Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 15 legur eru í honum myndir sem vekja athygli. Fyrmefnd líking um spangólið til dæmis og ekki síst það sem stendur um heilann í öðr- um kafla: „heilinn sviflétt eyja/ á svölu vatni heilabúsins/ ég“. Und- irritaður hefði sleppt næstsíðasta orðinu hefði hann mátt ráða. Og það er nokkuð slitið sem segir um blóðið og fyrr var vitnað til. Það er í hinum tilfínningasömu ljóðum sem Jóhann árelíuz nær bestum árangri. Eitt þeirra nefnist fíngumæmar nætur: fingumæmar nætur ég fer höndum um líf þitt viðkvæmt vandfarið flókið eiturgræn skelin húðin leiftrandi perla hvítt bein úr sjó hratt tifa sekúndur mínútur stundir hjartsláttur klukknahljómsins faðmur þinn bjóðandi heitur augun giampandi kastljós blá eins og blátt eitt getur verið fer höndum um líf þitt grasgrænn skuggi myrkurs elska þig oft og aftur augun þín blá augu þín afar blá fingumæmar nætur Jóhann árelíuz Þetta er að vísu ekki alveg galla- laust ljóð, en í því skemmtileg hrynjandi og endurtekningum beitt smekklega. Annað tilfinningasamt ljóð er Milli trjánna. I því er skírskotun til ljóðs eftir Snorra Hjartarson og á öðrum stað í bókinni skírskotar Jóhann árelíuz til Tómasar Guð- mundssonar. Út af fyrir sig eru það ekki tíðindi að skáldið segist elska storminn, úfið vorlauf tijánna og fleira í náttúrunni. Það er meira um vert að Ijóðinu tekst að sýna fram á „fijómagnað líf milli trjánna". Yfirlýsingar fara yfirleitt illa í skáldskap, geta verið gamal- dags. Ljóð sem eru laus við þessa annmarka heppnast líka betur hjá Jóhanni árelíuzi, samanber stutt ljóð eins og blár fífill í hvítu túni, Eggtíð, Naflajón, Ó og líf. Prósaljóðin eru hressileg, en dá- lítið skipulagslaus, enda vandi að yrkja slík ljóð. Ég hafði gaman af þeim, ekki síst Apríl, Ævintýri á gönguför og Hvorki Né. Þessi ljóð eru raunsæileg og svona eins og samfélagið komi hinu rómantíska skáldi við. Í Hvorki Né eru þessar línur: „Flugurnar hans Hamsun suða í gluggum minninganna en íslenska alþjóðin suðar andstutt og andvarpandi í sjón- og útvörpunum en tími innri speki að því virðist endanlega úr liði." Nú er það skáldsins að huga að myridefnum morgundagsins þar sem það situr baðað morgunljóma í grasi gróinni tíð og trúir á ást sem fýrirgefur allt og svíkur ekki. Þeir fiskar sem synt hafa inn í ljóðheim Jóhanns árelíuzar lofa góðu. AUS ALÞJOÐLEG UNGMENNASKIPTI Julio Rivera er skiptinemi frá Costa Rica, styrktur til náms á íslandi. A.U.S. eru að leita að fjölskyldu sem Julio getur dvalið hjá í vetur. Nánari upplýsingar á skrifstofunni milli kl. 13.00-16.00, sími 24617. GimiuaND 18.SEPTEMBER n.k. verður farin 3ja vikna ferð til Grikklands. Norðurhlutinn, sem verður skoðaður að þessu sinni, er frábrugðinn suðurlandinu að mörgu leyti og býður upp á annarskonar tækifæri til að kynnast Grikklandi. Undir traustri fararstjórn Kristjáns Árnasonar háskólakennara kynnumst við og skoðum m.a. Olympiu, Mykenu, Nafjlon, Spörtu, Korfu, Kastoriu, Þessaloniku, Meteoru, Kalamböku, Delfí, Aþenu. Feíöaskrifstofan Ifanndi Vesturgötu 5. Reykjavík. v 62 24 20 uos GUFA NUDD Furugrund 3, Kópavogi. afsláttur á saltkjötí og súpukjö Nú eru sprengidagar framundan. Farðu út í næstu matvörubúð og fáðu þér saltkjöt og súpukjöt frá Sláturfélaginu með 15% afslætti á meðan tækifæri gefst. < C/5 2 Þ SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.