Morgunblaðið - 27.08.1987, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.08.1987, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 31 Morgunblaðið/KJ S Sýning Leikfélags Akureyrar á Afmælisveislu handa Eyrarrós er mannmörg. Um 15 leikarar koma þar fram auk hljómsveita og tveggja kóra. Þessi mynd var tekin á æfingu i Skemmunni á þriðju- dagskvöldið. Leikfélag Akureyrar: Um 100 manns standa að afmælisveislunni handa henni Eyrarrós Afmælisveisla handa Eyrarrós nefnist leikdagskrá Leikfélags Akureyrar sem flutt verður í Skemmunni á Oddeyri klukkan 20.30 á laugardagskvöldið. Nokkur leynd hefur hvílt yfir innihaldi þessar- ar dagskrár, og á hún greinilega að koma á óvart, en hún er samansett úr sönglögum, hljóðfæraslætti, sögum, vísum, prakkara- skap, bröndurum, bulli og spakmælum, og lýðhveljandi hugvekjum. AF ERLENDUM VETTVANGI Austantjaldslöndin: Utanfarir eru forréttindi en jafnvel ferðalög forréttindastétt- arinnar eru erf iðleikum bundin FÁIR hinna milljóna vestrænna ferðamanna, sem ferðast til Austur-Evrópu í sumar, munu leiða hugann að mikilvægi vega- bréfs þeirra. í þeirra augum er þar aðeins um hvern annan pappír að ræða, sem þeir líta á sem sjálfsagðan hlut. En fyrir Austur-Evrópubúa, sem vilja ferðast til Vesturlanda — eða jafn- vel til annarra kommúnistaríkja — er það eitt, að fá vegabréf útgefið, afrek út af fyrir sig, svo ekki sé minnst á vegabréfsárit- anir. Þetta stafar af þvi að í Austur-Evrópu eru ferðalög ekki sjálfsagður réttur hvers manns heldur forréttindi. Höfundar sýningarinnar eru þeir Óttar Einarsson, Eyvindur Erlends- son og Jón Hlöðver Áskelsson. Leikarar eru 15 talsins, en alls eiga um 100 manns þátt í sýningunni því í henni eru tveir kórar og tvær hljómsveitir og því skiljanlega nokkuð um söng og hljóðfæraslátt. Persónurnar í verkinu eru frekar skrautlegar, ef marka má stuttar lýsingar á þeim, en þar á meðal eru Jökull Skriður, sem er orkuhlaðinn rokkpönkari og leikinn af Skúla Gautasyni. Tónlistarséníið Björgkel leikur Jón Hlöðver Áskelsson. Þá fara Pétur Einarsson og Þráinn Karlsson með hlutverk Kristjáns Rokkerfellers, sem er auðugur heimslistamaður, og Þrasa sem Heiðursgestur afmælisins verður forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og er áætlað að hún lendi á Akureyrarflugvelli klukkan 8.20 á laugardagsmorg- un. Þá verður tekið á móti henni með viðhöfn úti á flugvelli og er gert ráð fyrir að almenningur geti kom- ið sér fyrir innan flugvallarsvæðis- ins og fylgst með komu hennar. Lúðrasveit Akureyrar mun leika við móttökuna, bæjarstjóri og forsetar bæjarstjómar taka á móti henni og bjóða hana velkomna. Frú Vigdís mun svo flytja ávarp í Akureyrarkirkju þar sem hátíðar- dagskrá hefst klukkan 10.30 og síðan sitja hádegisverðarboð bæjar- stjómar á Hótel KEA. Um kvöldið verður hún svo viðstödd leiksýningu gegnir störfum meindýraeyðis. Aðr- ar persónur sem fram koma era prédikarinn Sókrates, hagyrðingur- inn, sálusorgarinn Páll Símon, kennslukonan Elín, fegurðardrottn- ingin Sóley og Guðmundur Gautur sem bæði er kjaftfor og skurðlækn- ir. Fleiri persónur líta dagsljósið á sýningunni auk kórs sýningarinnar, Hljómsveitar, Blásarasveitar Tón- listarskólans, karlakórs Akureyrar og karlakórsins Geysis. Einungs verða tvær sýningar á þessari dagskrá, sú fyrri á afmælis- daginn sem fyrr segir, en sú seinni verður daginn eftir og hefst hún einnig klukkan 20.30. Reynt hefur verið að stilla miðaverði í hóf. Leikfélags Akureyrar í Skemmunni og þaðan mun hún halda i Lysti- garðinn. Austur-Evrópsk vegabréf era heldur ekki neitt, sem ganga má að; fyrir utan Ungveijaland þarf að skila vegabréfinu til yfir- valda eftir hveija ferð. Þau era einnig mislit eftir því hvar í flokki menn standa og má nefna að í Austur-Þýskalandi fá almennir ferðamenn blá vegabréf, þeir sem vinna erlendis græn og stjómarer- indrekar rauð. Að fá fararleyfi til útlanda get- ur verið löng og ströng ganga. Fyrst þurfa menn að fá heimboð, helst frá ættingja í viðkomandi landi, og tryggt þarf að vera að gestgjafinn ábyrgist uppihald gestarins á meðan heimsókninni stendur. Hafi Ungveiji tilskilin leyfi má hann fara utan einu sinni á ári. Sé hins vegar um utanför án heimboðs að ræða (þ.e.a.s. þurfi ríkið að sjá honum fyrir gjaldeyri) má hann fara þriðja hvert ár. Og þetta era forréttindi. Pólveijar, sem hafa vegabréf og nægan gjaldeyri, mega fara utan eins oft og þeim sýnist. Aðal- vandi þeirra er hins vegar að fá vegabréfsáritun í vestrænum sendiráðum — röðin er löng og óskinni kann að vera hafnað grani sendiráðsmenn að tilgangur ferðalagsins sé að flytjast til landsins fyrir fullt og allt. Allt þetta kann að hljóma undarlega í eyrum Vesturlandabúa, sem era vanir þvi að ferðast land úr landi án mikilla erfiðleika. Þrátt fyrir það era Pólveijar og Ungveijar best settir allra Austur-Evr- ópubúa hvað utanfarir hrærir. Meinbugir á vega- bréfsáritun Heimboð tryggir alls ekki rétt á vegabréfi. Tékkar þurfa að fá meðmæli vinnuveitanda síns og fulltrúa kommúnistaflokksins á staðnum, sem er náttúralega ekki gott ef mönnum kemur ekki sam- an við yfirmann sinn og enn verra ef þeir era taldir „óáreiðanlegir í stjómmálum". Flestir þeirra, sem undirrituðu mannréttindayfírlýs- inguna Charta ’77 er meinað að ferðast frá Tékkóslóvakíu. „Hvað gerði faðir þinn árið 1968?“ er spuming, sem ungir og upprenn- andi ferðalangar þurfa að svara á einu af fjölmörgum eyðublöðum, sem útfylla þarf. Sé Pólveijum og Ungveijum neitað um vegabréf eiga þeir heimtingu á réttlætingu þeirrar ákvörðunar. Tékkar hafa engan slíkan rétt né geta þeir áfrýjað ákvörðuninni. Rúmenar sæta yfirheyrslu óski þeir fararleyfis. Rúmeni, sem hyggst fara úr landi þarf að eiga viðtal við vinnuveitanda sinn, en sá þarf aftur á móti að ábyrgjast heimkomu starfsmannsins. Þá þarf hann að ræða við flokksfull- trúann og að fengnu samþykki hans getur umsækjandinn fyrst óskað eftir umsóknareyðublöðum fyrir fararleyfi og öðram þeim pappíram, sem hann þarf að hafa á hreinu til ferðalagsins! í Búlgaríu þarf að hafa með- mæli frá Föðurlandsfylkingunni, sem og vinnustað, og sams konar fyrirkomulag er í Austur-Þýska- landi þó svo að ellilífeyrisþegar megi ferðast yfir múrinn einu sinni á ári. Á síðasta ári fór 1,6 milljón gamalmenna í slíkar heim- sóknir. í flestum þessara landa er mest farið eftir því hver umsækjandinn er og hversu áreiðanlegur hann er í fræðum Leníns og Marx þeg- ar umsóknir era vegnar og metnar. Hveija þekkir maðurinn? Kemur hann heim? Mun hann gagnrýna stjómina meðan hann er ytra? Leiki nokkur vafi á um áreiðanleik hlutaðeigandi er um- sóknin í voða. Fjölskylduferðir vestur era sjaldgæf gæði. Þó svo að umsækjandi sé með tandur- hreinan skjöld þykir stjómvöldum betra að vera viss og halda því yfirleitt a.m.k. einum fjölskyldu- meðlimi eftir ef ske kynni að einhver hugleiddi að verða eftir ytra. Flest vegabréf era gefin út til fimm ára, en það þýðir þó ekki að handhafi þess geti dvalist að heiman eins lengi og honum sýn- ist. í brottfararáritun er skýrt tekið fram hversu lengi hver megi dveljast hveiju sinni. Líka erfitt að komast heim aftur Af ofanskráðu gæti maður ráð- ið að stjómvöld vildu óð og uppvæg fá þegna sína heim. Að snúa heim er þó engu sjálfsagðari réttur Austur-Evrópubúa en að ferðast úr landi. Tékkneski leik- ritahöfundurinn Vaclac Havek er banginn við að ferðast til Vestur- landa af ótta við að honum verði heimkoman meinuð, en það henti vin hans, leikhússtjórann Pavel Landovsky, þegar hann hugðist fara heim eftir Vínarför fyrir nokkram áram. Pólska Samstöðu- leiðtoganum, Seweryn Blum- sztajn, var neitað um heimkomu til Póllands árið 1985, vegna „ólags á vegabréfsáritun". Ferðalög til annarra austan- tjaldslanda era auðveldari, þó þau séu á engan hátt vandræðalaus. Yfírvöld í Búlgaríu, Tékkó- slóvakíu og Rúmeníu segja að þegnum þeirra sé fijálst að ferð- ast til annarra Austur-Evr- ópuríkja og það án vegabréfsárit- ana. Staðreyndin er hins vegar sú að vilji maður í alvöra fara frá Búlgaríu til Rúmeníu þarf sá hinn sami að sækja um vegabréf sitt með hefðbundnum hætti, þó svo að vegabréfsáritun sé ekki nauð- synleg. Gjaldeyrir félaganna handan landamæranna getur auk þess verið jafnvandfenginn og kapítalistagjaldeyririnn. Tékkar á leið til Búlgaríu þurfa einatt að leita á náðir svartamarkaðsbrask- ara vegna takmarkana á því hversu miklu af tékkneskum krónum megi skipta í búlgarskar fórintur. Grannarnir einnig varhugaverðir Innan kommúnistaheimsins era einnig pólítískar hættur, sem vemda þarf veikgeðja þegnana gegn. Tékkneskur sagnfræðing- ur, sem var viðriðinn „Vorið í Prag“, fékk fyrir skömmu vega- bréf sitt til Ungvetjalands. Þetta er fyrsta utanfor hans í 13 ár. Ungveijar era fyrir sitt leyti ekki á því að leyfa andófsmönnum sínum að blanda geði við Sam- stöðumenn í Póllandi. Austur- Þjóðveijar era sérlega tortryggnir í garð grannríkjanna og þarf vegabréfsáritanir til Ungveija- lands, Búlgaríu og Rúmeníu. Austur-Þjóðveijar áttu að sjálf- sögðu ekkert erindi til Póllands eftir að Samstaða fór að láta á sér kræla og reyndar löngu eftir að hún var barin niður. Hins veg- ar þarf ekki áritun til Tékkó- slóvakíu svo að ungir Austur- Þjóðveijar flykkjast til Prag um helgar til þess að svolgra í sig ódýran pilsnerinn. Stóri bróðir í austri, Sovétrikin, eru ekki neitt sérlega hrifin af heimsóknum bandamanna sinna í Austur-Evrópu. Hópferðir (gjam- an hópar verksmiðjufólks og fulltrúar „verkalýðsfélaga") eru hins vegar leyfðar. Einstaklingar era hins vegar lattir mjög til farar- innar, nema þeim sé boðið af einhveijum mjög háttsettum í kerfinu. Af ofanskráðu má öllum vera ljós hin dökka mynd valdbeitingar kommúnistastjómanna þó misjöfn sé. Tala þeirra, sem leyft er að ferðast úr iandi er ágætis viðmið- un þegar reynt er að meta hversu „frjálslynd" Austur-Evrópuríkin era. Nærri tvöfalt fleiri Ungveijar en Tékkar ferðast til Vesturlanda árlega, enda þótt Tékkóslóvakía sé tvöfalt Qölmennari en Ung- veijaland. Rúmenía þorir ekki einu sinni að láta uppi hversu margir fá að ferðast til útlanda. Heimild: The Economist. _ A Forseti Islands heiðursgestur á 125 ára afmælinu Sumarleyfi við Svartahaf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.