandi dauðum. Það er sameiginlegt
með öllum þessum ólæknandi sjúk-
dómum, þeir ganga neðar í aldurs-
hópana ár frá ári.
Prófessor Ulricht við háskólann í
Göttingen sem lengst hefur barist
við yfírvöld og skógræktarsérfræð-
inga í Þýskalandi segir það ekki
aðeins fullvaxta og gamlan skóg sem
eyðileggist af súru regni og eiturefn-
um í jarðvegi. Því í gróðrarstöðvum
þar sem skógi er plantað í tilrauna-
skyni deyja trén fljótlega eftir að 10
ára aldri er náð. Grenitré sem geta
náð allt að 600 ára aldri verða í
mesta Iagi 40 ára.
Ef vísindamenn ætla áfram að
stinga höfðinu í sandinn, kenna veir-
um um minnkandi viðnámsþrótt
mannslíkamans og telja mönnum trú
um að smokkar leysi vandann, þá
er framtíðarsýnin ekki björt.
Ef svo heldur fram sem horfir vildi
eflaust margur geta sagt: „Stöðvið
heiminn, hér ætla ég úr.“
Höfundur er húsmóðir ÍMosfells-
sveiL