Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
37
eldspýtur
Stokkurinn er tómur, í honum
voru níu eldspýtur. Getur þú úr
þessum nfu eldspýtum búið til
fimm feminga? Sendu okkur
svarið.
Síðla sumars fer fólk að sjá ávexti þess sem það sáði til að vori. í búðum má sjá nýtt grænmeti, kartöflur og kál. Því miður
vex hér lítið af ávöxtum, en víða um heim eru menn að huga að ávaxtauppskerunni. Við getum hins vegar tínt ber, bæði
krækiber og bláber. Beijaskyr með ijóma er góður matur á þessum árstíma. Bömin sem voru í skólagörðunum eru að
ljúka störfum og sjást glöð á heimleið með kálið sitt og kartöflur.
Ræktaðir þú eitthvað í sumar? Varstu í sveit? Varstu að tína ber? Sendu Barnasíðunni frásögu af því sem þú gerðir i
sumar. Eins og ég gat um síðast þá fær barnaefni meira pláss í Morgunblaðinu í september og þá viljum við gjama birta
sögur, ljóð og myndir eftir ykkur, krakkar. Ef þið hafið áhuga þá sendið okkur efni. Heimilisfangið er annars staðar á síðunni.
Pappapanda
Mörgum fínnst pöndubimir fal-
leg dýr. Á rigningardegi gætir
þú dundað við að búa til einfalda
mynd af pöndubirni. Þú þarft tvo
misstóra pappadiska. Þú snýrð
diskunum á hvolf og klippir
síðan út úr svörtum eða lituðum
pappa, eyru, hendur, dætur,
deplana í kringum augun og
nefið og límir það á diskana.
Gangi þér vel.
BLOÐRUSPIL
Héma er einfalt spil sem þið getið farið í ef ykkur leiðist.
Fáið ykkur blöð og skiptið þeim niður í níu reiti. í einn reit-
inn teiknið þið blöðm, gætið þess vel að mótspilarinn sjái
ekki hvar þið setjið blöðmna. Númerið reitina frá 1 og upp í
9. Síðan nefnið þið tölur til skiptis og haldið því áfram þar
til annar hefur nefnt töluna þar sem blaðran er. Ef andstæð-
ingurinn hefur hitt blöðmna þína þá springur hún og þú
hefur tapað leiknum. Þá er bara að skora á hann í annan leik.
Rétt svör
Hér er rétt svar við myndakross-
gátunni sem var í blaðinu fyrir
hálfum mánuði. Rétt svör sendu:
Halldór Halldórsson í Reykjavík,
Elva Rut Jónsdóttir úr Hafnar-
fírði, Unnur Sigurþórsdóttir úr
Reykjavík, Ragnheiður Birgis-
dóttir í Vík, Hallgrímur Már
Hallgrímsson í Hafnarfirði,
Hanna Dóra Másdóttir á Eski-
fírði, Fanney Guðmundsdóttir á
Selfossi og Sigrún Siguijóns-
dóttir á Hellu.
Ö
m
é
£i
t
4
ít
Uu
t
mm
e
€
GZi
i
i
tttttttftttTT
mmttttiitiiHtttttttttttttt»»tmmmwwttmtttlTTTTim
Hvað er það?
Hvað er það sem maður getur
auðveldlega haft í hægri hendi
sinni — en alls ekki í þeirri
vinstri? Sendu svarið. Heimilis-
fangið er:
Barnasíðan,
Morgunblaðinu,
Aðalstræti 6,
101 R