Morgunblaðið - 18.07.1987, Page 39
h
4. GREIN
og þeim hefði verið lagt í smástund
áður en þau yrðu notuð aftur. Menn
unnu í margskonar smiðjum og
beittu þessum sígildu handtökum
sem ætíð standast tímans tönn.
Hestur sem beitt var fyrir kerru
stóð og beið tilbúinn til þjónustu. í
einu elsta bankaútibúi Ástralíu var
spiluð spóla sem lýsti viðskiptahátt-
um þeirra tíma. Gömul mylla stóð
af gömlum vana milli kofanna og
gömlum bát hafði verið komið fyrir
fullum af ullarböllum eins og þeir
voru á þeim tímum. Tíminn stendur
í stað. Geit á beit og endurnar láta
ekki trufla sig við daglegt amstur
og mæta stundvíslega klukkan þtjú
við bakaríið til að fá eftirmiðdags-
hressinguna.
Tré speglast í vatni, vatnaliljur
fljóta. Undur náttúrunnar fléttast
saman við forna stemningu og láta
eins og rás tímans sé ekki til. Fjór-
ir gulir andarungar kúra undir tréi
og bíða eftir að foreldranir komi
og gefi þeim gott í litla gogginn.
En við höldum ferðinni áfram.
Mildura
Mildura er ein af borgunum sem
eru við Murray ána og hefur tekjur
af ferðamönnum sem sigla á gömlu
gufubátunum. Þar búa tæplega
sextán þúsund manns.
Skærblár morgunninn rann upp
með skafheiðan himin. Milli gam-
alla eucalyptus trjáa sem stóðu
þarna af gömlum vana, rann
Murray áin kyrr og friðsæl og tindr-
aði á vatnið. Eigendur báta undir-
bjuggu róður dagsins. Trén snéru
bæði upp og niður og bátar snéru
á haus hvor á móti öðrum. Hol tré
stóðu eins og fílsfætur meðfram
ánni, tilvalið skjól fyrir ýmis dýr.
Fuglar sungu í margvíslegum tón-
tegundum.
Sólskinsdagnr á
Murray
Við tíndum saman föggur okkar
og héldum þangað sem gufubátarn-
ir voru. Farþegarnir streymdu að
enda vart hægt að hugsa sér fal-
legri dag.
Gufubáturinn Melboume varð
fljótt fullur af eftirvæntingarfullum
farþegum. Undir dökkbláum himni
rann báturinn af stað í sólinni. Hit-
inn var um þijátíu stig og lítilla
skjólklæða þörf.
Góðlátlegur blástur gufubátsins
lét vinalega í eyrum, sérstakur
straumur rann um æðar. Hvemig
var hægt annað? Að sigla í þessu
fallega sögulega umhverfi á svona
unaðslegum degi.
Sem báturinn rann hægt eftir
ánni fræddi skipstjórinn okkur um
ána og umhverfi hennar um leið
og hann stýrði fleyinu af öryggi
langrar reynslu.
Amar á þessum slóðum eiga við
það vandamál að stríða að vera
misvatnsmiklar. En við því hefur
verið séð og útbúinn einhverskonar
skipastigi eða hlið sem hleypa vatni
á milli og jafna þannig að bátarnir
komist leiðar sinnar. Á meðan það
gerðist hélt báturinn kyrru fýrir í
krónni og farþegarnir notuðu tæki-
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987
39
Á þessu slóðum er Murray áin
ávallt nálæg og liðast í mjúkum
bylgjum um landið ýmist í eða við
borgir og bæi eða úti í guðsgrænni
náttúrunni. Sumsstaðar hefur hún
náð að flæða svo hatt að hún umlyk-
ur svæði þar sem tré stóðu. Bolir
þeirra standa víða blaðlausir upp
úr vatninu eins og ráðalausir hvort
þeir eigi að reyna að þrauka og
bíða betri tíðar eða gefast upp.
En á þurri jörð skríður lággróður-
inn í allri sinni hagsýni við nýtingu
vatns og reynir að hylja ljósrauðan
jarðveginn. En nú liggur leið okkar
áleiðis í hinn mikla þjóðgarð Flind-
ers Rangers.
Burra
Burra skiptist í tvö lítil þorp sem
heita Burra og Norður—Burra. þar
búa samanlagt rúmlega tólf hundr-
uð manns. í þessu þorpi em margar
minjar liðins tíma. Af þeim finnst
mér „The Miners Duggouts" merki-
legastar. Fyrstu koparnámumenn
grófu holur inn í jörðina til að búa
í með fjölskyldum sínum á meðan
á námuvinnunni stæði. Þessar holur
eru þröngir gangar inn í jörðina líkt
og tilbúnir hellar. Árið 1849 höfð-
ust átján hundruð manns við í
slíkum bústöðum víðs vegar um
bæinn, en þar af var þriðjungur
böm innan við Qórtán ára.
Þessum manngerðu hellum eða
holum var skipt í tvö til fjögur að-
skilin hólf eða herbergi, ef hægt
er að kalla slíkar vistarverur því
nafni. En nú eru aðeins tveir þeirra
eftir sem varðveittir eru sem sögu-
legar minjar. Afar frumstætt og
heilsuspillandi húsnæði. Enda kom
það í ljós. Mikið var um barnadauða
og veikindi hjá þessu fólki og árið
1851 dóu á annað hundrað manns
þar og þar af mörg böm úr vosbúð
og þeim sjúkdómum sem þá geisuðu
í heiminum, sem leiddi til þess að
námueigendur sáu sig tilneydda að
útvega betra húsnæði. 1860 voru
allir fluttir úr þessum hellum.
Þessi litli bær er einskonar sögu-
minjasafn fýrir þetta tímabil og
gerir út á það undir stjóm þjóð-
minjavörslu landsins eins og aðrir
sögubæir og ýmsar sérstakar þjóó-
minjar landsins sem em margar þó
landið eigi sér ekki langa byggða-
sögu á okkar mælikvarða. Elstu híis
staðarins em byggð árið 1946. Litlu
húsin sem byggð vom fyrir námu-
menn og þóttu lúxus þess tíma,
tala sínu máli um þróun tímans.
Við tjölduðum niður við á á tjald-
stæði þorpsins. í kvöldhúminu
syntu litlir andamngar ömggir und-
ir vemd andamóður. Það var skrítið
að sjá nýútskriðna andamnga í
nóvember. Þrír svartir svanir settu
skemmtilegan svip er þeir syntu um
ána í kvöldhúminu, litur þeirra féll
svo eðlilega inn í birtuna sem var
eins og gráblá. Lítil brú speglast í
kyrri ánni og tré umluktu ána svo
langt sem augað eygði. Við fugla-
söng og andakvak liðum við í
svefninn.
Er við höfðum nuddað stírumar
úr augunum morguninn eftir skoð-
uðum við helstu sögustaði svæðis-
ins, og litum á koparnámu sem lögð
var niður árið 1978. Vatnið í botni
námunnar var grænt og gömul
mannvirki í kring um það stóðu
þarna sem gamlir vitundarvottar
um liðið blómaskeið. Sprengihús
stóð þar sem byggt var árið 1857.
Þar er sama sagan og áður .er
minnst á, manni verður á að spyija
hvar er fólkið sem býr héma. Um
hádegið er við yfirgefum staðinn
og tökum myndir sést ekkert merki
um mannlíf nema byggingar. Á
götuhorni við gömul verzlunarhús
eru götumar tandurhreinar og
hvergi sést einu sinni bfll.
Nú emm við aftur á leið upp á
við. Það sést á landslaginu sem
aftur einkennist af grasi grónum
mjúkhæðóttum víðáttum svo langt
sem augað eygir, aðeins tré og té
á stangli.
Komum til Tarowie sem einnig
er nokkurs konar sögubær. Húsin
við aðalgötuna hafa staðið af göml-
um vana í um það bil eina öld, ef
ekki meir. Þrátt fyrir ískyggilega
kyrrð og ekki væri gott að sjá að
mannlíf þrifist þar, rákumst við þó
á unga konu sem var að gæta
tveggja drengja. Einn fulltrúi eldri
kynslóðarinnar sást bregða sér inn
á hótel staðarins. Það stóð yfir
undankeppni í siglingakeppninni
sem sameinar þjóðarsál Ástrala.
Drengirnir voru hressir og sýndu
að börn eru alltaf böm hvar sem
þau búa á jarðarhnettinum. Þeir
spurðu okkur hinna dæmigerðu ein-
lægu spuminga sem bömum einum
er tamt. Höfðu mikinn áhuga á
bílnum og því hvert við værum að
fara. En ekki vildu þeir gerast fyrir-
sætur fyrir okkur. í verzlun þarna
var þýzk kona sem hafði áhuga á
þjóðemi viðskiptavina sinna og vildi
endilega láta okkur skrifa í gesta-
bók er hún heyrði að annað okkar
væri frá íslandi.
Sem landið lækkar aftur verður
rauði liturinn aftur ríkjandi í um-
hverfinu og uppþomaðir ár- og
lækjarfarvegir til beggja handa við
þjóðveginn segja heilmagrt um hve
gæðum lífsins er misskipt. Enda
segir Malcolm að við íslendingar
séum spillt í landi lúxusvatns. Okk-
ur finnst svo sjálfsagt að hafa
óendanlega mikið af rennandi heitu
og köldu vatni að við eigum erfitt
með að tileinka okkur hugsunarhátt
þeirra sem verða að spara vatn.
Mikill hluti þess neysluvatns sem
íbúar Suður—Ástralíu verða að
sætta sig við er mórautt vatn
Murray árinar sern búið er að bæta
klóri í er það kemur úr krananum.
Mér fannst það ódrekkandi. Við
læmm líklega seint að meta til fulls
hve dýrmæt auðlind hreint vatn er.
En nú nálgumst við Flinders
Rangers, hinn fræga og víðáttumila
þjóðgarð. Auðvitað höfðu frum-
byggjamir þekkt þetta svæði á
undan Matthew Flinders, eins og
flesta aðra hluta landsins. Ýmis
nöfn á dölum og fjöllum bera þess
og vitni.
sjá næstu síðu
. . . eins og tíminn hafí staðið í stað.
færið til að ná sér í kaffibolla og
virða fyrir sér útsýnið. Vélstjórinn
bætti stöðugt viði í eldinn í gamla
gufuvél farartækisins.
Áður en varði var ferðinni lokið.
Virðulegir pelikanar og mávar vom
í móttökunefnd, búandi yfir stóískri
ró og létu fólkið ekki tmfla sig,
heldur héldu áfram að standa á
árbakkanum og virða fyrir sér út-
sýnið. Við deildum þessari ró með
þeim á meðan við snæddum hádeg-
isverð en síðan lá leiðin áfram
veginn.
I dæmigerðu suðurhafseyjaveðri
með sólina beint fyrir ofan okkur
en ekki á ská eins og hér, rennur
bíllinn með okkur í gegnum mörg
falleg svæði. Stöðug tilbreyting
gleður augað. Hlykkjótt á, ávaxta-
tré að sligast undan afurðunum.
Appelsínur í kössum úti á víða-
vangi. Dauðir eucalyptus tijástofn-
ar úti í á, myndrænir eins og
skúlptúrar. Höggmyndir náttú-
runnar.
Áður en við yfirgefum þessa frið-
sömu borg lítum við í verzlun sem
selur og sýnir eðalsteina náttúmnn-
ar. Þar vom þeir í ýmsum myndum
allt frá því að vera í sínu uppruna-
lega formi í misstómm hnullungum
til þess að hafa verið slípaðir í hina
fegurstu muni. Á slíkum stöðum
fær tíminn afstætt gildi fyrir jarð-
fræðinga og fagurkera. Það er
auðvelt að gleyma sér við að horfa
á fagra hluti og freistandi að grípa
til buddunnar eða visakortsins til
að fá góða gripi til að skipta um
eigendur. Enda voru þessir hlutir á
góðu verði. En sólin skein og kall-
aði okkur út. Á leið okkar út úr
borginni blöstu við tré sem voru að
sligast undan appelsínum. Á þess-
um slóðum gat á að líta óendanlega
ávaxtaakra. Tilhugsunin um fersk-
ar afurðir tijánna sem vom aprí-
kósu- ferskju- og vínbeijatré lét
mann fá vatn í munninn. En upp-
skerutími þessara ávaxta var ekki
kominn svo hugmyndaflugið varð
að nægja.
Gulir og grænir akrar blöstu líka
við. Það var Barley sem er grænt
og notað til að bmgga bjór og Mir-
at sem er maístegund. Á þessum
slóðum blasir hið dæmigerða ástr-
alska útsýni við eins og við höfum
séð það á myndum og í bíó. Víðáttu-
mikil tún og akrar sem em gulir
af sól og þurrki hvert sem litið er
og eucalyptus tréin eins og undir-
strika að þetta er í Ástralíu.
Jarðvegurinn er appelsínurauður.
Áður en langt um líður komum við
þó á svæði með annarskonar gróðri.
Það em lágir mnnar og plöntur,
grófar, þurrar og herpingslegar
enda verða plöntumar að vera
þannig til að geta lifað af á þessum
slóðum þar sem lítið er um úr-
komu. Og manni dettur í hug gömul
sjónvarpsmynd sem gerð var eftir
sögunni „Town like Alice". í þeirri
mynd gat að líta þessar endlausu
víðáttur og of mikið af sól, en ann-
aðhvort of mikil eða of lítil rigning.
En við emm að nálgast landa-
mæri Victoriu og Suður-Ástralíu.
Þangað er komið með ferska ávexti
frá öðmm svæðum vegna sérstakr-
ar flugnategundar sem ber smit.
Undir brennandi heitu skini sólar
ökum við fram hjá enn fleiri ávaxta-
ökmm. Forsjálir ávaxtabændur
hafa komið upp skúmm við þjóð-
veginn þar sem afurðirnar blasa við
og eiga að freista þorstlátra vegfar-
enda. Enda létum við freistast og
keyptum stóra poka af appelsínum
og grapeávöxtum sem þama kost-
uðu næstum það sama og einn eða
tveir samskonar ávextir komnir til
íslands.
Nálægt Berri í Suður—Ástralíu
hafði einum ávaxtabóndanum hug-
kvæmst að útbúa stórt líkan af
appelsínu. Þar var verzlun sem seldi
sitt af hvetju en þó aðallega ávexti.
Þama var líka safn gamalla öku-
tækja og leikfanga. Ýmsar gerðir
af gamla Ford stóðu í röðum
stífbónaðir og glansandi ásamt
gömlum landbúnaðarvélum og öðr-
um bílum. Það var eiginlega sval-
andi að fara inn í hús á svo heitum
degi.
Hín stóíska ró.