Morgunblaðið - 18.07.1987, Page 32

Morgunblaðið - 18.07.1987, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sfmi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Kolbeinsey — út- vörður íslands í norðri Kolbeinsey er nyrsti oddi grynningar, sem rekja má alla leið til Víkurhöfða á Flat- eyjardal. Flatey á Skjálfanda, Grímsey og Kolbeinsey standa allar á sama hryggnum. Sterk- ar líkur benda til þess að Kolbeinsey, sem er úr eld- brunnu basaltshrauni, hafí orðið tii við neðansjávargos. Elztu mælingar á Kolbeinsey eru trúlega frá 1580. Þá var eyjan 753 metrar frá norðri til suðurs, 113 frá austri til vest- urs og einnig 113 metra há. Þegar eyjan var mæld 1978, nærri fjögur hundruð árum síðar, kom í ljós að heljaröfl sjávar, stórviðra og ísa höfðu heldur betur höggvið af henni í aldanna rás. Þá mældist hún aðeins 37,7 metrar frá norðri til suðurs, 42,8 metrar frá austri til vesturs og hæðin var komin niður í 5,4 metra. Ef fer sem horfír hverfur sá hluti klettsins, sem enn er ofansjáv- ar, áður en langir tímar líða, jafiivel á næstu öld. En stöndum við ekki jafnrétt- ir eftir, íslendingar, þó að Kolbeinsey — klettur 36 sjómíl- ur norð-norðvestur af Grímsey — sem háð hefur harða baráttu við heljaröfl íshafsins frá grárri fomeskju, hverfí undir hafflöt- inn? Alþingi íslendinga svaraði þessari spumingu neitandi 20. apríl 1982. Þá var samþykkt þingsályktun, þessefnis, að ríkisstjómin skuli setja upp sjó- merki í Kolbeinsey — og standa fyrir athugunum á því, hvemig tryggja megi að að eyjan stand- ist tröllahendur náttúruaflanna til frambúðar. Þingsályktunin studdist við sterk rök. í fyrsta lagi hefur Kolbeinsey mikla þýðingu fyrir okkur í sjó- réttarlegu tilliti sem grunnlínu- punktur við ákvörðun fískveiði- lögsögu okkar. Eyjan skenkir okkur alivæna sneið af hafínu milli íslands og Grænlands. Þannig er þetta í raun, þó að aðrar þjóðir hafí ætíð haft fyrir- vara á Kolbeinsey og raunar Hvalbak líka sem gmnnlínu- punktum. í annan stað gegnir eyjan þýðingarmiklu hlutverki í ör- yggismálum sjómanna, sem óþarfí er að rökstyðja sérstak- lega. I þriðja lagi er Kolbeinsey nyrsti hluti landsins. Það er í samræmi við heilbrigð náttúm- vemdarsjónarmið að varðveita þennan útvörð með öllum til- tækum og viðráðanlegum aðferðum. Sigurður Sigurðsson, verk- fræðingur hjá Hafnarmála- stofnun, og Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, hafa unnið að athugunum á Kolbeinsey. Þeir telja mikilvægt að vemda eyj- una, svo hún verði ekki hættu- leg sjófarendum í framtíðinni. í skýrslu þeirra segir að líkur bendi til að á fárra metra dýpi undir eynni séu lárétt skil. Þau séu veikleikamerki, sem valdið geti því að smám saman grafíst undan henni, blokkir losni og falli í sjóinn. Nauðsynlegt er að dýptarmæling og bomn í eyna fari fram til að ganga úr skugga um, hvort þessi veik- leiki er fyrir hendi. Þá telja þeir að koma þurfi upp stein- steyptum píramíta með inn- felldum radarspegli, auk venjulegra sjómerkja, eins og gert hefur verið á skerjum fyrir Suðausturlandi. Þrátt fyrir þingsályktun um vemdun Kolbeinseyjar, sem fyrr er vitnað til, hefur fjár- magn til rannsókna og fram- kvæmda ekki legið á lausu hjá fjárveitingavaldinu. Orð hafa ekki verið staðfest með efndum. Synjað var um fjárveitingu, sem eftir var leitað á líðandi ári. Sótt hefur verið um tveggja og hálfar milljónar króna fjárlaga- fjárveitingu 1987 til að setja upp sjómerki og radarsvara í eynni sem og til að fram- kvæmda nauðsynlegar rann- sóknir til að byggja á tillögu- gerð um frekari vamir eyjarinnar. í vissum skilningi er Kolbein- sey hluti af lífsvömum íslenzkr- ar þjóðar. Hún hefur sjóréttar- lega þýðingu og er sem slík hluti af efnahagslegum vömum okkar. Hún hefur einnig mikil- væga þýðingu fyrir umferðar- öryggi sjófarenda, fískimanna og farmanna. Ekki er heldur ólíklegt að koma megi upp tækjum til veðurathugana í eynni. Hún hlýtur og að slá á strengi þjóðarmetnaðar og höfða til náttúruvemdarsjónar- miða — sem nyrsti hluti Islands. Þingsályktun Alþingis um Kolbeinsey var góðra gjalda verð. Orð em til alls fyrst. Það er hinsvegar kominn tími til að staðfesta orðin með efndum, leggja þessum útverði landsins í norðri lið í vamarbaráttu hans við heljaröfl sjávar, stórviðra og ísa, áður en það verður of seint. Skálholtskirkja: Manuela Wiesler off Einar G. Svein- bjömsson leika HJÓNIN Manuela Wiesler og Einar Grétar Sveinbjörnsson halda um helgina nokkra tónleika í Skálholtskirkju. Tvennir tónleikar verða í dag. Kl. 15 verða eingöngu leikin verk eftir G. Ph. Telemann og kl. 17 leika þau bland- að efiii. A morgun kl. 15 verða seinni tónleikarnir firá því í dag endurteknir auk þess sem Manuela og Einar munu leika við messu kl. 17. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Morgunblaðið ræddi við þau hjónin í tilefhi af þessum tónleikum. Manuela varð fyrst fyrir svörum. „Við bytjuðum að æfa þessi verk fyrir nokkrum vikum en komum til Skálholts á miðvikudaginn beint frá Svíþjóð. Þetta verður í annað sinn sem við spilum saman héma. Ég hef nú reyndar spilað í Skál- holti í 12 ár en Einar er eiginlega nýliði. Það var yndislegt að spila héma í fyrra. Það kom bæði margt og gott fólk og stemmningin að spila í kirkjunni er mjög sérstök. Hljóm- burðurinn héma er mjög sérkenni- legur og þegar kirkjan er full af fólki skapast einhver rafmögnuð stemmning." — Hvað hafið þið verið að fást við úti í Sviþjóð? Einar segir að þau hafi eiginlega verið út um allt. „Ég hef verið í fríi frá starfi mínu í Svíþjóð þetta ár og verð líka í fríi það næsta. Annars hef ég starfað sem kon- sertmeistari sinfóníuhljómsveitar- innar í Malmö auk þess að kenna við háskólann þar. Svo hef ég gert dálítið af því að leika kammermúsik þess á milli. Ég hef notað fríið til þess að gera hluti sem ég hef ekki haft tíma til áður auk þess sem ég hef haldið nokkra konserta." „Við höfum verið á ferðalagi síðan í janúar," heldur Manuela áfram. „Fómm um Austur-Þýska- land, Danmörku, Svíþjóð og Austurríki. María Lind, tíu mánaða dóttir okkar, hefur ferðast þetta allt með okkur. Hún hefur eigin- lega verið á ferðalagi síðan hún fæddist..“ — Þið ætlið meðal annars að frumflytja verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. „Já, verkið var eiginlega brúð- kaupsgjöf Þorkels til okkar,“ svarar Einar, „Þorkell er gamall og kær vinur okkar og sendi okkur þetta en við höfum því miður ekki haft tækifæri til að flytja það fyrr en nú. Við hefðum gjarnan viljað gera það fyrr.“ — Svo flytjið þið eingöngu verk eftir G. Ph. Telemann á einum tónleikanna. „Hann er í miklu uppáhaldi hjá okkur,“ segir Manuela. „Hann hef- ur skrifað mjög mikið af tónlist og þess vegna halda margir að hann semji ekki mjög vönduð verk en þetta em hreinar perlur allt saman og mjög gaman að fást við verk Telemanns. Ég vona að það sé jafngaman að hlusta á þau. Við leikum eingöngu á fiðlu og flautu og það er meira en nóg. Það hljómar svo mikið í kirkjunni að maður hefur það á tilfínningunni að hljóðfærin séu mun fleiri. Þetta er alveg ótrúlegt. Ég var að æfa í morgun stykki sem er mjög hratt og það var ekki fyrr en ég var búin að leika þriðju eða fjórðu nótuna að fyrstu tónamir komu til baka. Alveg eins og ég væri að spila í dúett eða tríoi með sjálfri mér. Við leikum einnig spánskt verk, Debla eftir Christobal Halffter. Það er talsvert sérstakt verk því að hann notar gamla spánska þjóð- lagahefð frá Andalúsíu í verkinu og blandar því saman við nútíma- tónlist. Mér finnst þetta mjög áhrifaríkt. Svo leikum við einnig verk eftir Jacques Hotteterre, svítu í h-moll. Hann var við hirð Loðvíks 14. og þetta er mjög dæmigerð frönsk hirðtónlist. Mjög falleg, eiginlega gómsæt, tónlist. Tilfinningin að leika hana er svipuð og að drekka eitthvert fínt franskt vín.“ „Kampavín og kransakökur,“ Manuela Wiesler og Einar Grétar Sveinbjörnsson á æfingu fyrir tón- leika helgarinnar. skýtur Einar inn í. „Við höfum ekki leikið néitt af þessum verkum áður. Flest af því sem við spilum saman er nýtt. Við höfum ekki spilað saman í fíögur ár og viljum gjaman prófa eitthvað sem við höfum ekki leikið áður. Svo má ekki gleyma Bach. Við leikum eitt verk eftir hann sem fléstir kannast líklega við, partítu í E-dúr fyrir einleiksfíðlu. Það er einhvem veginn þannig með tónlist Bachs að maður er eig- inlega alltaf að spila hana í fyrsta skipti, hún er alltaf ný hversu oft sem maður spilar hana.“ „Kosturinn fyrir okkur að vera héma í Skálholti í viku,“ bendir Einar á, „er fyrir það fyrsta að við gleypum í okkur náttúmna. Það er alveg dýrlegt að koma hing- að í kyrrðina. Skálholt verður allt í einu miðdepill heimsins. Það er líka mjög mikilvægt að geta spilað sig inná kirkjuna og lært á hljóm- burðinn. Þótt við höfum spilað héma áður þá er hljómurinn svo sérstakur að við þurfum að venjast kirkjunni og reyna að aðlaga okkur að henni. Það er hægt að ná upp mjög góðum hljómburði hérna en það er erfítt. Sérstaklega ef á að nota kirkjuna til að taka upp tónleika, þá er mjög erfítt að fínna hvar best er að staðsetja hljóðnemana." — Er þá ekki erfitt að æfa fyrir tómri kirkju? Nei, það er það ekki. Við vitum svona nokkum veginn muninn á hljómburðinum í kirkjunni þegar hún er tóm og þegar hún er full,“ svarar Einar, síðan verðum við að miða æfingamar við það.“ „Þú segir það,“ segir Manuela og hlær. „Þegar kirkjan er alveg troðfull fínnst mér eiginlega eins og ég hafi aldrei leikið í henni áður. Ég hef stundum orðið fyrir smááfalli en við skulum sjá til. Ég vona a.m.k. að sem flestir komi um helgina. Þótt hljómburðurinn breytist svona mikið. Það er stórkostlegt hvað fólk hefur komið langt að á þessa tón- leika í Skálholti og það á þessum vegum sem liggja hingað. Áheyrendumir hristast og titra^ á leiðinni hingað svo það borgar sig að heija tónleikana á einhveiju rólegu á meðan allir em að koma maganum í samt lag aftur. Þeir sem ekki hafa aðgang að bíl geta notfært sér áætlunarferðir sem verða frá Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavík báða dagana kl. 13 og svo til baka kl. 18. Þegar við emm búin hérna verð- um við í viku í Reykjavík. Síðan fömm við út aftur. Ég fer til Vínar og síðan í nokkra daga til Malmö. Annars emm við bara að bíða eft- ir bami sem á að fæðast eftir sex eða sjö vikur." „Það er svolítil krossgáta fyrir okkur að raða þessu saman," segir Einar, „ég þarf að fara til Malmö þegar Manuela fer til Vínar og svo er ýmislegt sem við þurfum að ljúka við áður en barnið fæðist. Þegar María Lind fæddist þurfti ég að hoppa upp í flugvél fyrirvara- laust til að reyna að vera viðstadd- ur en það náðist ekki. Nú ætla ég að vera í Vín þegar litla systirin kemur.“ Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík: Nýr björgunarbátur vígður og bygging stíórnstöðvar hafín Bolungarvík. MIKIÐ VAR um að vera hjá björgunarsveitinni Emi um siðustu helgi. Tekin var fyrsta skóflustungan að nýrri stjórn- stöð sveitarinnar og vígður nýr og glæsilegur björgunarbátur sem björgunarsveitin hefúr fest kaup á. Vígsluathöfiiin fór fram um borð í bátnum í Bol- ungarvíkurhöfh að viðstöddum fjölda gesta. Jón Guðbjartsson formaður björgunarsveitarinn- ar flutti ávarpsorð, lýsti bátnum og hugmyndum þeirra björgunarsveitarmanna um notkun hans. Að loknu ávarpi formanns flutti Gísli Hjaltason nokkur ávarpsorð og afhjúpaði nafn bátsins sem nefndur er eftir honum Gísli Hjalta. Gísli Hjaltason, sem kom- inn er hátt á níræðisaldur, var mikill frumkvöðull og forystumað- ur í slysavamarmálum hér í Bolungarvík um áratugaskeið. Því næst flutti sr. Jón Ragnarsson sóknarprestur vígslu- og blessun- arorð. Björgunarbátur þessi er af gerðinni Seabear 26 og er fram- leiddur af Ulstinforsyningsteneste AS í Noregi. Hann er framleiddur úr áli og eru flotholt hans fyllt með urethan-svampefni. Hann er 26 fet að lengd og búinn 195 hestafla Ford-mermet dieselvél og svokölluðum Water Jet-búnaði sem kemur í stað hefðbundinnar skrúfu og getur ganghraði bátsins orðið allt að 34 mflur. Kaupverð bátsins er 2,7 milljónir. Kvennadeild SVFÍ hér í Bol- Kristján Jónatansson formaður byggingarnefiidar tekur fyrstu skófl- ustunguna að nýrri viðbyggingu við stjórnstöð björgunarsveitarinnar. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Frá vígfslu björgunarbátsins Gísla Hjalta, sem nefndur er eftir Gísla Hjaltasyni sem er til vinstri á myndinni. Til hægri er sr. Jón Ragnars- son. ungarvík hefur af sinni alkunnu rausn gefíð í bátinn ýmiss konar búnað s.s. lóran, talstöð, leitarljós o.fl. Þar að auki hafa konumar gefíð björgunarsveitinni, sem í eru 22 menn, vandaðan vetrarklæðn- að. Eimskipafélag Islands var sveitinni innanhandar með flutn- ing á bátnum til landsins. Það var meira um að vera hjá björgunarsveitarmönnum þennan dag því strax að lokinni vígslu bátsins var komið saman við bæki- stöð sveitarinnar þar sem Kristján Jónatansson formaður byggingar- nefndar tók fyrstu skóflustung- una að nýrri viðbyggingu við núverandi bækistöð en hún verður 144 fm að gmnnfleti á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er gert ráð fyrir geymslu, aðstöðu fyrir björgunarbátinn og snjóbfl sveit- arinnar sem keyptur var á síðasta ári. Á efri hæðinni er síðan gert ráð fyrir að kvennadeildin fái að- stöðu fyrir starfsemi sína. Að sögn Jóns Guðbjartssonar formanns sveitarinnar er að því stefnt að ljúka neðri hæðinni fyrir áramót. Jón sagði að mönnum væri nú að verða það æ ljósara hversu mikil þörf er fyrir góðar og vel búnar björgunarsveitir hér við Djúp. Þarf ekki að fara mörg ár aftur í tímann til, þess að fínna rök fyrir því þar sem skemmst er að minnast slysa á borð við þyrlu- slys, flugslys auk sjóslysa. Auk þess er ljóst að ferðamönnum á Homstrandir fer nú fjölgandi ár frá ári. Jón sagði að björgunarsveitin hefði fengið góðan stuðning fyrir- tækja og félagasamtaka að undanfömu og þá má sérstaklega nefna að bæjarstjórn Bolung- arvíkur hefur lagt aukna áherslu á að stuðla sem best hún getur að eflingu slysavamarmála hér í bæ. Gunnar Ekki síður ástæða til að varðveita gamla byggð en gamlar bækur og handrit Morgunblaðið/Ámi Sæberg Monique Teneur: Sérstök tengsl hafa myndast milli Norður-Frakk- lands og íslands í gegnum sjómennina. - segirMonique Teneur FYRIR skömmu var stödd hér á landi frönsk kona, Monique Tene- ur, sem mikið hefúr skrifað um gömul hús og mikilvægi varð- veislu þeirra. Hún vinnur nú við að koma upp minjasafiii í Calais i Norður-Frakklandi. Hús sem til stendur að rffa verða flutt á safii- staðinn og endurbyggð þar. Monique ferðaðist um Island og skoðaði landið, söfii, byggingar og bæi. Hún hefur sitthvað til málanna að leggja . „íslendingar eru sögulega rík þjóð og það er ótrúlegt að bændumir á þessu landi skuli hafa komið öllum þessurn fróðleik og skáldskap á skinn. Ég er búin að upplifa sérstak- lega viðleitni íslendinga til að varðveita menningarverðmæti sín,“ sagði Monique. Hún sagðist sérstak- lega hafa verið snortin af Skógasafni og gömlum hverfum á Akureyri og í Reykjavík. Sér fyndist að íslending- ar ættu að leggja allt kapp á að varðveita í nútímanum þessi gömlu hús sem þar væru. „Samhengi hlut- anna gleymist þegar gömul hús eru rifin, hús sem eru hluti af þjóðararf- inum og eiga fullan rétt á sér. En það er oft hroki nútímans sem ræður ferðinni og þá gleymist að lífíð er ein heild. Fortíðin þjónar tilgangi fyrir nútímann. Það er ekki síður ástæða til að varðveita gamla byggð en gamlar bækur og handrit." Monique bætti við að það væri viss tilhneiging til minnimáttarkenndar hjá smáþjóðum, þær vanmætu eigin verðmæti sem vegna smæðar sinnar féllu í skuggann af verðmætum stór- þjóða. „Ég verð að viðurkenna að ég hugsaði með mér þegar ég keyrði um landið hvort íslenskir arkitektar væru frábitnir þjóðlegri hefð, því úti um sveitir landsins fannst mér vanta þjóðlegan stíl í nýrri byggingar. Þar eru áberandi ólíkar stefnur með evr- ópsku yfirbragði. Þannig er það reyndar víðar í Evrópu, en þetta gerir að verkum að byggðin verður einkennalaus, ópersónuleg." Monique sagði að í N-Frakklandi væru ekki allir á eitt sáttir um gildi þess að varðveita gömul hús, þar væri svipað togstreyta og sér skildist að væri hér á landi. „ Það er sterk tilhneiging til að rífa gömul hús og byggja ný í staðinn. Þama eru árekstrar á milli og hagsmunir gam- alla byggða stangast á við nýjar byggðir." Það eru áhugamannasamtök sem eru að setja upp safnið sem Monique mun veita forstöðu en sveitarfélög í N-Frakklandi styrkja safnið. Hún sagði að húsvemdunarsamtök hefðu fyrst verið stofnuð í Frakklandi fyrir tveimur áratugum og slík samtök væru nú starfandi um allt Frakk- land. Árangur af því starfí hefði skilað sér á margan hátt og skilning- ur á þýðingu húsvemdunar væri nú útbreiddur meðal almennings. „Það er lokaúrræði að halda húsum í varð- veislu með því að flytja þau á safnstað og endurbyggja þau þar.“ „ Það er skyldleiki á milli Norður- -Frakklands og íslands, meiri skyld- leiki heldur en kemur fram í því að það eru sömu byggingafræðilegu straumamir sem fara um bæði lönd- in. Sérstök tengsl hafa myndast á milli N-Frakklands og íslands í gegn- um sjómennina," sagði Monique. Hún sagði að margir siðir tengdir sjó- mönnum sem fóru á. íslandsveiðar væru enn í heiðri hafðir í N-Frakkl- andi og sérstaklega kveðjuhátíð sem enn tíðkast í Dunkirque þrátt fyrir að sjómenn þar séu löngu hættir að fara til sex mánaða dvalar við ís- landsstrendur. „í fyrra var þar haldin stór ljósmyndasýning þar sem aðal- lega voru myndir sem sýndu sjómenn að tygja sig á íslandsveiðar. Þessar myndir voru teknar á tímabilinu frá 1914-1953, allar af eina og sama ljósmyndaranum sem reyndar er kona, háöldruð i dag. En þessi kona er ein af fáum konum sem þá tóku myndir og hún varð síðar atvinnuljós- myndari. Mér fyndist tilvalið að íslendingar fengju líka að sjá þessa sýningu og væri tilbúin til að hafa milligöngu um það,“ sagði Monique Teneur að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.