Morgunblaðið - 27.08.1987, Side 3

Morgunblaðið - 27.08.1987, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 3 Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Ræddi við græn- lenska ráðamenn um loðnudeiluna HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra átti á mánu- dag óformlegar viðræður við grænlenska ráðamenn um deilur ríkjanna vegna norsk-íslenska loðnustofnsins, en Grænlendingar vilja fá til umráða 10-12% af þeim kvóta sem úthlutað er úr stofninum til veiða. Hingað til hafa íslendingar og Norðmenn nær eingöngu veitt upp í kvó- tann og íslendingar langstærsta hlutann eða 85%. Engin niðurstaða varð af þessum viðræðum en Halldór ítrekaði við Grænlendinga að þeir legðu fram tillögur sínar um lausn þessarar deilu. Halldór var staddur á Grænlandi vegna fyrirhugaðs fundar sam- starfsráðherra Norðurlanda sem var síðan aflýst vegna ófærðar. Halldór sagði í samtali við Morgun- blaðið að í janúar hefðu íslendingar haft frumkvæði að lista upp þau mál sem þessi ríki þurfa að taka sameiginlega ákvörðun um varð- andi sameiginlega fiskistofna, það er loðnu, karfa og rækju. Halldór sagðist hafa farið yfir þessi mál nú í samræðum við Grænlendinga og komist að því að lítið hefði þokast áfram í sumar. Þar hefðu tafið kosningar og stjórnarmyndanir, fyrst á íslandi og síðan á Grænl- andi og nú stæðu þar fyrir dyrum kosningar til danska þingsins. Halldór sagði að gert hefði verið ráð fyrir að Grænlendingar legðu fram hugmyndir til lausnar á deil- unni um skiptingu loðnunnar en það hefðu þeir ekki gert enn. Aðilar hefðu samt verið sammála um að reyna að koma á fundum sem fyrst milli fulltrúa landanna þriggja sem í hlut eiga. Fulltrúar grænlenskra útgerðar- manna hittu Halldór að máli í Grænlandi og afhentu honum bréf með óskum um viðræður við íslenskra aðila. Grænlendingarnir fyrirhuga að koma hingað til lands í tengslum við sjávarútvegssýning- una í september. Að sögn Halldórs lögðu útgerðarmennimir mikla áherslu á að þeim líkaði samstarf við íslendinga vel og vildu auka það. Grænlendingar hafa nú lönd- unarheimildir með rækju og kaupa hér mikið af vörum í tengslum við sjávarútveg. Bændur fá 60 kg á hvern heimilismann út úr sláturhúsunum Gert til að draga úr heimaslatrun FRAMKVÆMDANEFND um búvörusamninga hefur ákveðið að veita bændum heimild til að taka 60 kg af lambakjöti á hvern heimilismann út úr sláturhúsum Meðalársneysla á mann í landinu er um 40 kg af lambakjöti. Gert er ráð fyrir að framleiðendur noti kjötið meira en aðrir og því er mið- að við 60 kg til þeirra, að sögn Borghildar Sigurðardóttur hjá upp- lýsingaþjónustu landbúnaðarins. Hún sagði með þessu þyrftu bænd- ur síður að fara út í heimaslátrun, vilji þeir losna við alla milliliði við af innleggi sínu í haust. kaup á kjöti. Borghildur sagði að auðvitað gætu bændur sótt kjöt þetta á sláturhúsin, selt það sjálfir til vina og ættingja og haldið heima- slátruninni síðan áfram í eigin þágu. Þessi ákvörðun nefndarinnar væri þó ekki hugsuð þannig, heldur til að stuðla að því að bændur hætti heimaslátrun. Feitt kjöt verður verðfellt enn frekar SAMÞYKKT hefur verið í sexmannanefnd að verðfella feitt kjöt í svokölluðum O-flokki enn meira en í fyrra. O-flokki verður nú skipt í tvo flokka í stað eins áður. Annar O-flokkanna, sá magurri, verður verðfelldur um 11,2%, eins og gert var í fyrra. Hinn flokkurinn, sem sam- anstendur af enn feitara kjöti, verður verðfelldur um 25% til bænda. Ef neytendur kaupa kjöt þetta í heilum skrokkum og þar af leiðandi alla fituna, rennur verðfellingin beint til þeirra. Verði kjötið hins- vegar sérstaklega meðhöndlað og fitan skorin frá, verður kjötið selt sem fyrsta flokks vara. í fyrra fóru 7% kjöts í O-flokk og var það magn verðfellt um 11,2%. I komandi sláturtíð er reikn- að með að 7,5% fari í O-flokk. Áætlað er að 2% af kjötinu lendi í feitari flokknum og verði verðfellt um 25%. 5,5% slátraðs kjöts í haust munu þá verða verðfelld um 11,2%. Hrefna um allan sjó Sielufirði. SJOMENN á Siglufirði hafa á orði að aldrei hafi sést jafn mik- ið af hrefnu norður af landinu og nú. Sjómenn sem sigldu í gær frá Skagagrunni inn á Siglufjörð sögðu að allt hefði verið morandi í hrefnu, stórri og smárri. Minnast gamal- reyndir sjómenn þessi ekki að hafa séð slíkar vöður áður. Matthías.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.