Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 Um hvalafHðun eftirRúnar Guðbjartsson Núna þegar þessi ríkisstjóm tek- ur við, þá liggur fyrir henni að taka afstöðu til áskorunar frá þingi Alþjóða hvalveiðiráðsins um að afturkalla núverandi leyfi til vísindaveiða á hvölum. Stefna síðustu ríkisstjómar í þessu máli hefur beðið algert skip- brot, sem sést best á þessari áskorun Alþjóða hvalveiðiráðsins. Áróður stjómvalda og hlutafé- lagsins Hvals hefur því miður borið nokkum árangur. Þar hefur borið mest á níði um Bandaríkjamenn og að það séu aðeins hópar öfga- manna sem vilja koma höggi á efnahag íslendinga og eyðileggja þessa auðlind okkar (ca. 0,7% af þjóðartekjum) og að vísindamenn Alþjóða hvalveiðiráðsins hafi ekk- ert vit á þessum málum. Ég tel að stefna síðustu stjórn- valda hafi verið mistök. Ég er þó ekki í vafa um, að þeir sem mót- uðu þessa stefnu hafi borið hag íslensku þjóðarinnar fyrir bijósti, að ekki beri að loka nokkurri mat- arholu sem þjóðin á. Ég tel aftur á móti að nýta megi þessa matarholu á annan hátt og fá af henni meiri arð en nú er gert, koma á fót hvalaskoð- unarferðum fyrir ferðamenn. Þetta er orðin stór atvinnugrein í Banda- ríkjunum og skilar miklum arði. Ferðamálaiðnaður er að verða stór atvinnuvegur á íslandi og við þurfum að dreifa honum á sem flesta staði. Nú er ein af okkar mestu hvala- slóðum ekki langt vestur af Snæfellsnesi. Ég er handviss um að skoðunarferðir um náttúruund- ur Snæfellsness og Breiðafjarðar og síðan rúsínan í pylsuendanum — bátsferð á hvalaslóðir með til- heyrandi myndatökum í miðnætur- sólinni muni seljast grimmt og skapa okkur meiri arð, en að selja hvalkjöt til Japans og það sem meira væri um vert, við værum þá í sátt við almenningsálitið í heimin- um. / Á ráðstefnu, sem haldin var hér á landi í síðasta mánuði um um- hverfismál á vegum Náttúruvemd- arráðs og Umhverfismálaráðs íslands, kynntist ég fulltrúa Dana á þessari ráðstefnu, Birgitha Sloth, en hún er líffræðingur að mennt og fulltrúi í danska umhverfís- málaráðuneytinu. Hún hefur unnið að málefnalegum undirbúningi fyr- ir þing Alþjóða hvalveiðiráðsins síðasta áratuginn og hún er sér- fræðingur danska umhverfismála- ráðuneytisins í alþjóðasamningum um umhverfísmál. Hún sagði m.a.: „Danmörk hef- ur stutt 4 ára hvalafriðun Alþjóða hvalveiðiráðsins og hefur virt það frá 1. janúar 1986 vegna þess að við teljum alltof lítið vitað um ijölda hvala. Þeir hafa verið veidd- ir gengdarlaust víða og eru í útrýmingarhættu og almenningsá- litið heima í Danmörku er, að ef einhver vafí er. á fjöldanum eigi það að koma náttúrunni til góða. Á þessu 4 ára friðunartímabili á að vinna úr þeim fjölda líffræði- legra gagná, sem þegar eru fyrir hendi í heiminum, einnig á að rann- saka ferðir þeirra um höfín með skoðunum og merkingum. Sann- leikurinn er sá, að við vitum ósköp lítið um ferðir þeirra fyrir utan veiðislóðir, en rannsóknir heQast í sumar í höfunum kringum ísland, Grænland og Færeyjar, og eru mjög mikilvægar. Danir taka þátt í þessum rannsóknum vegna tenjgsla sinna við Grænland. Islendingar höfðu samband við okkur 1985 og tjáðu okkur að þeir vildu notfæra sér undanþágur í hvalafriðunaráætluninni vegna veiða í þágu vísinda og sendu okk- ur gögn þar að lútandi. Eftir að hafa kynnt okkur þau lögðumst við alfarið á móti þeim. Við teljum að þegar sé til reiðu á íslandi mik- ið magn þeirra gagna sem aflað hefur verið undanfarna áratugi sem alveg á eftir að vinna úr og það sé ekki réttlætanlegt að ijúfa 4 ára hvalafriðunina vegna gagna, sem þegar eru fyrir hendi. í öðru lagi hljóðaði áætlun ís- lendinga uppá svipaðan fjölda dýra og þeir höfðu áður veitt í ágóða- skyni og á sömu veiðislóðum og áður hefur verið aflað gagna frá, þar sem styst er á miðin og mesta vonin um góða veiði en veiðinni ekki dreift um sem flest hafsvæði, svona mörg dýr veidd hér og svona mörg dýr þar, sem væri vísindalega séð best Þeir sem fylgst hafa með þess- um málum vita að á þingi Alþjóða hvalveiðiráðsins 1986 varð mikil umræða um þessar vísindaveiðar á hvölum og það var skoðun velf- lestra aðildarríkja ráðsins að það væri ekki rétt, að þegar ráðið væri búið að friða hvalina í 4 ár kæmust sum meðlimaríki ráðsins upp með að halda áfram hvalveið- um undir yfirskyni vísinda til að afla líffræðilegra gagna, sem þeg- ar væru fyrir hendi. Við vitum þegar heilmikið um hvalina en ekki allt og það réttlætti ekki að ijúfa friðunina með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Þessi ríki eru ísland og S-Kórea og Japanir hafa einnig lýst því yfir að þeir ætli sér einnig að ijúfa friðunina. Ráðið taldi að ef ætti að drepa hvali í vísindaskyni yrði að hafa 4 grundvallaratriði í huga; að verið sé að afla nýrra gagna, að það sé 100% öruggt að það skaði ekki viðkomandi hvalastofn, að það megi ekki vera fjárhagslegur ávinningur af veiðunum og að allt það kjöt sem til félli færi til neyslu innanlands. ísland og S-Kórea hafa haldið áfram veiðunum og _þess vegna komu Bandaríkin og Ástralía með Rúnar Guðbjartsson „Vísindanefnd Alþjóða hvalveiðiráðsins telur að í vísindaveiðum ís- lendinga komi ekkert fram, sem ekki er þeg- ar vitað.“ nýjar tillögur á síðasta þingi, þar sem reynt er að herða enn á þess- um ákvæðum; sem sagt að vísinda- nefnd Alþjóða hvalveiðiráðsins leggi sitt mat á þessar veiðar og ef að þessum 4 grundvallaratriðum verði ekki fylgt þá geti ráðið beðið viðkomandi stjómvöld að leyfa ekki eða afturkalla leyfí til veiða meðan á friðuninni stendur. Vísindanefnd Alþjóða hvalveiði- ráðsins telur að í vísindaveiðum íslendinga komi ekkert fram, sem ekki er þegar vitað. Og þess vegna var tillaga Ástr- alíu, um að Islendingar og aðrir hættu vísindaveiðum sínum strax, samþykkt með 14 atkvæðum gegn 4. íslendingum var boðið að leggja inn fyrir næsta ár ýtarlegri og betri gögn fyrir veiðar á næsta ári, en ég dreg mjög í efa að þeir fái nokkrar vísindarannsóknir samþykktar sem ijúfa 4 ára friðun- artímabil Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ástandið í þessum málum nú er þannig, að ef afla á einhverra alveg nýrra gagna um líffræði hvala þarf að afla þeirra á sem flestum hafsvæðum og í það mikl- um mæli að það gæti riðið stofnin- um að fullu. Vísindaáætlun íslenska ríkisins hljóðaði upp á að drepa 800 dýr á næstu 4 árum, 200 dýr á ári, þ.e. 80 langreyðar, 40 sandreyðar og 80 hrefnur, einnig fóru þeir fram á að drepa steypireyð og búrhval, en þessar tvær tegundir eru í stór- kostlegri útrýmingarhættu. Það er samdóma álit færustu sérfræð- inga, að í heiminum séu aðeins eftir ca. 1.500 steypireyðar. Sem betur fer hafa íslensk stjórnvöld hætt við að drepa steypireyð og búrhval. (Og ríkisstjórnin hefur ekki gefið leyfi til hrefnuveiða í ár og í fyrra. Innskot R.G.) Þessi vísindaáætlun íslenska ríkisins hefur hlotið mjög mikla gagnrýni á alþjóðavettvangi, það eru einnig önnur dýr í útrýmingar- hættu, eins og til dæmis ísbimir. Þetta er eins og einhver kæmi til danska umhverfismálaráðuneytis- ins eða grænlensku landstjómar- innar og færi fram á að skjóta 800 ísbirni í vísindaskyni á næstu 4 ámm, sem er auðvitað út í hött. Það er einnig íhugunarefni að ísland er eitt af fáum ríkjum í heimi sem hefur neitað að skrifa undir Washington-sáttmálann frá 1975 um sölu á afurðum af dýmm sem em í útrýmingarhættu. Það land sem næst okkur er og er á sama báti er Mexíkó. Meira að segja Spánn, Grikkland, Portúgal, Rússar og Japanir em aðilar að þessum sáttmála (það var vegna þessa sáttmála sem við fengum hvalkjötið í hausinn aftur frá Ham- borg nýverið. Innskot R.G.). í Danmörku hafa komið upp gmnsemdir um að þangað hafí verið flutt inn frá Islandi fískilýsi sem í raun hafí verið hvallýsi og emm við nú að láta dönsku toll- gæsluna rannsaka það mál. Við í Danmörku álítum, að það Rannsóknir á stórhvöl- um og mengun hafsins eítir ÓlafJensson Mengun sjávar og lífríki liafsins Mestar líkur em á, að hvalir safni í sig meim en önnur sjávar- dýr af skaðlegum efnum, sem menga hafíð. Þeir éta mest og lifa lengst. Sé höfð í huga mengun hafs af geislavirkum efnum, sem safnast í fæðu hvala, er nokkum veginn víst, að með rannsóknum á þeim megi helst fá upplýsingar um þess konar mengun í lífríki hafs- ins. Til þess þarf að fylgjast náið með geislavirkni í beinum hvala og fleiri vefjum þeirra og líkams- vökvum. Þetta er auðvitað aðeins framkvæmanlegt, ef hvaiir em veiddir. í stórborgum leita menn þekk- ingar um mengun frá þungum málmum og fleiru, m.a. með því að athuga líffæri gamalla hesta, sem á æviferli sínum hafa andað að sér og etið með fóðri sínu alls kyns óhroða frá iðjuverum og öku- tækjum. Segja má að hvalir gegni sama hlutverki í hafínu og séu einskonar lqördýr fyrir mengunarrannsóknir, t.d. á þungum málmum, skordýra- eitri og beinsæknum, geislavirkum efnum. Af ofangreindum ástæðum er nauðsynlegt að leggja kapp á íjöl- þættar og samfelldar mengunar- rannsóknir á þessari þýðingarm- iklu dýrategund í lífríki hafsins. Meðal þeirra vísindamanna, sem hafa nýtt sér hvalveiðar hérlendis og erlendis til að afla efniviðar fyrir rannsóknir er Alex Aquilar við dýrafræðideild (hryggdýr) há- skólans í Barcelona á Spáni. Hann hefur langt megin áherslu á að kanna upphleðslu skordýraeitur- efna eins og DDT í stórhvölum og smáhvölum. „Iðnaðar- og akuryrkjuþróun eykur í sífellu álag eiturefnameng- unar á villt dýr. Á síðustu árum hafa mörg lífræn klórsambönd eins og DDT, PCB o.fl. og þungir málm- ar, aðallega kvikasilfur, mælst hækkuð í ýmsum sjávardýrum," segir Aquilar í grein til Alþjóða- hvalveiðiráðsins 1982. Hann segir mörg sjávarspendýr við þann enda í fæðukeðjunni, að þau séu næm fyrir áhrifum eitur- efna í fæðunni, einkum smærri hvalategundir. Hann leggur áherslu á, að þrátt fyrir að Alþjóðahvalveiðiráðið hafí mælst til þess við þátttökuþjóðir hvað eftir annað, að þær fram- kvæmdu rannsóknir á áhrifum mengunar á hvalastofna (1980), hafí þessum viðfangsefnum ekki verið sinnt að neinu gagni. Ein helsta ástæðan fyrir því, að hvalir eru meðal þeirra hryggdýra sem einna lélegast eftirlit er með, telur Aquilar vera erfíðleika við sýnaöfi- un. Samkvæmt reynslu hins spánska vísindamanns eru upplýs- ingar um þessa mengun, sem birtar hafa verið, vanalega byggðar á rannsókn sýna frá hvölum, sem rekið hafa á fjöru eða dáið af sjúk- dómum eins og sníkjudýrasýkingu, eftir langvarandi svelti. Þær gefí ekki rétta mynd af ástandinu. Það er af þeirri ástæðu m.a. að dr. Aquilar hefur stundum haft mann á sínum vegum í stöð Hvals hf. til að afla sýna til mengunarrann- sókna á hvalvefjum. Stórveldi gerast hvaiavinir Margir vísindamenn, sem best þekkja til, telja ofannefnda efna- megnun lífríkisins miklu hættu- legri fyrir lífríki hafsins, þar á meðal hvali og seli, heldur en veið- ar, sem stundaðar eru undir vísindalegu eftirliti og samkvæmt kvóta, að ekki sé talað um hval- veiðar í smáum stíl í vísindaskyni. Nokkur helstu stórveldi heims- ins, sem mest hafa mengað haf og land með súru regni, skordýra- eitri, þungum málmum og geisla- virkum efnum frá iðnaðarúrgangi sínum og kjamasprengjutilraun- um, vilja varpa hagstæðu ljósi á sig með því að skipa sér með áber- andi hætti við hlið dýravina og umhverfísvemdarmanna. Þar hef- ur margur úlfurinn náð að klæða sig í óvenju aðlaðandi sauðargæm. Sömu iðnaðarveldi, sem byggja vísindastarfsemi sína að veruleg- um hluta á vopnaframleiðslu og „Þeir, sem leggja hart að sér við að grafa und- an hvalarannsókna- starfí hérlendis og gera viðleitni íslenskra rann- sóknamanna tortryggi- lega, geta glaðst yfír árangri öflugra banda- manna erlendis.“ vopnasölu, skipa fulltrúum sínum að vinna á móti sölu hvalkjöts til manneldis, svo útilokað sé að það standi undir rannsóknastarfi á lífríki hafsins. Og þegar það ætlar ekki alveg að duga, skuli bandarísk lög og viðskiptaþvinganir ákveða hvað em vísindi. Pólitískir Qötrar á vísindastarf Þeir, sem leggja hart að sér við að grafa undan hvalarannsókna- starfi hérlendis og gera viðleitni íslenskra rannsóknamanna tor- tryggilega, geta glaðst yfír árangri öflugra bandamanna erlendis. Ráðamenn stórveldanna hika ekki við að lama rannsóknastörf sinna vísindamanna, sem rannsaka stóra og smáa hvali. Aðferðir Banda- ríkjastjómar gagnvart eigin vísindamönnum er að útiloka þá frá styrkjum heimafyrir og skerða möguleika til samvinnu við erlenda rannsóknamenn á vísindasviðinu og jafnvel til að fá rannsóknasýni frá þeim. Það em einungis örfáir erlendir fullhugar á rannsóknasviðinu sem reynt hafa að bjóða þessari and- vísindastefnu sinnar þjóðar byrg- inn. Með því hafa þeir sett alla starfsaðstöðu sína í hættu. Það em ekki lítil tíðindi, þegar stórveldi gerast andvísindaleg og beita afli sínu heima fyrir og er- lendis til að halda niðri rannsókna- starfsemi á ákveðnu sviði líffræði og umhverfisrannsókna. Slíku at- hæfí verður helst líkt við þann atburð í samtímasögu, þegar rúss- neski Kommúnistaflokkurinn fjötr- aði erfðavísindin í Sovétríkjunum um langt árabil með pólitísku of- stæki og kreddum. Það liggur í augum uppi þegar öflugustu stórveldi heimsins hlaupa undan merkjum á þýðing- armiklu rannsóknasviði og vinna leynt og ljóst gegn þeim með að- stoð tilfínningaríkra dýravina, að þá hlýst fljótt af tilfínnanlegur skaði fyrir rannsóknir og þekking- aröflun á lífríki hafsins. Bandaríkjamenn em mesta stór- veldið á sviði vísinda. Frá þeim var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.