Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 59 KNATTSPYRNA / ÚRSLITALEIKUR MJÓLKURBIKARKEPPNINNAR Morgunblaöið/Einar Falur Hvor nær bikarnum? Guðjón Guðmundsson fyrirliði Víðis, til hægri, og Pétur Ormslev fyrirliði Fram stefna báðir á að hampa bikamum á sunnudaginn. Það verður Guðmundur Haraldsson, alþjóðlegur dómari, sem verður við stjómvölinn á Laugardalsvelli. Þeir félagar bmgðu á leik fyrir Morgunblaðið í gær. Fyrirliðamir eru báðir sólgnir í bikarinn en dómarinn passar vel upp á að þeir nái honum ekki of snemma! Framarar unnu fyrstu lotuna! Leika í aðalbúningi sínum en Víðismenn í hvítum treyjum ÞÞað verða Framarar sem leika í bláum treyjum í bikarúrslita- leiknum á sunnudaginn. Aðalbún- ingur beggja liða er blár, því var dregið um hvort liðið Skapti héldi honum og nafn Hallgrímsson Fram kom upp á skrífar undan. Á blaðamannafundi sem úrslitaliðin héldu í sameiningu í gær kom fram að meðaltalsúrslit í úrslitaleikjum bikarkeppninnar frá upphafi er 2,39 mörk gegn 0,81 marki! Ekki er gott að segja hvem- ig leikurinn á sunnudaginn fer — en báðir fyrirliðarnir stefndu auð- vitað á að vinna. „Þetta verður mikill baráttuleikur. Taugaveiklun- in verður mikil í byijun — og það verður mikið atriði fyrir bæði lið að ná tökum á miðjunni til að kom- ast inn í „sinn leik“,“ sagði Pétur Ormslev, fyrirliði Fram. Guðjón Guðmundsson, fyrirliði Víðis, tók í sama streng. „Þetta verður mikil barátta um miðjuna á fyrstu mínút- um. Ég hef trú á að leikurinn verði fjörugur og skemmtilegur. Það verður ekkert gefíð eftir því bæði lið ætla að vinna. Það er á hreinu," sagði hann. Áður en Geir Þorsteinsson, formað- ur mótanefndar, dró um það hvort liðið léki í aðalbúningi sínum, hafði Pétur Ormslev orð á því að mörgum Framaranum þætti vænna um að spila í bláu. „Þú vannst þessa lotu," sagði Víðis-fyrirliðinn þegar kom í ljós Fram dróst á undan, en menn verða að bíða til sunnudags hvorir vinna þá lotu sem skiptir máli — sjálfan úrslitaleikinn. Leikurinn hefst kl. 14.00 á sunnu- dag. Heiðursgestur verður Þor- steinn Pálsson, forsætisráðherra. Dómari verður Guðmundur Har- aldsson og línuverðir hans óli P. Ólsen og Eysteinn Guðmundsson. Bragi Bergmann verður þeim til aðstoðar utanvallar. KNATTSPYRNA / DANMÖRK - ÍSLAND U-21 í EM KNATTSPYRNA ÍA og Valur sigruðu ÍA vann UBK1:0 og Valur sigr- aði KR 5:1 Í1. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Asta Benediktsdóttir skoraði sigurmark ÍA gegn UBK á 24. mínútu. Ingibjörg Jónssdóttir gerði 3 mörk fyrir Val gegn KR og Brynja Guðjónsdóttir tvö. Mark KR gerði Helena Ólafdóttir. HSV tapaði Fjórir leikir fóru fram í þýsku bundesligunni í gærkvöldi. Lár- us Guðmundsson og félagar í Kaiserslautern sigruðu loks — unnu Hannover 4:1. Bayem vann Num- berg 1:0 og vom meistaramir heppnir, Dortmund og Gladbach gerðu 1:1 jafntefli, en öllum á óvart tapaði HSV 4:0 heima fyrir Karlsm- he. 5.flokkur: Úrslit í dag Urslitaleikur Vals og ÍBK í ís- landsmóti fímmta flokks hefst á Stjömuvelli í Garðabæ klukkan 18 í dag. HANDBOLTI AHreð skoraði sjö og Essen vann Minsk Alfreð Gíslason skoraði sjö mörk í gærkvöldi, þegar Essen vann Evrópumeistara Minsk 29:24 í mjög góðum leik á æfingamóti í Sviss. Fraats skoraði einnig sjö mörk, en hann meiddist og var talið að hann hefði slitið liðbönd. Reynist svo vera verður hann frá í þijá mánuði. Þriðji sigur íslensks knattspyrnulandsliðs gegn Dönum: Skoruðum eflir skyndisóknir - sagði Rúnar Kristinsson, sem hefur leikið alla sigurleikina ÍSLENSKA landsliðið skipað leikmönnum tuttugu og eins árs og yngri vann Dani 3:1 í Danmörku í gærkvöldi, en leik- urinn var liður í Evrópukeppn- inni. etta var þriðji sigur íslensks knattspymulandsliðs gegn Dönum, en drengjalandsliðið vann 1:0 á Valbjamarvelli 1984 og 4:3 ári seinna í Noregi. „Sigi Held landsliðsþjálfari sagði okkur fyrir leikinn að reyna að halda jafntefl- inu. Því bökkuðum við til að byija með og leyfðum Dönunum að sækja fram yfír miðju, en tókum þar á móti þeim og skoruðum þijú mörk eftir skyndisóknir,“ sagði Rúnar Kristinsson, lang yngsti maður leiksins — aðeins 18 ára, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn, en hann skoraði þriðja mark íslands í gærkvöldi og er eini leikmaðurinn, sem hefur leikið alla sigurleikina gegn Dönum. Að sögn Steins Halldórssonar farar- stjóra var um einstefnu íslenska liðsins að ræða í fyrri hálfleik, en leikurinn var jafnari í þeim seinni. „Strákamir léku allir mjög vel, liðið var samstillt og sigurinn sann- gjam,“ sagði Steinn. Jón Grétar Jónsson skoraði tvívegis í fyrri hálfleik — fyrst á 17. mínútu með skalla af stuttu færi og síðan á 33. mínútu með mjög góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Ólafí Þórðarsyni. Danir minnkuðu muninn á 68. mínútu, en þremur mínútum síðar innsiglaði Rúnar sigurinn með við- stöðulausu skoti eftir sendingu frá Ólafí. „Við vorum líka 2:0 yfír í hálfleik gegn Finnum á Akureyri í sumar, en þeir jöfnuðu á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik. við vorum þess minnugir og vörðumst vel eftir hlé,“ sagði Rúnar. Eftirtaldir leikmenn léku gegn Dön- um: Páll Ólafsson KR, Þorsteinn Guð- jónsson KR, Sævar Jónsson Val, Erlingur Kristjánsson KA, Þorvald- ur Örlygsson KA, Andri Marteins- son RR, Rúnar Kristinsson KR (Júlíus Tryggvason Þór vm. á 81.), Þorsteinn Halldórsson KR, Ólafur Þórðarson ÍA, Hlynur Birgisson Þór (Kristján Gíslason FH vm. á 10.) og Jón Grétar Jónsson Val. Staðan Tékkóslóvakía 4 3 1 0 8:1 7 Danmörk 6 2 1 2 7:6 5 ísland 5 1 2 2 5:9 4 Finnland 5 1 1 2 3:7 3 Sigurður ekki í uppskurð Sigurður Gunnarsson, landsliðs- maður í handbolta, hefur sem kunnugt er verið meiddur á hné og til stóð að hann færi í uppskurð. Læknisskoðun í gær leiddi í ljós að uppskurður er óþarfur. Sigurði var ráðlagt að taka sér frí í 7-10 daga en síðan má hann byija að æfa á ný af fullum krafti. TENNIS Coca-Cola mótið Coca-Cola mótið í tennis verður haldið um helgina á tennisvöll- um Víkings í Fossvogi og hefst á föstudaginn. Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik í A, B og C flokki karla, kvennaflokki og unglinga- flokki. Þátttaka tilkynnist í síma 82266. HvötogGrótta leika til úrslita Hvöt og Grótta leika til úrslita í 4. deild íslandsmótsins í knattspymu. í gærkvöldi fóru fram síðustu leikimir í undankeppninni. Hvöt vann Huginn í 4:0 í B-riðli og í A-riðli vann Arvakur Víkveija, 2:0 og Bolungarvík og Grótta gerðu jafntefli, 3:3. Úrslit f a-riðli: Árvakur-Bolungarvfk........:............3:4 Grótta-Víkverji.........................1:3 Bolungarvtk-Víkveiji....................0:0 Árvakur-Grótta..........................1:2 Grótta-Bolungarvík......................6:2 Víkveiji-Árvakur........................0:4 Víkveiji-Grótta.........................2:1 Bolungarvtk-Árvakur.....................1 ;0 Grótta-Árvakur .5:2 .3:3 Árvakur-Víkveiji ..2:0 Lokastadan: Grótta 6 3 12 18:13 10 Víkveiji 6 3 12 10:8 10 Bolungarvtk 6 2 2 2 11:17 8 Árvakur 6 2 0 4 12:12 6 Úrslit í b-riðli: ..2:3 Hvöt-HSÞc ..2:0 ..0:2 ..7:1 HSÞc-Hvöt ..0:4 Hvöt-Huginn ..4:0 Lokaataðan: Hvöt 4 4 0 0 12:0 12 Huginn 4 2 0 2 10:9 6 HSÞc 3 0 0 3 3:16 0 HANDBOLTI Guðni ráð- inn til HSÍ Guðni Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HSÍ í stað Jóns Erlendssonar, sem sagði upp störfum á síðasta árs- þingi. Guðni var á sfnum tíma framkvæmdastjóri og formaður Frjálsíþróttasambandsins og síðast framkvæmdastjóri Lands- móts UMFÍ á Húsavík. Starfs- menn HSÍ verða þrír áfram, Einar Magnússon og Guðjón Guðmunds- son auk Guðna. Þremenningamir em á mynd Júlíusar, Guðni lengst til vinstri, þá Guðjón og Einar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.