Morgunblaðið - 18.07.1987, Síða 48

Morgunblaðið - 18.07.1987, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 Kveðjuorð: Sr. SigurðurPáls son vígslubiskup Séra Sigurður Pálsson vígslu- biskup var sóknarprestur minn frá því ég fæddist og þar til sonur hans, séra Sigurður Sigurðarson, tók við embætti hans. Séra Sigurður Páls- son skírði mig, fermdi mig og gifti. Þegar ég var átta ára að aldri, man ég að ég fór með fjölskyldu minni til kirkju í Hraungerði, þar „ssem séra Sigurður bjó þá. Ræða prestsins var fögur, guðsþjónustan í heild áhrifamikil, en það sem hreif mig þó mest var söngur prestfrúar- innar, Stefaníu Gissurardóttur, enda er söngrödd hennar víðfræg. Eftir því sem ég eltist og þrosk- aðist, varð séra Sigurður mér æ áhrifaríkari sálusorgari og vinur. Þegar raunir og þrengingar sóttu mig heim, þá varð það hann sem vísaði mér veginn út úr svartnætt- inu til bjartari daga, kona hans var honum mjög samhent. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka séra Sigurði Pálssyni ómetanlega samfylgd og leiðsögn. Ég votta eftirlifandi konu hans, frú Stefaníu Gissurardóttur, og fjöl- skyldu þeirra mína dýpstu samúð. Helga H. Sörensen Kaflaskipti eru orðin í sögu íslenzkrar kirkju. Það lærum við þó, að ekki skuli maðurinn dýrkað- ur eða verk hans svo rómuð, að það skyggi á kjarna kirkjunnar. Engu að síður fer ekki hjá því, að við ^fráfall séra Sigurðar Pálssonar setji margan þann mann hljóðan, sem hefur haft nokkur kynni af starfi hans, hugsjónaeldi og baráttugleði. Hann hikaði ekki við að taka sér þar stöðu í fylkingarbrjósti, sem trú hans bauð honum að verk væri að vinna í þjónustunni við Krist og helga kirkju hans. Skal þar fyrst til nefna starf prestsins í flutningi helgra tíða, messugjörðin og til- högun alls þess, sem messunni tilheyrir. Þar var hann sjálfur gott fordæmi í sínum verkum, auk þess sem hann hefur skrifað um þau fræði af slíkri þekkingu, að halda mun nafni hans á lofti. Þá hefur hann einnig í orðum sínum og kennslu miðlað svo mörgum presti, að í þeirra verkum mun starf hans verða greinilegt á ókomnum tíma. Það var gott að leita til hans. Það fundu guðfræðinemar þegar þau hjón, séra Sigurður og frú Stefanía, voru sótt heim í Hraungerði, það hafa allir prestar fundið, sem setið hafa í stofu þeirra á Selfossi, hvort heldur við hið góða borðstofuborð, hlaðið kræsingum og þeirrar nátt- úru, að sú hlið sneri ævinlega að gesti, sem hann hafði mesta for- vitni á að kynnast nánar, eða í stól og við skrifborð kennimannsins. Þar var ekki komið að tómum kofunum. Og ég minnist þess með mikilli gleði og ekki litlu stolti vegna kirkju okkar og þjóðar, hversu ævintýra- legt það var að færa erlenda gesti vellærða og kunnuga í hásölum kirkjunnar heim til séra Sigurðar, því hvorki stóð á því, að hann gæti rætt við þá né heldur hitt, að hann hefði margt forvitnilegt fram að færa. Hið annað þeirra brennandi áhugamála, sem séra Sigurður vann af atorku ævi sína alla, var viðreisn Skálholtsstaðar. Töldu margir þar skref stigið í rétta átt, þegar hann var kjörinn og vígður vígslubiskup og þann veg enn sterkar tengdur biskupssetrinu glæsta og sögu þess. Enn er þó ekki komið svo, að í Skálholti sitji biskup íslands eða Skálholtsstiftis. Ekki er það hik þó framkomið vegna þess að skort hafi vasklega framgöngu séra Sig- urðar og þeirra annarra, sem hann hefur blásið í bijóst þor og vilja. En sá dagur kemur þó vitanlega, að fyrirmæli Gissurar biskups verða virt, þjóð og kirkju til blessunar, og mun þá nafn séra Sigurðar Páls- sonar verða nefnt og virt vel og það að hinum mestu verðleikum. Það sýnir sagan og það þekkja þeir, sem umgengust þau hjón og taka þar við gunnfána úr hendi. Aðrir verða til að minnast fleiri þátta úr ævi séra Sigurðar og fram- lags hans og þeirra frú Stefaníu. Mig langar aðeins til þess að færa þakkir mínar og konu minnar, bæði fyrir framlag hans til þeirra mála, sem hæst rísa, og eins vegna þeirra stunda, sem við höfum átt á heim- ili þeirra. Þar flugu oft orð, sem festast þann veg í minni, að ekki er hætta á að gleymist. Ekki frekar t Systir mín, VALGERÐUR KRISTJANA EIRÍKSDÓTTIR, andaðist á Vífilsstöðum fimmtudaginn 16. júlí. Árni Vilberg. Eiginkona mín, SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Dalbraut 21, lést 16. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Nfels Friðrik Pótursson. t Hjartkær faðir minn og afi, ÞORKELL L. INGVARSSON, Dalbraut 27, Reykjavík, lést þann 16. júlí sl. Árni Þorkelsson, Svava Árnadóttir. en sá, sem þau mælti. Nafn séra Sigurðar Pálssonar rís hátt, verk hans fymast heldur ekki, og skal metnaður nokkur ríkja hjá þeim, sem kunna vel að meta hann og þau, að efla þau til frekari fram- göngu. Við hjón vottum ástvinum og fjölskyldu séra Sigurðar samúð og virðingu og þökkum liðin ár. Olafur Skúlason í gær var til moldar borinn á Selfossi síra Sigurður Pálsson fyrr- um vígslubiskup. Með honum er genginn einn merkasti klerkur þess- arar aldar. Það var ekki einasta að hann markaði spor sem sóknar- prestur og sálusorgari, heldur og sem leiðtogi og fræðimaður í helgi- siðum og guðsþjónustuhaldi. Fáir vissu meira en hann um allt það sem laut að liturgíu. Og enginn var honum fremri að draga fram aðalat- riði í örstuttu máli. Mér er afar minnisstætt þegar ég hóf prestskap í afskekktu brauði og vissi mig illa undirbúinn að leysa úr mörgu sem upp mundi koma og engin tök að leita ráða til reyndari manna í hveiju tilfelli. Þá sagði hann: „Ég skal segja þér það, að það sem er einfaldast er yfirleitt rétt.“ í einni setningu verður áreiðanlega ekki betur greint frá framkvæmd og eðli heilagrar þjónustu, og betri ráð hefi ég aldri fengið um framkvæmd helgihalds. Síra Sigurði var einkar lagið að vekja áhuga ungra manna og virkja þann áhuga til góðra verka. Kom þar tvennt til. Annars vegar alvara hans og djúpsæi, hins vegar kímni hans og léttleiki. Tilsvör hans mörg urðu landsfleyg og gerðu hann að þjóðsagnapresónu í lifanda lífi, í líkingu við síra Bjama. Sum þeirra voru hvöss og nöpur, önnur alvaran uppmáluð og enn önnur kímnin ein. Til þeirra hjóna, síra Sigurðar og frú Stefaníu, var gott að koma. Og þeir munu fleiri en ég og við hjón sem áttum þeim svo ótalmargt gott að þakka. Ástvinum hans öllum sendum við alúðarkveðjur. Guð blessi minningu síra Sigurðar Páls- sonar. Sigurður Helgi Guðmundsson Sumar minningar eru bjartari en aðrar. Árið 1972 kom hingað í byggð séra Sigurður Pálsson vígslu- biskup og kona hans frú Stefanía Gissurardóttir. Þau hjón þjónuðu Reykhólaprestakalli í fimm ár með mikilli reisn. Sr. Sigurður Pálsson var köllun sinni trúr og þjónaði kirkjunum hér af trúmennsku og alúð og við hveija guðsþjónustu hljómaði rödd konu Guðbjörg Sigurðar dóttir - Minning Heita eining huga og máls hjarta gulls og vilji stáls ljósið trúar, ljósið vona lífs þíns minning yfir brenni. Þú, sem unnir ei til hálfs auðnu landsins dætra og sona, blómsveig kærleiks bjart um enni berðu hátt. Nú ertu fijáls. Dyggð og tryggð þitt dæmi kenni. Dána! Þú varst íslensk kona. (Einar Ben.) Guðbjörg Sigurðardóttir hefur kvatt okkar heim og er farin til betri heima. Ég átti því láni að fagna, að vera í fjölskyldutengslum við Guðbjörgu í um 30 ára skeið. Hún Bubba eða amma Björg eins og hún var ávallt kölluð hjá okkur, var tengdamóðir systur minnar, Láru, en Lára er gift Þorgeiri Halldórssyni, einka- syni ömmu Bjargar. Amma Björg var ein þeirra kvenna, sem með sívökulum augum vakti yfir velferð fjölskyldu sinnar. Hjartarúm var nóg og hafði amma Björg þar pláss fyrir mín börn auk systrabama minna. Saga Guðbjargar verður ekki rakin hér, en hún fæddist á Hall- ormsstað þann 20. september árið 1913 og lést 18. júní síðastliðinn. Guðbjörg var sjálfstæð kona og um margt á undan sinni samtíð. Upp úr 1930 lagði hún leið sína til Englands, og lærði þar ensku og var það tímabil í lífi hennar sem hún minntist með gleði og ánægju. Guðbjörg vann um árabil hjá Mjólkursamsölunni, en lengst af vann hún hjá Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands, við útgáfu á Sjómannablaðinu Víkíngi. Með trega kveðjum við ömmu Kveðjuorð: Halldór G. Kristjáns son skólasljóri Þann 9. júlí sl. bárust mér þau hörmulegu tíðindi á vinnustað minn, að elskulegur mágur minn, Halldór Georg Kristjánsson, hefði látist í bílaárekstri á suðurhálendi lands- ins, eða nánar tiltekið við Þórisvatn þar sem hann hafði unnið undanfar- in 10 sumur sem stjórnandi vinnu- flokks ungra manna á virkjunar- svæðinu. Þegar slíkar hörmungarfréttir berast setur mann hljóðan, mann brestur orð. Maður á besta aldri, 41 árs, í blóma lífsins er burtu kallaður á svip- stund, kona og 3 böm standa agndofa, vinir og ættingjar eru sem lamaðir. En enginn veit hver er næstur og hvenær. Þegar ég nú hugsa um líf og störf mágs míns, Dóra, en svo var hann oftast nefnd- ur, þá rifjast upp gömul og góð kynni og hugur minn fyllist þakk- læti og gleði yfir því að hafa fengið að vera svo oft í návist hans og njóta þeirra áhrifa sem frá honum stöfuðu í leik og starfi. Ekki mun hallað á nokkum mann, þótt ég segi að félagslyndari og viðkynn- ingarbetri mann, hef ég ekki kynnst. Frá honum stafaði geislandi gleði og velvild, sérstaklega til þeirra sem vom minnimáttar í lífinu, enda var hann skáti frá ungl- ingsárum og skátahugsjóninni trúr allt sitt líf. Slíkra manna er gott að minnast. Innilegar samúðar- kveðjur sendi ég systur minni, Sigrúnu, og bamanna og til allra ættingja hans og vina. hans sem fyllti kirkjuna sérstökum blæ. Einhveiju sinni sagði sr. Sig- urður mér þessa helgisögu: Þegar Jósef og María flúðu með Jesú til Egyptalands þá fögnuðu allar campanulur komu þeirra og þá heyrðist þessi fagri hljómur sem kristnir menn reyndu að láta kirkju- klukkur sínar líkja eftir þegar kallað er til tíða. Ein campanulla vex villt hér á landi en það er bláklukkan sem er eitt af fegurstu blómum okkar. Auðvitað hefur hún tekið þátt í fögnuðinum. Við hér á Reykhólaprestakalli megum vera þakklát þeim hjónum fyrir að koma hingað vestur þegar starfsdegi sr. Sigurðar Pálssonar átti lögum samkvæmt að vera lok- ið. Boðun fagnaðarerindis spyr ekki um aldur og það hlýtur að hafa verið mikið átak fyrir hjón á þessum aldri að taka sig upp úr heimahér- aði og koma hingað vestur í Reykhóla. Þau hjón héldu tryggð við þetta byggðarlag. Gestrisnin var mikil og þau þannig gestgjafar að engum leiddist í návist þeirra. Þegar við fórum héðan úr byggð á stórri rútu á landbúnaðarsýning- una á Selfossi þá var okkur fagnað af þeim Sigurði og konu hans frú Stefaníu með því að bjóða öllum hópnum til veislu í þeirra fallega húsi á árbakkanum. Fólk sem auðgar líf annarra af vináttu, visku og kærleik boðar best fagnaðarerindið. Þar var sr. Sigurður óþijótandi uppspretta. Við sem trúum því að allir verði að ganga fyrir dómara sinn þá er það von mín að allar camponellur fagni séra Sigurði Pálssyni. Frú Stefaníu, bömum, vensla- fólki og öðrum ættingjum sendum við hér á Miðhúsum samúðarkveðj- ur. Sveinn Guðmundsson Björgu og um leið óskum við henni friðar í nýjum heimkynnum. Elín Hansdóttir Nú iegg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (S.E.) Gunnar Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.