Morgunblaðið - 27.08.1987, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 27.08.1987, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 59 KNATTSPYRNA / ÚRSLITALEIKUR MJÓLKURBIKARKEPPNINNAR Morgunblaöið/Einar Falur Hvor nær bikarnum? Guðjón Guðmundsson fyrirliði Víðis, til hægri, og Pétur Ormslev fyrirliði Fram stefna báðir á að hampa bikamum á sunnudaginn. Það verður Guðmundur Haraldsson, alþjóðlegur dómari, sem verður við stjómvölinn á Laugardalsvelli. Þeir félagar bmgðu á leik fyrir Morgunblaðið í gær. Fyrirliðamir eru báðir sólgnir í bikarinn en dómarinn passar vel upp á að þeir nái honum ekki of snemma! Framarar unnu fyrstu lotuna! Leika í aðalbúningi sínum en Víðismenn í hvítum treyjum ÞÞað verða Framarar sem leika í bláum treyjum í bikarúrslita- leiknum á sunnudaginn. Aðalbún- ingur beggja liða er blár, því var dregið um hvort liðið Skapti héldi honum og nafn Hallgrímsson Fram kom upp á skrífar undan. Á blaðamannafundi sem úrslitaliðin héldu í sameiningu í gær kom fram að meðaltalsúrslit í úrslitaleikjum bikarkeppninnar frá upphafi er 2,39 mörk gegn 0,81 marki! Ekki er gott að segja hvem- ig leikurinn á sunnudaginn fer — en báðir fyrirliðarnir stefndu auð- vitað á að vinna. „Þetta verður mikill baráttuleikur. Taugaveiklun- in verður mikil í byijun — og það verður mikið atriði fyrir bæði lið að ná tökum á miðjunni til að kom- ast inn í „sinn leik“,“ sagði Pétur Ormslev, fyrirliði Fram. Guðjón Guðmundsson, fyrirliði Víðis, tók í sama streng. „Þetta verður mikil barátta um miðjuna á fyrstu mínút- um. Ég hef trú á að leikurinn verði fjörugur og skemmtilegur. Það verður ekkert gefíð eftir því bæði lið ætla að vinna. Það er á hreinu," sagði hann. Áður en Geir Þorsteinsson, formað- ur mótanefndar, dró um það hvort liðið léki í aðalbúningi sínum, hafði Pétur Ormslev orð á því að mörgum Framaranum þætti vænna um að spila í bláu. „Þú vannst þessa lotu," sagði Víðis-fyrirliðinn þegar kom í ljós Fram dróst á undan, en menn verða að bíða til sunnudags hvorir vinna þá lotu sem skiptir máli — sjálfan úrslitaleikinn. Leikurinn hefst kl. 14.00 á sunnu- dag. Heiðursgestur verður Þor- steinn Pálsson, forsætisráðherra. Dómari verður Guðmundur Har- aldsson og línuverðir hans óli P. Ólsen og Eysteinn Guðmundsson. Bragi Bergmann verður þeim til aðstoðar utanvallar. KNATTSPYRNA / DANMÖRK - ÍSLAND U-21 í EM KNATTSPYRNA ÍA og Valur sigruðu ÍA vann UBK1:0 og Valur sigr- aði KR 5:1 Í1. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Asta Benediktsdóttir skoraði sigurmark ÍA gegn UBK á 24. mínútu. Ingibjörg Jónssdóttir gerði 3 mörk fyrir Val gegn KR og Brynja Guðjónsdóttir tvö. Mark KR gerði Helena Ólafdóttir. HSV tapaði Fjórir leikir fóru fram í þýsku bundesligunni í gærkvöldi. Lár- us Guðmundsson og félagar í Kaiserslautern sigruðu loks — unnu Hannover 4:1. Bayem vann Num- berg 1:0 og vom meistaramir heppnir, Dortmund og Gladbach gerðu 1:1 jafntefli, en öllum á óvart tapaði HSV 4:0 heima fyrir Karlsm- he. 5.flokkur: Úrslit í dag Urslitaleikur Vals og ÍBK í ís- landsmóti fímmta flokks hefst á Stjömuvelli í Garðabæ klukkan 18 í dag. HANDBOLTI AHreð skoraði sjö og Essen vann Minsk Alfreð Gíslason skoraði sjö mörk í gærkvöldi, þegar Essen vann Evrópumeistara Minsk 29:24 í mjög góðum leik á æfingamóti í Sviss. Fraats skoraði einnig sjö mörk, en hann meiddist og var talið að hann hefði slitið liðbönd. Reynist svo vera verður hann frá í þijá mánuði. Þriðji sigur íslensks knattspyrnulandsliðs gegn Dönum: Skoruðum eflir skyndisóknir - sagði Rúnar Kristinsson, sem hefur leikið alla sigurleikina ÍSLENSKA landsliðið skipað leikmönnum tuttugu og eins árs og yngri vann Dani 3:1 í Danmörku í gærkvöldi, en leik- urinn var liður í Evrópukeppn- inni. etta var þriðji sigur íslensks knattspymulandsliðs gegn Dönum, en drengjalandsliðið vann 1:0 á Valbjamarvelli 1984 og 4:3 ári seinna í Noregi. „Sigi Held landsliðsþjálfari sagði okkur fyrir leikinn að reyna að halda jafntefl- inu. Því bökkuðum við til að byija með og leyfðum Dönunum að sækja fram yfír miðju, en tókum þar á móti þeim og skoruðum þijú mörk eftir skyndisóknir,“ sagði Rúnar Kristinsson, lang yngsti maður leiksins — aðeins 18 ára, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn, en hann skoraði þriðja mark íslands í gærkvöldi og er eini leikmaðurinn, sem hefur leikið alla sigurleikina gegn Dönum. Að sögn Steins Halldórssonar farar- stjóra var um einstefnu íslenska liðsins að ræða í fyrri hálfleik, en leikurinn var jafnari í þeim seinni. „Strákamir léku allir mjög vel, liðið var samstillt og sigurinn sann- gjam,“ sagði Steinn. Jón Grétar Jónsson skoraði tvívegis í fyrri hálfleik — fyrst á 17. mínútu með skalla af stuttu færi og síðan á 33. mínútu með mjög góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Ólafí Þórðarsyni. Danir minnkuðu muninn á 68. mínútu, en þremur mínútum síðar innsiglaði Rúnar sigurinn með við- stöðulausu skoti eftir sendingu frá Ólafí. „Við vorum líka 2:0 yfír í hálfleik gegn Finnum á Akureyri í sumar, en þeir jöfnuðu á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik. við vorum þess minnugir og vörðumst vel eftir hlé,“ sagði Rúnar. Eftirtaldir leikmenn léku gegn Dön- um: Páll Ólafsson KR, Þorsteinn Guð- jónsson KR, Sævar Jónsson Val, Erlingur Kristjánsson KA, Þorvald- ur Örlygsson KA, Andri Marteins- son RR, Rúnar Kristinsson KR (Júlíus Tryggvason Þór vm. á 81.), Þorsteinn Halldórsson KR, Ólafur Þórðarson ÍA, Hlynur Birgisson Þór (Kristján Gíslason FH vm. á 10.) og Jón Grétar Jónsson Val. Staðan Tékkóslóvakía 4 3 1 0 8:1 7 Danmörk 6 2 1 2 7:6 5 ísland 5 1 2 2 5:9 4 Finnland 5 1 1 2 3:7 3 Sigurður ekki í uppskurð Sigurður Gunnarsson, landsliðs- maður í handbolta, hefur sem kunnugt er verið meiddur á hné og til stóð að hann færi í uppskurð. Læknisskoðun í gær leiddi í ljós að uppskurður er óþarfur. Sigurði var ráðlagt að taka sér frí í 7-10 daga en síðan má hann byija að æfa á ný af fullum krafti. TENNIS Coca-Cola mótið Coca-Cola mótið í tennis verður haldið um helgina á tennisvöll- um Víkings í Fossvogi og hefst á föstudaginn. Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik í A, B og C flokki karla, kvennaflokki og unglinga- flokki. Þátttaka tilkynnist í síma 82266. HvötogGrótta leika til úrslita Hvöt og Grótta leika til úrslita í 4. deild íslandsmótsins í knattspymu. í gærkvöldi fóru fram síðustu leikimir í undankeppninni. Hvöt vann Huginn í 4:0 í B-riðli og í A-riðli vann Arvakur Víkveija, 2:0 og Bolungarvík og Grótta gerðu jafntefli, 3:3. Úrslit f a-riðli: Árvakur-Bolungarvfk........:............3:4 Grótta-Víkverji.........................1:3 Bolungarvtk-Víkveiji....................0:0 Árvakur-Grótta..........................1:2 Grótta-Bolungarvík......................6:2 Víkveiji-Árvakur........................0:4 Víkveiji-Grótta.........................2:1 Bolungarvtk-Árvakur.....................1 ;0 Grótta-Árvakur .5:2 .3:3 Árvakur-Víkveiji ..2:0 Lokastadan: Grótta 6 3 12 18:13 10 Víkveiji 6 3 12 10:8 10 Bolungarvtk 6 2 2 2 11:17 8 Árvakur 6 2 0 4 12:12 6 Úrslit í b-riðli: ..2:3 Hvöt-HSÞc ..2:0 ..0:2 ..7:1 HSÞc-Hvöt ..0:4 Hvöt-Huginn ..4:0 Lokaataðan: Hvöt 4 4 0 0 12:0 12 Huginn 4 2 0 2 10:9 6 HSÞc 3 0 0 3 3:16 0 HANDBOLTI Guðni ráð- inn til HSÍ Guðni Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HSÍ í stað Jóns Erlendssonar, sem sagði upp störfum á síðasta árs- þingi. Guðni var á sfnum tíma framkvæmdastjóri og formaður Frjálsíþróttasambandsins og síðast framkvæmdastjóri Lands- móts UMFÍ á Húsavík. Starfs- menn HSÍ verða þrír áfram, Einar Magnússon og Guðjón Guðmunds- son auk Guðna. Þremenningamir em á mynd Júlíusar, Guðni lengst til vinstri, þá Guðjón og Einar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.