Morgunblaðið - 27.08.1987, Page 20

Morgunblaðið - 27.08.1987, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 •^píxAcu} Sww: LUNDUR VEITINGASALUR Léttir réttir á góðu verði í hádeginu og á kvöldin. FORRÉTTIR: Rækjukokteill kr. 380,- Reyksoðinn silungur kr. 350,- Grænmetissúpa kr. 220,- AÐALRÉTTIR: Skýjaloka kr. 390.- Reykt ýsa með sítrónusósu kr. 480,- Djúpsteiktur sólkoli kr. 540.- Steikt fjallableikja kr. 620.- Hakkað bufí Pojorsky kr. 430,- Blandað kjðt á teini kr. 710.- Mínútusteik með kryddsmjöri.... kr. 950.- Salatbar innifalinn. Vev ið ve Hótel við Sigtún ■^ofcuAcxy Sww s. 689000 (§g^ggíj|| Fréttir frá ívrstu hendi! Athugasemdir vegna gagnrýni FÍI á framleiðniathuganir: Niðurstöðurnar í sam- ræmi við innlendar og erlendar athuganir eftirBaldur Pétursson í seinustu viku voru kynntar nið- urstöður athugana á framleiðni vinnuafls hér á landi miðað við nokkur lönd. Voru þessar athuganir einn þáttur í framleiðniátaki sem Iðntæknistofnun íslands stendur fyrir, en samstarfsaðilar að átakinu auk hennar eru: Félag íslenskra iðnrekenda, Alþýðusamband ís- lands, iðnaðarráðuneytið, Lands- samband iðnaðarmanna og Landssamband iðnverkafólks. Unnið hafði verið að þessum at- hugunum í ein tvö ár og hefur verið gott samstarf milli allra þessara aðila, auk þess sem leitað hafði verið umsagnar fjölmargra annarra hagsmunasamtaka einstakra at- vinnugreina, þjóðhagsstofnunar, VSÍ o.fl., um þessar athuganir. Margir hagfræðingar hinna ýmsu stofnana tengdust því þessu starfi. Sérstaklega var upp úr því lagt að hafa gott samstarf við þessar at- huganir og m.a. dróst útkoma skýrslunnar verulega þar sem um- sagnir einstakra aðila bárust mjög seint. Vegna framkominnar gagnrýni Félags íslenskra iðnrekenda á mæl- ingarnar verður ekki hjá því komist, að skýra frá því hvernig staðið var að þessum athugunum, þar sem yfirumsjón mælinganna kom í minn hlut m.a. vegna þess að ég hafði kynnt mér ítarlega slíkar mælingar erlendis. Gott samstarf við FÍI Um athug-anirnar Ég ætla ekki hér að gera þessa gagnrýni FÍI að einhverju stórmáli og tína til öll þau atriði sem gagn- rýnd hafa verið af félaginu, þar sem sú gagnrýni dæmir sig sjálf, heldur að gera grein fyrir aðalatriðum þessa máls. Niðurstöður skýrslunn- ar eru alls ekki ótvíræðar eins og FÍI hefur sagt, heldur þvert á móti, eins og sést ef menn lesa skýrsl- una. Þannig eru t.d. nokkrar greinar sem hafa góða hlutfallslega stöðu miðað við önnur lönd á sama hátt og greinar sem hafa slæma stöðu. Enn fremur er þess að geta að sú grein sem sýndi mestan vöxt á tímabilinu, 10% aukningu á ári, er íslensk (veiðarfæraiðn). Haldnir voru nokkrir fundir með fulltrúm FÍI við gerð þessarar skýrslu. Öll þau atriði sem þeir bentu á í þessu samstarfi voru at- huguð og eru gerð skil í skýrslunni, kafla II, s.s. varðandi upphafsár og raungengi. Varðandi verðbólgu er þess að geta að öll gögn voru úr þjóðhagsreikningum hér á landi sem erlendis og því ekki unnt að fá nákvæmari gögn. Við athugun á þessum þáttum kom ekkert fram sem gaf tilefni til endurskoðunar á niðurstöðum. Þetta var sérstaklega rætt við fulltrúa FÍI og síðan sam- þykkt af þeim. Við lokafrágang lá því fyrir sam- STOLPI Vinsæli tölvuhugbúnaðurinn Kynning í dag tilkl. 19.00 Ármúla 38, Selmúlamegin. Ath.: Söluskattur 1. september. Komið og kynnist þessum frábœra viðskiptahug- búnaði. Sala, þjönusta Markaðs- og söluráðgjöf, Björn Viggósson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-687466. Hönnun hugbúnaðar Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-688055. -\r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.