Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 félk í fréttum Nína Hagen og eiginmaðurinn, Lorenz. Nína giftir sig Þýska söngkonan Nína Hagen gekk í það heilaga úti á Ibiza nú á dögunum. Slíkt eru auðvitað tíðindi í sjálfu sér, en athöfnin vakti ekki síður athygli fyrir þær sakir að brúðguminn er 14 árum yngri en Nína, eða aðeins 18 ára. Menn kunna annars lítil deili á honum annað en að hann heitir Lorenz, og mun vera bassagítarleikari frá Suð- ur-Afríku. Nína hitti þáverandi tilvonandi eiginmann sinn í neðanjarðarlest í Berlín, og var það ást við fyrstu sýn. Það er þó ekki nóg með að þau Nína og Lorenz taki sig vel út saman, eins og lesendur geta séð á meðfylgjandi mynd, heldur eru þau líka andlega skyld. Nína segir að hún og Lorenz eigi tvö sameiginleg áhugamál þar sem eru Jesús Krist- ur og fljúgandi furðuhlutir. Brúðguminn mun ekki hafa haft sig sérstaklega til á þessum tíma- mótum, en Nína festi englavængi á bakið á sér til að undirstrika hve hamingjusöm hún væri. Frétta- menn sem staddir voru á Ibiza spurðu Nínu um mannsefnið, og lét hún hafa eftirfarandi eftir sér: „Lor- enz er hlægilegur og dálítið vitlaus, en hann er ungur." Listrænn sóldýrkandi Þessi mynd var tekin núna á mánudaginn á bökkum Tis- za-ár í Ungveijalandi, nálægt borginni Csongrad. Ekki vitum við hvort heldur maðurinn á myndinni bjó til sandstúlkuna við hliðina á sér af listrænum hvötum eða vegna þess að honum tókst ekki að finna sólbaðsfélaga. Ef síðari skýringin er rétt vonum við að tilraunir hans í framtíðinni við að ná sér í viðeigandi félagsskap renni ekki út í sandinn. Reuter MHK Viktoría ásamt foreldrum sínum; Karli Gústafi, Svíakóngi, og Sylvíu drottningu. Krónprinsessan kemur fram Hún Viktoría, krónprinsessa Svía, er nú orðin tíu ára, og þykir föður hennar vera kominn tími til að hún fari smám saman að undirbúa sig fyrir hlutverkið sem bíður hennar í framtíðinni. Því kom Viktoría fram í fyrsta skipti opinberlega nú fyrir skömmu við hátí- ðahöld í tilefni 450 ára afmælis Gripsholm-kastala. Þótti hún standa sig mjög vel í hinu nýja hlutverki sínu, en hún hélt í höndina á pabba mestallan tímann, svona til halds og trausts. Vikt- oría mun halda áfram að ganga í almennan skóla og leika sér við félagana þar eins og önnur börn, en nú verður hún einnig að fara að undirbúa sig að stjórna Svíaríki þegar hún verður þjóðhöfðingi einn góðan veðurdag. Reiðhjólaútsalan er í fullum gangi í Hjólasporti Allt fyrsta flokks reiðhjól. 30% afsláttur. Tryggið ykkur gæðahjól á frábæru verði. Sendum í póstkröfu um allt land. Hjolasport Gnoðarvogi 44, sími 34580.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.