Morgunblaðið - 08.08.1987, Page 48
4ð MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
KNATTSPYRNA / 2. FLOKKUR KVENNA
KR-vömin brást ekki
á lokamínútunum
KR íslandsmeistari í 2. flokki kvenna
Á ÞRIÐJUDAGINN mœttust
KR og Breiðablik f úrslitalelk
um íslandsmeistaratitilinn f
2. flokki kvenna. Þessi lið
höfðu sigrað í riðlunum: KR-
ingar með nokkrum yflrburð-
um f sfnum riðli en Breiðablik
eftir mikla baráttu við ÍA og
Tý úr Vestmannaeyjum.
Breiðablik varð íslandsmeist-
ari í fyrra og hafði fullan hug
á því að halda titlinum í Kópavogi
áfram. En KR-ingar byijuðu leik-
inn af miklum krafti og virkuðu
Breiðabliksstúlkumar frekar
taugaóstyrkar í byijun. KR spilaði
með goluna í bakið og fljótlega
skoraði Jóna Kristjánsdóttir mark
beint úr aukaspymu fyrir þær.
KR-stelpumar vom mun sterkari
í fyrri hálfleik og náði Breiðablik
ekki að ógna marki þeirra að
neinu ráði.
Jafnari leikur í sfðari hálflelk
Leikurinn jafnaðist í seinni hálf-
leik og skiptust liðin á að sækja.
Það vom nú samt KR-stelpumar
sem bættu við forskot sitt með
glæsilegu marki Hjördísar Guð-
mundsdóttur snemma í hálfleikn-
um. KR-liðið dró sig nú aftar á
völlinn og hugðist halda fengnum
hlut en nú fór sókn Blikanna að
þyngjast. Átta mínútum fyrir
leikslok skoraði síðan Sara Hall-
dórsdóttir mjög gott mark fyrir
Breiðablik með hörkuskoti úr víta-
teignum. Mikið mæddi á KR-
vöminni síðustu fimm mínútumar
og sóttu Blikamir af miklum
krafti. En vömin hjá KR-stelpun-
um stóð sig mjög vel og KR varð
því íslandsmeistari f 2. flokki
kvenna árið 1987.
Sara Haraldsdóttir:
„Vorum
of seinar
í gang“
Manni finnst auðvitað aldrei
sanngjamt að tapa, sérs-
taklega miðað við öll tækifærin
sem við fengum undir lok leiks-
ins, sagði Sara Haraldsdóttir, sem
skoraði eina mark Breiðabliks í
leiknum. „En við getum sjálfum
okkur um kennt því við vomm
of seinar f gang. Það sem tekur
nú við er að einbeita sér að 1.
deildarkeppninni því flestar stelp-
umar í liðinu em líka í meistara-
flokknum."
Þó svo að Breiðablik hafi tapað
þessum leik er ekki hægt að segja
annað en bjart sé framundan hjá
liðinu. í liðinu em margar mjög
góðar knattspymukonur sem
munu láta að sér kveða í framtí-
ðinni, bæði í 1. deildinni og
landsliðinu ef að lfkum lætur.
Hulda og Sara Haraldsdóttir
Kristrún Heimisdóttir fyrirliði KR. og Heiða Erlingsdóttir
Kristrun Heimisdóttir, fyrirliði KR:
„Sigurinn var
aldreií
etta var mjög ánægjulegur
endir á góðu tímabili," sagði
Kristrún Heimisdóttir fyrirliði KR
eftir sigurinn á Breiðabliki. „Sig-
urinn hjá okkur var aldrei f hættu
nema e.t.v. síðustu fimm mínú-
tumar. Við unnum alla leikina í
undankeppninni ömgglega, en
þetta er sá leikur sem við þurftum
að hafa mest fyrir að vinna. Þetta
var nú ekkert sérstaklega vel spil-
hættu“
aður leikur hjá okkur en það vill
stundum verða með svona úrslita-
leiki".
Kristrún sagði að þær væm tvær
sem væra í liðinu í meistara-
flokki, en 2—3 í viðbót sem væm
í hópnum. Það sem væri framund-
an hjá sumum þeirra væri að hefja
landsliðsæfíngar, en nú í haust
ætti að velja í fyrsta skipti lands-
liðshóp undir 16 ára aldri.
2. flokkur kvenna:
KR-stúlkur
íslands-
meistarar
Efri röð f.v.: Ama Steinsen þj., Ásta
Jónsdóttir liðsstj., Tinna K. Snæ-
land, Elfn Jóhannsdóttir, Þóranna
Ólafsdóttir, Hjördís Guðmundsdótt-
ir, Hugrún Símonardóttir, Guðrún
Rfna Þorsteinsdóttir, Björk Sigur-
geirsdóttir, Svanhvít Jónsdóttir,
Heiða Erlingsdóttir, Gunnar Guð-
mundsson fr. knspd. KR. Fremri röð
f.v.: Guðrún Jóna Kristjánsdóttir,
Sara Smart, Sigríður Fanney Páls-
dóttir, Kristrún Heimisdóttir, Kristfn
Loftsdóttir, Ásta Sóley Haraldsdótt-
ir, Sigríður Snorradóttir, Guðlaug
Jónsdóttir.