Morgunblaðið - 27.08.1987, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
RAFMÓTORAR
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN SIMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
Tromp-(uð) tvenna
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓBORGIN: TVEIR Á
TOPPNUM - LEATHAL WE-
APON ★ ★★
Leikstjóri: Richard Donner.
Framleiðendur: Donner og Joel
Silver. Kvikmyndataka: Step-
hen Goldblatt. Tónlist: Michael
Kamen og Eric Clapton. Klipp-
ing: Stuart Baird. Handrit:
Shane Black. Aðalleikendur:
Mel Gibson, Danny Glover, Gary
Busey, Mitchell Ryan, Tom Atk-
ins. Bandarísk.
Danny Glover er lögreglumaður
af gamla skólanum í Los Angeles.
Vill fara að hætta, hefur aldrei
hlotið skrámu og tönglast á því
að hann sé „orðinn of gamall fyr-
ir þessi skítverk". Honum líst því
hreinlega ekki á blikuna þegar
hann fær nýjan samstarfsmann í
morðdeildina, sem er Gibson.
Hann er fluttur úr eiturlyfjadeild-
inni þar sem hann er álitinn
stórhættulegur sjálfum sér sem
öðrum. Kominn á ystu nöf eftir
ástvinamissi og ógnþrungið starf
og þjáist af sjálfsmorðshyggju.
Fyrsta samstarf hinna ólíku lög-
reglumanna verður ekki til þess
að brúa bilið á milli þeirra. En þá
>
C
*
Có
>
ER AD KOMA
FULLKOMNARI & FALLEGRI
EN NOKKRU SINNI
FYRR
TOYOTA -1988- í ÁGÚST
TOYOTA
Mel Gibson nær góðum tökum á
hlutverki hins hálfóða lögreglu-
manns, Riggs, í vandaðri
skemmtimynd, Tveir á toppnum.
lenda þeir í slæmu máli sem á
eftir að reyna á þolrifin og þjappa
þeim saman.
Það kemur ekki á óvart að hér
er um að ræða eina vinsælustu
mynd sumarsins. Donner leikstýrir
af eldmóði í átakaatriðum en jafn-
framt skapar hann einkar mann-
legt andrúmsloft í kringum
söguhetjurnar þegar þær verða að
fara að vinna saman. Öll tæknileg
atriði eru vansalaus, sem og í flest-
um Hollywood-myndum af þessari
stærðargráðu. Kvikmyndatakan
lífleg, útsjónarsöm, klippingin
hröð og einkar gott innlegg í
myndinni, sömuleiðis blúsuð tón-
list Claptons.
En það er samleikur Glovers og
Gibsons sem er megingaldur
myndarinnar. Þeir falla svo vel
saman að unun er á að horfa.
Þeir sem stilltu þeim saman í aðal-
hlutverkin vita hvað klukkan slær
á áhorfendabekkjum. Það er
ánægjulegt að sjá Gibson aftur í
toppformi eftir misráðninguna í
The River, mér er til efs að hann
hafi áður verið betri. Hann túlkar
af sannfærandi innlifun tauga-
spennu og örvinglun manns á ystu
nöf sem kemur síðan hægt og
sígandi niður á jörðina. Glover,
(Silverado, The Color Purple), er
engu síðri í hlutverki hins gamal-
reyna hermanns og glæpalýðs-
hrellis sem sér eftirlaunin í
seilingarfæri þegar hann fær
mann sem hann álítur kolgeggjað-
an í samvinnu. Þá bregður fyrir
ágætum karakterleikurum í auka-
hlutverkum. En Busey er vægast
sagt ólánlegur skúrkur. Tveir á
toppnum er óvenju góð flétta
spennu- og skemmtimyndar þar
sem mannlegi þátturinn hefur ekki
gleymst.
Fréttatímum
Sljörnunnar
fjölgar
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjölga
fréttatímum Stjörnunnar. Frétt-
ir stöðvarinnar að kvöld- og
næturlagi verða framvegis kl.
23.00, 02.00 og 04.00.
í fréttatilkynningu frá Stjömunni
segir að fréttastofa Stjörnunnar
hafi haft aðrar áherslur, hvað varð-
ar efnisval og efnistök fétta, en
aðrar fréttastofur í landinu. Þar
segir einnig að þessi nýbreytni hafi
gefist vel og þess vegna hafi verið
ákveðið að fjölga fréttatímunum.
VZterkur og
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!