Morgunblaðið - 18.07.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987
35
Norræna húsið:
Fyrirlestur um
brautryðjanda
abstraktlistar
SÆNSKI listfræðingurinn Ake
Fant heldur fyrirlestur í Norr-
æna húsinu í dag, laugardag-
inn 18. júlí um sænska
listmálarann Hilmu af Klint.
Áke Fant hefur um langt skeið
unnið að rannsóknum á list Hilmu
af Klint (1862-1944), áður
óþekkts brautryðrjanda abstrakt-
listar, segir í frétt frá Norræna
húsinu.
Áke Fant er dósent í listasögu
við Stokkhólmsháskóla og hefur
skrifað fjölda bóka um nútímalist
og unnið að gerð sýninga um
nútímaarkitektúr. Fyrirlesturinn
hefst kl. 17.
Morgunblaðið/Þorkell
AHA íafmælis-
veislu James Bond
„Þetta var góð Bond-mynd og upplyftingin
löngu timabær. Timothy Dalton var pott-
þéttur," sagði Arnaldur Indriðason kvik-
myndagagnrýnandi Morgunblaðsins í
samtali við blaðamann að lokinni frumsýn-
ingu á nýjustu James Bond-myndinni,
„Logandi hræddir" (The Living Daylights),
í gær. Norska popphljómsveitin AHA er nú
stödd hér á landi og hélt hún tónleika í
gærkvöldi og verða aðrir i kvöld, en meðal
þess sem sveitin hefúr sér til frægðar unn-
ið er að gera titillag nýju Bond-myndarinn-
ar. Að sjálfsögðu var hljómsveitarmeðlim-
um boðið að vera við frumsýninguna og
gæddu þeir sér m.a. á afinælistertu, sem
gerð var í tilefiii 25 ára afinælis James-
Bond myndanna. Það er söngvarinn Morten
Harket, sem mundar knifinn svo fagmann-
lega, en við hlið hans standa þeir Magne
Furuholmen og Pal Waaktaar.
Endurskoðuð þjóðhagsspá Þjóðhagsstofiiunar:
Vaxtarskeiðið á enda
HELSTU sérfræðingar Þjóð-
hagsstofhunar kynntu frétta-
mönnum i gær einstaka þætti
endurskoðaðrar þjóðhagsspár
fyrir árið 1987. Hér á eftir fara
valdir kaflar úr spánni:
„Frá því Þjóðhagsstofnun birti
síðast heildarspá um þróun efna-
hagsmála hér á landi á árinu 1987
I febrúarmánuði síðastliðnum, hafa
ýmsar veigamiklar forsendur henn-
ar breyst. Mestu máli skiptir, að
þeir kjarasamningar, sem gerðir
hafa verið á síðustu mánuðum, fela
í sér meiri kaupmáttaraukningu á
fyrri hluta þessa árs en þá var gert
ráð fyrir. Fýrir vikið hafa þjóðarút-
gjöld vaxið meira en reiknað var
með og þensla í efnahagslífínu auk-
ist. Af þessu tvennu leiðir meðal
annars, að verðlagshorfur hafa
versnað til muna frá því í ársbyijun.
Ný ríkisstjóm hefur ákveðið að-
gerðir, sem miða að því að draga
úr þeirri þenslu, sem hefur einkennt
efnahagsframvinduna á fyrri hluta
ársins og bæta stöðu ríkissjóðs.
Áhrifa þessara aðgerða gætir þó
ekki að fullu fyrr en á næsta ári.
Hér á eftir er gerð grein fyrir
einstökum þáttum endurskoðaðrar
þjóðhagsspár fyrir árið 1987. Jafn-
framt er dregin upp mynd af
efnahagshorfum fyrir næsta ár eins
og þær eru nú metnar. Þar eru vita-
skuld ýmsir veigamiklir þættir
óráðnir. En horfur um framleiðslu
hér innanlands, einkum í sjávarút-
vegi, ásamt markmiðum ríkisstjóm-
arinnar um verulega hjöðnun
verðbólgu og jafnvægi í viðskiptum
við útlönd setja vexti þjóðarútgjalda
á næsta ári þröngar skorður.
Helstu niðurstöður endurskoð-
aðrar þjóðhagsspár era þessar:
■ Almennar launahækkanir hafa
orðið mun meiri á fyrri hluta
ársins en gert var ráð fyrir í
ársbyrjun. Nú er spáð um 25%
hækkun atvinnutekna á mann
frá upphafi til loka þessa árs í
stað 16% áður.
■ Verðlagshorfur hafa versnað til
muna frá upphafi til loka þessa
árs verður svipuð og ætlað var.
Hins vegar er ljóst, að kaup-
máttur tekna heimilanna verður
að meðaltali mun meiri á þessu
ári en áður var gert ráð fyrir.
■ Aukning kaupmáttar launa frá
upphafí til loka þessa árs verður
svipuð og ætlað var. Hins vegar
er ljóst, að kaupmáttur tekna
heimilanna verður að meðaltali
mun meiri á þessu ári en áður
var gert ráð fyrir.
■ Nú er því spáð, að þjóðarútgjöld
vaxi mun örar á þessu ári en
fyrr var áætlað, eða um tæplega
9% að raungildi í stað 6% í árs-
byijun.
■ Þjóðartekjur era einnig taldar
aukast meira en áður, eða um
7>/2% í stað 5>/2%, en þó hægar
en þjóðarútgjöldin.
■ Horfur era á heldur meiri halla
Morgunblaðið/KGA
Frá fúndi sérfræðinga Þjóð-
hagsstofiiunar með fréttamönn-
um í gær. Bolli Bollason,
hagfræðingur og Þórður Frið-
jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofii-
unar.
á viðskiptum við önnur lönd en
spáð var í upphafí ársins, fyrst
og fremst vegna stóraukins inn-
flutnings. Þó er gert ráð fyrir,
að hallinn verði minni á síðari
hluta ársins en á fyrri hluta þess.
■ Hagvöxtur, á mælikvarða lands-
framleiðslu, gæti orðið talsvert
meiri en spáð var í febrúar, eða
um 5% í stað 3>/2%. Þetta stafar
fyrst og fremst af mun meiri
útgjaldaaukningu og þar með
meiri umsvifum hér innanlands
en reiknað var með í febrúar,
einkum á sviði verslunar ogþjón-
ustu. Horfur um fiskafla og
sjávarvöraframleiðslu era hins
vegar óbreyttar frá því, sem
áætlað var í upphafí ársins.
■ Efnahagshorfur á næsta ári era
óljósar, en útlit er fyrir, að veru-
lega dragi úr hagvexti og gæti
jafnvel samdráttar eftir einstakt
vaxtarskeið undanfarin þijú ár.
Því er ljóst, að veralegs aðhaids
er þörf á öllum sviðum útgjalda,
ef takast á að draga úr verð-
bólgu og viðskiptahalla á næsta
ári.
Rétt er að vekja athygli á því,
að ýmsar heildarstærðir efnahags-
mála era nú áætlaðar nokkra hærri
en áður. Þetta stafar af því, að
nýlokið er endurskoðun þjóðhags-
reikninga fyrir árin 1981—1984,
sem hafði í för með sér nokkra
hækkun einkaneysluútgjalda. Þess-
ari endurskoðun er lýst nánar í
viðauka hér fyrir aftan.
Efnahag'shorfur
á næsta ári
Framvinda efnahagsmála hér á
landi undanfarin þijú ár hefur verið
einstaklega hagstæð. Þjóðartekjur
hafa vaxið ört og kaupmáttur tekna
aukist veralega. Bætt ytri skilyrði
eiga hér stóran hluta að máli, en
innlendar aðstæður hafa einnig ver-
ið með besta móti. Þetta hefur
meðal annars komið fram í öram
vexti sjávarvöraframleiðslu og
miklum viðskiptakjarabata. Þannig
hefur framleiðsla sjávarafurða auk-
ist um 8% á ári að meðaltali. Mestu
munar um stóraukinn þorskafla,
sem var 280 þúsund tonn árið 1984,
en verður samkvæmt spám 380
þúsund tonn á þessu ári. Viðskipta-
kjör hafa ennfremur batnað um
samtals 11% frá árinu 1984, sem
meðal annars má rekja til stórfelldr-
ar lækkunar olíuverðs, lækkunar
vaxta á alþjóðamarkaði og síðast
en ekki síst sífellt hækkandi fís-
kverðs á erlendum mörkuðum.
Nú bendir hins vegar ýmislegt
til, að ekki verði framhald á þessu
vaxtarskeiði á næstunni. í fyrsta
lagi hefur Hafrannsóknastofnun
nýlega lagt fram tillögur um veru-
leglan samdrátt í þorskveiðum á
næsta ári. í öðra lagi virðist óvar-
legt að reikna með áframhaldandi
viðskiptakjarabata í líkum mæli og
verið hefur síðustu tvö ár. í þriðja
lagi hafa þjóðarútgjöld aukist tals-
vert umfram þjóðartekjur að
undanfömu með þeim afleiðingum,
að þenslumerki sjást víða í þjóðar-
búskapnum.
í því skyni að styrkja hrygning-
ar- og veiðistofn þorsksins telur
Hafrannsóknastofnun æskilegt, að
þorskafli verði takmarkaður við 300
þúsund tonn á ári næstu tvö ár.
Hér er um að ræða nálægt fjórð-
ungs skerðingu þorskafla frá því,
sem áætlað er, að hann verði á
þessu ári. Auk þess gera tillögur
fiskifræðinga ráð fyrir minni karfa-
og grálúðuafla, en meiri ýsu- og
ufsaafla. Í þessum tillögum felst
nálægt 11% samdráttur aflaverð-
mætis á næsta ári, en það gæti
svarað til um 6% lækkunar útflutn-
ingstekna í heild. Skerðing þorsk-
afla á næsta ári um helming þess,
sem fískifræðingar leggja til, gæti
hins vegar haft í för með sér rúm-
lega 2% samdrátt útflutningstekna.
í þessum tölum er reiknað með, að
hagkvæmari ráðstöfun aflans vegi
að nokkru á móti aflasamdrættinum
og jafnframt er gert ráð fyrir nokk-
urri aukningu í útflutningi annarrar
vöru en sjávarvöra. Með hliðsjón
af skýrslu Hafrannsóknastofnunar
virðist útilokað að gera ráð fyrir
auknum þorskafla á næsta ári.
Þetta þýðir, að í besta falli er hægt
að reikna með óveralegri aukningu
í útflutningi vöra og þjónustu árið
1988.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum
17. júlí
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta MaAal- Magn Heildar-
varð verð verA (lestir) verA (kr.)
Þorskur 38,10 26,80 35,20 29,523 1.039.311
Ýsa 47.40 35,00 40,72 8,978 365.589
Karfi 19,20 13,00 18,00 5,914 106.439
Langa 15,00 12,00 13,35 1,036 13.841
Koli 27,60 14,00 22,65 0,657 14.880
Ufsi 21,90 17,40 21,69 7,6 164.861
Skötuselur 110,80 47,80 78,19 0,064 5.024
Samtals 32,28 54,5 1.759.253
Aflinn í gær var úr Stokksey, Krossvík og Hafdísi. Á mánudag verð-
ur afli Dagstjörnunnar seldur á markaðnum, um 100 tonn af þorski,
10 tonn af ýsu og 10 tonn af öðrum tegundum. Þá verða sel 4 tonn
af handfærafiski úr Gunna RE.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Hæsta Lægsta MeAal- Magn Heildar-
verA verA verA (lestir) verA (kr.)
Þorskur 42,00 33,50 35,57 57,2 2.034.742
Ýsa 48,00 46,00 47,13 5,1 240.093
Koli 31,00 20,50 30,62 16,4 503.520
Samtals 35,23 79,1 2.783.817
Til sölu verður í dag 12 tonnn af þorsk, 2 tonn af ýsu og 30 tonn
af kola.
Mikil eftirspum eftir físki víða
erlendis og sífellt hækkandi fisk-
verð eiga stóran hlut í viðskipta-
kjarabata síðustu ára. Svo virðist
sem framhald geti orðið á þessari
þróun. Hins vegar er ólíklegt, að á
næstunni komi til búhnykkur 'i
líkingu við þá stórfelldu lækkun
olíuverðs, sem varð á síðasta ári.
Því virðist áfram mega reikna með
heldur batnandi viðskiptakjöram,
þótt batinn verði að öllum líkindum
hægari en undanfarin tvö ár.
Þjóðarútgjöld hafa að undan-
fömu aukist talsvert meira en
þjóðartekjur, sem stafar annars af
mikilli aukningu kaupmáttar og
jafnframt einkaneysluútgjalda á
þessu ári. Fyrir vikið hafa verðbólgu
og viðskiptahalli farið vaxandi.
Ljóst er, að koma verður á betra
samræmi milli þjóðarútgjalda og
þjóðartekna til að snúa þessari þró-
un við.
Það segir sig sjálft, að mjög erf-
itt er að ráða í, hvað þessar óljósu %
forsendur þýða fyrir framvindu
efnahagsmála á næsta ári. óbreytt-
ur þorskafli, en annar afli í
samræmi við tillögur fiskifræðinga,
gæti í besta falli leitt til 1—2%
aukningar þjóðartekna. Fiskafli í
samræmi við tillögur Hafrannsókn-
arstofnunar leiddi hins vegar til
veralegs samdráttar þjóðartekna,
líklega á bilinu 2—3%.
Að öllu samanlögðu virðist því
ljóst, að eftir einstakt vaxtarskeið
í þjóðarbúskapnum undanfarin 2—3
ár verði nú hlé á öram hagvexti og
geti jafnvel gætt samdráttar að
minnsta kosti á næsta ári. Þessar
horfur segja vexti þjóðarútgjalda á
næstunni afar þröngar skorður, ef
verðbólga og viðskiptahalli eiga
ekki að fara úr böndunum."
Reykjavík:
Alda um-
ferðar-
óhappa
MIKIL slysaalda var í um-
ferðinni í borginni síðastlið-
inn miðvikudag og urðu á
fimm stunda bili síðdegis um
20-25 umferðaróhöpp. Um
kvöldið urðu ein 7 óhöpp og
þar af tvö slys, þar sem fólk
var flutt á slysadeild.
Ekið var á 5 ára stúlku á
reiðhjóli á miðvikudagskvöldið
kl.20.40 þar sem hún var að
hjóla á gangstíg við Maríubakk-
. ann. Ökumaður var að stytta
sér leið og keyrði yfir gangstíg-
inn á lftilli ferð, en sá ekki
stúlkuna fyrr en úm seinan, og
fótbrotnaði hún.
Fimm mínútum áður varð
mjög harður árekstur á mótum
Höfðabakka og Vesturlandsveg-
ar. Femt var flutt á slysadeild
og bifreiðar dregnar burt mjög
mikið skemmdar.