Morgunblaðið - 27.08.1987, Side 48

Morgunblaðið - 27.08.1987, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 félk í fréttum Nína Hagen og eiginmaðurinn, Lorenz. Nína giftir sig Þýska söngkonan Nína Hagen gekk í það heilaga úti á Ibiza nú á dögunum. Slíkt eru auðvitað tíðindi í sjálfu sér, en athöfnin vakti ekki síður athygli fyrir þær sakir að brúðguminn er 14 árum yngri en Nína, eða aðeins 18 ára. Menn kunna annars lítil deili á honum annað en að hann heitir Lorenz, og mun vera bassagítarleikari frá Suð- ur-Afríku. Nína hitti þáverandi tilvonandi eiginmann sinn í neðanjarðarlest í Berlín, og var það ást við fyrstu sýn. Það er þó ekki nóg með að þau Nína og Lorenz taki sig vel út saman, eins og lesendur geta séð á meðfylgjandi mynd, heldur eru þau líka andlega skyld. Nína segir að hún og Lorenz eigi tvö sameiginleg áhugamál þar sem eru Jesús Krist- ur og fljúgandi furðuhlutir. Brúðguminn mun ekki hafa haft sig sérstaklega til á þessum tíma- mótum, en Nína festi englavængi á bakið á sér til að undirstrika hve hamingjusöm hún væri. Frétta- menn sem staddir voru á Ibiza spurðu Nínu um mannsefnið, og lét hún hafa eftirfarandi eftir sér: „Lor- enz er hlægilegur og dálítið vitlaus, en hann er ungur." Listrænn sóldýrkandi Þessi mynd var tekin núna á mánudaginn á bökkum Tis- za-ár í Ungveijalandi, nálægt borginni Csongrad. Ekki vitum við hvort heldur maðurinn á myndinni bjó til sandstúlkuna við hliðina á sér af listrænum hvötum eða vegna þess að honum tókst ekki að finna sólbaðsfélaga. Ef síðari skýringin er rétt vonum við að tilraunir hans í framtíðinni við að ná sér í viðeigandi félagsskap renni ekki út í sandinn. Reuter MHK Viktoría ásamt foreldrum sínum; Karli Gústafi, Svíakóngi, og Sylvíu drottningu. Krónprinsessan kemur fram Hún Viktoría, krónprinsessa Svía, er nú orðin tíu ára, og þykir föður hennar vera kominn tími til að hún fari smám saman að undirbúa sig fyrir hlutverkið sem bíður hennar í framtíðinni. Því kom Viktoría fram í fyrsta skipti opinberlega nú fyrir skömmu við hátí- ðahöld í tilefni 450 ára afmælis Gripsholm-kastala. Þótti hún standa sig mjög vel í hinu nýja hlutverki sínu, en hún hélt í höndina á pabba mestallan tímann, svona til halds og trausts. Vikt- oría mun halda áfram að ganga í almennan skóla og leika sér við félagana þar eins og önnur börn, en nú verður hún einnig að fara að undirbúa sig að stjórna Svíaríki þegar hún verður þjóðhöfðingi einn góðan veðurdag. Reiðhjólaútsalan er í fullum gangi í Hjólasporti Allt fyrsta flokks reiðhjól. 30% afsláttur. Tryggið ykkur gæðahjól á frábæru verði. Sendum í póstkröfu um allt land. Hjolasport Gnoðarvogi 44, sími 34580.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.