Morgunblaðið - 18.07.1987, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987
Bæklingnr um útflutn-
ing fyrir sjávarútveg
KOMINN er út á ensku fyrsti
bæklingur ÚtQutningsráðs ís-
lands um útQutningsvörur
fyrir sjávarútveg. Ber hann
heitið „Iceland - the Cutting
Edge Of Fisheries Techno-
logy.“ í honum er eingöngu
Qallað um ísienskar vélar og
annan varning fyrir sjávarút-
veg. Ætlunin er að nota ritið
til að kynna útlendingum það
Sveitin milli
sanda skemmt-
ir í Þórscafé
Hljómsveitin Sveitin milli
sanda skemmtir i Þórscafé í
kvöld, Laugardagskvöld.
Sveitin milli sanda hefur verið
að skemmta Reykvíkingum undan-
famar vikur en kemur nú fram í
fyrsta sinn á efri hæð Þórscafé.
Diskótekið verður á sínum stað
niðri eins og endranær.
sem framleitt er hér fyrir Qsk-
iðnað og sjávarútveg.
Upplag bæklingsins er fímmt-
ánþúsund eintök, en þar af verður
sjöþúsund eintökum dreift sem
sérriti með breska sjávarútvegs-
ritinu World Fishing, sem keypt
er víða um heim. Bæklingurinn
er 76 blaðsíður á vönduðum
pappír. Hann gefur yfírgripsmikla
mynd af úrvali fískibáta, véla,
tækja, fatnaðar, tölvubúnaðar,
umbúða og efna til dæmis, sem
nauðsynleg eru fyrir útgerð og
fískvinnslu.
Útflutningsráð mun síðar einn-
ig gefa bæklinginn út á norsku
og spænsku. Útgáfan er verulega
styrkt af Iðnlánasjóði, en jafn-
framt greiða þeir sem eiga vörur
í blaðinu auglýsingagjald. Þetta
litprentaða sérrit verður jafnframt
haft frammi á alþjóðlegum sjávar-
útvegssýningum og á öðrum þeim
stöðum þar sem íslenskar fram-
leiðsluvörur til sjávarútvegs verða
kynntar og seldar.
Morgunblaðið/Jón Sig.
Hin stálheppna SofiSa Pétursdóttir tekur hér við lyklunum að happ-
drættisbílnum úr hendi formanns ungmennafélagsins Hvatar. Með
þeim á myndinni er Vilhelm Jónsson, unnusti SofiSu.
Blönduós:
Vann bíl í happdrætti
ungmennafélagsins
Bókaupp-
boð hald-
ið i Iðnó
BÓKAUPPBOÐ fer fram í
veitingasal Iðnó sunnudaginn
19. júlí næstkomandi. Upp-
boðið hefst klukkan 14.
Bækumar á uppboðinu verða
til sýnis á sama stað laugardag-
inn 18. júlí milli klukkan 11 og
17. Inngangur í húsið er frá
Vonarstræti.
Alls verður boðin upp 161 bók
og ritröð, þar á meðal ljóð, skáld-
verk, bókafræðirit, ættfræðirit,
tímarit og ýmsar fágætar bæk-
ur. Að uppboðinu standa fom-
bókaverslunin Bókavarðan og
Sigurður Benediktsson hf.
Blönduósi.
UNG stúlka, SofiSa Péturs-
dóttir, hreppti bU af gerðinni
Borgarflörður:
Deilur vegna úti-
hátíðar í Húsafelli
DEILUR hafa nú risið á mUli Félags orlofshúsaeigenda í Húsafelli
og Ungmennasambands BorgarQarðar vegna útihátíðar, sem Ung-
mennasambandið hyggst standa fyrir yfír verslunarmannahelgina.
LeyQ sýslunefndar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu liggur fyrir gegn
þvf að viss skilyrði verði uppfyllt af mótsstjóm. Búið er að semja
um lög- og heilsugæslu, og annað í þeim dúr, en efitir er að fara ofan
í nánara skipulag á svæðinu sjálfú, tíl dæmis hvað varðar hreinlæt-
is- og salernisaðstöðu, að sögn Einars Siguijónssonar fúUtrúa
sýslumanns.
í bréfí, sem Félag orlofshúsaeig-
enda skrifaði UMSB, segir að 17
ára svo til óslitin hrakfallasaga úti-
samkoma í Borgarfírði ætti að hafa
fært mönnum reynslu. „Ungur
maður liggur á spítala með marg-
brotnar fætur og verður hann
örkumla alla ævi. Á öðrum stað
liggur annar ungur maður með
þriðja stigs bruna á brjósti, hann
verður eitt ár að jafna sig. Á spítala
á Akranesi liggur ung stúlka, niður-
lægð og slösuð, jafnar hún sig?
Fjórir bílar eru skemmdir eftir
árekstra og veltur, sjö ungmenni
hafa verið svipt ökuleyfí og yfír 40
unglingar bera minniháttar skrám-
ur. Allt þetta eftir dansleikjahald
um hvítasunnuhelgina í Borgarfírði
með tilheyrandi tjaldsamkomu að
Húsafelli," segir í bréfí frá Félagi
OH.
Ennfremur segir í bréfínu: „Ger-
um okkur grein fyrir að þessi slys
eru tilkomin vegna peningafíknar
einstakra félaga og mann, áköfum
í að græða á mannlegri eymd og
skemmtanafíkn unglinga með til-
heyrandi áfengis og fíkniefna-
neyslu. Framkoma þessara aðila
gegn æsku vorri lýsir ábyrgðarleysi
af hæstu gráðu, skeytingarleysi um
mannlegar tilfínningar og slíku
virðingarleysi við náttúru landsins
að það jaðrar við landráð."
IJMSB ráðgerir að halda útihátí-
ðina í Hlíðartúni sem er í jaðri
Húsafellsskógar, í landi Ástríðar
Þorsteinsdóttur, systur Kristleifs
Þorsteinssonar sem er landeigandi
Húsafellslands.
Sigríður Þorvaldsdóttir formaður
UMSB sagði í samtali við Morgun-
blaðið að unnið væri að undirbún-
ingi útihátíðarinnar að fullum krafti
enda væri engin ástæða til að hætta
við hana þrátt fyrir þetta upphlaup
orlofshúsaeigenda. „Bréf félagsins
var lagt fyrir stjórn og formenn
aðildarfélaga UMSB. Okkur þótti
hinsvegar ekki ástæða til að ræða
efni bréfsins þar sem það er bæði
öfga- og fjarstæðukennt. Vitnað
var meðal annars í útihátfðir, sem
UMSB hafði aldrei komið nálægt."
Sigríður sagði að UMSB hefði stað-
ið fyrir útihátíðum í Húsafelli á
árunum 1967 til 1976 sem allar
þóttu takast með ágætum enda
hefði aðhald og öryggisgæsla verið
mjög ströng.
Birgir Gunnlaugsson stjómar-
maður í Félagi OH sagði að félagið
væri síst á móti mótshaldi svo fram-
arlega að gengið verði almennilega
um staðinn. Kinsvegar hefði reynsla
síðari ára ekki sýnt það og væri
gróðurinn ennþá að jafna sig eftir
átroðning mótsgesta 1976 þegar
UMSB stóð fyrir sinni síðustu úti-
hátíð í Húsafelli. Kristleifur Þor-
steinsson landeigandi í Húsafelli
hefur lýst því yfír að hann teldi
atvinnurekstur sinn í hættu vegna
fyrirhugaðs mótshalds og jafnframt
hafa forsvarsmenn Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur lýst því
yfír að þeir ætli að flytja sína átta
sumarbústaði af svæðinu verði af
samkomunni.
Fulltrúi sýslumanns sagði að leyfí
lægi fyrir bæði frá landeigendum
og Náttúruvemdarráði auk þess
sem hvorki hreppsnefnd né bygg-
inganefnd hefðu mótmælt móts-
haldinu. Sýsluyfírvöld teldu að
hægt væri að anna löggæslu á
sómasamlegan hátt eins og verið
hefur á slíkum samkomum og því
sæi hann enga fyrirstöðu á móts-
haldinu svo framarlega sem öll
skilyrði hvað varðaði aðstöðu á
mótssvæðinu væru uppfyllt.
Samkomur síðan 1976
IJMSB óviðkomandi
MORGUNBLAÐINU hafa borizt
efitirfarandi yfírlýsingar með
ósk um birtingu:
„Vegna villandi frétta í fjölmiðl-
um að undanfömu er nauðsynlegt
að það komi fram, að Ungmenna-
samband Borgarfjarðar gekkst fyrir
sumarhátíð í Húsafelli fyrst árið
1967 og síðast árið 1976.
Vom þessar samkomur haldnar
í góðri samvinnu við heimilisfólkið
á Húsafelli, lögregluyfírvöld í hér-
aði og aðra þá sem tengdust
mótshaldinu.
Útisamkomur í héraðinu síðan
em óviðkomandi Ungmennasam-
bandi Borgarijarðar.
í héraði 16. júlí 1987,
Ófeigur Gestsson fyrrv.
sambandsstjóri Ungmenna-
sambands BorgarQarðar.
Sigríður Þorvaldsdóttir
núv. sambandsstjóri
Ungmennasambands Borg-
arQarðar."
„Vegna frétta í §ölmiðlum um
mótshald á vegum UMSB o.fl. vil
ég upplýsa:
Mót á vegum UMSB hófust í
Húsafelli árið 1967. Síðasta mót
var haldið árið 1976. Þessi mót
Daihatsu Coure í happdrætti
ungmennafélagsins Hvatar á
Blönduósi.
Ungmennafélagið Hvöt á
Blönduósi gekkst fyrir happdrætti
nú í sumar til styrktar starfsemi
sinni. Alls vom útgefnir miðar
1.000 og var dregið í happdrætt-
inu í hálfleik er 4. deildar liðin í
knattspymu, Hvöt og Árroðinn,
áttust við. Aðeins var dregið úr
seldum miðum og upp kom númer-
ið 85 og eins og fyrr greinir var
happdrættismiði með þessu núm-
eri í eigu Soffíu.
Hvatarmenn hafa verið mjög
ötulir við fjáröflunina og hafa þar
margir lagt hönd á plóginn. Ekki
veitir af því mikill kostnaður fylg-
ir því að halda uppi öflugu íþrótta-
starfí og ekki síst að taka þátt í
deildarkeppninni í knattspymu.
— Jón Sig.
Haraldur,
ekki Halldór
í viðtali við Nils Ihre, fyrrver-
andi framkvæmdastjóra samtaka
sementsfiramleiðenda í Vestur—
Evrópu sem birtist sl. miðviku-
dag misritaðist nafin íslendings-
ins sem stjómaði rannsóknum á
alkalískemmdum hjá Rannsókn-
arstofíiun byggingariðnaðarins.
Hið rétta er að þessar rannsókn-
ir voru undir stjóm Haralds Ás-
geirssonar. Morgunblaðið biðst
velvirðingar á þessum mistökum.
©
INNLENT
40 ára starfsemi
Hvítasunnumanna
í Stykkishólmi
voru öll haldin með Ijölbreyttri dag-
skrá, sem höfðaði til fólks á öllum
aldri.
Áfengisneysla var stranglega
bönnuð og að því staðið með mik-
illi festu sem og annarri fram-
kvæmd.
I fréttum þessa dagana hefur
komið fram nokkur ruglingur á
þessum staðreyndum, þar sem gefíð
er í skyn, að UMSB hafi staðið
fyrir fjöldasamkomum um hvíta-
sunnuhelgi og samkomu á Húsafelli
árið 1983.
Staðreyndin er að þessi mann-
safnaður seinni ára hefur farið fram
án nokkurrar stjómar og síst af
öllu verið á vegum UMSB, nema
dansleikir sem haldnir hafa verið í
samkomuhúsum héraðsins verslun-
armannahelgar um nokkurra ára
skeið.
Ég mun hafa látið liggja að því,
að um síðustu hvítasunnu hafi
UMSB staðið fyrir dansleik sem
haldinn var í Logalandi, en það er
alrangt. Það var hljómsveit sem tók
húsið á leigu og hélt þar dansleiki
á sína ábyrgð.
Húsafelli 15. júlí 1987,
Kristleifúr Þorsteinsson
Stykkishólmi.
UM ÞESSAR mundir eru liðin
40 ár síðan Hvítasunnuhreyfing-
in hóf starfsemi sína hér í
Stykkishólmi. Af því tilefni er
hreyfíngin með samkomur þessa
dagana. í dag, laugardag, verða
þijár samkomur og á morgun
lýkur afmælishátíðinni.
Það var árið 1947, að þau Hertha
og Þórarinn Magnússon komu hing-
að á vegum hreyfingarinnar og
héldu samkomu bæði í kirkjunni og
samkomuhúsinu. Var mikil aðsókn
að samkomum sem leiddi til þess
að þau ákváðu að hefja hér kristi-
legt starf hvítasunnumanna. Þau
voru nýkomin frá Svíþjóð, þar sem
þau voru bæði þátttakendur í líku
starfí, Hertha var sænsk en lærði
furðu fljótt íslenskuna. Hún var
mjög músfkölsk og söng vel og setti
það sinn blæ á samkomumar.
En Þórarinn og Hertha létu ekki
þar við sitja heldur hófu þau bygg-
ingu samkomuhúss með íbúð fyrir
safnaðarstjómina og þetta hús gátu
þau tekið í notkun 1948. Þótti þetta
hið mesta afrek, þó að þau fengju
hjálp frá vinum í hreyfingunni
víðsvegar að. Ekki var samkomu-
hald látið nægja, heldur hafíð
bamastarf sem enn í dag er við
lýði. Þau hjón stýrðu þessu í 8 ár
en þá tóku aðrir við. Þórarinn hóf
trúboð í Grænlandi sem hann vann
að til dauðadags.
Síðan hafa 8 forstöðumenn verið
fyrir söfnuðinum og núverandi for-
stöðumaður er Kjell Lindblom og
kona hans, Margrét. Margir hafa
notið góðs af þessu starfí, enda það
fólk sem að þessu hefur staðið
bæði fómfúst og áhugasamt.
— Ámi
NAFN listmálarans Kjartans Öla-
sonar misritaðist í frétt frá Bolung-
arvík í blaðinu síðastliðinn
fímmtudag, er hann var sagður
Ólafsson. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
GENGIS-
SKRANING
Nr. 132 - 17. júlí 1987
Kr. Kr. ToU-
Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi
Dollari 39,070 39,190 39,100
Stpund 63,370 63,564 62,440
Kan.dollari 29,600 29,691 29,338
Dönskkr. 5,5834 5,6006 5,6505
Norskkr. 5,7989 5,8167 5,8310
Sænskkr. 6,0809 6,0996 6,1228
Fi.mark 8,7434 8,7703 8,7806
Fr.franki 6,3642 6,3838 6,4167
Belg.franki 1,0216 1,0248 1,0319
Sv. franki 25,4312 25,5093 25,7746
Holl. gyUini 18,8198 18,8776 19,0157
V.-Þ.mark 21,1848 21,2498 21,4012
Ítlíra 0,02928 0,02937 0,02952
Austurr.sch. 3,0141 3,0233 3,0446
Port. escudo 0,2713 0,2722 0,2731
Sp.peseti 0,3085 0,3095 0,3094
Jap.yen 0,25772 0,25851 0,26749
írsktpund 56,763 56,937 57,299
SDR(Sérst) 49,6908 49,8438 50,0442
Ecu, Evr. 44,0241 44,1593 44,3316
Belg. fr. Fin 1,0181 1,0212