Morgunblaðið - 18.07.1987, Síða 40
MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987
40
í OINGHLÉI
STEFÁN
FRIÐBJARNARSON
Þrískipt stjórnarandstaða:
Hvert er hlutverk
stj ómarandstöðu?
Hvað eiga stjórnarandstöðuflokkarnir sameiginlegt?
I
í lýðræðis- og þingræðisríkjum
skipar stjórnarandstaða veigam-
ikinn sess, ekkert síður en sá
þingmeirihluti er styður ríkis-
stjóm.
Hlutverk stjómarandstöðu er
fyrst ogfremst að veita ríkisstjórn
strangt málefnalegt aðhald, bæði
að því er varðar stefnumörkun og
framkvæmd markaðrar stjómar-
stefnu.
Það er ekki síður hlutverk
stjómarandstöðu, samhliða gagn-
rýni á stjómarstefnu í veigamestu
málaflokkum, að setja fram eigin
marktæka valkosti, skýrt og skil-
merkilega. Almenningur á ský-
lausa kröfu á því að geta vegið
og metið hvorttveggja: leið ríkis-
stjómar - og skýrt markaða stefnu
stjómarandstöðu í öllum höfuðvið-
fangsefnum Alþingis.
Stjómarandstaða verður, svo
dæmi sé tekið, að setja fram
marktækar leiðir til að draga úr
ríkisútgjöldum og/eða til að auka
tekjur ríkissjóðs [skattheimtu]
þegar hún gagnrýnir ríkissjóðs-
halla, ef gagnrýnin á vera annað
en marklaust hjal.
í þjóðfélögum þar sem tvær
meginfylkingar stjómmáiasam-
taka ráða ferðinni í þjóðmálum,
eins og lengst af hefur verið í
Bretlandi, gefst almenningi kost-
ur á að gera upp á milli tveggja
skýrt markaðra meginstefna í
kosningum. Og það sem skiptir
ekki minni máli; þar velja menn
ríkisstjóm, ekkert síður en þing-
lið, þegar þeir ganga að kjörborð-
inu. Smáflokkager skemmir víða
þennan möguleika. Hér á landi
veit til dæmis enginn hvort hann
er að kjósa þetta eða hitt stjómar-
mynstrið þegar hann nýtir
atkvæðisrétt sinn. Þessu er hægt
að breyta með því að þróa íslenzka
flokkaskipan að tveggja flokka
kerfí.
II
Alþingi Islendinga samanst-
endur nú af sex þingflokkum og
raunar sjö, ef litið er á Stefán
Valgeirsson sem sérstakan „þing-
flokk“.
Stjómarandstaðan hefur á að
skipa rúmum þriðjungi þingheims.
Alþýðubandalag hefur vinninginn
með 8 þingmenn, en mjótt er á
munum, því Borgaraflokkur hefur
7 og Samtök um kvennalista 6.
Ef Stefán Valgeirsson er talin til
stjómarandstöðu em stjómarand-
stöðuþingmenn 22 talsins af 63
kjömum þingmönnum.
Hér skal látið liggja á milli
hluta, hvar skipa á Karvel Pálma-
syni, kjömum þingmanni fyrir
Alþýðuflokk á Vestíjörðum, á
bekk að þessu leyti. Hann hefur
lýst því yfír að hann styðji ekki
stjómina að öllu óbreyttu.
En hvað eiga stjómarandstöðu-
flokkar sameigjnlegt? Þinglið
Alþýðubandalags og Samtaka um
kvennalista kann að að eiga sam-
leið um sitthvað - og e.t.v. fleira
en flesta grunar. En ef marka
má baksvið og yfírlýsingar AI-
berts Guðmundssonar, formanns
Borgaraflokksins, telur hann sig
„sjálfstæðismann" þrátt fyrir allt
og allt. Reynslan, sem er ólygn-
ust, á að vísu eftir að staðsetja
Borgaraflokkinn betur en hægt
er að gera í dag - og áður en
hann verður pólitískt skilgreindur
að gagni. Erfítt er engu að síður
að sjá fyrir sér hvem veg Borgara-
flokkurinn getur gengið „í takt
við“ hina stjómarandstöðuflokk-
ana í fyrirsjáanlegum verkefnum
Alþingis.
Það er því varhugavert að líta
á stjómarandstöðuna sem ein-
hverskonar heild. Það er ekki einu
sinni hægt að líta á stærsta stjóm-
arandstöðuflokkinn, Alþýðu-
bandalagið, sem eina heild. Staða
stjómarandstöðunnar á nýju þingi
sýnist ekki sterk. Hugsanlega
verða Samtök um kvennalista
málefnalega sterkasti stjómar-
andstöðuarmurinn.
III
Alþýðubandalagið gerir kröfu
til að teljast oddviti stjómarand-
stöðunnar. Og óþarfí er að fjöl-
yrða um innri eða ytri styrk
Alþýðubandalagsins, svo mjög
sem það hefur borið vandamál sín
á torg liðnar vikur og mánuði.
Það segir sína sögu að Sósíali-
staflokkurinn, forveri Alþýðu-
bandalagsins, fékk tæplega 20%
kjörfylgi fyrir rúmum fjörutíu
ámm (1946) en Alþýðubandalagið
hlýtur aðeins 13,3% kjörfylgi annó
1987. Alþýðubandalagið sýnist
hafa gengið eitt skref áfram en
tvö afturábak, hvað fylgi áhrærir,
á lýðveldistímabilinu.
Samtök um kvennalista hafa
hinsvegar reynzt brekkusækin.
Þau hlutu rétt rúmlega 10% kjör-
fylgi í kosningum fyrr á árinu.
Sameiginlegt kjörfylgi Alþýðu-
bandalags og Kvennalista var
23,3%. Sú samtala er svo að segja
hin sama og kjörfylgi Alþýðu-
bandalagsins eins þegar það var
mest, 1978, en þá var það 22,9%
. Þessi samanburður segir ekki
allt en hann segir engu að síður
Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir, þingmenn
Samtaka um kvennalista. Verður flokkur þeirra burðarásinn í
stjórnarandstöðu komandi þings?
þó nokkuð. En það má allt eins
gefa sér þann fræðilega mögu-
leika, þegar horft er fram á
veginn, að Alþýðubandalagið deyi
inn í Kvennalistann eins og að
Kvennalistinn hverfi aftur til Al-
þýðubandalagsins.
Borgaraflokkurinn fékk 10,9%
kjörfylgi, sem sótt var í ýmsar
áttir, en að stærstum hluta til
Sjálfstæðisflokksins. Samtala
kjörfylgis Borgaraflokks og Sjálf-
stæðisflokks 1987 var 37,3% en
Sjálfstæðisflokkurinn einn fékk
38,7% fylgi fjórum ámm fyrr,
1983. Hvort Borgarflokknum
helzt á fylgi sínu til frambúðar
skal ósagt látið. Við höfum hins-
vegar mörg dæmi um
skammtímafyrirbæri í íslenzkri
pólitík: Þjóðvarnarflokk, Samtök
ftjálslyndra og vinstri manna,
Lýðveldisflokk o.s.frv., o.s.frv.
Samtala kjörfylgis stjómarand-
stöðuflokkanna þriggja er 34,3%.
Þeir hafa og rúman þriðjung þing-
heims á sínum snæmm. Ekki er
líklegt að sá þriðjungur rói allur
til sömu áttar.
Það verður fróðlegt fyrir þjóð-
ina að fylgjast með því hvemig
stjómarandstaðan rækir þýðing-
armikið hlutverk sitt á næstu
þingum. Hún gengur undir
reynslupróf engu síður en ríkis-
stjómin.
Og sá tími kemur að bæði stjóm
og stjómarandstaða leggja verk
sinn í þjóðardóm í nýjum kosning-
um.
Hvað verða framboðsflokkar
orðnir margir þá?
Á FERÐ UM ÁSTRALÍU: 4. GREIN
Bústaðir námumanna á nítjándu öld.
Flinders Rangers
Þjóðgarðurinn á upptök sín á
aflíðandi undirlendi umhverfís þorp-
ið Crystal Brook tvö hundmð
kílómetra norður af Adelaide. En í
norðri rís hann nokkuð bratt og
myndar bratta brekku sem rennur
síðan út við flata strandlegju Spenc-
er Gulf. Þetta brattlendi sem
myndar skarpa brún við sjóndeild-
arhringinn var það sem Matthewe
Flinders sá fyrst af þessu mikla
svæði sem síðar var nefnt eftir
honum. En hin eiginlega dýrð svæð-
isins ber ekki fyrir augu fyrr en
komið er nokkm norðar. Slíkri feg-
urð verður tæplega lýst með orðum.
Fýrir okkur hér í norðri em Iitir
þessa svæðis alger nýjung. Og fjöll-
in sem jörðin í árdaga þrýsti upp í
fellingum em mjög há. Hæsti tind-
ur eða hæsta fjall er ekki nema
1165 metra hátt frá sjávarmáli.
Þessi fjöll em allt öðmvísi en þau
sem við eigum að venjast, svo ekki
sé talað um gróður og dýralíf.
Sumsstaðar em svæðin gui, lituð
af blómi sem heitir „Ever Lasting
Daisy" lík baldursbrá að gerð. Hin
endalausa guia breiða með grænum
áherslulitum í grasi og trjám er
mjög sérstök sjón. Manni gæti dott-
ið í hug að paradfs gæti litið út líkt
þessu og að fólk gæti vaiið á milli
svæða með gulum, bláum eða rauð-
um blómum.
Önnur svæði hefur blómið „Sal-
vation Jane“ lagt undir sig, það er
fjólublátt svo landslagið er fjólu-
blátt allt upp á fjallstopp. „Wild
Hops“ er ein tegund sem mikið ber
á og er af sömu ætt og hundasúra.
Blómið líkist nokkurskonar belg og
er til í nokkmm litum þó rauði litur-
inn sé mest áberandi. Þar sem hún
ræður ríkjum hefur landslagið yfír
sér dökkrauðan blæ sem jafnvel
gefur fjölubláan blæ í fjarska. Þar
fyrir utan em óteljandi tegundir
blóma þarna til að gleðja augað.
Banksíur í ýmsum litum og wattle-
tré, eyðimerkur rós sem er bleik
og bleik blóm sem heita Emu Bush,
en þau borðar fuglinn emú.
Milli gilskorninga liðast einstaka
lækur. Kengúmr af ýmsum gerðum
hoppa inn um gróðurinn og stoppa
aðeins til að skoða þessar furðuver-
ur sem em á ferð. Víða í fjarska
spígspora emúar. Flugur og skor-
dýr, moskítóflugumar, em í essinu
sínu enda er hitastigið orðið mjög
hagstætt fyrir þær. Snákar geta
leynst víða en enginn varð á vegi
okkar.
Við tjölduðum í skógi vöxnum
dal sem heitir Vilper.a Pound og
er umkringdur fjöllum svo hann er
mjög skjólsæll, þar er mikið berg-
mál. Fuglar virðast elska þetta
svæði og þess nutum við í formi
margvíslegra tóntegunda. En ætt-
um við ekki að bregða okkur í
fulgslíki og kynna okkur lífshætti
hins litríka fugls „Galah" áður en
við höldum lengra.
Lífshættir Galah
Galah er þijátíu og fímm senti-
metra langur frá goggi til stéls.
Að sjá Galah er svo algeng sjón í
Ástralíu að innfæddum hættir til
að líta á nærvem þeirra sem sjálf-
sagðan hlut, án þess að veita fegurð
þeirra verðuga athygli. Galah-fugl-
ar sýnast ýmist bleikir eða gráir
eftir því í hvaða átt þeir fljúga.
Kviðurinn og hliðarnar em bleik og
bleikrönd er kring um hálsinn.
Vængimir em gráir og stélið er í
litasamsetningu frá hvítgráu sem
deyr út í enda stélsins í dökkgrátt.
Þeir parast á vorin og halda pör-
in oft saman til frambúðar. Eftir
að þau hafa valið sér hreiðursstað
snúa þau til hans ár eftir ár. Þegar
vorið nálgast vetja fuglamir meiri
tíma kring um hreiðrin, bæði kyn
annast undirbúning og gerð hreið-
ursins, ganga fyrst frá aðalholunni
en leggja síðan lauf eucalyptus tijáa
í kring. Biðlandi karldýrið nálgast
síðan kvendýrið með reistan kamb
og tifandi höfuð.
Þegar Galah-unginn yfírgefur
hreiðrið er hann næstum eins vel
fleygur og foreldramir, en hefur
ekki enn náð góðum tökum á lend-
ingunni, þeim hættir til að hrapa.
Margir Galah-ungar deyja því
snemma sumars þegar þeir em að
byija að sjá um sig sjálfír. Aðeins
tíu af hundraði ná kynþroska, sem
þeir verða á þriðja eða fjórða ári.
en þeir sem ná kynþroskaaldri geta
lifað mjög lengi. Fyrstu ámnum
veija þeir í flokkum ókynþroska
fugla sem geta ferðast allt að
fímmtíu kólómetra frá hreiðustað,
sérstaklega yfir vetrartímann.
Galah-fuglar em eins og flestir af
páfagauksætt fræ-ætur, þeir tína
fræin upp sem fallið hafa á jörðina.
Það er tilkomumikið að sjá þessa
fugla fljúga í stómm flokkum á
litríku svæði eins og Flinders Rang-
ers. Og þó heimamenn taki þessa
dýrð sem sjálfsagða er því þó ekki
eins farið með „Gests augað“ því
ég sem ætíð hef verið blind á fugla
hér heima gat ekki annað en veitt
athygli þessum litríku vemm sem
flugu um loftin blá.
Hverfum nú aftur til mannheima
og daglegs lífs.
Höfundur er bnnkastarfsmaður í
Reykjavík.