Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 55 + Um kennslu á Norðurlandamálum Mér virðist sem í uppsiglingxi sé mikil ritdeila um það hvort kenna eigi dönsku eða eitthvert annað Norðurlandamál í grunnskólum. Það er alltaf ánægjulegt að sjá slík skrif því að þau sýna og sanna að kennurum er ekki sama hvað þeir kenna nemendum sínum og hafa mikinn áhuga á starfi sínu. Eg er reyndar ekki kennari og hef aldrei verið en ekki er langt síðan ég slapp út úr menntakerfinu og ætla ég því að gerast svo frakk- ur að leggja orð í belg. Ég hef ekkert á móti því að við leggjum rækt við tengsl okkar við hinar Norðurlandaþjóðirnar og veit af eigin reynslu að samskiptin við þær eru okkur síst til tjóns. Ég leyfi mér samt að halda því fram að það sé orðið tímabært að velta því fyrir sér hvort það sé viturlegt að leggja jafnmikla áherslu og nú er gert á kennslu á dönsku. Nú hljóta nemendur kennslu á ensku og dönsku (lítill hluti kýs sænsku eða norsku í staðinn) í efstu bekkjum grunnskóla. Þeir sem fara í framhaldsskóla læra síðan meira í þessum málum og til viðbótar að minnsta kosti annað hvort þýsku eða frönsku og í máladeildum jafn- vel fleiri tungumál. Nú er það svo að Islendingar, bæði þeir sem einungis hafa lokið grunnskólaprófi og þeir sem lengur hafa gengið í skóla, gera afar víðreist, ferðalög um Suður— og Mið—Evrópu eru algeng og hingað kemur fjöldi ferðamanna, þar á meðal hinir ferðaglöðu Þjóðveijar. Það er afar sjaldgæft að fólk frá löndum utan Norðurlandanna tali Vandvirkni og hroðvirkni Góði Velvakandi í sumar voru settar raðir af tijá- plöntum fyrir framan sundlaugarn- ar í Laugardal. Einnig utan með bílastæðinu þar. Mér þótti mjög gaman að fylgjast með því hve þess- ir ungu menn, sem þarna voru að verki, unnu vel og fagmannlega. Var auðséð að þar kló sá er kunni. Og þegar fylgir vandvirkni og smekkvísi, fæst góður árangur eins og þarna sést. Vonandi fá þessi tré að vaxa í friði fyrir slæmri umgengni. Ég vona líka að veður verði þeim hag- stæð meðan þau komast á legg. Ég ætla ekki að ákalla þessa „veð- urguði" sem margir virðast trúa á. Reyndar eru þeir víst frekar eitt af þessum staglyrðum sem hver étur eftir öðrum og_ bera vott um málfátækt manna. Ég bý í næsta nágrenni sundlauganna og vil þakka þessa fegrun umhverfisins af heilum hug. Því miður horfir öðru vísi við hinum megin Sundlaugavegar. Þar var í fyrra hrúgað upp moldar- hrygg. Hann var tyrfður á köflum en skildar eftir moldarskellur með ýmsu lagi og misjöfnum millibilum. I þær voru settar trjáplöntur og blómjurtir og líka uppi á hryggnum. Þetta mannvirki vitnar jafnt um vankunnáttu, hroðvirkni og smekk- leysi. Fólk af tjaldstæðinu í Laugardal fjölmennir að biðskýlinu hjá hryggnum til þess að taka strætis- vagna. Ég hef séð og heyrt útlend- inga horfa á hrygginn, hrista höfuð glottandi og koma með mjög niðr- andi athugasemdir og lái ég þeim það ekki. Mikið vildi ég að sendur yrði garðyrkjumaður til að koma lagi á þennan óskapnað. Þórunn Guðmundsdóttir eitthvert Norðurlandamálanna, það er helst að einhveijir skilji dönsku nyrst í Þýskalandi en þeir eru svo fáir að þeir breyta litlu. Norður- landabúar eru hins vegar upp til hópa álíka vel menntaðir og Islend- ingar og tala margir ensku og fleiri tungumál. Það ætti því varla að gera sam- skiptin við aðra Norðurlandabúa erfiðari þótt minni áhersla yrði lögð á kennslu á dönsku en kennsla í útbreiddari tungumálum tekin upp í staðinn. Enskan er vissulega útbreidd en þó dugar hún ekki næstum alltaf og á meginlandi Evrópu er til dæm- is mun líklegra að hægt sé fyrir þann sem ekki talar tungu inn- fæddra að gera sig skiljanlegan á þýsku en ensku. Það sama gildir um Evrópubúa sem sækja Island heim. Þetta er að minnsta kosti mín reynsla. Ef mönnum er of annt um hin sögulegu og landfræðilegu tengsl okkar við hinar Norðurlandaþjóð- irnar þá má ekki gleyma því að við íslendingar tölum þrátt fyrir allt alltaf eitt Norðurlandamálanna og reyndar það sem best hefur haldið sér í aldanna rás. Ég vil því gera að tillögu minni að í stað kennslu á dönsku í grunn- skólum verði tekin upp kennsla á útbreiddara tungumáli og beld ég að þýska komi þar helst til greina. Þýskan hefur marga kosti fyrir Islendinga umfram til dæmis frönsku og spænsku. Málfræðin er að mörgu leyti svipuð þótt ekki sé hún kannski auðlærð. Framburður- inn á ekki að vefjast um of fyrir talfærum Islendinga, að minnsta kosti ekki meira en danska, talsvert er um orð sem eru lík í þýsku og íslensku og auk þess er fjöldi íslend- inga vel að sér í þýsku þannig að ekki ætti að reynast ómögulegt að fá kennara í greininni en það útilok- ar líklega til dæmis spænsku. Kennslu í dönsku eða öðru Norð- urlandamáli mætti síðan taka upp í stað þýsku í mennta— og fjöl- brautaskólum. Það yrði til þess að þeir sem alls ekki geta án kunnáttu í öðrum Norðurlandamálum en íslensku verið, það er þeir sem vilja leggja stund á háskólanám í þessum löndum og þeir eru ófáir gætu það eftir sem áður. Kunnátta í þýsku myndi hins vegar koma mun fleirum til góða og það er jú það sem tilgangurinn er, ekki satt? S.M. Leikbrúðuland stórveldanna Þýzkaland eftirstríðsáranna hef- ur að sönnu verið leikbrúðuland stórveldanna. Líkt og Balkanskagi var á sínum tíma er Þýzkaland nútímans sú púðurtunna sem líkleg- ust er til að springa. Ómældu magni af drápsvopnum hefur verið komið fyrir í þessu landi og úlfúðin og sundurlyndið óhjákvæmilegir fylgi- fiskar. Versalasamningarnir 1918 vom og em og munu alltaf verða rangsleitni sem engin fullvalda þjóð lætur bjóða sér. Mikilvægi þeirra fyrir það sem síðar varð hefur mörgum fyrisést. Þeir vom sið- ferðilega rangir, vísvitandi brot á lögum guðs og manna. Afleiðing- arnar létu heldur ekki á sér standa og er þar höfuðorsök ófriðarins 1939-1945 að finna. í Núrnberg-réttarhöldunum köll- uðu bandamenn ábyrgðarmenn hins þýzka ríkis fyrir sig og dæmdu hvern af öðrum til dauða. Og líkt og Spandau-fangelsið verður jafnað við jörðu til þess að hvítþvo smán- ina, voru líkamir hinna hengdu brenndir og öskunni varpað í fljót nokkurt sem svo mikil leynd hvíldi yfir að einungis örfáir vissu hvert var og þeir sem sáu um að koma öskunni í fljótið unnu verk sitt í skjóli nætur þannig að ömggt þætti að ekki myndaðist helgi á fljótinu. Einn var sá er slapp undan þessari yfirhalningu en það var enginn annar en ríkismarskálkurinn Her- mann Göring. Örlög hans innan rammgerðra fangelsismúra og strangrar gæzlu urðu hin sömu og Rudolf Hess gekkst undir. Ekki er laust við að örlög þessara tveggja manna hafi kallað fram ámóta sneypuleg viðbrögð. Sameinað Þýzkaland er eina leið- in sem lýðfrjáls heimur getur sætt sig við. Þegar er komið skarð í þann múr sem skiptir landinu og tröllheimska þess kerfis sem reynir að viðhalda slíkum múrum er svo auðsæ og kristaltær að hér eftir getur það einungis verið tímaspurs- mál hvenær Berlínarmúrinn verður fjarlægður af landakortinu og lýð- fijálst Þýzkaland sameinað undir einum fána lítur dagsins ljós. Sú tímaskekkja að elta uppi aflóga gamalmenni frá stríðsárunum og pynta þau og kvelja í tugi ára er umhugsunarefni. Það er kominn tími til að alþjóðastofnanir sem kenna sig við frelsi og virðingu fyr- it- mannslífum taki sér tak og komi í veg fyrir þessa ósvinnu. Ef það er lífsnauðsyn að leita uppi glæpa- menn þá vita það flestir sem vilja vita, að ekki þarf að fara yfir landa- mæri til að finna þá og margir láta sér nægja sýslumörkin. Guðni Björgólfsson Illa búið að dýrum Við viljum vekja athygli á því hve dýr í gæludýrabúðum hafa tak- markað rými. Gott dæmi um það er í Gullfiskabúðinni. Til dæmis var kattabúrið þar nýlega minnkað um helming en var þó lítið fyrir. Og hvað var svo sett í staðinn? Dósa- matur sem við sáum ekki betur en ' að gæti verið á lager. Annað dæmi voru páfagaukarnir sem tíu saman voru settir í búr sem hefði hentað einum. í hillunum við hliðina stóðu nokk- ur tóm búr en annars voru hillurnar tómar. í eitt af tómu búrunum hefði verið hægt að setja helming páfa- gaukanna. Einnig viljum við vekja athygli á framkomu afgreiðslufólks, sérstak- lega við börn. Sé maður ekki fullorðinn og ætlar ekki að kaupa er starað illilega á mann og sérstak- lega ef maður snertir eitthvað a£ búrunum eða öðru sem þarna er. Þá hefur maður á tilfinningunni að manni verði hent út á næstu sek- úndum. Að lokum viljum við skora á gæludýrabúðaeigendur að gefa dýr- unum eins mikið rými og húsnæði leyfír. Sigga og Perla . . . ;i() komu mc<) fvrstu plöntunn huntlu hcnni til uö yrrtkJunn'tju. TM Reg. U.S. Pal Ott — all nghls leserved j © 1986 Los Angeles T imes Syndicate j Gerði ég eitthvað vitlaust eða hvað? Með morgunkaffínu Hvað áttu við með þvi að segja að best sé að koma sér heim? Þú ert heima hjá þér, maður? HÖGNIHREKKVÍSI „ HANM VILU FÁ L/ERLEee, AFI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.