Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 •^píxAcu} Sww: LUNDUR VEITINGASALUR Léttir réttir á góðu verði í hádeginu og á kvöldin. FORRÉTTIR: Rækjukokteill kr. 380,- Reyksoðinn silungur kr. 350,- Grænmetissúpa kr. 220,- AÐALRÉTTIR: Skýjaloka kr. 390.- Reykt ýsa með sítrónusósu kr. 480,- Djúpsteiktur sólkoli kr. 540.- Steikt fjallableikja kr. 620.- Hakkað bufí Pojorsky kr. 430,- Blandað kjðt á teini kr. 710.- Mínútusteik með kryddsmjöri.... kr. 950.- Salatbar innifalinn. Vev ið ve Hótel við Sigtún ■^ofcuAcxy Sww s. 689000 (§g^ggíj|| Fréttir frá ívrstu hendi! Athugasemdir vegna gagnrýni FÍI á framleiðniathuganir: Niðurstöðurnar í sam- ræmi við innlendar og erlendar athuganir eftirBaldur Pétursson í seinustu viku voru kynntar nið- urstöður athugana á framleiðni vinnuafls hér á landi miðað við nokkur lönd. Voru þessar athuganir einn þáttur í framleiðniátaki sem Iðntæknistofnun íslands stendur fyrir, en samstarfsaðilar að átakinu auk hennar eru: Félag íslenskra iðnrekenda, Alþýðusamband ís- lands, iðnaðarráðuneytið, Lands- samband iðnaðarmanna og Landssamband iðnverkafólks. Unnið hafði verið að þessum at- hugunum í ein tvö ár og hefur verið gott samstarf milli allra þessara aðila, auk þess sem leitað hafði verið umsagnar fjölmargra annarra hagsmunasamtaka einstakra at- vinnugreina, þjóðhagsstofnunar, VSÍ o.fl., um þessar athuganir. Margir hagfræðingar hinna ýmsu stofnana tengdust því þessu starfi. Sérstaklega var upp úr því lagt að hafa gott samstarf við þessar at- huganir og m.a. dróst útkoma skýrslunnar verulega þar sem um- sagnir einstakra aðila bárust mjög seint. Vegna framkominnar gagnrýni Félags íslenskra iðnrekenda á mæl- ingarnar verður ekki hjá því komist, að skýra frá því hvernig staðið var að þessum athugunum, þar sem yfirumsjón mælinganna kom í minn hlut m.a. vegna þess að ég hafði kynnt mér ítarlega slíkar mælingar erlendis. Gott samstarf við FÍI Um athug-anirnar Ég ætla ekki hér að gera þessa gagnrýni FÍI að einhverju stórmáli og tína til öll þau atriði sem gagn- rýnd hafa verið af félaginu, þar sem sú gagnrýni dæmir sig sjálf, heldur að gera grein fyrir aðalatriðum þessa máls. Niðurstöður skýrslunn- ar eru alls ekki ótvíræðar eins og FÍI hefur sagt, heldur þvert á móti, eins og sést ef menn lesa skýrsl- una. Þannig eru t.d. nokkrar greinar sem hafa góða hlutfallslega stöðu miðað við önnur lönd á sama hátt og greinar sem hafa slæma stöðu. Enn fremur er þess að geta að sú grein sem sýndi mestan vöxt á tímabilinu, 10% aukningu á ári, er íslensk (veiðarfæraiðn). Haldnir voru nokkrir fundir með fulltrúm FÍI við gerð þessarar skýrslu. Öll þau atriði sem þeir bentu á í þessu samstarfi voru at- huguð og eru gerð skil í skýrslunni, kafla II, s.s. varðandi upphafsár og raungengi. Varðandi verðbólgu er þess að geta að öll gögn voru úr þjóðhagsreikningum hér á landi sem erlendis og því ekki unnt að fá nákvæmari gögn. Við athugun á þessum þáttum kom ekkert fram sem gaf tilefni til endurskoðunar á niðurstöðum. Þetta var sérstaklega rætt við fulltrúa FÍI og síðan sam- þykkt af þeim. Við lokafrágang lá því fyrir sam- STOLPI Vinsæli tölvuhugbúnaðurinn Kynning í dag tilkl. 19.00 Ármúla 38, Selmúlamegin. Ath.: Söluskattur 1. september. Komið og kynnist þessum frábœra viðskiptahug- búnaði. Sala, þjönusta Markaðs- og söluráðgjöf, Björn Viggósson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-687466. Hönnun hugbúnaðar Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-688055. -\r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.