Morgunblaðið - 18.07.1987, Side 25
f
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987
25
Björn Björnsson fískifræðingur:
Helstu byiiuuai’örð-
ugleikarmr að baki
Lúðurnar vilja grafa sig niður í sand.
BJÖRN Björnsson fiskifrœðing-
ur hefúr umsjón með lúðueldinu
af hálfú Hafrannsóknastofiiun-
arinnar. í samtali við Morgun-
blaðið taldi hann að helstu
byrjunarörðugleikar við lúðueld-
ið væru nú að baki.
„Eftir að við byggðum yfír kerin
og settum sand í botninn hefur lítið
sem ekkert af lúðu drepist. Nú
stækkar fískurinn líka mun hraðar
og þyngd hans tvöfaldast eða jafn-
vel þrefaldast á ári," sagði Bjöm.
Að hans sögn fór að bera á óeðli-
lega tíðum dauðsföllum í maí 1986.
„Margar lúðumar litu illa út með
ljósgráa flekki og brúnleita slikju á
efri hliðinni sem síðar kom í ljós
að vom kísilþörungar. Okkur datt
fyrst í hug að sólarljósið hefði haft
þessi áhrif, annað hvort beint með
því að valda sólbmna eða óbeint
með því að örfa skaðlegan þömnga-
vöxt.“ Bjöm sagði að til að kanna
þessa tilgátu hefði lúðunum verið
skipt í tvo hópa. Annar hópurinn
hefði verið fluttur í ker með segldúk
yfír en hinn hópurinn hefði áfram
verið í gamla kerinu. „Eftir tíu daga
höfðu tuttugu og tvær lúður drepist
í óyfírbreidda kerinu en aðeins átta
í hinu. Þá þótti okkur einsýnt að
lúðudauðinn orsakaðist af sólarljós-
inu svo við byggðum yfír öll kerin."
Lúöurnar vilja vera í
sandi
Um miðjan júlí 1986 hófst söfn-
unin að nýju og sem fyrr var lúðan
veidd í dragnót. Nú bar svo við að
inargir fiskar drápust og ýmsir
töldu að það væri vegna sára sem
þeir hlutu í dragnótinni. „Við töld-
um í upphafí að það væri óæskilegt
að hafa sand í keijunum vegna
óhreininda sem myndu safnast fyrir
en eftir að við misstum svona marga
fiska ákváðum við að kanna hvaða
áhrif sandurinn hefði,“ sagði Bjöm.
„Við skiptum botni eins kers í fjóra
hluta, með engum sandi og þremur
mismunandi sandtegundum og sett-
um svo lúðurnar á það svæði þar
sem enginn sandur var. Undantekn-
ingalaust fóm þær stax í sand og
grófu sig þar niður. Eftir þetta
hættu þær að drepast."
Að sögn Bjöms em nokkrar
kenningar uppi um af hverju sand-
urinn hefur svo góð áhrif á lúðum-
ar. „Ýmsir telja að sandurinn örvi
slímframleiðslu og hafí þannig góð
áhrif á slímhúðina. Aðrir telja að
lúðan þurfi að vera í sandinum til
að losna við dauðar húðfmmur. Svo
em enn aðrir sem telja að lúðunni
líði einfaldlega betur í sandinum
og því sé hún sterkari og hafí betra
mótstöðuafl þar sem sandur er til
staðar."
Norðmenn klöktu út
tveimur seiðum 1985
Bjöm sagði að mjög erfítt væri
að ná tökum á lúðuklaki en um-
fangsmiklar tilraunir í þá átt hefðu
verið gerðar í Noregi og Skotlandi.
„Norðmönnum tókst árið 1985 að
ala tvö seiði fram yfír myndbreyt-
ingu. í fyrra tókst að ala 200 seiði
á sama hátt og svipaðan fjölda í
ár.“ Með myndbreytingu er átt við
þær róttæku breytingar sem verða
á útliti og starfsemi seiðanna á
fyrstu mánuðunum frá klaki. „Í
Noregi er aðaláherslan í fiskeld-
isrannsóknum lögð á nýjar eldisteg-
undir, fyrst og fremst lúðu.
Norðmenn veita gífurlegum fjár-
hæðum til þessara rannsókna sem
miða bæði að því að klekja lúðuseið-
um út og ala þau upp í markaðs-
stærð.“
Mikil hagnaðarvon í
lúðueldi
Að sögn Bjöms hefur Hafrann-
sóknastofnun nú reist tilraunastöð
í landi íslandslax hf. í Grindavík
og þar verður áherslan lögð á lúðu-
eldi. Hingað til hafa aðallega verið
rannsakaðir tveir þættir sem hafa
áhrif á fiskframleiðslu, þ.e. stærð
fískanna og þéttleiki í keijunum. í
nýju tilraunastöðinni á að byija á
fóðurtilraunum. „Við ætlum að bera
saman mismunandi fóðurtegundir
og fylgjast með vexti og vaxtar-
nýtni. Þannig ætlum við að finna
út hvert er besta fáanlega fóðrið
og nota það fóður sem staðal í frek-
ari tilraunum."
Að þessu loknu verður kannað
hvemig vaxtarhraði og fóðurnýting
breytast með hita.
„Ef seiðasöfnun gengur vel og
ekkert óvænt kemur upp er hugsan-
legt að hér á landi verði innan fárra
ára hægt að heija umtalsvert lúðu-
eldi til útflutnings," sagði Bjöm að
lokum.
Björn Björnsson fiskifræðingur við lúðumælingar.
Morgunblaðið/Kr.Bcn
Hversvegna
nota tvo
þegarEINN
nægir?
SILPPFEIAGIÐ
Dugguvogi4 104 Reykjavik 91*842 55
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
ía -
NÚ FER AD
HITNA í KOLUNUM
Það er tilhlökkunarefni að byrja
grillveislurnar aftur. Góður matur, fjör
og útivera. Þig vantar kannski hitt og þetta
í grillið: kol, vökva, áhöld, bakka eða jafnvel
sjálft grillið. Leitaðu ekki langt yfir skammt.
Á næstu Essostöð finnur þú allt sem
þarf.. . nema grillmatinn!
Grillkol 2,3 kg
Gríllkol 4,5 kg
Grillvökvi 0,51
Grillvökvi 1,01
Grill
225 kr.
434 kr.
75 kr.
120 kr.
frá 2076 kr.
Grilláhöld og grillbakkar
i úrvali.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
HUSEIGANDI GOÐUR !
EHTU nEVTTW
Á VWHUMNU?
Eru eftirfarandi vandamál
að angra þig?
• Alkalí-skemmdir • Vaneinangrun
• Frost-skemmdir • Sprunguviðgerðir
• Lekir veggir • Síendurtekin málningarvinna
Ef svo er, skaltu kynna þér kosti
S£6 -utanhúss-klæðningarinnar:
9b-klæðningin er samskeytalaus.
•lo -klæðningin er veðurþolin.
•b -klæðningin er litekta og fæst í yfir 300
litum.
Sfo -klæðningin er teygjanleg og viðnám gegn
sprungumyndun er mjög gott.
sfo -klæðningin leyfir öndun frá vegg.
SÍO -klæðningin gefur ótal möguleika í þykkt,
áferð og mynstri.
Sfo -klæðninguna er unnt að setja beint á vegg,
plasteinangrun eða steinull.
Sfo -klæðninguna er hægt að setja á nær hvaða
byggingu sem er, án tillits til
aldurs eða lögunar.
sfo -klæðningin endist — Vestur-þýsk gæðavara
Opið laugardag og sunnudag
RYDIf.
Bíldshöfða 18 — 112 Revkiavík
Sími 673320