Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 RAFMÓTORAR = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SIMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Tromp-(uð) tvenna Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN: TVEIR Á TOPPNUM - LEATHAL WE- APON ★ ★★ Leikstjóri: Richard Donner. Framleiðendur: Donner og Joel Silver. Kvikmyndataka: Step- hen Goldblatt. Tónlist: Michael Kamen og Eric Clapton. Klipp- ing: Stuart Baird. Handrit: Shane Black. Aðalleikendur: Mel Gibson, Danny Glover, Gary Busey, Mitchell Ryan, Tom Atk- ins. Bandarísk. Danny Glover er lögreglumaður af gamla skólanum í Los Angeles. Vill fara að hætta, hefur aldrei hlotið skrámu og tönglast á því að hann sé „orðinn of gamall fyr- ir þessi skítverk". Honum líst því hreinlega ekki á blikuna þegar hann fær nýjan samstarfsmann í morðdeildina, sem er Gibson. Hann er fluttur úr eiturlyfjadeild- inni þar sem hann er álitinn stórhættulegur sjálfum sér sem öðrum. Kominn á ystu nöf eftir ástvinamissi og ógnþrungið starf og þjáist af sjálfsmorðshyggju. Fyrsta samstarf hinna ólíku lög- reglumanna verður ekki til þess að brúa bilið á milli þeirra. En þá > C * Có > ER AD KOMA FULLKOMNARI & FALLEGRI EN NOKKRU SINNI FYRR TOYOTA -1988- í ÁGÚST TOYOTA Mel Gibson nær góðum tökum á hlutverki hins hálfóða lögreglu- manns, Riggs, í vandaðri skemmtimynd, Tveir á toppnum. lenda þeir í slæmu máli sem á eftir að reyna á þolrifin og þjappa þeim saman. Það kemur ekki á óvart að hér er um að ræða eina vinsælustu mynd sumarsins. Donner leikstýrir af eldmóði í átakaatriðum en jafn- framt skapar hann einkar mann- legt andrúmsloft í kringum söguhetjurnar þegar þær verða að fara að vinna saman. Öll tæknileg atriði eru vansalaus, sem og í flest- um Hollywood-myndum af þessari stærðargráðu. Kvikmyndatakan lífleg, útsjónarsöm, klippingin hröð og einkar gott innlegg í myndinni, sömuleiðis blúsuð tón- list Claptons. En það er samleikur Glovers og Gibsons sem er megingaldur myndarinnar. Þeir falla svo vel saman að unun er á að horfa. Þeir sem stilltu þeim saman í aðal- hlutverkin vita hvað klukkan slær á áhorfendabekkjum. Það er ánægjulegt að sjá Gibson aftur í toppformi eftir misráðninguna í The River, mér er til efs að hann hafi áður verið betri. Hann túlkar af sannfærandi innlifun tauga- spennu og örvinglun manns á ystu nöf sem kemur síðan hægt og sígandi niður á jörðina. Glover, (Silverado, The Color Purple), er engu síðri í hlutverki hins gamal- reyna hermanns og glæpalýðs- hrellis sem sér eftirlaunin í seilingarfæri þegar hann fær mann sem hann álítur kolgeggjað- an í samvinnu. Þá bregður fyrir ágætum karakterleikurum í auka- hlutverkum. En Busey er vægast sagt ólánlegur skúrkur. Tveir á toppnum er óvenju góð flétta spennu- og skemmtimyndar þar sem mannlegi þátturinn hefur ekki gleymst. Fréttatímum Sljörnunnar fjölgar ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjölga fréttatímum Stjörnunnar. Frétt- ir stöðvarinnar að kvöld- og næturlagi verða framvegis kl. 23.00, 02.00 og 04.00. í fréttatilkynningu frá Stjömunni segir að fréttastofa Stjörnunnar hafi haft aðrar áherslur, hvað varð- ar efnisval og efnistök fétta, en aðrar fréttastofur í landinu. Þar segir einnig að þessi nýbreytni hafi gefist vel og þess vegna hafi verið ákveðið að fjölga fréttatímunum. VZterkur og k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.