Morgunblaðið - 18.07.1987, Síða 38

Morgunblaðið - 18.07.1987, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 Á FERÐ UM ÁSTRALÍU: Þannigsá ég Astralíu . . . og mann langar til að hneigja sig . . . eftir Matthildi Björnsdóttur Frá Sydney liggur leiðin síðan aftur á vit náttúrunnar, héldum sem leið liggur í átt til Katoomba. Kato- omba er nafn á einni af mörgum borgum Nýju Suður-Wales og þýðir vatnsfall og er í hjarta þjóðgarðs þar sem hin þekktu Bláu fjöll og hinir sérkennilegu klettar „Þijár systur" eru. Sólin hafði dregið sig í hlé. Það var skýjað og rigning öðru hveiju. Katoomba var vafin þoku er við komum þangað. Útlitið var ekki gott með útsýni en við ákváðum að hinkra í von um að létti til. Heppnin var með okkur. Ókunn öfl drógu skýin örlítið frá, nóg til þess að klettamir Þijár systur birt- ust okkur í allri sinni dýrð. En Bláu fjöllin eða Bláfjöllin þeirra sáust varla. Þokuskýjunum var rétt að- eins lyft til að vekja forvitni fólks til að fá það til að koma seinna. En þama stóðu þær þijár systumar eins og þær hafa gert frá örófi alda, um þijú hundruð metra háar og blöstu við fólki af margvíslegu þjóð- emi sem vildi festa þær á fílmu. Gróðurfarið einkennist mikið af regnskógagróðri, háum burknum sérkennilegum klettum, hellum og háum fossum og ýmsu fleiru sem 'gleður augu náttúruunnenda. Á þessum slóðum grófu menn eftir gulli á gullaldarárunum. í Bathurst er líkan af manni sem er að hrista pönnu. Gengið um gamalt söguþorp Landslagið einkennist af frekar lágum gróðri og mjúkum hæðum þar sem granít stendur upp úr jörðu hér og þar. Ökum í gegnum lítil þorp þar sem lítið lífsmark er að sjá. Carcoar er eitt af þeim, Iítið söguþorp sem hefur að geyma hús sem byggð voru um miðja nítjándu öld, í kringum átján hundruð og fimmtíu. Andrúmsloft staðarins er í stíl við þau. Enginn bíll sást aka um þorpið þennan síðdegispart. Eina lífsmarkið sem sjáanlegt var, var að búð var opin og köttur sem sat virðulegur á stól við gamalt timburhús. Hann lét ekki haggast þó tvær mannveur væru á rölti. Sat bara eins og hann hefði gert það síðan sögur hófust. Það er mjög einkennilegt að koma í svona þorp þar sem engin böm sjást að leik og ekkert fólk úti við. Gömul, ónotuð en mjög vel við haldin jámbrautarstöð stóð þama efst í þorpinu til minningar um löngu liðið blómaskeið. Gömul landbúnaðartæki og fleiri áhöld standa fyrir utan eitt elsta húsið sem byggt er úr gijóti og leir. Þetta er byggðasafn frá 1849. Þessi áhöld sem eru eins og þau hafi dagað uppi, undirstrika undarlegt and- rúmsloft staðarins. Cowra í Cowra er garður sem Japanir gáfu Áströlum. Tvær ástæður eru fyrir þessari fallegu gjöf. Japanir vildu friðmælast við þá vegna sprengju sem þeir vörpuðu á Syd- ney á stríðsárunum og um leið þakka fyrir að þeir höfðu sinnt um leiði og minningu Japana sem féllu þar og eru jarðaðir í Ástralíu. Þessi garður endurspeglar þá fínlegu stemningu sem svo mjög einkennir margt japanskt. Hand- bragð og frágangur garðsins í heild, blómanna, og gangstígar fá mann næstum til að langa til að ganga á tánum og hneigja sig að japönskum sið. Litríkir japanskir fiskar synda í lítilli tjöm og koma upp að bakkan- um ef einhver gefur þeim að borða. Bonsíur, japönsk dvergtré sem ræktuð eru á sérstakan hátt standa undir þaki í garðinum og eru til fagurs vitnis um næmi og listfengi Japana. Það em venjuleg tré sem fá meðhöndlun frá upphafi til að þau verði smávaxin. Slík ræktun tekur áratugi þar til tréð verður virkilega fallegt. Inni í húsinu er safn japanskra muna sem þeir hafa gefið Áströlum. Munir sem undir- strika hve mikla virðingu Japanir sýna hinu allra smæsta í umhverfi sínu. Líkt er eftir hinu smæsta og smáir hlutir em unnir af einstakri natni fíngerðra handa. Er við yfírgefum þennan fallega garð verður eðla á vegi okkar og reynist góð fyrirsæta. Áður en við yfirgefum borgina fömm við í kirkjugarð staðarins. Þar em margir hermenn annarra þjóða grafnir. Það er einkennilegt að skoða kirkjugarða í Ástralíu, í landi sem hefur allan þennan gróð- ur. Öll leiði em úr steinsteypu eða öðm hörðu og föstu efni og engin tré eða blóm á leiðunum. Ef ein- hver blóm sjást em það plastblóm og þá helst á leiðum kaþólskra. Þau leiði er auðvelt að þekkja. I þessum kirkjugarði er einnig sýnt hvemig slíkir garðar eiga að verða í framtíðinni. Langar, hvítar, lágar, steyptar lengjur með litlum kubbum upp úr með vissu millibili. Sitt hvomm megin á þessum kubb- um er síðan nafnspjald. Fólk grafíð út frá þessum lengjum beggja meg- in. Allt mjög snyrtilegt og einfalt en ópersónulegt. En í svo stóm landi þar sem fólk flyst oft búferlum þýðir ekki að hafa leiðin þannig að þau krefjast umhirðu. Ferðin um kirkjugarðinn minnir mig á þá ólíku siði sem tengjast dauðanum eftir löndum. Þarna er ekki lögð áhersla á nostur við graf- ir en Astralíubúar láta tilfinningar sínar í ljós er þeir auglýsa fráfall ættingja. í blöðum em tilfínninga- ríkar yfirlýsingar og útlistanir á því hve mikið eftirlifandi ættingjar sakna viðkomandi og að þeir hefðu viljað hafa verið iðnari við að tjá ást sína á þeim látna á meðan hann lifði. En stöldmm ekki lengur við dauðann heldur höldum á móts við lífið í sínum fjölbreytilegu myndum sem alls staðar birtast. Gróður jarð- ar, fuglar himins og allt þar á milli talar máli lífsins og sýnir að þrátt fyrir allt er lífið sterkara en dauð- inn. Frá Cowra emm við nú á leið til baka. Þá leið ætlum við að aka nokkum veginn meðfram Murray ánni. Suðurhafseyjabláminn er yfír og allt um kring. Japanskar silkieikur og pipartré setja svip sinn á um- hverfið meðfram leiðinni sem við ökum. Vegna stöðu sólar sem er allt önnur en við eigum að venjast em skuggar tijánna beint undir þeim. Það er gaman að horfa upp- eftir tré á þessum slóðum og sjá geisla sólar leika á milli greina og laufblaða. Litimir em svo sterkir undir himinblámanum. Komum síðla dags til Wagga Wagga sem er ein af borgunum sem liggja við Murray ána. Nafnið er frá fmmbyggjunum og hefur marg- ar meiningar. Það er bæði kennt við korn og mölun, dans og þýðir að renna. Svo þýðir það einnig skjögrandi, fársjúkur eða deyjandi maður. Sólin skín og vermir landið. Und- ir glampandi skini hennar ökum við meðfram Murray ánni. Á leið okkar ökum við framhjá hinum sérstaka kletti eða fjalli sem heitir „The Rock" og er strýtumyndaður klettur á toppi lítils fjalls. Komum að virkj- uninni Hume Dam í Nýju Suður- Wales þar sem hin fræga Murray á á upptök sín. Það er sama að hverskonar mannvirki er komið, allsstaðar em falleg tré og blóm. Grasflöt við þessa virkjun skartar rósum. Það er alltaf eitthvað sér- stakt við rós. Það er eins og rósir veki í manni einhveija lotnigu, undmn yfir sköpun sem býr yfir svo mikilli blíðu. Mjúk og angandi rós hefúr löngum dugað mörgum til að bræða hjörtu, bæði til sátta og ásta. Frá virkjunni er útsýni yfir víðáttumikið svæði, á vinstri hönd glittir í snjó Kosciusko svæðisins en til hægri liðast Murray áin fyrsta spölinn fram hjá gróðursælum engj- um og víðáttumiklum ávaxtaökmm. Lítið ávalt fjall sem ég veit ekki hvað heitir, setur mjúkan svip á umhverfí þar sem bóndi er að slá. Það verk er unnið á sama hátt með samskonar vélum báðum megin hnattarins. Umhverfið er eins fagurt og ljóð- rænt og best verður á kosið. í Corowa, Nýju Suður-Wales áðum við við „Billabong“ út frá Murray ánni og ósjálfrátt kemur Ástralska þjóðlagið „Waltzing Matilda" upp í hugann. Echuca í Echuca slær kvöldsólin falleg- um blæ yfir umhverfið. Sólin glampar á mórautt vatn Murray árinnar en samt endurspeglast allt í henni. Kyrrðin er alger, varla lífsmark að sjá utan þess náttúm- lega sem em fuglar á sveimi og skríðandi skordýr. Fljótabátamir kúra upp við árbakkann og bíða þess að nýr dagur renni upp og þeir geti rennt fram og til baka um ána fullir af fólki. Ef nafnið Echuca hljómar kunn- uglega fyrir ykkur er það vegna þess að þar var myndaflokkurinn Allt fram streymir eða „A1 the Riv- er mns“ tekinn. Sá myndaflokkur varð mikil lyftistöng fyrir þessa borg sem nú gerir út á þá frægð. Við höfnina er svæðið til sýnis þar sem myndin var tekin og þar hafa verið opnuð söfn með gömlum munum. Fljótabátar fara fram og til baka með farþega og pípið lætur kunnuglega í eymm frá því að hin skapmikla kona í myndaflokknum lét móðann mása og ekkert hindra sig í að ná rétti sínum, og þeytti lúðurinn án afláts. Nú er nóg vatn í ánum og engin hætta á þeim vand- ræðum sem þau áttu við að stríða í myndaflokknum forðum. Ástæðan fyrir því að þessi borg var valin til kvikmyndunar er göm- ul og söguleg mannvirki. Bryggja frá árinu 1865, hótel frá 1867 og fleiri gamlar byggingar. Á síðustu öld vom það meira en hundrað bát- ar sem streymdu fram og aftur um Murray, Darling og Murmmbidgee ámar, enda vom þeir helstu sam- göngu- og flutningatæki _ fyrir landbúnaðarvömr og iðnað. Á þeim tímum gegndu bátamir mikilvægu hlutverki til að gera miðju landsins byggilegri og auka ullarframleiðslu landsins. Hvar sem ekið er eða siglt með- fram ánni sjást fljótandi sumarbú- staðir. Þeir hafa þá kosti að auðvelt er að breyta til og hafa sumarhúsið á nýjum stað ár hvert. Þetta em oft hljólhýsi eða lítil hús sem menn hafa smíðað ofan á fljótapramma til að geta látið sig líða í róleg- heitum um ána milli bakkanna þar sem gömul eucalyptus tré standa og setja rómantískan og róandi blæ yfír umhverfið. Milli þessara gömlu bygginga er auðvelt að hverfa í huganum langt aftur í tímann og ímynda sér hvern- ig allt hafi verið. Konur gengu um í síðu pilsunum sínum með hatt á höfði og stundum með sól- eða regnhlíf. Andrúmslofið er þmngið spennu ýmissa viðskipta. Ástralir virðast sérfræðingar í að viðhalda gömlum byggingum og ýmissri gamalli menningu. And- rúmsloft margra staða er eins og það hafi staðið í stað, verið fryst. Sem við göngum þessa götu þar sem gömlu húsin standa með rósa- beðin fyrir framan og hestvagnar skrölta hjá vantar ekkert nema hefðarfrú frá nítjándu öldinni með sólhlífina sína til að okkur finnist við vera komin aftur í aldir. Við höldum okkur við sögubæi og fömm næst til Swan Hill. Swan Hill Swan Hill er lifandi sögusafn í svipuðum dúr og Sovereign Hill nema að þar var ekki námugröftur. Hún var frekar iðnaðar- eða þjón- ustuborg fyrir nærliggjandi svæði. Dökkir timburkofar og vaggandi endur í hóp fyrir utan breyta manni næstum í einn af hvítu landnemun- um. Og maður sér fyrir sér lífsbar- áttu þeirra er þeir vom allt í einu komnir til lands sem var þeim að öllu leyti framandi. En þó kofamir láti mann hverfa svo langt aftur í tímann em tæki sem þarna er að sjá mun yngri þó þau þyki forn á nútíma mæli- kvarða. Þúfnabani og gamli Ford frá 1923 stóðu þama á stræti eins Stolt Murray-árinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.