Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 . ** JÓN RAGNARSSON, ÍSLANDSMEISTARII RALLAKSTRI, SKRIFAR Menn verða að passa að æsa sig ekki úr hófi fram Þegar flaggið á fyrstu sérleið fellur, gleymist amstur und- anfarinna daga, undir stýri í bílnum er maður nánast kom- inn í annan heim, fjarri daglegum vandamálum. Síðustu daga fyrir keppni kemur alltaf rót á hugann, ósjálfrátt. Maður sefur ekki eins vært og áður, hefur verið að spá í möguleikana að degi til og á næturnar heldur und- irmeðvitundin áfram verkinu. Hverjir eru líklegustu keppi- nautarnir, ereinhver betri, hvar eru vondar leiðir? Millj- ón hugsunum skýtur upp. Um leið og flaggið birtist í upp- hafi keppni hverfur óróleik- inn. Málið er að keyra sig í stuð. Ljómarallið er geysilega erfið keppni. Það þarf að aka hratt en samt fara vel með bílinn — en ekki samt svo vel að tímamir verði hroðalega lélegir samanborið við tíma andstæðinganna. Það er líka stórt mál að láta ekki tíma ann- arra keppenda pirra sig of mikið. Menn verða að passa að æsa sig ekki úr hófi fram. Það er nægur tími í þriggja daga langri keppni til að endurmeta stöðuna — oftar en einu sinni. Best er að komast í ákveðinn takt, keyra þétt en örugglega. Eg bytja keppnina með rás- númer eitt, ég kann ekkert of vel við þetta númer, Rúnari finnst að vísu flott að ræsa fyrstur. Það ganga margir með það í maganum að þetta sé gott rásnúmer, en það skiptir ekki máli hvort maður er númer eitt eða fimm. Toppbílamir eru ekkert að þvælast hvor fyrir öðrum, það er ekki fyrr en aftar kemur að ástandið versnar og vegurinn líka. Ég læt það ekki fara í taugamar á mér þó ég verði ekki forystubíll fyrir síðasta dag- inn. Keppni er aldrei búin, fyrr en hún er búin. Hugsun rallökumanna, eða mín öllu heldur, á sérleið er marg- þætt. Það sem ég forðast mikið er að aka þannig að hætta sé á að sprengja dekk, það er betra að fara aðeins hægar yfir og Morgunblaöið/Gunnlaugur Rögnvaldsson „Maður verður að ná tökum á bílnum smám saman, smá auka hraðann. Það er betra en að æða af stað, gera svo mistök, missa bílinn útaf eða fá óvæntan skell," segir Jón Ragnarsson í grein sinni um eigin þátttöku í Ljóma- rallinu. Hér er Jón á Escort-bíl sínum á Kjalvegi. einbeitinguna. Mér finnst þetta ríkt í mörgum íslenskum öku- manninum. Sigurvegari Ljómarallsins verð- ur sá sem skilar sér áfallalausum í gegnum keppnina og hefur góð- an undirbúning. Ég hef sloppið við bilanir í keppni að mestu leyti og því er viðgerðarliði mínu að þakka. Vitneskja um trausta menn á bakvið sig veitir manni aukið sjálfstraust, trú á bíl og sigurmöguleika. Slík sálfræði skiptir verulegu máli. Það er gott að geta keyrt sérleið á fullu, stokkið, lent í hvörfum og notað bílinn stíft, vitandi að í enda leið- ar bíða traustir menn. Maður kemur kófsveittur af leiðinni og þá taka vanar hendur við bílnum. Ég hefði ekki náð toppnum án þessara manna og með hugann sífellt við viðgerðir á bílnum. Ég býst við öllu í Ljómarallinu. Ég get tapað fyrir mörgum. Finn- inn Miko Torilla á Audi er óþekkt stærð, líka Bretinn Ivor Clark á Talbot. Hafsteinn Aðalsteinsson, Hjörleifur Hilmarsson, Jón S. Halldórsson, Steingrímur Inga- son, Asgeir Sigurðsson og Birgir Þór Bragason verða allir skæðir keppinautar. Allt góðir ökumenn. Jón S. Halldórsson og Guðbergur Guðbergsson á Porsche 911. sleppa við dekkjasprengingu. Ég hef líka aðeins einu sinni sprengt dekk, (7-9-13). Maður verður að ná tökum á bflnum smám saman í hverri keppni, smáauka hraðann. Það er betra en að æða af stað og gera svo mistök, missa bflinn útaf eða fá óvæntan skell. Slíkt gerir ökumenn stundum hrædda og þeir minnka ósjálfrátt hraðann. Maður getur ekki orðið betri en maður er, óðagot gagnar engum. Ég tek mistökum sjálfur með jafnaðargeði ef þau koma upp. Það þýðir ekki að naga sig í hand- arbökin, það hef ég lært. Maður Hjörleifur Hllmarsson og Sigurður Jensson á Talbot Lotus. verður að horfa fram á veginn, gleyma beygjunum fyrir aftan. Það eru endalaus „ef“ til staðar, ef maður vill; „ef ég hefði náð þessari beygju betur, ekki klikkað þarna.“ Slíkt gengur bara ekki í rallakstri og bætir hvorki hugar- farið né sjálfstraustið. Það truflar Guðmundur Jónsson gæti orðið litríkur, en vantar að Iosna við „ef-in“, sem ég talaði um áðan. Einhver þessara manna vinnur rallið, að mér meðtöldum. Hraði með yfirvegun mun gilda. Ég mun gera mitt besta og það er talsvert mikið . .. KNATTSPYRNA / GETRAUNIR Getrauna- spá MBL. «o 5 (0 X1 c 3 o> o 5 > o Tíminn c ^c > 5* Dagur Ríkisútv. c « "3 >* m OJ s 0) c ■ c « œ Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Fram-Víðlr 1 1 1 2 2 1 1 1 1 0 0 7 0 2 Arsenal — Portsmouth 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 0 9 0 0 Charlton — Man. United 2 2 2 2 2 2 2 2 X 0 0 0 1 8 Chelsea — Luton X 1 X X 1 1 1 1 1 0 0 6 3 0 Coventry — Liverpool 2 2 2 X 2 1 X X 2 0 0 1 3 5 Derbv — Wimbledon 1 1 1 1 1 X 1 1 X 0 0 7 2 0 Everton — Sheff. Wed. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 0 9 0 0 Newcastle — Nott’m Forest X X X 1 X 1 X X X 0 0 2 7 0 Southampton — Q.P.R. X X 2 X 2 1 1 1 2 0 0 3 3 3 Watford — Tottenham 2 2 2, 2 2 2 2 1 X 0 0 1 X 7 West Ham — Norwich 2 1 1 1 X X 1 1 1 0 0 e 2 1 Ipswich - Stoke 2 1 X 1 1 1 1 X X 0 0 5 3 1 Getraunir með breyttu sniði Bikarleikur Fram og Víðis á íyrsta seðlinum NYTT starfsár er byrjað hjá íslenskum getraunum og eru seðlarnir fyrir fyrstu leikviku komnir á sölustaði um allt land, en leikirnir fara fram um helg- ina. Getraunirnar eru mjög mikil- vægar fyrir íþróttahreyfíng- una í landinu — starfsemin skilaði um 40 milljónum króna til hennar á síðasta ári og munar um minna. Eftir að lottó byrjaði hefur sam- keppnin aukist mjög mikið, en til að auka enn áhugann á getraunun- um, verða þær nú með breyttu sniði. 1. vinningur aðeins fyrir 12 rétta leiki Fyrsti vinningur verður aðeins greiddur, komi fram röð eða raðir með 12 leikjum réttum; annars flyst hann áfram til næstu leikviku. Spennan verður meiri fyrir vikið og þeir heppnu mega eiga von á hærri vinningi nokkrum sinnum á starfs- árinu. Stefnt verður að því að hafa sem flesta laugardagsleiki á seðlinum og reynt verður að fara yfir seðlana strax og úrslit leikja liggja fyrir. Um kvöldmatarleytið á laugardög- um á því vinningsupphæð að liggja fyrir og eins hvort tólfa hafi komið fram eða ekki. En engin regla er án undantekninga og á fyrsta seðl- inum verður bikarúrslitaleikur Fram og Víðis, sem fer fram á sunnudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.