Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987
Fiskmarkaður Norðurlands:
Frumkvöðlar að þessari
tegund Qarskiptamarkaðar
- segir Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri
FISKMARKAðUR Norðurlands
hf. hefur nú gengið til samninga
við tölvufyrirtœkið Streng um
hönnun og uppsetningu tölvu-
búnaðarins sem notaður verður
á fjarskiptamarkaðnum á Akur-
eyri. Að sögn Sigurðar P.
Sigmundssonar, framkvæmda-
stjóra markaðarins, er reiknað
með að tölvubúnaðurinn verði
prófaðaur 1. september og bjóst
hann síðan við að markaðurinn
yrði tekinn í notkun með eðlileg-
nm hætti nm miðjan þann mánuð.
„Heildarfyrirkomulagið á þessum
Q arskiptamarkaði verður alveg með
nýju sniði; hannað með tilliti til
okkar þarfa, og veit ég ekki annað
en að við séum frumkvöðlar að fyr-
irkomulagi sem þessu í allri
Vestur-Evrópu," sagði Sigurður í
samtali við Morgunblaðið í gær um
fyrirkomulagið á fjarskiptamark-
aðnum.
Sagðist hann reikna með að
kostnaður við að tengjast tölvubún-
aði markaðarins yrði um 30-40
þúsund krónur, en gæti orðið um
100 þúsund ef notendur væru ekki
tölvuvæddir fyrir.
„Til að byija með verða líklega
10 aðilar tengdir stjómstöðinni,
sem verður hér á Akureyri, og verða
þessir notendur staðsettir allt vest-
an frá Hvammstanga og austur að
Þórshöfn. Það má búast við að til
að byija með verði það stærri frysti-
hús sem tengjast okkur, og gefí
jafnframt smærri fískkaupendum
tækifæri til að fylgjast með og bjóða
í afla, en eftir því sem fram líða
stundir á þessum notendum eftir
að fjölga mikið. Hins vegar á eftir
Rabbað um landsins
gagn o g nauðsynjar
Sólin er dýrkuð af öldnum sem ungum. Þessir þrir Akureyring-
ar af eldri kynslóðinni tóku sér sæti á einum bekknum við
Ráðhústorgið í gær og spjölluðu saman um landsins gagn og
nauðsynjar, eða var það kannski um veðrið og vinnuna?
að ganga frá samkomulagi um það
hvaða aðilar það verða sem fyrst
tengjast stjómstöðinni og verður
rætt við þá stærstu á Norðurlandi
næstu daga,“ sagði Sigurður.
Hann benti á að tölvukerfið sem
sett yrði upp byði upp á ótal mögu-
leika aðra en þann að láta afla
ganga kaupum og sölum hér Norð-
anlands. „Auðvitað ætti að vera
hægt að tengja saman aðra lands-
hluta, og svo er tæknin orðin það
mikil að við getum tengst gagna-
neti Pósts og síma og þá bjóðast
okkur alveg stórkostlegir möguleik-
ar á því að tengjast tölvukerfum
erlendis, sem geta sent okkur upp-
lýsingar um fískverð alls staðar í
Evrópu. Þeir sem okkur væru
tengdir sæju þá um leið hvemig
ástandið væri bæði hér á landi og
erlendis og gætu samstundis gert
ráðstafanir í samræmi við það.
Til að byija með verður þetta þó
allt saman með einfaldasta sniði
því það tekur nokkum tíma að setja
kerfíð í gang og þangað til það fær
sína endanlegu mynd, en ætlunin
er að notfæra sér þessa möguleika
eftir því sem hægt er. Þetta tölvu-
kerfi verður því ekki bara upp-
boðskerfi heldur mun það sjá
notendum fyrir upplýsingum af
ýmsu tagi.“
Uppboðið á fjarskiptamarkaðn-
um verður með þeim hætti að
gefnar verða upplýsingar um teg-
und afla, aldur og stærð, og hversu
lengi tilboðin megi standa, og sagði
Sigurður að til dæmis yrði látið
bjóða í aflann með tilliti til þess
hvar honum yrði landað. „Það skipt-
ir auðvitað vemlegu máli hvort
aflinn er á leið til Sauðárkróks eða
Húsavíkur því kaupandinn þarf að
sækja hann, en hins vegar er ekki
loku fyrir það skotið að kaupandi
bjóði í afla og tiltaki þá sjálfur lönd-
unarstað. Á sama hátt ætti einnig
að vera hægt að bjóða í afla sem
kominn er á land og fyrri kaupandi
sér ekki fram á að geta unnið, þá
ætti að vera hægt að bjóða þann
afla upp og selja hæstbjóðanda,"
sagði Sigurður.
Á fjarskiptamarkaði sem þessum
er mikilvægt að allar upplýsingar
um afla séu réttar og verða sérstak-
ir úrskurðaraðilar fengnir til að
leysa úr vandamálum sem upp
kunna að koma.
„Við vonum bara að til slíks þurfí
ekki að koma, seljendur gefí réttar
upplýsingar; fj arskiptamarkaður
verður ekki rekinn öðruvísi. Á gólf-
Morgu nbl aðið/KJ S
Sigurður P. Sigmundsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskmarkaðar
Norðurlands hf.
mörkuðunum gegnir öðru máli; þar
á enginn að þurfa að kaupa köttinn
í sekknum. En fyrst minnst er á
slíka markaði má geta þess að til er
í dæminu að koma upp litlum gólf-
markaði hér á Akureyri á næsta
ári, en það mál á allt eftir að skýr-
ast betur," sagði Sigurður.
Sumartónleikar:
Gítarleikur í
þrem kirkjum
GÍTARLEIKUR verður á dag-
skránni í fjórðu sumartónleika-
röðinni og er það Páll Eyjólfsson,
gítarleikari, sem mun slá á
„Iétta“ strengi.
Páll er fæddur í Reykjavík árið
1958 og hóf hann tónlistamám sex
árum seinna. Árið 1981 lauk hann
einleikaraprófi frá Gítarskólanum,
og var kennari hans Eyþór Þorláks-
son.
Páll hélt síðan til Spánar þar sem
hann lagði stund á framhaldsnám
í þijú ár og var leiðbeinandi hans
þar Jose Luis Gonzalez. Síðan hefur
hann sótt alþjóðleg námskeið, m.a.
hjá John Williams, Benjamin Verd-
ery og fleirum.
Páll er nú starfandi sem gítar-
kennari í Tónlistarskólanum í
Reykjavík, Tónskóla Sigursveins
D. Kristinssonar og Tónmennta-
skóla Reykjavíkur.
Sumartónleikamir verða, eins og
að venju, í Akureyrarkirkju klukkan
17 á sunnudag, Húsavíkurkirkju
klukkan 20.30 á mánudag og
Reykjahlíðarkirkju klukkan 20.30 á
þriðjudag.
Á efnisskránni era m.a. verk eft-
ir Mist Þorkelsdóttur, Eyþór Þor-
láksson, Jönu Obrovsku og fleiri. Á
milli verkanna mun Páll kynna þau
hlustendum.
Bræður synda yfir Eyjafjörð
BRÆÐURNIR Armann og Sva-
var Guðmundssynir, ætla sér
annað og stærra hlutverk i dag
en að Iiggja í leti því þeir hyggj-
ast fá sér sundsprett yfir þveran
Eyjafjörð.
Þeir bræður, sem era 19 og 16
ára, ættu báðir að vera allsprækir
sundmenn því báðir hafa þeir æft
og keppt með sundfélaginu Óðni,
og er annar þeirra, Svavar, ungl-
ingalandsliðsmaður í sundi og á auk
þess Qoldan allan af Akureyrarmet-
um.
Formaður Óðins, Gunnar Eiríks-
son, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að þeir ætluðu sér að hefja
sundið klukkan 10, þegar straumur
væri hvað hagstæðastur, og synda
frá Bátahúsinu neðan við Hallanda
og koma upp í námunda við Torfu-
nesbryggju. Sagði hann að nokkrir
kappar hefðu áður orðið til að
þreyta sund sem þetta, og sagði
vegalengdina líklega vera um tvo
kílómetra og bjóst við að þeir yrðu
um 90 mínútur á leiðinni yfir fjörð-
inn.
Hraf nagilshreppur:
íbúð óskast
Óskum eftir 3-4ra herb. íbúð, raðhúsi eða einbýlis-
húsi á Akureyri. Leigutími 1-2 ár.
Upplýsingar í símum 96-27266 og 96-26255 á
. daginn og í síma 96-27327 á kvöldin.
Glerárgata30
600 Akureyri
Island
® (9)6-26255
Bifreiðastjórar:
Hafið bílbænina í bílnum
og orð hennar hugföst
þegar þið akið
Fæst í Kirkjuhúsinu,
Klapparstíg 27, í verslun-
inni Jötu, Hátúni 2a,
Reykjavík og í Hljómveri,
Akureyri.
Verð kr. 50.-
Orð dagsins, Akureyri.
Hitaveita lögð
í íbúðahverfið
Á NÆSTU dögum verður hafist
handa við að leggja hitaveitu í
íbúðahverfið við Hrafnagil. Að
sögn Haralds Hannessonar, odd-
vita Hrafnagilshrepps, er um þó
nokkra framkvæmd að ræða fyr-
ir hreppinn, þó svo að hitaveita
hafi verið alla tíð í skólanum þar
og félagsheimilinu.
„Það era öll húsin, átta talsins,
sem fá hitaveitu til sín og fáum við
vatnið frá Hitaveitu Akureyrar en
rekum okkar eigið dreifíngarkerfí,"
sagði Haraldur.
Samningurinn við Hitaveitu Ak-
ureyrar felur í sér að Hrafnagils-
hreppur fær endurgjaldslaust það
vatnsmagn sem talið er að hafí
verið í Hrafnagilslaug áður en Hita-
veita Akureyrar hófst handa um
að bora og dæla vatni frammi í fírði
á síðasta áratug. Það vatn sem á
vantar til að sjá öllum fyrir nægi-
legu magni er síðan keypt af
Hitaveitu Akureyrar.