Morgunblaðið - 18.07.1987, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987
I góðu gengi
eftirÞór
Indriðason
Ágrip af allsnægtum
Það þykja ekki lengur mikil tíðindi
eða merkileg að í landinu ríkir um
þessar mundir slík velmekt að um
þvílíkt og annað eins finnast fá dæmi
í gjörvallri íslandssögunni ef nokkur.
Svartagallsraus og langbreyttar
raunarollur um þjóðarhag á fallanda
fæti hafa vikið fyrir bjartsýni og von
um að hamingjusömustu þjóðar í
heimi bíði ævarandi hagsæld, enda
þótt finna megi á meðal vor efa-
hyggjumenn sem hafa á sér andvara
og treysta tíðinni varlega, vitandi það
að jafnan getur brugðið til beggja
vona í íslenskum efnahagsmálum.
Afstaðan til góðærisins hefur þó
ekki verið á einn veg og hafa marg-
ir látið í ljósi þann grun sinn að ekki
hafi allir fengið sinn skerf og því
orðið rýrt í hendi þegar gripið hefur
verið til pyngjunnar. Á hitt ber þó
einnig að líta að sjaldan hafa hag-
skýrslur verið jafn ánægjuleg lesning
og einmitt nú og hefði einhvem tíma
mátt segja það einhveijum tvisvar
aðj>ær gætu orðið skemmtilegar.
I fyrstu viku maímánaðar síðast-
liðins var haldinn ársfundur Seðla-
bankans og við það tækifæri upplýsti
Jóhannes Nordal seðlabankastjóri til-
heyrendur sína um góðærið og gaf
þeim fyrirheit um áframhald þess.
Um svipað leyti gaf Þjóðhagsstofnun
út greinargerð sína um almennt
ástand efnahagsmála, sem unnin var
að beiðni stjómmálaflokkanna í
tengslum við stjómarmyndunarvið-
ræður. Bæði ræða seðlabankastjóra
og greinargerð Þjóðhagsstofnunar
lýsa í meginatriðum þeirri einmun-
atíð sem nú ríkir í efnahagsmálum
þjóðarinnar:
— Undanfarin þijú ár hefur hag-
vöxtur að meðaltali numið um 4,5%
af landsframleiðslu og vöxtur þjóðar-
tekna að jafnaði verið rúm 5%.
— Áætlanir benda til að á árinu
1986 hafi land8framleiðslan aukist
um 6,3% og hefur vöxtur hennar
ekki verið meiri síðan 1978. Spáð
er 4% aukningu landsframleiðslunnar
á þessu ári og vexti þjóðartekna um
5,5-6%.
— Á síðasta ári tókst að i'étta við-
skiptajöfnuðinn úr 4,3% halla miðað
við landsframleiðslu árið áður í 0,4%
afgang. Þetta er í fyrsta skipti síðan
1978 sem viðskiptajöfnuðurinn er
okkur hagstæður.
— Prátt fyrir miklar lántökur <ir-
lendis á síðasta ári lækkaði hlutfall
erlendra skulda af íandsframleiðslu
vemlega, eða úr 54,8% í 50,8%. Svip-
aða sögu er að segja um greiðslu-
byrði erlendra lána en hún ’ ækkaði
úr þvf að vera sem svaraði til 19,2%
útflutningsteknanna i 18,9%.
— Miðað við yísitölu framfærslu-
kostnaðar varð verðbólga síðasta árs
aðeins 13% sem er það iægsta sem
verið hefur í hálfan annan áratug.
Þjóðhagsstofnun spáir því að á þessu
ári verði verðbólgan á bilinu
13-15%.
— Á síðasta ári nam peningalegur
spamaður um 80% af landsfram-
leiðslu, en árið 1980 var hann aðeins
47,1%. Hér er því um 70% raunaukn-
ingu að ræða.
— Gert er ráð fyrir að aukning
atvinnutekna milli áranna 1986 og
1987 verði á bilinu 25—27% en að
kaupmáttaraukningin verði á milli
8,5% og 10,0%.
— Um langt árabil hefur afkoma
sjávarútvegs ekki verið jafn góð og
undanfarin þijú ár og ekki er búist
við að í bráð verði þar á teljandi
breyting. Hagur iðnaðar hefur einnig
vænkast mjög að undanfömu og
jókst iðnaðarframleiðsla um 4,4% á
síðasta ári.
En þótt ástand og horfur hafi
sjaldan verið með þeim hætti sem
hér kemur fram, þá varpar allnokkur
halli á rekstri ríkissjóðs nokkmm
skugga hér á. Það er reyndar eftir
öðm að slíkur halli myndaðist á
tímum sem hans er ekki þörf, enda
vart annars að vænta þar sem fjár-
lögum ríkisins hefur ekki verið beitt
mjög markvisst og með tilliti til ár-
ferðis í þjóðarbúskapnum hveiju
sinni. Lengst af hafa áhrif flárlaga-
hagstjómar hér á landi verið tilviljun-
arkennd og í litlu samræmi við
vandaðar og almennt viðúrkenndar
kenningar hagfræðinnar, að því er
best verður af reynslunni séð. Hallinn
á ríkissjóði nú er þó minna áhyggju-
efni en oft áður þar sem að fjármögn-
un hans hefur verið staðið með
lántökum innanlands en ekki erlendu
lánsfé eða seðlaprentun umfram
framleiðniaukningu. Af þessum sök-
um má vænta þess að þensluáhrif
hallans verði vemlega minni en jafn-
an áður.
Gengisstefiia
og kjaramál
Hins vegar hefur góðærið fært
þjóðinni meiri stöðugleika í gengis-
málum en dæmi em um síðan
fastgengiskerfíð, sem kennt hefur
verið við Bretton Woods, gekk sér
til húðar á ámnum í kringum 1970.
Upphafs þessa stöðúgleika er að leitá
í þeim víðtæku og harkalegu efna-
hagsaðgerðum sem stjómvöld gripu
til í maímánuði 1983 en kjami þeirra
var að afnema sjálfvirk tengsl launa
og verðlags og taka upp festu í geng-
ismálum. Einn Iiður þessara aðgerða
var lækkun gengisins um 15% og
má telja hana síðustu meiriháttar
gengisfellinguna sem framkvæmd
hefur verið hér á landi. Allar götur
síðan hefur mikið kapp verið lagt á
að halda gengisfestunni og hafa
bæði stjómmálamenn og hagspek-
ingar lýst þeirri skoðun sinni að
þennan árangur beri að veija. Geng-
isstefnunni hefur verið ætlað það
metnaðarfulla hlutverk að setja þró-
un annarra hagstærða umgjörð, og
þá einkum þróun launakostnaðar og
almenns verðlags. Að baki henni
liggur það sjónarmið að ef launa-
og verðlagsþróun gengur um of úr
takti við þróun gengisins, munum
við áður en langt um líður taka að
nýju til við þann darraðardans sem
hér var stiginn á ámnum um 1980,
mitt í hringiðu óðaverðbólgu og efna-
hagslegs öngþveitis. En þótt gengis-
stefnunni sé ætlað að halda aftur
af víxlhækkunum iauna og verðlags,
þá er gengi ’hennar undir því komið
að hún sé virt og hefur þess sérstak-
lega verið vænst af samtökum
launþega að þau stilli kröfum sínum
svo í hóf að stöðugleikanum verði
ekki ógnað.
Þessi nýja fastgengisstefnna er
fyrir margra hluta sakir nerkileg,
en þó kanrski helst íyrir það að hún
er hluti af, og endurspeglar mjög vel
þær breytingar r;em hafa verið að
eiga sér stað hér á iandi í riamskipt-
um samtaka aðila vinnumarkaðarins
og ríkisvaldsins að undanfömu. ]>ess-
ar breytingar heflast :neð efnahags-
aðgerðunum 1983 sem áður eru
nefndar. Þeirra aðgerða hefur fram
til þessa einkum verið minnst fyrir
tvennt. í fyrsta iagi fyrir það hve
harkalegar þær voru gagnvart iauna-
fólki sem ekki einasta mátti þola
kaupmáttarrýmun í kjölfar fyrr-
nefndrar gengisfellingar um 15%,
heldur einnig afnám samningsréttar-
ins, sem er bæði einstök og ótrúleg
aðgerð í ríki sem býr við lýðræðis-
legt stjómarfar. í öðru lagi hefur
aðgerðanna verið minnst vegna
þeirra jákvæðu áhrifa sem margir,
og þá ekki síst höfundar þeirra, ætla
að þær hafi haft á efnahagslíf þjóðar-
innar. Það er hins vegar ekki
ósennilegt að þegar frá líður muni
þeirra verða minnst fyrir enn ann-
arra hluta sakir og ekki síður
merkilegri. Á þær má nefnilega líta
sem mjög afdráttarlausa tilraun
stjómvalda til þess að umbylta þeim
hugsunarhætti sem mótast hafði á
áttunda áratugnum. Kjami þess
hugsunarháttar var verðbólguvænt-
ingar sem voru hvati almennrar
spákaupmennsku og birtust í kröfum
og aðgerðum launþegasamtakanna
og endurspegluðust jafnframt í töku
ákvarðana í verðlagsmálum. Ásamt
því að vera til þess hugsaðar að
mæta aðsteðjandi vanda í efnahags-
málum (sem vissulega var mjög
mikill á þessum tíma) var aðgerðun-
um því beinlínis ætlað að leggja
efnahagslegum ákvörðunum og
íslenskum efnahagsmálum yfirleitt,
nýjan grunn. Fullsnemmt er í dag
að segja nokkuð um það hvort þessi
tilraun tekst eða ekki. Tíminn hefur
síðasta orðið þar um.
Það er engin tilviljun að aðgerðun-
um í maí 1983 var að miklu leyti
beint gegn launafólki og hagsmuna-
samtökum þess, eða þá að þeim
kjarasamningum sem að undanfömu
hafa verið gerðir skuli hafa verið
settur rammi með gengisstefnunni.
Meðal margra stjómmálamanna og
prófasta íslenskra efnahagsmála hef-
ur sú skoðun átt upp á pallborðið
að jafnvægisleysi í íslenska þjóðarbú-
skapnum sé að miklu leyti að kenna
steftiu launþegasamtakanna í kjara-
málum og mikilli óbilgimi í kröfum
þeirra. Þannig hafi verkalýðsforyst-
an ekki sést fyrir í starfí sínu og
haldið uppspenntum launakröfum til
streitu án nokkurs tillits til afkomu
fyrirtækjanna í landinu. Með nokk-
urri einföldun má segja að það sé
einkum tvennt sem hafi verið nefnt
til skýringar þeirri kjarastefnu sem
heildarsamtök launþega ráku síðasta
áratug og reynt var að jarðsetja með
aðgerðunum 1983. Annars vegar er
um að ræða einhvers konar siðferði-
legt niðurbrot verkalýðshreyfingar-
innar sem greinilegast sýndi sig í
stöðugt vaxandi skotgrafarhemaði
innan hennar þar sem beinar kjara-
viðmiðanir milli einstakra hópa
launþega kyntu undir linnúlausum
víxlhækkunum Iaunataxtanna. Hins
vegar hafði átt sér stað fráhvarf frá
þeirri stefnu sem mótast hafði á
fyrstu árunum eftir síðari heimsstyij-
öld og almennt var reynt að fylgja
á Vesturlöndum, að þróun launa-
tekna skyldi haldast í hendur við
afkomu fyrirtækja á hveijum tíma.
Reyndar má líta svo á að með því
að hverfa frá þessari stefnu, á ofan-
verðum sjöunda áratugnum, hafi
forsendur verið skapaðar fyrir inn-
byrðis samkeppni verkalýðsfélag-
anna. Hér er þó ekki um neitt
séríslenskt fyrirbrigði að ræða heldur
hafa mjög svipaðir hlutir verið að
gerast í flestum ríkjum Vestur-
Evrópu.
Þessi kjarastefna mótast um það
leyti sem alvarlegir brestir verða
sýnilegir í hinu alþjóðlega samkomu-
lagi um fastgengiskerfí og þótt e.t.v.
megi finna eitthvert samband þar á
milli er hæpið að skoða annað r,em
beina orsök hins. Þetta tvennt —
hrun fastgengiskerfísins og einarðari
kjarastefnu verkalýðsfélaga — iiafa
margir talið vera þá meginþættí sem
sköpum skiptu fyrir almenna verð-
iags- og iaunaþróun á árunum eftir
1970, bæði hér á landi og erlendis.
Almennar kaupkröfur, og þ.a.l. auk-
in^ launakostnaður fyrirtækja, settu
fyrirtækjunum tvo kosti: Að mæta
kostnaðarhækkununum með því að
velta þeim út í verðlagið eða með
þvi að segja fólki upp störfum. Þriðji
kosturinn var reyndar einnig til, sem
var að gera þetta hvort tveggja. Inn
í þessar kringumstæður dregst síðan
ríkisvaldið með þeim hætti að á herð-
ar þess er sú „skylda" lögð að tryggja
afkomu atvinnurekstrarins í landinu.
Fastgengiskerfið hafði haldið geng-
inu svo til fullkomlega óvirku sem
hagstjómartæki en með hruni þess
gafst stjómvöldum meira svigrúm
en nokkru sinni áðurtil þess að hlíta
þessari skyldu sinni. í hönd fór tíma-
bil stöðugra gengislækkana sem
færðu tekjur frá launafólki til fyrir-
tækja og bættu með þeim hætti
rekstrarstöðu þeirra, þó aðeins til
skamms tíma í senn því launþega-
samtökin hafa jafnan lagt sig eftir
því að ná upp fyrri kaupmætti laun-
anna og höfðu oftar en ekki árangur
sem erfiði á þessum árum.
Breytt viðhorf
í gengismálum
Þótt menn óttuðust að með hruni
fastgengiskerfisins myndi skapast
lausung og óstöðugleiki í alþjóða-
gjaldeyrisviðskiptum, þá var engu
Þór Indriðason
„Látið hefur verið að
því liggja að undan-
förnu að launakröfur í
þjóðfélaginu kunni að
kippa stoðunum undan
fastgengisstefiiunni. I
raun er þessu öfiigt far-
ið; sú kjarastefna sem
fylgt hefur verið stend-
ur og fellur með
gengisfestunni.“
að síður litið svo á að endalok henn-
ar hefðu í för með sér vissa kosti
fyrir almenna hagstjóm. Á dögum
fastgengiskerfísins voru gengis-
breytingar aðeins leyfðar ef mjög
verulegt jafnvægisleysi hafði mynd-
ast í þjóðarbúskapnum og sem talið
var sem næst ógerlegt að leiðrétta
eftir öðmm leiðum. Slíkar breytingar
urðu því fáar en mjög stórvægilegar
og höfðu í för með sér stökkbreyting-
ar á almennu verðlagi og kaupmætti
— í þá vemna að verðlag snar-
hækkaði en kaupátturinn rýmaði
stómm, því jafnan var um lækkun
gengisins að ræða. Með því að taka
upp sveigjanlega gengisskráningu
gátu stjómvöld hins vegar hagað
gengi krónunnar með tilliti til að-
stæðna hveiju sinni. Þetta gerði þeim
kleift að mæta yandamálunum nán-
ast um leið og þau skutu upp kollin-
um og einnig komast hjá stórfelldum
verðlagsbreytingum og þeirri miklu
röskun á iífskjömm r>em þeim fylgdu
með því að lækka gengið oftar og
minna í einu.
En þegar frá ieið breyttust við-
horfin gagnvart fijálsgengisstefn-
unni, eins og þetta fyrirkomulag var
gjaman nefnt. Mönnum varð Ijóst
að í stað þess að gengisskráningin
hefði orðið að einungis einum þætti
hagstjómarinnar, þá var hagstjómin
orðið lítið annað en gengisfellingar.
í stað þess að veita verðbólgunni
viðnám, þá viðhélt "tjálsgengisstefn-
an henni með þeim afleiðingum að
ólga á vinnumarkaði og ójafnvægi í
þjóðarbúskapnum varð viðvarandi.
Vinsældir gengisfellinga meðal ríkis-
stjóma em hins vegar að sumu leyti
vel skiljanlegar. Gengislækkun er
einföld og fljótvirk aðferð til að leið-
rétta, a.m.k. um stundarsakir, halla
á viðskiptum við útlönd og áhrif
hennar á almenning og fyrirtæki em
almenns eðlis, þ.e. hún gerir aðeins
upp á milli þeirra sem fá tekjur sínar
greiddar í erlendri mynt og hinna
sem fá þær greiddar í íslenskum
krónum. En þótt gengisfellingar njóti
lítilla vinsælda meðal almennings og
nokkuð víst að varanleg áhrif þeirra
séu lítil, þá kunna þær samt sem
áður að vera illskárri kostur í augum
stjómvalda en aðrar aðgerðir til að
bæta úr óhagstæðum viðskiptajöfn-
uði.
Þannig gæti t.d. strangt aðhald í
peningamálum, sem meðal annars
fælist í takmörkun útlána bankanna,
orðið tilefni mun meiri óánægju í
þjóðfélaginu en gengislækkanir þar
sem slíkar aðgerðir hljóta að kreflast
þess að bankayfirvöld geri ekki að-
eins upp á milli einstakra hópa
þjóðfélagsins heldur einnig fyrir-
tækja og jafnvel atvinnugreina. Þó
að áhrif slíkra aðgerða á viðskipta-
jöfnuð séu svipuð áhrifum gengis-
fellinga, og gætu jafnvel reynst
varanlegri, þá kann óttinn við enn
frekara vinsældatap í kjölfar þeirra
að valda því að ríkisstjómir hafa
fremur hallað sér að gengisfelling-
um. Það liggur aftur á móti í augum
uppi að það gæti reynst stjómvöldum
torvelt að vinna bug á verðbólgu
með strangri peningamálastefnu og
festu í gengismálum ef launþega-
samtökin þráast við að laga kröfur
sínar til samræmis við slíka stefnu.
Fyrr eða síðar mundi við slíkar kring-
umstæður koma til atvinnnuleysis
eða þá að stjómvöld létu undan og
tækju að nýju til við seðlaprentun
og gengisfellingar.
Baksvið aðgerðanna
í maí 1983
í framhaldi af þessu er eðlilegt
að spyija hvað orðið hafi til þess að
stjómvöld sneru baki við gengisfell-
ingum sem leið til þess að fást við
efnahagsvandann en beittu þess í
stað mun harkalegri aðgerðum 1983,
sem víst var að ganga myndu nær
almenningi. Við þessari spumingu
er sjálfsagt ekkert einhlítt svar, en
tvennt kemur þó e.t.v. til greina öðru
fremur. í fyrsta lagi var sá vandi sem
blasti við í upphafi ársins mun alvar-
legri en oftast áður. Þjóðartekjur
höfðu ekki verið jafn lágar síðan
1967 er síldarstofninn hrundi og spár
bentu til þess að þjóðarframleiðsla
myndi minnka um allt að 3% á árinu
sem þýtt hefði mesta samdrátt henn-
ar í hálfa öld. Ástæður þessa aftur-
kipps voru þær helstar að þorskaflinn
hafði minnkað verulega og mjög
hafði orðið að draga úr Ioðnuveiðum
vegna ofnýtingar stofnsins. í öðru
lagi er hugsanlegt að stöðugar geng-
isfellingar hafí reynt svo á langlund-
argeð almennings að stjómvöld hafi
á þessum tíma álitið að grundvöllur
hefði þegar skapast fyrir annars
konar áherslum íagstjóm, jafnvel
þótt slíkum breytingum fylgdu meiri
þrengingar almennings. I augum
stjómvalda var sveigjanleg gengis-
skráning nærtæk aðferð til að takast
á við það jafnvægisieysi sem skapað-
ist vegna breytingr. f óstöðugum ytri
skilyrðum þjóðarbúsins. í augum al-
mennings var hún hins vegar ein
meginorsök efnahagsiegs óstöðug-
leika og aimennrar óvissu. Að
margra áliti gáfu /.engisfellingar til
kynna ístöðuleysi stjómvalda og ótta
þeirra við að mæta aðsteðjandi vanda
af einurð og því hafi þau talið nauð-
synlegt að sýna meiri festu og
endurvekja með því virðingu kjós-
enda í sinn garð f. nýjan íeik.
Sá verðbóiguvandi ::em hér blasir
við var að inörgu íeyti hliðstæður
þeim sem við var að oiga annars
staðar. I Bretiandi réðist ríkisstjóm
Thatchers gegn verðbólgunni með
mjög ströngum aðhaldsaðgerðum í
peningamáium. I'essi r;tefna hauð
verkalýðsfélögunuin r.ð ntilla kröfum
sínum í hóf sem þau gerðu ekki og
því kom til raikiis atvinnuieysis í kjöl-
far aðgerðanna. Frú Thatcher var
ekki í vafa um p.ð éfarir kjarastefnu
verkalýðsfélaganna væri fyrst og
fremst að kenna væfildómi verka-
lýðsleiðtoganna; þeir væru ekki menn
til þess að brjóta af sér hlekki stöð-
ugra kjaraviðmiðana ;nilli einstakra
launþegahópa íieídur iétu þeir ævin-
lega undan brýstingi og spenntu
kjarakröfumar ípp, langt umfram
greiðslugetu fyrirtækjanna. Efna-
hagsaðgerðimar sem gripið var til
hér á landi 1983 benda til þess að
íslensk stjómvöld hafí dregið nokk-
um lærdóm af reynslunni frá Bret-
landi og víðar þar sem svipaðri stefnu
var fylgt. í stað þess að láta kjara-
stefnu launþegasamtakana reyna um
of á vilja sinn til þess að takast á
við verðbólguvandann og getu fyrir-
tækjanna til að verða við kröfum um
launahækkanir, tók ríkisstjómin
þann kostinn að afnema samnings-
rétt verkalýðsfélaganna með lögum
og fría sig og stefnu sína þeim þrýst-
ingi sem líklegt er að kjarabaráttan
hefði haft í för með sér. Þau skila-
boð sem í aðgerðunum fólust og beint
var til verkalýðsforystunnar voru
mjög ótvíræð; verkalýðshreyfingin
yrði að taka þá kjarastefnu sem hún
hafði fylgt til rækilegrar endurskoð-
unar því hún væri ábyrgðarlaus og
með öllu óþolandi til lengdar. Ef ná
ætti jafnvægi í efnahagsmálum og
skapa forsendur fyrir raunverulegum
kjarabótum, yrði hreyfíngin að taka
sjálfa sig taki; ná tökum á sínum