Morgunblaðið - 08.08.1987, Page 5

Morgunblaðið - 08.08.1987, Page 5
MORGUNBLAÐit), LAUGAKDAGUR 8. aGUS'í 1987 5 Borgarráð: Dagsekt- ir sam- þykktar BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sinum í gær ákvörðun bygginga- nefndar um að beita 10.000 króna dagsektum, ef ekki verður orðið við óskum nefndarinnar um lagfæringar á Hamarshúsinu við Tryggvagötu. Bygginganefnd svipti Ólaf S. Bjömsson leyfi til að starfa sem húsasmíðameistari í Reylqavík vegna alvarlegra brota á bygginga- reglugerð við byggingu hússins. Um leið var samþykkt að Ólafur sæi til þess að ráðnir yrðu nýir aðilar að verkinu og að því yrði lokið fyrir 26. ágúst næstkomandi að viðlögðum dagsektum. Þá sam- þykkti borgarráð, að ávítur bygg- inganefndar á pípulagningameist- ara hússins verði teknar til endurskoðunar. Enskur hjarta- skurðlæknir á Islandi ENSKI hjartaskurðlæknirinn M. Paneth kemur tíl íslands ásamt konu sinni á mánudaginn 10. ágúst n.k. í boði Landssam- taka hjartasjúklinga og Ríkisspítalanna. Paneth hefur skorið upp fjölda íslendinga á Brompton-sjúkrahús- inu í London, en þangað fóru 3/4 af þeim íslendingum sem þurftu á hjartaskurðaðgerð að haída áður en slíkar aðgerðir hófust á íslensk- um sjúkrahúsum. Enn mun vera nokkuð um að íslendingar leiti til Brompton, þó að hægt sé að jafn- aði að anna tveimur hjartaskurð- aðgerðum á viku hér á landi. Paneth mun dvelja í viku hér á landi, og mun hann m.a. fara í heimsókn til Akureyrar. Hann mun halda fund með hjartasjúkl- ingum á Hótel Sögu á fímmtudag- inn 13. ágúst kl. 20.00. Athugasemd vegna við- tals um útflutn- ing á hestum GUNNAR Bjarnason ráðunautur hefur beðið Morgunblaðið að koma eftirfarandi athugasemd á framfæri vegna viðtals við Reyni Hjartarson bónda á Brávöllum um útflutning á hestum til Bandaríkjanna: „Reynir Hjartarson talar eins og hann sé sá eini sem hafi eitthvað gert að gagni og leiðrétt misskilning um íslenska hesta. Sérstaklega skil ég ekki hvers vegna hann bendlar Ameríkureiðinni við sögur um hvað íslenskir hestar séu harðgerðir að ekki þurfí að jáma þá. Slíkt eru dylgjur. Hann var heppinn að komast f samband við gott fólk f Banda- ríkjunum og hann má njóta þess. En aðrir og ekki ómerkilegri menn en Reynir hafa plægt akurinn þar og herfað jarðveginn. Það má hann vita. Ég veit ekki betúr en Samband íslenskra samvinnufélaga hafi flutt hestana út og séð um flugvélaleigu og pappírsvinnu. Það má enginn bóndi halda að hann geti annast útflutning á hestum í sfmanum heima í eldhúsi". LAUGARDAGUR 8. AGUST 1987. VERÐHRUN AHAMBORGURUM A GRILLSTÖÐUM Tomma staðir auglýsa hamborgarann á 87 krónur! Verðið stendur frá 8. ágúst til 5. september — Risaglas af Pepsí, getraunir og uppákomur „Þetta er náttúrlega alger geggjun/1 sagði Gissur Krist- insson í Tomma borgurum þegar TT leitaði skýringa á þessari stórkostlegu vcrð- Íækkun, „en þegar ég vaknaði í inorgun var ég svo glaður að mér fannst ég verða að gera eitthvað fyrir þjóðina og land- búnaðinn og allt það. Þcir hafa verið að vcita einhverja málamyndaafslætti kollegar mínir i grillbransanum. En af hverju þetta hálfkák, af hverju að lækka þá ekki almcnni- lega? Ég vil bara leggja mitt af mörkum til að hamla gegn verðbólgunni!11 Þetta sagði Gissur í Tomma borgurum en TT tókst ekki að ná sambandi við aðra grill- staði. Þar virtist allt vera í steik. Gissur sagði að þessi tombólu- prís á hamborgurum yrði frá og með deginum í dag og allt til laugardagsins 5. september nk. Allir Tomma staðir á höf- uðborgarsvæðinu selja ham- borgarann á 87 krónur þennan tíma. Auk þess verður hægt að fá franskar á góðu verði og risaglas af Pepsí fyrir sama verð og lítið glas kostar venju- lega. Tomma hamborgarar eru á Grensásvegi 7, Hólma- seli 4, Laugavegi 26, Lækjartorgi og Reykja- víkurvegi 68 Hafnarfirði. Kunnur maður úr fjármála- heiminum, sem ekki vildi láta nafns síns getið, tjáði TT að þetta verð gæti einfaldlega ekki staðist, Tomma hamborg- arar hlytu að fara á hausinn. Gissur var ekki sannnála þeg- ar blaðið bar þetta undir hann. „Þar fyrir utan eru Tomma hamborgarar alveg jafn góðir þótt þeir standi á haus,11 sagði Gissur, „en við ætlum líka að vera með getraun í gangi og ýmsar uppákomur. M.a. höf- um við fengið algjöran töfra- mann til að heimsækja alla Tomma staðina. Það er nú all- ur galdurinn!11 Gissur vildi ekki tjá sig nánar um þetta, málið væri á viðkvæmu stigi, en hann sagðist geta fullyrt að verðlaunin í getrauninni yrðu vegleg. T. BESTI BITINN í BÆNUM segir Steini TT hitti Steina blaðburðar- strák á förnum vegi og spurði hann hvað honum fyndist um verðlækkunina á Tomma hamborgurum. Hann sagði að það skipti í sjálfu sér ekki miklu máli fyrir hann, hann borðaði hvort sem er alltaf Tomma borgara þegar hann borðaði á skyndibitastöðum á annað borð. „Mér finnst Tommi vera besti bitinn í bænum,11 sagði hann, „en það er auðvitað lofsvert fordæmi að lækka svona verð- ið. Þetta ættu allir að gera en það verður bara að koma í.ljós hvort þeir gera það.“ Þar með var hann horfinn þessi ungi og glaðbeitti athafnamaður. 100% ÍSLENSKT NAUTAKJÖT! Steini blaðburðarstrákur var ekki í vafa um að Tomma ham- borgarar væru beslir. Tomma hamborgarar fást á Grensásvegi 7, Hólmaseli 4, Laugavegi 26, Lækjartorgi og Reykjavíkurvegi 68 Hafnar- firöi. VERNIG ER ÞETTA HÆGT? Sjá leiðara á bls. 6 TT reyndi árangurslaust í gær að ná sambandi við ráðherra í ríkisstjórninni til aó heyra álit þcirra á frumkvæði Tomma hamborgara í efnahagsmál- um. Starfsmaður i fjármála- ráðuneytinu sagði að ráðherra lægi undir feldi og kyrjaði braggablús cn bað okkur í guðanna bænum að hafa þetta ekki eftir sér. Ónafngreindur heimildamaður blaðsins sagði hins vegar að ríkisstjórnin hefði verið úti að aka í allan gærdag og langt fram á nótt. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinn- ar vildi hvorki játa né neita þegar þetta var boriö undir hann seint í gærkvöldi. Ekki tókst heldur að ná tali af efnahagssérfræðingum, það var engu líkara en jörðin hefði gleypt þá. TT tókst þó að króa Dr. Hagbarð Eiríksson hag- fræðing af á einum Tomma staðanna um kvöldmatarleyt- ið í gær og spurningin var auð- vitað: HVERNIG ER ÞETTA HÆGT? „Þetta er enginn vandi. Þaðer 100% ungnauta- kjöt í Tomma hamborgurum og engin aukaefni svo að þetta er hreinasta lostæti sem rennur ljúflega niður. Ekki er það heldur verra að hafa franskar og Pepsí með. Auðvitað dregur þetta úr verðbólgu — það segir sig sjálft. Hitt er svo annað mál að hjöðnun á einum stað hefur ævinlega í för með sér þenslu á einhverjum öðrum stað. En maður þarf þáekki að herða sultarólina á meðan,11 sagði Dr. Hagbarður Eiríks- son hagfræðingur. T. mldas auglýslngaþjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.