Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 3 Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Ræddi við græn- lenska ráðamenn um loðnudeiluna HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra átti á mánu- dag óformlegar viðræður við grænlenska ráðamenn um deilur ríkjanna vegna norsk-íslenska loðnustofnsins, en Grænlendingar vilja fá til umráða 10-12% af þeim kvóta sem úthlutað er úr stofninum til veiða. Hingað til hafa íslendingar og Norðmenn nær eingöngu veitt upp í kvó- tann og íslendingar langstærsta hlutann eða 85%. Engin niðurstaða varð af þessum viðræðum en Halldór ítrekaði við Grænlendinga að þeir legðu fram tillögur sínar um lausn þessarar deilu. Halldór var staddur á Grænlandi vegna fyrirhugaðs fundar sam- starfsráðherra Norðurlanda sem var síðan aflýst vegna ófærðar. Halldór sagði í samtali við Morgun- blaðið að í janúar hefðu íslendingar haft frumkvæði að lista upp þau mál sem þessi ríki þurfa að taka sameiginlega ákvörðun um varð- andi sameiginlega fiskistofna, það er loðnu, karfa og rækju. Halldór sagðist hafa farið yfir þessi mál nú í samræðum við Grænlendinga og komist að því að lítið hefði þokast áfram í sumar. Þar hefðu tafið kosningar og stjórnarmyndanir, fyrst á íslandi og síðan á Grænl- andi og nú stæðu þar fyrir dyrum kosningar til danska þingsins. Halldór sagði að gert hefði verið ráð fyrir að Grænlendingar legðu fram hugmyndir til lausnar á deil- unni um skiptingu loðnunnar en það hefðu þeir ekki gert enn. Aðilar hefðu samt verið sammála um að reyna að koma á fundum sem fyrst milli fulltrúa landanna þriggja sem í hlut eiga. Fulltrúar grænlenskra útgerðar- manna hittu Halldór að máli í Grænlandi og afhentu honum bréf með óskum um viðræður við íslenskra aðila. Grænlendingarnir fyrirhuga að koma hingað til lands í tengslum við sjávarútvegssýning- una í september. Að sögn Halldórs lögðu útgerðarmennimir mikla áherslu á að þeim líkaði samstarf við íslendinga vel og vildu auka það. Grænlendingar hafa nú lönd- unarheimildir með rækju og kaupa hér mikið af vörum í tengslum við sjávarútveg. Bændur fá 60 kg á hvern heimilismann út úr sláturhúsunum Gert til að draga úr heimaslatrun FRAMKVÆMDANEFND um búvörusamninga hefur ákveðið að veita bændum heimild til að taka 60 kg af lambakjöti á hvern heimilismann út úr sláturhúsum Meðalársneysla á mann í landinu er um 40 kg af lambakjöti. Gert er ráð fyrir að framleiðendur noti kjötið meira en aðrir og því er mið- að við 60 kg til þeirra, að sögn Borghildar Sigurðardóttur hjá upp- lýsingaþjónustu landbúnaðarins. Hún sagði með þessu þyrftu bænd- ur síður að fara út í heimaslátrun, vilji þeir losna við alla milliliði við af innleggi sínu í haust. kaup á kjöti. Borghildur sagði að auðvitað gætu bændur sótt kjöt þetta á sláturhúsin, selt það sjálfir til vina og ættingja og haldið heima- slátruninni síðan áfram í eigin þágu. Þessi ákvörðun nefndarinnar væri þó ekki hugsuð þannig, heldur til að stuðla að því að bændur hætti heimaslátrun. Feitt kjöt verður verðfellt enn frekar SAMÞYKKT hefur verið í sexmannanefnd að verðfella feitt kjöt í svokölluðum O-flokki enn meira en í fyrra. O-flokki verður nú skipt í tvo flokka í stað eins áður. Annar O-flokkanna, sá magurri, verður verðfelldur um 11,2%, eins og gert var í fyrra. Hinn flokkurinn, sem sam- anstendur af enn feitara kjöti, verður verðfelldur um 25% til bænda. Ef neytendur kaupa kjöt þetta í heilum skrokkum og þar af leiðandi alla fituna, rennur verðfellingin beint til þeirra. Verði kjötið hins- vegar sérstaklega meðhöndlað og fitan skorin frá, verður kjötið selt sem fyrsta flokks vara. í fyrra fóru 7% kjöts í O-flokk og var það magn verðfellt um 11,2%. I komandi sláturtíð er reikn- að með að 7,5% fari í O-flokk. Áætlað er að 2% af kjötinu lendi í feitari flokknum og verði verðfellt um 25%. 5,5% slátraðs kjöts í haust munu þá verða verðfelld um 11,2%. Hrefna um allan sjó Sielufirði. SJOMENN á Siglufirði hafa á orði að aldrei hafi sést jafn mik- ið af hrefnu norður af landinu og nú. Sjómenn sem sigldu í gær frá Skagagrunni inn á Siglufjörð sögðu að allt hefði verið morandi í hrefnu, stórri og smárri. Minnast gamal- reyndir sjómenn þessi ekki að hafa séð slíkar vöður áður. Matthías.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.