Morgunblaðið - 18.07.1987, Page 21

Morgunblaðið - 18.07.1987, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 innri málefnum, láta af hugsunar- hætti sérkjarabaráttunnar og samanburðaráráttunni en móta þess í stað agaða og raunsæja stefnu sem mið tæki af stöðu fyrirtækjanna og þjóðarbúsins í heild. Það er hins vegar álitamál hvort það hafi verið nauðsynlegt að beita launþegasamtökin slíkum rassskell- ingum — og til þess er ekki tekin afstaða hér. En þrátt fyrir þá hörku sem ríkisstjómin beitti með þessum aðgerðum, þá samanstóð hún ekki af slíkum harðjöxlum að hún fetaði í fótspor Thatchers og lýsti því yfir blákalt að gengi krónunnar yrði hald- ið föstu hvemig sem viðraði í þjóðarbúskapnum og að niðurstöður kjarasamninga yrðu alfarið á ábyrgð verkalýðsfélaga og vinnuveitenda. Þess í stað tók hún upp samráð við samtök aðila vinnumarkaðarins um launahækkanir og gerði stöðugleika gengisins að meginforsendu þeirra samninga sem gerðir hafa verið und- anfarið eitt og hálft ár. Þótt laun- þegasamtökin hafi með þessum samningum verið gerð ábyrg fyrir gengisfestunni að hluta til (og þá um leið stefnu ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum yfirleitt) og meir en líklegt að allri sök verði varpað á þau þegar (ég segi ekki ,,ef‘) sú festa brestur, þá er málið ekki svo einfalt. Forsendur kjara- stefimnnar nýju og gengisfestunnar Þótt sú samráðsstefna sem rekin hefur verið í kjaramálum að undan- fomu eigi vafalítið sinn þátt í að tekist hefur að halda gengi krónunn- ar stöðugu, lengur en bjartsýnustu menn þorðu að vona, þá er það engu að síður einskærri tilviljun og heppni að þakka að þessi árangur hefur náðst. Það er góðærið margumtalaða sem gert hefur gengisfestuna fram- kvæmanlega án þess að hún hafi þurft að styðjast við alþjóðlegt sam- komulag um fastar gengisafstæður. Þótt ráðherrar ríkisstjómarinnar hafí verið ólatir við að þakka sér og stjóminni þennan árangur, þá er efnahagslegt góðæri, af því tagi sem við höfum notið allra síðustu ár, eng- in heimilisiðnaður sem aðeins er stundaður á stjómarheimilum. Fjöl- margar ríkisstjómir hafa reynt slíkt föndur og tíðum orðið að handvömm. Það fer því vel á því að enda þessa grein með því að fara nokkmm orð- um um happadrátt ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar, sjálft góðærið, sem gert hefur það mögu- legt að reka fastgengisstefnuna, og ræða lítillega líkumar á að reka megi til frambúðar slíka stefnu sem þjónaði þeim tilgangi að veita aðhald þróun verðlags og framleiðslukostn- aði í landinu. Það má segja að í öllum meginat- riðum hafi góðærið verið borið uppi af tveimur þáttum, góðri afkomu sjávarútvegsins vegna bæði mikils afla undanfarin ár og aukins afla- verðmætis og svo áhrifum olíuverðs- lækkana á hagvöxt og verðbólgu í helstu viðskiptalöndum okkar. Síðustu ár hefur afkoma sjávarút- vegsins verið með besta móti og benda spár til þess að svo verði enn um sinn. Þótt heildarafli hafi lítillega minnkað á árinu 1986 miðað við árið á undan þá jókst engu að síður verðmæti hans um 13% en verðmæti unninna sjávarafurða um 10% miðað við fast verðlag. Að vísu olli lágt gengi Bandaríkjadollars nokkrum vandræðum í þeim greinum sem framleiða fyrir Bandaríkjamarkað en úr því var að nokkru bætt með því að auka vægi dollarans í meðalgeng- isvoginni. Þetta hefur að vísu haft þau áhrif að gengi Evrópumynta gagnvart krónunni hefur hækkað og því hefur innflutningur frá Evrópu hækkað nokkuð í verði. A móti kem- ur þó að meira hefur fengist fyrir íslenskar framleiðsluvörur á Evrópu- mörkuðum og hefur útflutningur til Evrópuríkjanna aukist og hagur al- menns iðnaðar hér á landi farið batnandi af þeim sökum. Góðærið í sjávarútveginum stafar hins vegar ekki eingöngu af miklum afla og háu verðlagi á afurðum okk- ar erlendis. Olíuverð hefur farið lækkandi í heiminum frá árinu 1981, hægt og sígandi í fyrstu, en í upp- hafi síðasta árs snarféll það. Á þessum tíma og fram til dagsins í dag hefur olíuverðið lækkað um rúm 40% og búist er við að lækkunin muni halda áfram enn um hríð þótt - líklegt sé að hún muni hægja nokkuð á sér. Þessi þróun hefur skipt sköpum fyrir kostnaðarbyrði sjávarútvegsins og iðnaðarins. Það segir nokkra sögu um bjart- sýni þeirra sem með málefni sjávar- útvegsins fara, að á síðasta ári var að mestu leyti lagt niður eitt viða- mesta stuðningskerfi hans, sjóðimir. Sennilegt er að til þess hefði ekki komið ef góðærisins hefði ekki notið við. Á öllum tímum hefur sjávarút- vegurinn notið einhvers konar stuðningskerfa; bátagjaldeyriskerfis sjötta áratugarins, ríkisstyrkja og verðuppbóta í ýmsum myndum fram undir 1970, millifærslusjóða, verð- jöfnunarsjóða og sérstakra lánafyrir- greiðslna svo eitthvað sé nefnt. Eftir 1970 hefur hann þó haft mestan stuðning af gengisfellingum. Með afnámi sjóðakerfisins má heita að aldrei hafi sjávarútvegurinn staðið jafn berskjaldaður gagnvart dyntóttu markaðsöflunum. Ef stjórnvöldum er full alvara með að halda fastgeng- isstefnunni til streitu, þá má afskrifa gengið sem áhrifamesta stuðning- skerfi sjávarútvegs. Að nafninu til munu verðjöfnunarsjóðimir starfa áfram en þeir hafa lengst af verið veikburða og illa í stakk búnir til að sinna því hlutverki sínu að jafna aðkomusveiflur í greinum sjávarút- vegs. Með þeirri samþykkt verðlagsr- áðs sjávarútvegsins, að gefa fiskverð frjálst, var ákveðið að draga úr greiðslum í sjóðina og er ætlað að tekjutap þeirra verði um 500 milljón- ir króna vegna þessa og er líklegt að afskrifa megi þá að fullu sem eiginlegt hagstjómartæki. Allan vanda sem skapast verða sjávarút- vegsgreinamar að takast á við sjálfar og án ríkisaðstoðar. í ljósi reynslunn- ar og mikilvægis sjávarútvegsins í íslenska þjóðarbúskapnum er þó ósennilegt annað en að stjómvöld láti gengisfestuna í skiptum fyrir bætta afkomu hans ef í nauðimar ræki. En olíuverðslækkunin hefur einnig skilað sér til okkar eftir öðmm leiðum en þeim sem þegar em nefndar. Erlendis sem hérlendis hefur hún orðið til þess að lækka mjög útgjöld vegna innflutnings og með því móti gert það kleift að auka hagvöxt í helstu iðnríkjum heims án þess að verðbólga fylgi í kjölfarið. Það hag- vaxtarskeið sem staðið hefur á Vesturlöndum síðustu 4 árin eða svo er merkilégt fyrir þá sök að verð- bólga hefur farið mjög lækkandi og hefur hún ekki verið jafn lág í ríkjum OECD í u.þ.b. tvo áratugi. Fyrir vik- ið hefur verið hægt að færa gengi gjaldmiðla til betra samræmis og auka þar með stöðugleika í alþjóða- gjaldeyrisviðskiptum. Samkomulag þess efnis var reyndar undirritað af LANCIA THEMA er rúmgóður, FRAMDRIFINN Iúxusbíll, sem sameinar íburð, þægindi og tækni- lega fullkomnun og er viður- kenndur sem einn af heimsins bestu bílum. í landi Benz og BMW, Pýskalandi, biðu menn upp í 6 mánuði eftir Lancia Thema og segir það sina sögu. Þú þarft þó ekki að bíða, því að við eigum nú nokkra af þessum úrvalsbílum til afgreiðslu STRAX á frábæru verði, eða frá kr. 729.000,-. Gengisskráning 30.6.82 BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99. Munið að LANCIA THEMA er íluttur inn af Bílaborg h/f. Það tryggir örugga endursölu og 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum, sem til þekkja. Opið laugar- daga frá kl. 1-5. Qárrhálaráðherrum stærstu iðnríkj- anna í september 1985. Þessa stöðugleika njóta íslendingar hins vegar ekki sem skyldi — og því er fastgengisstefnan ekki svo traust sem stjómvöld hefðu helst kosið — vegna nokkurra sveiflna í gengi breska pundsins og þó sérstaklega Bandaríkjadollars, en hlutur beggja þessara mynta í viðskiptavoginni er í meira lagi. Stöðugleiki alþjóðagjald- eyrisviðskipta í dag er hins vegar ekki bundinn neinu samkomulagi um fastgengiskerfi á borð við Bretton Woods samninginn og reyndar er hann nokkurri óvissu háður um þess- ar mundir. Veldur þar mestu um veik staða dollarans og óvissa um þróun olíuverðs, þótt reiknað sé með að það muni eiga eftir að lækka nokkuð í allra nánustu framtíð eins og áður sagði. Niðurlag Það má ljóst vera að fastgengis- stefnan sem mótuð var hér í maí 1983 og fylgt hefur verið síðan styðst öðru fremur við hagstæð ytri skilyrði þjóðarbúsins, fengsæl fiskimið og gott ástand í alþjóðaefnahagsmálum. Ef þessi skilyrði breyttust til hins verra, t.d. vegna minni afla, verð- falls á afurðum okkar erlendis eða hækkun innflutningsverðs (þ.m.t. verðs á olíu), er hætt við að heldur betur kunni að reyna á þolrif gengis- festunnar. Þeir kjarasamningar sem fram til þessa hafa verið gerðir hafa ekki sett í hana bresti. Ef versnandi viðskiptakjörum verður mætt með þvi að fóma gengisfestunni og fella gengi krónunnar verður þess tæpast langt að bíða að verkalýðsfélögin svari fyrir sig með nýjum launakröf- um. Ef stjómvöld víkja frá fastgeng- isstefnunni er óvíst að hægt verði að hafa samráð um kjarastefnu, eins og gert hefur verið. Hins vegar gæti komið upp sú staða að horfið verði að nýju til vísitölubindingar launanna eins og hún tíðkaðist fyrir tíu árum og ef til þess kemur þá hefur tilraun- in til hugarfarsbreytingar mistekist. Hér er ekki verið að fara með neinar dómsdagsspár né heldur halda því fram að undir fastgengisstefnunni séu deigir brauðfætur, heldur undir- strika það að stöðugleiki í gengismál- um er fyrst og fremst undir veðrabrigðum í ytra umhverfí þjóðar- búskaparins kominn. Þróun kjara- mála mun, að öllu öðru óbreyttu, hafa lítil áhrif þar á. En góðæris- glaumurinn stendur nú sem hæst og við lesum hagtölumar með léttri brá. Þær segja okkur að hér sé allt í góðu gengi. Höfundur erað Ijúka námi í stjómmálairæði við HÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.